Alþýðublaðið - 26.02.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.02.1942, Blaðsíða 8
ALÞVOU8LA0ÍO Fimmtudagur 26. febrúar 1942. SL. laugardagskvöld var leikið í útvarpið leikritið jA ílótta", sem Leikfélagið hef- $r sýnt hér i vetur. í leiknum heyrist útvarpsþulur segja, að frá London hafi frétzt, að Chamberlain hafi haldið ræðu, Qg sagt horfur á, að friður gæti tekizt. Um þetta leyti var sendi- meinn að afhenda konu nokk- •wrri í AusUtrbænum símskeyti. Stóð konan í dyrum hjá pilt- inum, en heyrði til útvarpsins gegnum opnar dyrnar. Fórnaði hún óðara upp höndunum og hentist inn til bónda síns, sem hafði lagt sig eftir kvöldmatinn. Hún hrisU karlinn óþyrmilega og æpti: „TJpp með þig, Gvend- ur, upp með þig, stríðið er búið l útvarpinu!" BRYNJÓLFUR BISKUP OG STÚLKAN DRYNJÓLF BISKUP bar •*-* eitt sinn að, sem maður átti vingott við stúlku, sem var í SkálholU. Mælti þá biskup: ,Fúlt brúðkaup og fámannlegt.' Stúlkan leit við honum og svar- aði: , jOg komu þó fleiri en boðnir voru.' Biskup gekk þegjandi burt. * SKOTINN ER SAMUR VIÐ SIG JkitCINTOSH í Aberdeen er *¦**¦ íþróttavinur og vill gjarn- an sýna það i verki. Það henti hann um daginn, að hann festi upp svolátahdi auglýsingu: ,JFimm sterlmgspunda verð- íaunum heiti ég þeim, setn fyrstur syndir yfir Atlantshai- ið. En um nóttina varð hann andvaka, hann bylti sér í rúm- inu og köldum svita sló út um hann állan. Eldsnemma um morguninn spratt hann á fætiir og æddi þangað, sem auglýsingin hékk og bættí þessum tveimurorðum við: „— í kafi." * GRÆNN er skállinn á blessuðum karlinum hon- um Ingólfi Arnarsyni í dag," sagði maður nokkur þegar hann gekk fram hjá myndastyttunni á Austurvelli um daginn. leyndarmálum sínum og brosa hvort yið öðru og í dögun siglir skipið af stað með flóðinu og sólin skín og máfarnir garga. Bergmál liðinna alda hljómar ennþá í ' eyrum hins sofandi ferðamanns og hann dreymir horfna heima og hann lifir á liðnum árum í draumi. Hanrt sér hafið og skipið, veggi Nav- ronhúss og vagninn, sem skrölt- ir eftir ósléttum vegunum í Cornwall.eins og þeir voru í þá daga. Hann sér Harry koma inn í svefnherbergi Donu meðan hún er að setja rúbínsteinana í eyru sér. Hann sér William með litla, óræða andlitið og loks sér hann „Máfinn" liggja við fest- ar á voginum, og trén, sem slúta yfir árbakkann og fuglar syngja í trjánum. Og meðan hann ligg- ur þarna á bakinu og dregur ró- lega andann, dreymir hann um löngu liðið sumar, þegar ævin- týrin gerðust og vogurinn var felustaður. II. KAFLI Kirkjuklukkan sló um leið og vagninn skrölti inn í Launcest- on og rann upp að veitingahús- inu. Ekillinn nöldraði og félagi hans snaraðist ofan úr sæti sínu og hljóp. fram fyrir hest- ana. Ekillinn bar tvo fingur upp að munninum og blístraði. Skyndilega kom þjónn* hlauþ- andi frá veitingahúsinu, neri stírurnar úr augunum og horf ði undrandi á komumenn. — Hafið hraðan á. Komið með vatn og hey handa hestun- um, ságði ekillinn um leið og hann stóð á fætur, teygði úr sér og svipaðist um, en félagi hans reyndi að hrista dofann úr fót- um sér. —- Klárarnir eru ekki orðnir uppgefnir ennþá, sagði hann lágt. — Ef til vill eru þeir þess virði, sem Sir Harry borgaði fyrir þá, þegar ^lls er gætt. Ek- illinn yppti öxlum. Hann var orðinn svo þreyttur, að hann nenti ekki að tala. Vegirnir voru afarvondir, og ef hestarnir hefðu verið orðnir uppgefnir eða hjólin brotin undir vagnin- um, hefði það lent á honum. en ekki félaga hans. Hann hefði fengið skammirnar vel úti látn- ar. Hann hefði viljað fara hægt yfir og honum fannst ekkert liggja á. En það var nú víst öðru máli að gegna um húsmóð- ur hans. Hún var í illu skapi og vildi hvergi nema staðar. Sem betur fór var hún steinsofandi núna og lá inni í vagninum. En þar fór hann villur vegar, því að þegar þjónninn kom aftur með sína vatnsfötuna í hvorri hendi til þess að brynna hestun- um, var vagnglugginn opnaður skyndilega og husmóðir hans stakk út höfðinu og yar ekki sérlega svefnleg á svipinn. Augu hennar voru björt og fög- ur og röddin jafnkuldaleg og skipandi og áður: — Hvernig í dauðanum stendur á þessari dvöl? spurði hún. — Stanzaðirðu ekki til þess að brynna hestunum fyrir þremur klukkutímum? Ekillinn varð dauðskelkaður, en bað hana þó að vera þolin- móða. Hann klifraði ofan úr sæti sínu og gekk að gluggan- um. —¦¦ Hestarnir eru ekki vanir svona mikilli áreynslu, frú mín, sagði hann.;— Þér gleymið því, að síðustu tvo dagana höfum við farið nærri því tvo' hundruð mílur — og auk þess eru veg- irnir ekki heppilegir fyrir svona feita hesta. —Þvsettingur, hreytti hún út úr sér. — Því betur sem þeir erU fóðraðir, því þolnari eru þeir. Eftirleiðis hvílið þér hest- ana aðeins þegar ég segi yður til. Borgið manninum þarna það, sem við skuldum honum, og svo höldum við áfram. — Já, frú mín. Maðurinn snéri sér undan og varð þrjózkulegiir á svipinn. Svo kinkaði hann kolli til félaga síns og steig aftur upp í sæti sitt. Það var farið aftur með föt- urnar og þjónninn gapti af undrun. Hestarnir frísuðu og tóku aftur sprettinn út á ójafn- an v.eginn. Dona starði út — og studdi hönd undir kinn. — Börnin voru enn þá sofandi, það var þó betra, og jafnvel Prue, barn- fóstran, hafði ekki bært á sér í tvo klukkutíma eða lengur. Veslingurinn ' hún Henrietta Húa bað haiis. (Honeymon bi Bali). Ameríksk skemmtimynd. Fred MacMurray og Madéleine Carroll. Sýnd kl. 7 og 9. Fmtnhaldssýning 3.30 6^0. SKEMMDARVARG- ARNIR Wildcat Bus) með Fay Wray og . Charles Lang. ¦ NYJA BIÖ Mýiíðamir. (Buck Privates). Ameríksk gamanmynd um hermannalíf 'og her- mannaglettur. Aðalhlut- verkin leika: Bud ABBOTT, • x Lou COSTELLO og "The Andrews Sis- ters." Sýnd kl. 7 og 9. Lægra verð kl. 3 litla hafði verið lasin og lá upp við öxlina á barnfóstrunni. James hreyfði sig ekki. Hann svaf djúpum og værum barns- svefni. Hann myndi ekki vakna fyrr en komið væri að leiðar- lokum. Og hvernig myndi verða tekið á móti þeim þar? Þjón- arnir myndu nöldra og vera í illu skapi yfir því að vera ónáð- aðir og allt yrði í ólagi. Og allt þetta var aðeins vegna þess, að henni hafði skyndilega dottið í hug að hverfa burtu frá Öllu draslinu í London: sífelldum kvöldveizlum, spilaveizlum, viskystaupum eiginmannsins og hinu meiningarlausa daðri við Rockingham. Henni var farið að hundleiðast þetta allt saman og það var orsök þess, að nú var hún að hrekjast hér á Fyrir stríðshest varð Quix- ada að nota gamlan, tryggan hestur, en var nú orðin renglu- leg eins og húsbóndinn, og svo horuð, að heita mátti, að hvert bein í líkama hestsins sæist út í gegnum skinnið: Flestir riddaranna í bókum Quixada riðu hestum, sem báru mjög falleg og hátíðleg nofn. Hann sá því, að hann gæti ekki lagt út í æfintýrin án þess, að gæðingurinn hlyti fyrst eitt- hvert sómasamiegt nafn. Hann braut heilann um þetta í fjóra daga og kaus þá að siðustu nafnið Rósinanta, og var mjog ánægður með þáð. Þegar Quixada haf3i þannig valið hesti sínum viðeigardi nafn, þótti honum eklci aimað sæma en að taka sjálfur ein- hverja nafnbót, er ho?:uni sæmdi. Hann hugsaði nú um þetta í átta daga og ákvað þá að kalla sig Don Quixóte*) de la Mancha. Eitt vantaði, þó enn til þess, *) frb. Kígþóti. að Don Quixóte gæti byrja^ ferðir sínar. Hann bar cíut nafn og átti hest og var vopnum bú- inn. En allir frægir nddarar, sem hann hafði lesið um, uimu einhverri heiðursjómfrú, sem þeir helguðu dáðir sínar. Don Quixóte varð þvi að velja sér einhverja jómfrú, sem hann gæti unnið afrek sín fyrir. En skrítið var það, að honum, datt engin önnur stúlka í hug að undanteknum frænku simú og ráðskonut en kvenmaSur nokkur í nágrannaþórpinu To- boso. Hún var nú reyndar bara fá- vís sveitastúlka, sterkbyggð og útitekin af vinnunni úti á pkr- unum. Hún kunni hvorki að lesa né skrifa, og rödd hennar var djúp og grófgerð eins og karlmannsrödd. En í augum hins hálfsturlaða Don Quixótes var hún upp frá þessu göfgasta og fríðasta prinsessa í öllum heimi. Skírnarnafn hennar var Al- donza, en Don Quizóte fannst MYNDáSSfii Örn: Vesalings Lillí! Hún ætlaði sér það, sem henni vai um megn. Örn: Hvað skyldi Zóra nú ætla að gera? Hún er að .... Blein! Blein majór! Blane majór og menn haus eru að bera vatn til að slökkva eldinn, þegar peir sjá, að .... .... Zóra hefir opnað hliðið og hleypt liði sínu, hóp af vel vopnuðum þorpurum, inn á landareign Bleins. ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.