Alþýðublaðið - 27.02.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.02.1942, Blaðsíða 6
 LejkfOaq Reyklanrfkar >GULLNA HLIÐIГ »*' 35. sýning i kvöld Jd. Q. Aögöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Þjóðræknisfélag íslendinga heldur aðalfund sinn í Kaupþingssalnum, miðvikudag- inn 4. marz, kl. 8,30 s.d. Kvikmyndin, „íslendingar á sléttunum“ verður sýnd. . STJÓRNIN. »'FUNDÍK^^TÍLKYNNINGAR Fundnr - Skei St. Freyja nr. 21S 11 i i itun. heldur síðasta föstudagsfund sinn í kvöld kl. 8,30. Inn- taka nýliða, skipun fastanefndar og önnur venjuleg fundarstörf. Eftir fund skemmta félagar sér við spil og dans. Fjölmennið stundvíslega og takið vini yðar með yður á skenuntunina. : F. h. skemmtinefndar. Æðstitemplar: óskast strax. Alþýðnblaðið. Hér ríkir athafnafrelsi! ALÞÝOUBLAPID Gengishækknn. Frh. af 4. síðu. safna í fyrningasjóð? Er fyrir- tækinu, sem þú stjórnar og sem kannske er aðéins heimilið þitt, — er því leyft að leggja í end- umýjunarsjóð, sem líka mætti kalla atvinnusjóð? Nei, þér er bannað að fá kauphækkun -— nema að fengnum dómi Gunn- ars Thoroddsen o. fl. — Þeir eiga að dæma — ekki ,þú. Hver verðlagði fiskinn þinn, sjómað- ur? Gerðir þú það? Nei, það gera aðrir. Og af hverju má ekki kaup þitt hækka, launþegi? — Af því eykst dýrtíðin, en það er þjóðhættulegt. En hvemig verkar það á dýrtíðina, að mað- ur, sem selur fisk til Englands af einu skipi, græðir frá 100 til 150 þúsund krónur á mánuði? Hafa nokkur bráðabirgðalög verið gefin út til að forðast þann voða? Hafa ekki hlutafélög gengið kaupum og sölum og menn grætt hundruð þúsunda á sölunni án þess að greiða nokkuð verulega af því í skatta? Hafa nokkur bráða- birgðalög verið gefin út til þess að setja slíku takmörk — eða hafa þannig fengnar tekjur engin áhrif á dýrtíðina? Haltu áfram; — hér ríkir athafna- frelsi. Ef 10 000 launþegaf fá 150 króna kauphækkun hver, þá verður sú launahækkun alls eina milljón og fimm hundruð þúsund krónur — hreinn voði, sem eykur dýrtíðina og má ekkl ske. En ef H/F Askur selur.t. d. Þorfinn, togarann, og eigend- urnir græða á sölunni t. d. eina milljón og fimm hundruð þús- und. Hvað skeður þá? Það banna engin lög — það hefir engin áhrif á dýrtíðina — hér ríkir athafnafrelsi. En ef Ásbjörn heildsali Ól- afsson sendir mann til Ameríku og lætur hann kaupa inn vörur fyrir sig og græðir á þeim t. d. 150 000 eða þaðan af meira, eða hann Guðm. H. Þórðarson — þið kannist kannske við hann — Beggi er hann stundum kallað- ur. —• Það heyrir undir verð- lagsnefnd og gerðardóm — Guð- jón Teitsson og Gunnar Thor- oddsen. En um það og þá gilda sérstök lög — því hér ríkir at- hafnafrelsi. Svona er ástandið, lesandi góður, og segðu mér svo á hvaða leið við erum í okkar litla ís- lenzka þjóðfélagi. Frh. af 4. síðu. stafar af arftöku eða vinningi í happdrætti Háskóla Islands, er undanþegin skatti þessum. Hehnilt er rikisstjórninni að á- kveða fleiri en einn gjalddaga og að fresta innheimtu á nokkr- um hluta skattsins til ársins 1943. 2. Rikissjóður greiðir bönkun- um upphæð, sem svarar til þess hagnaðar, er hann öðlast vegna gengishækkunarinnar, við það, að erlendar skuldir hans lækka í íslenzkum krónum. 3. Ríkissjóður greiðir bönk- uniun enn íremur þá fjárhæð, sem á kann að skorta, að upp- hæðir þær, sem í 1. of 2. lið greinir, nægi til þess að bæta bönkunum 90% af því tjóni, sem þeir verða fyrir vegna gengishækkunarinnar, en 10% af því tjóni beri bankarnir sjálf- ir. Ríkisstjórninni er heimilt að greiða f járhæð þessa með ríkis- skuldabréfum, er greiðist upp á eigi skemmri tíma en 3 árum. Vextir af bréfum þessum séu hinir sömu og bankarnir fá að meðaltali ef erlendum innstæð- um á hverjum tíma. Meðan samningur um sölu og kaup á íslenzkum fiskafla, dags, 5. ágúst 1941, milli íslands og Stóra-Bretlands er í gildi, skal ríkisstjórnin bæta fram- leiðendum þess fiskafla, sem seldur er með ákveðnu verði samkvæmt samningnum, það tjón, sem þeir verða fyrir vegna gengishækkunarinnár, enda sé við mat á tjóni þessu einnig tekið tillit til þess hagnaðár, sem þeir kunna að öðlast vegna hennar. Lög þéssi öðlast þegar giídi. Frumvarpi þessu fylgir ýtar- leg greinargerð og mun blaðið birta hana orðrétta á morgun. Það er þó rétt að taka það strax fram, að af hálfu Alþýðu- flokksins og í Alþýðublaðinu hefir hvað eftir annað verið bent á það, að áhrifamesta ráðstöfunin, sem hægt væri að gera til þess að halda dýrtíðinni í skefjum eða draga úr henni væri að hækka gengi krónunn- ar. Því að hún myndi ekki að- eins lækka verðlag á erlendum vörum þegar í stað, heldur og hafa mikil áhrif til verðlækk- unar síðár meir ,á innlendum afurðum. En auk þess sem gengis- hækkunin myndi þannig draga úr dýrtíðinni, er augljóst, að hún skapaði sparifjáreigendum nýtt öryggi, sem myndi verða þess valdandi, að menn myndu spara meira en áður, en þar með væri einnig óbeinlínis dregið úr verðbólgunni og dýr- tíðinni. En þó að hvað eftir annað hafi verið bent á gengishækkun af hálfu Alþýðufloksins, sem á- hrifamestu dýrtíðarráðstöfun- ina, hefir hingað til ekki verið hægt að framkvæma hana, þar eð gengi krónunnar var fast bundið með viðskiptasamning- um okkar við Breta. Nú er þetta samningsatriði hinsvegar nýlega úr gildi fallið, eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu. Við getum því hækkað gengi krón- tmnar. Þær ástæður, sem lágu til gengislækkunarinnar 1939, eru fyrir löngu burtu falinar. Sú gengislækkun var ákveðin til að bjarga útgerðinni frá hruni, og framkvæmd að nokkru leyti á kostnað launa- stéttanna. Nú græðir útgerðin hinsvegar á tá og fingri. Og launastéttirnar eiga beinlinis réttlætiskröfu til þess, að geng- ið verði hækkað. Og það væri yfirgnæfandi meiri hluta þjóð- arinnar í hag. Hvers vegna skyldum við þá ekki gera það? Stjómarflokkarnir hafa talað margt um vilja sinn til þess að vinna á móti dýrtíðinni. Sýni þeir hann nú í verki með .því að greiða gengishækkunarfrum- varpi Alþýðuflokksins atkvæði. Það er miklu áhrifameiri dýr- tíðarráðstöfun en nokkur önn- ur, sem talað hefir verið um. Annað dýrtíðarfrum- varp Alpýðuflokksins Auk frumvarpsins um hækk- un á gengi krónunnar, leggur Alþýðuflokkurinn fram f neðri deild alþingis í dag annað frum- varp til Iaga um ráðstafanir gegn dýrtíðinni og er það í aðal- atriðum það sama, og Alþýðu- flokkurinn lagði fyrir aukaþing- ið í haust, en þá fékkst ekki afgreitt. Flutningsmenn frumvarps- ins eru þeir sömu og flutnings- menn gengishækkunarfrum- varpsins: Haraldur Guðmunds- son, Ásgcýr Ásgeirsson, Emil Jónsson og Finnur Jónsson. Verður frumvarp iþetta gert að nánara umtalsefni síðar. Hðskolastfiðentar krefjast Garðs. T GÆRKVÖLDI var haldinn fundur háskóla- stúdenta um Stúdentagarðinn. Eins og kunnugt er, hefir brezka setuliðið haft hann til afnota síðan sumarið 1940. — Hefir gætt mikillar óánægju meðal stúdenta út af þeirri ráð stöfun, einkum í vetur, enda hafa margir þeirra orðið að sætta sig við misjöfn húsa- kynni. Mikill áhugi var ríkj- andi á fundinum. Var einróma samþykkt till. flutt af stúdentum úr öllum pólitískum félögum í háskól- anum, þess efnis, að stúdentar hæfu mikla og einhuga var- áttu fyrir því að ná Garði úr höndum setuliðsins, m. a. með því að stúdentaráðið gengizt fyrir kröfugongu stúdenta á hendur stjórnavalda Breta hér á landi til þess að mótmæla hernámi Garðs. Ennfremur var skorað á ríkisstjómina að láta sendiherra sinn í London mót- mæla hernámi Garðsins. Þá var og skorað á dagblöð, viku- blöð og tímarit í landinu að styðja stúdenta í baráttu þeirra. Vár tillagan í mörgum liðum, og verður hún birt í heild í blaðinu á morgun. Föstudagur 27. febrúar H4t. igst 7 maosa fólksblfreið til sölu. Til mála getur komið skipti á vöru- flutningabifreið. Uppl. á Barónsstíg 22, eftir kl. 8,30 í kvöld. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. araðgerðir ■ sé sem ' minnst, að flugvellir séu sem fæstir og helzt ekkl í lagi.“ Já , þetta sér „Nýtt dagblað“ nú. En hvernig var það með fyrirrennara þess, „Þjóðvilj- ann“ sáluga? Hann var ekki alveg eins spenntur fyrir land- vörnunum og setuliðsvinnunni. Hvílík umskifti eftir árás Hitlers á „félaga“ Stalin! HANNES Frh. af 5. síðu. þér sjálf, góða mín. Það stendur í Mogga! Ég spurði Jón Blöndal hag- fræðing að þessu, og hann sagði: ,,Ég sá þetta í Mogga, en vitanlega er þetta vitleysa. Matbaunir, hafrar púðursykur, kandís og svoleiðis góðgæti kemur vitanlega með 1 vísitölunni." RÁÐSKONA segir: „Ég — ásamt fleirum — heyrði þessi orð úr „danslagi kvöldsins11 9. nóv. s. 1., sem að þyí er ég bezt veit hljóða þannig: „Og við vökum og syngj- uni meðan vornóttln skín„. Við áttum tal um þetta. Sumir héldu því fram, að þetta hlyti að vera vit- laust, því að vornóttin gæti ekki skinið. Ég, og nokkrir aðrir meint- um, að hægt væri í líkingamáli að segja þetta um vornóttina. Við ís- lendingar, sem höfum bjarta vor- nótt, getum sagt að hún skíni. Nú viljum við vinsamlegast biðja yð- ur um svar þessu viðvíkjandi í Al- þýðublaðinu. VIÐ SEGJUM: dagurinn skín. Hví þá ekki að segja, að íslenzk vornótt skíni? Stéphan G. segir: „Nótt laus voraldar veröld, þar sem viðsýnið skín.“ PRENTVILLUPÚKANUM virð- ist vera eitthvað í nöp við Jónás frá Grjótheimi. f vísunni til mín í fyrradag var villa. Síðasta vísan átti að vera svona: „Ef sem flestir leggja lið, lukku sinnar smiður. Hannes óláns ástandið alveg kveður niður.“ t brezfea setn- liðinn ern margir listamenn. BREZKA setuliðið hér hef- ir áformað að halda list- sýningu í Stadium Camp, ná- lægt íþróttavellinum, og verð- ur hún opnuð n.k. laugardag og stendur yfir til sjöunda marz. Verða þar sýnd málverk, teikningar, líkön og ýmis fleiri listaverk, eingöngu eftir setu- liðsmenn úr öllum greinum hernaðarins, landhemum, sjó- liðsmenn og flugmenn — og hafa listaverkin öll verið búin til hér. Hefir nefnd haft þessa sýn- ingu til undirbúnings og hefir borizt mjög mikið af málverk- um og alls konar listaverkum. Hefir blöðunum verið boðið að senda menn á sýninguna daginn, sem hún verður opn- uð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.