Alþýðublaðið - 28.02.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.02.1942, Blaðsíða 5
iLsngardagnr 28. febrúar 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Snemma beygist krókurinn tilfþess sem verða vill Hversveona ero útvarpsfyr irlestrarnirekfcisefnirút? irftaki GandHs: iafnaiar- maðnrinn Jawaharlal Nehru JAWAHARLAL NEHRU er aðeins rúmlega fimmtugur jmaður. Hann er um þessar mundir, næst eftir Gandhi, vin- sœlasti maður Indlands og á- Samt Gandhi ákveður hann af- stöðu þjóðfundarins til Engiands á þessum alvarlegu tímum. Hann var kosinn formaður Iiernaðarnefndar þjóðfundafins, og hin pólitíska yfirlýsing þjóð- f undarins í upphaf i stríðsins bar jþess vitni, að hún væri runnin úr penna hans. Þjóðfundurinn Ssxafðist ótvíræðrar yfirlýsingar um markmið Englands í stríð- inu, og hann lét það í ljós, að Indland gæti því að eins stutt Breta í styrjöldinhi, að stríðið leiddi til þess, að lýðræði yrði á Indlandi. Það var miklu á- kveðnari afstaða en Gandhi haf ði tekið. Hinn róttækari arm- ur þjóðfundarins hafði lengi verið óánægður með sáttastefnu Gandhis gagnvart Englandi. Nehru hefir lengi verið álit- inn hæf asti maðurinn til þess að taka við af Gandhi, enda þótt sjónármið þeirra séu að ýmsu leyti ólík í frelsisbaráttu índ- verja. Nehru er sá af leiðtogum Ind- verja, sem hefir orðið fyrir mestum áhrifum frá Vestur- Evrópu. Hann er kominn af einni tignustu og auðugustu ætt Indlands, og hann ólst upp með- al Evrópumenntaðra og frjáls- lyndra manna. Faðir hans, sem var mikilsvirtur málaflutnings- maður, sendi Jawaharlal til Englands, þegar hann var 14 ára gamall, og hann las við Harrow og Cambridge í sjö ár, en skrapp stöku sinnum í leyfi til Indlands á þeim tíma. Hin tiginmannlega framkoma hans, ljúfmennska og menntun ollí því, að hann var-ð ekki mikið var við hleypidoma Englend- inga gagnvart brúnum mönn- um, og hann hefir ekki þjáðst af þeirri minnimáttarkehnd, sem leggur hömlur á svo marg- ar uhdirokaðar þjóðir. Það er engin beizkja í árásum Nehru á brezku stjórnina. Þégar þjóðfundurinn, undir leiðsögu Gandhis, samþykkti „boykott" gegn brezku stjórn- inni og brezkum vörum, lagði Nehru út í baráttuna af mikilli alvoru. Hann var hrifinn af Gandhi eins og allir æskumenn á Indlandi, og hann var líkt og ölvaður af orustugleði. Seinna gerðist Nehru gagnrýninn á stefnu Gandhis. Hann er hrif- inn af persónuleika Gandhis og skilningi hans á indverskri al- þýðu. Nehru hefir aldrei orðið jafn samlífur indverskri alþýðu og Gandhi. En hins vegar hef ir hann skipulagt baráttuna betur en áður var. Nehru hefir öðlazt sannf æringu sína á lestri heims- bókmenntanna Tiina löngu daga, sem hann hefir dvalið í fangelsi. Hann er trúlaus maður og getur ekki sætt sig við það sambland trúarbragða og stjórnmála, sem einkenna skoðanir Gandhis og fleiri indverskra stjórnmála- manna. Nehru er sósíalisti. Hann hefir ekki getað sam- hæft evrópskan hugsunarhátt indversku umhverfi. Hann er leitandi sál, sem ekki hefir get- að öðlazt" samskonar hugaró- semi og Gandhi. Nehru er, eins og ameríkski blaðam. John Gunther segir: „Indverjinn sem hef ir hlotið vestræn . ein- kenni, yfirstéttarmaður, sem varð sósíalisti, einstaklings- hyggjumaður, sem varð leiðtogi alþýðunnar." Hinn mikli persónuleiki Nehrus hefir sigrazt á .með- fæddri andúð indverskrar al- þýðu á yfirstéttinni og truleys- ingjunum. Það hlýtur að hafa sterk áhrif, þegar sonur auðugs manns varpar frá sér auðæfum sínum og menntaframa til þess að ganga í þjónustu' frelsisins. Nehru hef ir setið átta sinnum í fangelsi, samtals fimm ár, og Var sleppt út síðast núna á síð- ast liðnu hausti. Gandhi hefir sagt um hann, að honum væri trúandi til þess að ganga brosandi til gálgans. Jawaharlal hefir jákvæða af- stöðu til lífsins. Hann lofar ekki þjáninguna og fátæktina, eins og Gandhi. En hann veit, hvað það kostar að heyja baráttuna fyrir pólitísku og efnalegu frelsi og sjálfstæði Indverja. Og hann hikar ekki við að færa þá fórn. Minknr skotinn. C^ÍSIyl ÞÓRÐARSON, J hreppstjóri í Kolbeins- staðahreppi, skaut nýlega mink heima við bæ sinn. Er ekki annað sjáanlegt en að minkurinn hafi farið 80 km. leið að Mýrdal. Fyrir nokkram dögum, er Gísli Þórðarson kom út eld- snemma dags, sá hánn mink standa í fiskislógi er lá þar og' reif hann í sig slogið. Gísli gekk inn í bæ sinn, sótti byssu sína og skaut minkinn. Þetta er að því leyti merki- legt, að ekki er vitað um neitt minkabú í minni fjarlægð frá Mýrdal en sem nemur 80 til 100 km. eða í Stykkishólmi eða Ólafsvík. Hefir minkurinn því flækzt langa leið. ¦ UTVARPSRÁÐ hefir nú að undanförnu látið flytja í útvarpinu erindaflokk um dýr- tíðarmálin. Er þetta lofsverð tilraun a'f þess hálfu til þess, að reyna að skýra fyrir almenningi það svo mjög umdeilda mál. Vonandi er hér um að ræða byrjun á því, að fluttir verði þar síðar erindaflokkar um ým- is málefni. Erl. sérstaklega, á Norðurlöndum, var mikið að þessu gert áður en þau lönd vorii hernumin af Þjóðverjum. Hvort því síðan hefir verið haldið áfram, veit ég ekki. Þó það sé mikilsvert og lofsvert af útvarpsráði að láta flytja slíka erindaflokka, bæði til fróð- leiks og skemmtunar, er þó þar sá ljóður á, að hið talaða orð. gleymist mönnum of fljótt að öllum jafnaði og því er ekki að eins nauðsynlegt, að þessi er- indi séu f lutt heldur einnig að þau séu gefin út í ódýrum smá- ritum. Kemur þetta þá að tvó- földu gagni. Erindin vekja menn til umhugsunar um mál- efnið, þegar þau eru flutt í út- varpinu og þegar þau svo hafa verið prentuð pg gefin út veit- ist mönnum tækiiæri til að kynna sér efnið nánar við lest- ur þess. ' v Sumarið 1939 dvaldi ég um skeið í oregi. Rakst ég þar í bókabúð á smáritasöfn, sem nofska útvarpið hafði gefið út. Voru það erindi, er þar höfðu verið flutt og síðan prentuð og gefin út í ódýrum útgáfum. -~ Voru t. d. gefin út í sénstökum flokki erindi, sem Noregshá- skóli eða kennarar hans höfðu staðið að „að flytja í útvarp- ið, og hét það safn „Universi- tetets Radioforedrag." Voru þá komin út 42 smárit af þessu safni um hin margvíslegu efni. Annað smáritasafn gaf út- varpið einnig út, sem það néfndi „Norsk Rikskringkástn- ings Serieforedrag" og voru þar gefin ú.t í einni bók öll þau erindi, sem flutt höfðu verið í útvarpið um ákveðna mála- flokfca. Voru þar að jafnaði 4— 6 erindi í einni bók. Verð bóka þessara var frá kr. 1,75—2.75. TU gamans skal ég nef na hér titla nokkurra þessara erinda.' í fyrri flokknnm, sem Háskól- inn lét flytja voru, t. d.: Frh. á 7. síðo. Var hljóðið frosið? — Hafnfirðingar eru líka með hás- vaða. — Skilaboð til ungrar húsmóður frá forstöðu- konu húsmæðraskólans. — Hermann baðst afsökunar. Sjúklingar á Vífilsstöðum og „Gullna hliðið." VAR HLJFÓBIÐ FR<^SIÐ? Þaff er von aS menn spyrji. Bfiðvikn- dagsloftvarnamerkið sem allt af á að koma stuhdvisléga klnkkan 1 kom síSast ekki íyr en 1.15. Nci, hijóðio mnn ekki hafa verið frosiS, en hins vegar mun eitthvað* hafa verið í ólagi með loftvarnaflaut- urnar. OG NÚ ÆTLA, vinir mínir Hafnfirðingar að fara að taka upp miðvikudagshávaða eins og við höfum orðið að þola hér í höfuð- staðnum. Nýlegá birti. ég bréf frá móður, sem kvartaði undan þessum æfingum, því að þær rugluðu börnin. Þau vita að vísu að þessar merkjagjafir eru æfingar, en þau telja svo að þegar raunverulegt merki er gefið um hættu, þá sé það líka æfing. Ég bað loftvarna- nefnd að taka þetta mál til athug- unar, en hún hefir að líkindum ekki gert það, eða ekki séð sér fært að breyta þessu. FEÚ HULDA' STEFÁNS, foj- stöðukona hins nýja húsmeeðra- skóla hér í bænum talaði við mig í gær. Hún byrjaði með því að segja að hún þekti ekki Hannes á horninu. (Þið getið ímyndað ykk- ur hvað ég varð hissa.) En svo bað hún mig að skila kveðju til ungrar húsmóður, sem skrifaði mér ný- lega og þakkaði fyrir hlý orð í garð skólans. GAT FOBSTÖBUKONAN þess, að það hefði verið ákveðið að hafa skólann til sýnis, en þó ekki iyv en búið væri að ganga frá honum að öllu leyti, en því er ekki alveg lokið enn. Sagði forstöðukonan að þegar hægt væri að hafa skólann opinn fyrir gesti, og þá fyrst og fremst húsmæður bæjarins, eldri sem yngri, þá yrði það tilkynt opinberlega. — Þetta er ágætt og vona ég að ung húsmóðir sætti sig við þessi svör húsmóðurinnar. HERMANN, forsætisráðherra baðst afsökunar í éfri deild í fyrra dag á því að hann hefði ekki verið viðstaddur, daginn áður, begar rætt var um vegabréfafrumvarpið, en litlar skýringar gaf hann á þv£ dularfulla fyrirbrigði, sem vega- bréfín eru. SJÚKLINGUR á Vífilsstöðum hefir skrifað mér. Hann getur þess að sjúklingar þar hafi ákaflega mikla löngún til að sjá „Gullna hliðið", „en það er svo dýrt, að við eigum engan kost á að sjá það. Getur Leikfélagið ekki á einhvern hátí séð svo um að við getum séð þennan leik? Hér er hversdags- leikinn kolgrár. Við reynum áð lyfta okkur upp éftir föngum, en það er ekki allt af hægðar leikur, því að litlar tekjur höfuni við. Ég er þó ekki með neitt betl. En menn ættu að sktlja aðstöðu okkar hér." ÉG \TL FASTLEGA skora á Leikfélagið að láta sjúklingana á Vífilsstöðum njóta þess að félaginu gengur vel á þessu leikári. Vildi ég gjarnan mælast til þess að það l^yfði mér að flytja sjúklingunum skilaboð um þetta innan skamms. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.