Alþýðublaðið - 01.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLADIÐ Sunnudagur 1. marz 1M2, íssjóði handa bændum! ... ■ —# Þaö á að verfa hennl til hessl að þeir geti Vengið ábnrð ueidir innkaupsverði. D tKÍSSTJÓRNIN ætlar að greiða til bænda hálfa millj-^ ón króna til þess að hægt sé að selja þeim erlendan áhurð á sama verði og í fyrra! Landbúnaðarráðherrann, Hermann Jónasson, kom á fund fjárveitinganefndar alþingis, og fór fram á, að hún samþykkti að skora á ríkisstjómina að leggja fram þessa upphæð í þessum tilgangi. , Fulltrúi Alþýðuflokksins í fjárveitinganefnd, Emil Jónsson, lýsti því yfir, að hann yrði því aðeins með þessu, að landbúnaðarafurðir yrðu seldar þeim mun lægra verði, sem styrkveitingunni næmi. Þessi tillaga Emils Jónssonar var felld með 5 atkvæð- um gegn 2, en tillagan um áskorunina til ríkisstjórnarinn- ar var síðan samþykkt. Alþýðaflokk fnadar f dag bl. 2. flestir þingmenn Alþýðuflokks- ins og ýmsir fleiri tal?. Alþýðuflokksfelag- IÐ boðar til fundar í dag klukkan 2 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Verða þar rœdd öll helztu mál, sem nú eru uppi. Fundartíminn er takmarkaður og eru félagar því beðnir að mæta stundvis- lega. Ræðumenn eru: Ásgeir Ás- geirsson: Kjördæmaskipunin, Finnur Jónsson: Afkoma ísa- fjarðar. Erlendur Þorsteinsson: Dýrtíðarmálin og till. Alþýðu- flokksins. Emil Jónsson: Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar. Har. Guðmundsson: Tillögur Al- þýðuflokksins um hækkun gengisins. Felix Guðmundsson: Byggingamál. — Arngrímur Kristjánsson: Viðhorf vegfar- andans x Reykjavík. Þetta verða aðeins stuttar ræður og er því tími til frjálsra umræðna á eftir. Þetta verður mjög fróðleg- ur fundur og ættu félagar að fjölmenna á hann. Hefjumst sameiginlega handa í kosninga- baráttunni. — Eflum Alþýðu- flokkinn til átaka. hefnr ehkí fnndizt. IFYRRADAG var leitinni að litla drengnum, sem talið er að hafi drukknað í Elliðaánum á fimmtudag, hald ið áfram, en hún bar því mið- ur engan árangur. Leituðu þá skátar og fundu þeir niður við fossixín annað gúmmístígvél hans, ér talið lfk legt að líkið hafi borizt til sjáv ar. — Leitinni er riú hætt að: naestu. Ekkert hafði áður furid- izt nema vetlingur háns, sem fannst í vfr er setuliðið hefir þarna við ána. Það er rétt fyrir almenning að minnast þess í þessu sam- bandi, að síðan bændur keyptu erlendan áburð síðast, hafa landbúnaðarafurðir hækkað hvað eftir annað, og hækkun afurðanna verið réttlætt m. a. með verðhækkun áburðarins. Þó á nú að léggja fram 500 þúsund krónur af almannafé til þess að bændur geti fengið á- burðinn undir innkaupsverði. Blaðið „Tíminn* birtir grein um þetta mál í gær. Hann get- ur ekki samþykktar fjárveit- inganefndar, en lýsir með hjartnæmum orðum nauðsyn Frh. á 6. síðu. Pðstberi hrap- ar fyrir bjðrg. fians iiafði verið ieitað í tvo daga. L Frá fréttaritara Alþýðublaðsins Seyðisfirði í gær. EITAÐ er nú, bæði frá Seyðisfirði og Mjóafirði að Guðmundi Sigurðssyni pósti, en hann á heima á Eski- firði. Guðm. Sigurðsson fór frá Seyðisfirði á fimmtudag árla og ætlaði yfir Skógarskarð til Mjóafjarðar, en póstleið hans er um Norðfjörð, Mjóafjörð og til Seyðisfjarðar og sömu leið aftur. Guðmundur kom ekki fram á tilsettum tíma og var strax í fyrrad. hafin leit úr tveim áttum. Spor hans voru rakin upp á Skógarskarð, en þar töp- uðust þau, enda var veður af- ar slæmt. Talið er mjög líklegt, að hann hafi hrapað, því að þarna er snarbratt og hengiflug. Guðmundur var maður við aldur. ¥ið hofnm óbnndnar hendnr til að hækka gengið. Það er ósatt, sem Mgbl. segir, að nokkuð hindri það, ef þingið vill. ÞAÐ var géfið í skyn í Morgunblaðinu i gær, í tilefni af gengishækkunarfrumvarpi Alþýðuflokksins, að ein- hverjar hindranir, okkur hingað til óviðráðanlegar, væru á því, að gengi krónunnar yrði hækkað nú. ,JÍins vegar vinnur ríkisstjórnin að því,“ sagði blaðið, „að fá rutt úr vegi þeim hindrunum, sem eru á því, að fá genginu breytt. Takist henni það, mun hún leggja málið fyrir þingið.“ Segir blaðið að endingu, að „álþingi sé, hvenær sem er, reiðubúið að samþykkja gengisbreytingu, ef ekki væri hér annar þröskúldur i vegi.“ Þessar dylgjur Morgunblaðsins um, að við getum ekki hækkað gengi krónunnar af einhverjum ástæðum, sem ekki sé á valdi álþingis að ryðja úr vegi, eru ósvífnar blekking- ar og ekkert annað. Undánfarið hefir ekkert verið til fyrir- stöðu, að við gætum hækkað gengi krónunnar, annað en eitt atriði í brezk-íslenzku viðskiptasamningunum. En stðan um áramót erum við lausir við þáð óg því algerlega frjálsir að því að framkvæma gengishækkunina. Er næsta undarlegt, að Morgunblaðið skuli taka þannig undir gengisfrumvarp Álþýðuflokksins, þgr eð fyrir örfá- um dögum var verið að hvétja til gengishækkunar í blað- inu og ótvírætt gefið í skyn, að ekkert væri henni til fyrir- st'óðu, sem oq rétt er. En vel má að visú véra, áð blaðið hafi ekki meirit mik- ið með því frékar en svg-mörgu öðru, sem í þvi stendur og í öllu falli ekki bíHzt við þvi, að það yvði tekið á orðinu. ’KI U iV M 1 Hvetja meiaga tift að taka sér frf og klusta á átvarpsumrœðuruar C TJÓRNIR 20 verkalýðsfélaga í Reykjavík og nágrenni ^ hennar hafa gefið út svohljóðandi ávarþ til launa- stéttanna: „Með þvf, að útvarpsumræður frá Alþingi, um bráða- hirgðalögin, um lögþvingaðan svokallaðan gjörðardóm ! kaupgjaldsmálum og bann við verkföllum og kjarabóiuxn verkalýðnum til handa, eiga að fara fram kl. 1 e. h. mánu- daginn 2. marz n.k. og þeirri kröfu hefir ekki verið sinntt að útvarpsumræðurnar færu fram að kvöldi til, svo launa- stéttunum gæfist tækifæri til að hlustá á þær,þá viljum viðp í stjómum undirritaðra félaga, skora á allt verkafólk og launastéttirnar yfirleitt, að sýna hug sinn til þessara laga, með því, að verða við þeim tilmælum stjórnar Alþýðusam- bands íslands er hirtust í daghlöðunum í gær, um að taka sér frí frá störfum eftir hádegi á morgun, til þess að hlusta á umræðurnar.“ Stjóm Verkamannafélagsins „Dagsbrún“: Sigurður Guðnason. Helgi Guðmundsson. Emil Tómasson Hannes Stephensen. í stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur: (Með tilliti til þeirra, sem í landi eru). Sigurjón Á. Ólafsson. Ólafur Árnason. Sveinn Sveinsson. Ólafur Friðriksson. Stjóm Hins fslenzka prentarafélags: Magnús H. Jónsson. Guðm. Halldórsson. Meyvant Ó. Hallgrims- son. Baldur Eyþórsson. Stefán ögmundsson. Stjórn Verkakvennafélagsins „Framsókn“: Jóhanna Egilsdóttir. Jóna Guðjónsdóttir. Sigríður Hannesdóttir. Anna Guðmundsdótir. Guðbjörg Brynjólfsdóttir. Stjóm félags jámiðnaðarmanna: Snorri Jónsson. Sigurjón Jónsson. Kristinn Ág. Eúríksson, Axel Björnsson. Baldur Ólafsson. Stjóm félags hifvélavirkja: Valdimar Leonhardsson. Sigurgestur Guðjónsson. Jón Gu8- jónsson. Gunnar Bjarnason. Árni Stefánsson. Stjóm „Iðju“, félags verksmiðjufólks: / Runólfur Pétursson. Bjöm Bjamason. Jón Ólafsson. Hafliði Bjarnason. Sigurlína Högnadóttir. Stjóm Rakarasveinafélags Reykjavíkur: . Helgi Þorkelsson. Guðrún J. A. Jakobsdóttir. Ólafur Ingi- bergsson. Stjóm Bókhindarafélags Reykjavíkur: Jens Guðbjörnsson. Guðgeir Jónsson. Aðalsteinn Sigurðsson. Stjóm Rakarasveinafélags Reykjavíkur: Þorsteinn Hraundal. Ingólfur Kristjánsson. Sig. JÓnsson. Stjóm „Nótar“, félags netavinnufólks: Halldóra Ó. Guðmundsdóttir. Jóhanna Jónasdóttir. Ólafía Helgadóttir. Bryndís Sigurðardóttir. Bjöm Jónsson. Stjóm félags ’ hlikksmiða: GuÖm. Jóhannsson. Björgvin Ingibergsson. Ásg. Mátthíasaosa. Stjóm Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavfkur. Ragnar Guðleifsson. Valdinxar Guðjónsson. “Guðni Guðleifa- son. Björn Guðbrandsson. Ólafur Gíslason. í stjóm Bifreiðastjórafélagsins „Hreyfill‘‘: Ingimundur Gestsson. Ármann Pétursson. Tryggvi Kristjáneson. , / /r- Bjöm Steindórsson. - ■ j , Stjóm Rafvirkjafélags Reykjavíkur: Jónas Ásgrímsson. Finnur B. Kristjánsson. Hjalti Þorvarðarson. í Stjóm Sveinftfélags húsgagnahólstrata: , • Ragnar S. Ólafsson. Gunnar Kristmannsson. And Ólalsson. Frh. á '8. síðu: •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.