Alþýðublaðið - 01.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.03.1942, Blaðsíða 5
Stmnudagur 1. marz 1342. AListÐUBLAÐIP s TÚDE NT AFUNDUR og Garðsmálið í heild sinni vekur meiri og meiri athygli í bænum. Og því er ekki að leyna, að það er eitt þeirra mála, sem er á góðri leið með að verða tilfinningamál þjóð- arinnar, og ekki sízt þeirra, — jrem eitthvað hafa verið við það riðnir á liðinni tíð. Það hefir rifiast upp fyrir mér, að fyrsta blaðagreinin, sem ég skrifaði, og fyrsti fyrirlestur- inn, sem ég flutti opinberlega, voru um stúdentagarðinn. Við, sem þá vorum í háskólanum, lifðum í þeirri von, að ein- hverntíma risi upp stúdenta- heimili í Reykjavík, og þeir, sem á eftir okkur kæmu, gætu notið þess í fullum friði. Sú von rættist, — en nú er hún að bregðast aftur. Ástæðan til þess, að ég sting niður penna, er þó alls ekki sú, að mig langi til að fara að syngja neinn harmasöng fyrir stúdenta hönd. En því lengur sem ég hugsa um þetta mál, því tengdara verður það í huga mínum öðru áhugamáli, sem ég ber nokkuð fyrir brjósti. í meir en sex ár hefi ég átt heima í einu af samvéldislönd- urn Breta, Canada. Auðvitað fann ég þar bæðL kosti og galla, en þegar lestin rann yfir landamærin, fann ég það vel, að þetta land átti þau ítök í mér, sem varla mundu slitna að tilefnislausu. Canada býr yfir mörgu, sem gerir það æskilegt, að menningarsam- band styrkist milli þess og fs- lands. Nú hefir stríðið lokað ís- lenzka námsmenn úti frá Norðurlöndum og Þýzkalandi. Aftur á móti eru leiðirnar greiðfærari til hins engil- saxneska heims. 1 vestrinu eru tvö stór lönd með miklum náms möguleikum. Bæði í Canada og Bandaríkjunum hafa risið upp góðir háskólar, sem veita góða fræðslu í bóklegum vís- indagreinum og standa þó í stöðugu sambandi við atvinnu- líf landanna. Þessa sá ég glögg dæmi í Canada, þar sem stöð- ug samvinna er t. d. milli há- skólanna og bændanna. Væri því æskilegt, að ísl. stúdentar létu sér annt um að kynnast bæði Bandaríkjunum og Can- ada. Enn sem komið er, má enginn dóm um það fella, hvort landið verður ofan á í hugum íslenzkra námsmanna. Banda- ríkin hafa betri skilyrði til þess að ganga í augu náms- manna, af því að þau eru stór- veldi, en Canada ekki. Nú ligg- ur það í augum uopi, að það er að öllu leyti hollara fyrir oss íslendinga, að námsmenn vor- ir kynnist sem flestum þjóð- um, og þiggi af hverri það sem bezt kemur í hag. Og heppi- legast verður það, að stúdent- ar leiti nokkurn veginn jöfn- um höndum til beggja land- anna vestan hafs. Svo sem kunnugt er, er Can- ada eitt af samveldislöndum Breta, leiðirnar þangað liggja um skrifstofur brezkra fulltrúa og í hugum útlendinga er það óaðskiljanlegt hugmyndinni sem brezka samveldið allt. Á- hugi margrá stúdenta á því að kynnast kanadiskum menta stofnunum mun því fara eftir víðhorfi þeirra gagnvart Bret- Húsið, sem stríðið stendur um SÉRA JAKOB JÓNSSON: Baráttan um Stúdentagarðinn. um yfirleitt. Nú er enginn vafi á því, ’að með Garðsmálinu er risin sú alda meðal ísl. náms- manna, að ekki er ómögulegt, að hún hafi áhrif á stefnu þeirra í framtíðinni, og það er þess vegna, sem mér finnst þörf á að benda hinum brezku yfirvöldum með • fullri sann- girni á það, að framkoma þeirra í Garðsmálinu er ekki heppileg. Það er satt að segja eftir- tektarvert, hve verustaður ís- lenzkra námsmanna hefir ver- ið tengdur örlögum íslands og afskiptum annarra þjóða af högum þess. Danir þóttu stund um harðir í horn að taka gagn- vart íslendingum, og það var langþráð stund, er ísland varð frjálst og fullvalda ríki. En hvað sem öðru leið, voru Dan- ir íslenzkum stúdentum góðir, og veittu þeim forgangsrétt umfram sína eigin samlanda, á Regensen, heimili stúdenta í Höfn. Til minningar um þau hlunnindi nefndu stúdentarnir heimili sitt hér í Reykjavík því nafni, sem notuð var um stúdentaheimilið danska, — Garð. — Stúdentarnir fórnuðu hlunnindum sínum fyrir sjálf- stæði landsins. Var það metið að maklegheitum af þjóðinni, því að þegar þeir tóku að vinna að byggingu nýs stúd- entagarðs, var þjóðin samhuga um að veita námsmönnum sínum ekki minni hlunnindi en útlend þjóð hafði áður gert. — Sýslur, héruð og einstaklingar gerðu sitt eftir mætti. Vestur- íslendingar voru með, eins og þeirra er vandi, þegar styðja þarf góð málefni. Meðal þeirra voru ýmsir ágætir brezkir þegnar. Nokkrum árum eftir að hin íslenzka þjóð hefir innt af hendi. þessa skyldu sína við fátæka námsmenn, kemur aft- ur útlend þjóð til sögunnar — og sviptir þá þeirri gjöf, sem þeim hafði gefin verið til minn ingar um sjálfstæði landsins. Þetta var talin hemaðarnauð- syn, en þó aðeins um stundar- sakir. Stúdentar sættu sig við það, og biðu rólegir. En senn urðu þeir þolinmóðir og kröfðust þess að Bretar efndu gefin lof- orð um afhendingu Garðs. — Niðurstaðan hefir engin orðið önnur, enn sem komið er. Ég hlýt að ganga út frá því, að Englendingar vilji íslenzku þjóðinni allt hið bezta. Og ég geri ráð fyrir því, að þeir hafi meint það, þegar þeir ásettu sér að ganga sem minnst á rétt íslendinga. En ég get ekki var- izt því, að stundum hefir mér fundizt útler.dingarnir sýna nokkurn skilningsskort á skap gerð og lundarfari íslenzkrar alþýðu. Ég kæri mig ekki um að setja hér þau dæmi, sem ég annars hefi í huga. Dæmi tek ég þó af herverð- inum í útvarpinu. Fréttirnar em lesnar fyrirfram. Hvað á þá útlendur maður að gera inni á stöðinni, meðan verið er að lesa þær upphátt. Almennt vekur þetta aðhlátur, en undir niðri, finnur ísl. alþýða þó, að þetta er móðgun. Það mætti alveg eins láta hermenn standa yfir prenturunum, meðan ver- ið er að prenta blöðin. í haust, þegar ríkisstjórnin sagði af sér, komu allt í einu komnir hermenn á vörð við opinberar byggingar. Flestum mun hafa orðið á að spyrja sjálfa sjálfa sig, hvaða hug- myndir Bretar gerðu sér um skapgarð og lundarfar íslend- inga? Bjuggust þeir við upp- þoti og uppreisn, eða hvað? Slík atvik sem þessi eru umborin, og vekja hjá flestum fremur aðhlátur en gremju, af því að menn gera jáð fyrir, að þau stafi af misskilningi á lundarfari þjóðarinnar fremur en þeim ásetningi að móðga. Garðsmálið er annars eðlis en þessi dæmi. Þar er að vísu um að ræða stórkostlegan mis- skilning á því, hvað íslending- ar geta látið sér lynda. Gefin loforð hafa ekki verið haldin. Menntaskólanum hefir fram að þessu verið haldið á sama hátt og Garði. Nú sé ég í blöð- unum, að Bretar lofast til að efna þau loforð, sem þeir áður hafa gefið, og afhenda ^skólann. En mér er spurn — hljóta ekki ísl. námsmenn að vera tor- tryggnir, svo lengi sem loforð- in um afhendingu Garðs eru ekki efnd? Slík loforð sem þessi eru blátt áfram særandi, nema þeir sem þau gefa, sýni sig verðuga trausts. Og stúdentum mun finnast að fram að þessu hafi verið erfitt að treysta loforðum Breta. Hvernig mundi Englending- um vera innan brjósts, ef ein- hver af bandaþjóðum þeirra, t. d. Rússar, hefðu komið til Englands með her manns og tekið hinar gömlu, sögulegu byggingar Oxfordháskólans og gert þær að svefnstofum og Slíkt mundi að vonum vekja alþjóðargremju. Eg bý þetta dæmi til, í þeim tilgangi að skýra sem bezt fyrir brezkum lesendum þessarar greinar, — hve alvarleg mál hér er um að ræða. Það má vel vera, að Bretum megi liggja það í léttu rúmi, — hvernig íslenzkir stúdentar hugsa til þeirra. Bretar eru að berjast fyrir mannrétti'ndum og vernda lítilmagna. Þeir vilja sannfæra heiminn um það, að þeir séu því hlutverki vaxnir að vernda rétt smá- þjóðanna að ófriðnum loknum. En íslenzkum stúdentum mun finnast, að þeir verðskuldi sækjast eftir, nema þeir reyn- ist drengir góðir og „gentle- men“ í viðskiptum sínum við fátæka háskólastúdenta i eina af minnstu löndum heimsins. Einhvers staðar stendur skrif- að: „Yfir'litlu varstu trúr. — Yfir mikið mun ég setja þig.“ Þótt að ísl. * stúdentar séu ekki valdamikil stétt, þá er það ekki lítilsvert, hvaða við- horf þeir hafa gagnvart ná- grannaþjóðunum . í vestri og austri. Einhverntíma lýkur þessu stríði, og þá verða stúd- entar aftur frjálsir ferða sinna um heiminn. Sé það alvara, — sem Bretar halda fram, aS þeir vilji vera vinir íslendinga, þá ættu þeir að hugsa sig um oftar en einu sinni, áður en þeir brjóta af sér traust ísL námsmanna. Jakob Jónsson. Hver verðnr bæjar- stjéri ð ihranesi. Frá fréttaritara Alþý&ublaðsins Akranest í gærkveldi. UMSÓKNARFRESTUR um ) æjarstjóraembættið á Akranesi var útrunninn 20. febrúar. Fimm menn hafa sótt um stöðuna: Friðfinnur Ólafsson, hagfræðingur, Arnljótur Guð- mundsson, lögfræðingur, Hauk ur Claessen, lögfræðingur, Jó- hann Steinason, lögfræðingur og Oddur Sveinsson, kennari. Bæjarstjóm Akraness mun taka veitingu bæjarstjóraem- j bættisins til meðferðar nú í I vikunni. Afmæli Í.S.Í. — Bréf frá „íþróttamanni.“ — vegna er þagað um Guðm. Ölafsson? — Hegðun ieikhúsgesta. Hvers P YRIR NOKKRU síðan hafði Í.S.t. mikla og volduga hátíð í tilefni afmælis síns, skrifar „íþróttamaður,“ og þá var á viðeigandi hátt minnt ýmissa þekktra íþróttamanna og íþróttafrömuða. Hef ég ekk ert út á það að setj'a og tel ég sjálfsagt að gera það. En það vakti furð"'. mína, og stjo mun hafa verið um fleiri, að eins í- þróttafrömuðar var að engu getið, og hefir þessi maður þó haft meiri og gagnlegri áhrif á eina grein íþróttnsta^f^eminn- ar en flestir, ef ekki allir aðrir. ÞESSI MAÐUR er Guðmundur Ólafsson knattspyrnuþjálfari KR í samfleitt 22 ár. Telur Í.S.f. að hann hafi ekki leyst verefni af hendi fyrir þróun íþróttamálanna í land- inu, sem vert sé að géta? Mig furðar stórlega á þessari fram- komu stjórnar Í.S.Í., og ekki síst vegna þess, að Í.S.Íf. hefir snúið sér til Guðmundar Ólafssonar og beðið hann að þjálfa landslið fyrir sig. Ekki hefði stjórn sambands- ins gert það, ef hún hefði ekki treyst honum betur sem leiðbein- anda og leiðtoga hinna ungu íþróttamanna en öllum öðrum. Hvers vegna er þá þagað um Guð- mund Ólafsson? Ég vænti þess, Hannes minn, að þú komir þessu á framfæri fjr:r mig og birtir svar frá stjórn Í.S.Í., ef hún biðu þig fyrir það. Ég vil engan klíkuskap í íþróttunum, hvorki á þennan veginn eða hinn. Þa rá að vera frjólst og hreint og vítt til veggja. EINN AF KUNNINGJUM MÍNUM talaði við mig nýlega og spurði hvort ég myndi vilja taka örstutt bréf frá sér uni hegðun leikhúsgesta. Ég svar- aði, að það myndi ég áreíðan- leea gera, en bréfið yrði að vera stutt fvrir alla muni. Le’ð nú og beið ok ekki kom hrófífS. pn f cfonj- kom bwrin moð það. Fn h~ð voru þéttskrifað- pr níu pfðirr. ------- 'F’cf sr'"’* ði bann hvort b«nn orðinn V’tlaus. pn h?nn noifpði hv{.________ F<? sá 1’Uq hortor ócf fér að leqa bréfið að bið v»r lanvt frá birí TiQ-nn ximrí boð. biri að bré-P’ð >rar pnmít bA pð ég pefi eij-ki hM bað, sakir þess hve langt. bað er. ÞKTTA M* L hef é« áður ^ Kpfír fTf’Tnv-t F-»K]rla leí?srja oft á tfftr»Tr* ÍVTI ssrrn- íirrp jflí'írlj/jeríoe+o & starf leikendanna., Verst er, þeear menn reka unn skelli- hlátra, þecrar encnjm heilvita- manni de+tnr í hucr blátur. Þá er leikhúcchéqtinn ekki betri en kírkjnhóstinn. Vil én skora á fólk, sem P»Wr leikbús að læra leikhús«dvöl, svo að bað sé ekki sjálfu sér til skammar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.