Alþýðublaðið - 01.03.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.03.1942, Blaðsíða 8
ft A^ÞÝBVBLAÐIÐ Snnnudagfur 1. marz 1942. JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu ^ og Héðinn Valdimarsson sátu nýlega hóf í Oddfellow- húsinu. Þegar teitin er mest ■srindur Jónas sér að Héðni og segir: — Heldurðu ekki, að þú sért kominn nægilega langt út úr pólitíkinni til þess að geta orðið nsesti ríkisstjóri? En Héðinn svaraði: — O, ætli það verði ekki heldur sá, sem var næsthæstur við síðasta rHdsstjórakjör? « CA MÚ E L MORSE, sem Morse-stafrófið er við kennt, málaði töluvert milli þess, sem hann fékkst við upp- fötvanir. Einu sinni málaði hann mynd af manni, sem var % dauðans angist. Hann sýndi vini sinum, sem var læknir, myndina og sagði: „Jæja, hvað finnst þér?“ „Þetta er malaría,“ svaraði læknirinn. * Bessi litli var eftiriætisbarn og það var með hálfum huga, að móðir hans sendi hann í skólann. Hún gaf kennaranum nákvæmar reglur að fara eftir. „Bessi minn er svo viðkvæm- úr,“ sagði hún. „Þér meg'ð aldrei refsa honum. En þér gkuluð refsa drengnum, sem sit- ur við hliðina á honum. Þá verður Bessi óttasleginn.“ * ÞORGERÐUR gamla post- illa, sem llka var kölluð reiðmann, var hagorð þótt hún færi Kægt með. Einu sinni heyrði hún að einhver höfð- inginn, sumir segja biskupinn, væri dauður, þá kvað hún þetta: Margur slórir máttlinur maður lífs á vegi. Þetta tórir Þorgerður, þó að aðrir deyi. * ÞAÐ var rok og skipið valt geysilega. Stúlka nokkur gerðist óstyrk mjög og hrædd tim líf sitt og spurði skipstjór- ann, hvort mikil -hætta væri á ferðum, „Verið óhræddar, ungfrú “ svaraði skipstjórinn, allt vort ráð er í hendi drottins.“ „Ó,“ hljóðaði stúlkan, „er það svona slæmt.“ Hún hafði gleymt því, að fólkið hér úti á skaganum tal- aði dálítið einkennilega og með ófurlítið framandi málblæ, og þegar hún leit við aftur sá hún, að dauft bros lék um varir hans. — Ég er hrædd um, að ég hafi valdið dálitlum truflunum með komu minni hingað, sagði hún. Auðvitað hefir húsið verið lengi lokað. Það er alls staðar ryk hér, og ég er undrandi á því, að þér skulið ekki hafa tekið eftir því. — Ég hafði tekið eftir því, frú mín, sagði hann, en þar eð þér komið svo sjaldan til Nav- ronhúss, frú mín, áleit ég það ekki ómaksins vert að gera húsið hreint. Það er erfitt að vinna verk sitt vel, þegar eng- inn er til þess að dást að því. — Með öðrum orðum: léleg húsmóðir gerir þjónana lata, sagði Dona. — Það mætti ef til vill orða það svo, sagði hann alvarlegur í bragði. Dona gekk um gólf í herberg- inu og athugaði stólana og hús- gögnin, sem voru rykug og elli- leg. Svo leit hún upp á vegginn og skoðaði myndina af föður Harrys, sem málarinn V. Dyck hafði málað. En hve þetta and- lit var leiðinlegt, nákvæmlega eins og andlitið á Harry. Og þá áttaði hún sig á því, að reyndar var þetta mynd af Harry sjálf- um, máluð rétt eftir brúðkaup þeirra. Hún hætti að horfa á myndina, því að hún veitti því eftirtekt, að þjónninn veitti henni athygli. Hún hafði það óljóst á vitundinni, að hann væri að draga dár að henni. En honum skyldi ekki verða kápan úr því klæðinu. Hún hafði aldrei þolað þjónum sínum það, að þeir stæðu uppi í hárinu á 'Jienni. — Viljið þér gera svo vel og sjá um það, að öll herbergi í húsinu séu sópuð og hreinsuð, sagði hún, — silfurborðbúnað- urinn sé fægður, blóm séu borin inn í herbergin og að hér líti út eins og hér hafi verið búið um lengri tíma og öllu verið vel við haldið. — Það skal ég gera með mestu ánægju, frú mín, sagði hann, og því næst hheigði hann sig og fór út úr herberginu og Ðcna sá, að hann glotti að henni einu sinni ennþá, en það var naumast hægt að sjá' það. Hún gekk út á gi'asflötina fyrir framan húsið. Garðyrkju- mennirnir höfðu þó að minnsta kosti séð um verk sitt og höfðu kannske keppzt við alla síðustu nótt, vegna þess, að þeir áttu von á húsmóðurinni. Vesling- amir! Hún gat vel skilið það, að þeir höfðu verið latir og að þeim væri illa við hina skyndi- legu komu hennar, sem olli því, að allt fór úr hinum vanalegu skorðum í þessu húsi. í gegnum opinn glugga ein- hvers staðar á húsinu heyrði hún ruddalega rödd Prue, en hún var að heimta heitt vatn handa börnunum. James, vesa- lingurinn, grenjaði. En það var hljótt niðri hjá ánni, og sólin skein á hana og golan gáraði yfirborðið ofurlítið. Einhvers staðar átti að vera bátur hér — hún varð að muna eftir því að spyrja William, hvar báturinn væri — og hún ætlaði að fara í bátinn og láta hann reka með sig út á sjó. Það myndi verða æviníýri, sem eftir yrði tekið. James átti að koma með henni, og bæði myndu þau dýfa hönd- um sínum í vatnið og kæla and- lit sín og fiskar myndu vaka í ánni og fuglar myndu svífa yfir þeim. Drottinn minn! En hve það var yndislegt að vera slopp- in, laus úr hlekkjum og vera komin í þrjú hundruð mílna fjarlægð frá St. James Street og öllu því, sem hún hafði fyrir löngu fengið leiða á. Nú var sólin að setjast bak við trén og gullinn ljómi hvíldi yfir Vatnsfletinum. Reykimi lagði upp úr reykháfi Navrons- húss og William Var að kveikja á kertunum í salnum. Það var orðið framorðið, þegar hún mataðist þetta kvöld og liun borðaði af beztu lyst. Hún sat einsömul við enda borðsins og William stóð fyrir aftan hana, þögull að vanda. Þau voru mjög ólík. Hann var í óbrotnum, dökkum fötum, GAfttiLA Blö Barðttan gep kafbatnnum. Thunder Afloat) Amerísk stórmynd Leikin af Wallace Öeery og Cherter Morris Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 7, 7 og 9. Aðgögum. seldir frá kl. 1.1 en hún var í hvítum kjól með perluíesti um hálsinn og rauða rúbína í eyrunum. Stór kerti stóðu á borðinu, og súgur frá opnum glugga lét ljósin blakta, og skuggar féllu á hana. Já,hugsaði þjónninn, húsmóðir mín er fögur kona, en sennilega dálítið taugaveikluð og sorgbitin. Það eru rauna- drættir kringum munninn á NYJA B!ö Nýliðarnir. (Buck Privates). Ameríksk gamanmynd um hermannalíf og her- mannaglettur. Aðalhlul- verkin leika: Bud ABBOTT, Lou COSTELLO og “The Andrews Sis- ters.” Sýnt kl. 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar að öllum sýningum seldir frá kl. 11 f. hád. henni. Hann bætti aftur í glasið hennar og hann bar hana í hug- anum saman við rnyndina af henni uppi á loftinu. Var ekki lengra en vika síðan hann hafði staðið fyrir framan þessa mynd ásamt öðrum manni og horft á hana. Hinn maðurinn hafði sagt hálfglottandi: — Skyldum við nokkurn tíma fá að sjá hana, William? Hann horfði fast á /1 vj otíxote BARNASAGA feitur maður og góðgjarn og vildi alltaf hafa frið og gotf: samkomulag í kringum sig. Þegar hann sá hertygjaða manninn, ákvað hann að taka vel á móti honum. „Stigið þér af baki, herra riddari, og gangið í bæinn,“ sagði hann og hjálpaði gestin- um af baki. Don Quixóte hélt, að gest- gjafinn væri yfirmaður kastal- ans. „Ég bið yður þess, kastala- höfðingi góður, að annast gæð- ing minn vel og sjá um, að hann fái vænan hafraskammt í stallinn sinn. Betri fákur er ekki til í öllum heiminum.“ Gestgjafinn leit á Rósinöntu og þótti hesturinn heldur en ekki horgrindarlegur og efaðist næstum um það, að Don Quix- óte hefði rétt fyrir sér. En samt fór hann með skepnuna út í hesthús og gaf henni. Á meðan hann var að því, hjálpuðu vinnukonurnar Do» Quixóte úr herklæðunum. Þeim gekk það vel þar til kom að hjálminum. Hann gátu þær ekki losað nema að skera á græna borðann, en það vildi Don Quixóte með engu móti leyfa. Hann settist því að borð- inu með hjálminn á höfðinu og átti erfitt með að borða fyrir honum. Fór svo að lokum, að þær urðu að skera matinn í smábit* handa honum og smeygja bitun- um síðan inn í munn honum, rétt eins og þegar ungamömm- ur mata unga sína. En þegar Don Quixóte drakk varð hann að stinga holum reyrstöngli milli varanna, og svo heliti gestgiafinn nokkrum dropum í endann á stönglinum. Það hefði verið dauður mað- ur, sem ekki hefði hlegið að þessum aðförum öllum saman. En Ðon Quixóte sat háalvar- legur allan tímann. Hann hélt nefnilega, að honum væri sýnd IfNDftSifti Zóra: Þessi vélbyssa! Við verður að þagga niður í henni! Albert: Ég skal sjá um það! Albert kastar handsprengju í áttina til vélbyssunnar. örn: Gætið ykkar: Þeir köst- uðu handsprengju! Handsprengjan virðist háfa hitt í mark. Spjrengingin er ógurleg og vélbyssuskothríðin þagnár á augabragði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.