Alþýðublaðið - 03.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.03.1942, Blaðsíða 2
2'--*---»—- «K«3y#jf(!í2 :.-.'¦'.-ijjr !,»»*¦ ALÞYÐUBLAÐÍÐ Þrlljúdáitír 4 mW Hi^ ijýjsa sölubúð Kjron í Kéflavík, - Kron opnar glœsllegt vðruhús í Keflavifc Ð LAÐAMÖNNUM var á •^-* sunnudaginn boðið til Keflavíkur til að skoða hið nýja verzlunarhús Kaupfé- lags Reykjayíkur og ná- grennis. Þetta er éitt af veg- legustu verzlunarhúsum landsins og í því eru til húsa allar deildir verzlunarinnar' allt frá kjötL, kolum og skó- íateaði og upp í bækur. í fljótu bragði mætti ætla að hús þetta væri nokkuð stórt í svo litlum bæ sem Keflavík er, en þess ber að gæta, að Keflavík er í mikl- um uppgangi og að þessi deild Kron eflist með hver j- um degi,.sem líður. Og auk þess er það reynsla Kron, sem einn af starfsmönnum þess sagði í gær: „Við byggj- um aldrei nógu stórt.",. ..; Nýja verzlunarhúsið, í Kefla- vík stendur á hornlóð Hafnar- götu og Lækjargótu, og er 320 fermetra að flatarmÉdi. Það, er einlyft með kjallara uhdir nokkrum hluta og byggt í þrem álmum. Búðin sjálf ér, ca. 150 fermetrar og snýr að Lækj- argötu og Hafnargötu. í Beint inn af inngangi bjúðar- innar er glervöru- og 'búsá- haldadeild, skófatnaðardeild, vefnaðarvörudeild og bóka- og ritfangadeild. Til vinstri hand- ar eru matvöru-, kjöt-, mjólk- ur- og brauðadeildir. — í sam- bandi við mjólkur- og brauða- deildina verður rekinn mjólkur- Frh. á 7. síðu. Óttast ni fjóra vélfcáta, sem f éra í röður i fyrrlnött -----------------?-—— Þrír frá Vestmanneyjum og einn up Keflavík. Einn sökk á hafi úti og annar hvarf bilaður í náttmyrkrið Frá fréttaritara Alþýðu- blaðsins Vestmannaeyj- um seint í gærkveldi. HÉR ER ÓTTAZT um þrjá vélbáta með um 14 manna áhöfn, sem fóru í róður í fyrri nótt klukkan 2 í sæmilegu veðri. Eftir því sem bezt verðúr vitað leita 7 togarar að bátunum og auk þeirra varðbáturinn ,Ægir'. í fyrri nótt klukkan 2 réru nær allir bátar héðan eða um 80. En í gærmorgun rauk hann skyndilega upp og gerði ofsaveður og fóru bátarnir þá að flýta sér heim. Voru fáir bátar komnir í gærkveldi kl. 6, en þeir voru að smátýnast inn í gærkveldi og í nótt. Snemma í ir«orgun vantaði fimm báta, en tveir þeirra, ,yFrigg" og „Freyja" komu rett fyrir hádegið. Bátarnir sem ekki komu upp úr miðjtim degi í .gæf, voru langan tínia að hrekja vestan við Eyjar. í þessum hrakningum sökk einn báturinn, „Bliki", en öðr- um vélbáti, „Gissuri hvíta", tókst að bjarga skipshöfninni, þó að við ákaflega slæmar að- stæður væri að jetja. Bátarnir, sem vantar enn eru: „Aldan", skipstjóri: Jónas Bjarnason, „Ófeigur I" skipstjóri: Þórður Þórðarson og „Þuríður formað- ur", skipstjóri Jón Sigbjörns- son. / Þegar vélbáturinn „Freyja" komst til hafnar í dag skýrðu skipverjar svo frá, að „Aldan" hef ði verið með bilaða vél í gær og hafði „Freyja" tekið hána í slef og verið með hana „í slefi" í 4 tíma, en klukkan 10 í gær- kveldi slitnaði tógin og týndist „Aldan" út í náttmyrkrið og ofviðrið. Bátar af Suðurnesjum lentu og í hrakningum — og vantar einn þeirra enn, „Ægi", sem gengur frá Keflavík. — Hefir ekkert spurzt til hans, þrátt fyrir leit. „Sæbjörg" fór út til aðstoðar bátum og kom hún að vélbátn- um „Aldan" frá Neskaúpstað, sem gengur frá Keflavík, þar sem hann var í nauðúm stadd- ur. Var hún með hann í eftir- dragi þegar síðast fréttist. arpsnmræ ð u n um Irá alpingi var fresttao ? Veikindl éins ráðherrans Voru noíull sem afsökun fyrir pvL •——--*----------— Voru hinir þrír ekki færir um að verja hin sattieiginlegu lög sin. -----------i—-?—---------fe^ A VARP Alþýðusambandsins og verkalýðsfélaganna til '-v*1.. launastéttanna hafði þau áhrif, að forsprakkar Fram- söknar- og Sjálfstæðisfíokksins tóku það ráð, að fresta út- varpsumræðunum, sem áttu að fara fram í gær. . Það var þegár órðið ljóst á laugardagskvöld og fyrri- hluta suhnudags, að meginhluti launþega hér í Reykjavík ætlaði ekki að mæta á vinnustað sínum eftir hádegi í gær, heldur taka sér frí og hlusta á útvarpsumræðurnar. & laugardagskvöld tilkynnii huga ákvörðun launþeganna til starfsfólk húsbændum sínum í fjöldamörgum iðngreinum og í skrifstofum, að það myndi ekki mæta til vinnu eftir hádegi á mánudag. Jafnframt létu dag- launámenh Við höfnina og á vinnustöðum, innan bæjar og utan, þetta í veðri vaka við verkstjóra sína. Framkvæmdastjórar ýmsra iðnfyrirtækja báðu starfsfólk sitt að mæta, en lofuðu jafn- framt að koma fyrir útvarps- tæki á vinnustaðnum, svo að fólkið gæti hlustað á umræð- urnar. Samþykkti verkafólkið þetta á þeim stöðum, sem þann- ig hagaði til að hægt var að hlusta fyrir vélaskrölti eða öðr- um hávaða, en verkafólk á öðr- um vinnustöðum neitaði þessu. Við húsabyggingar og ýmsa aðra vinnu höfðu jafnvel verk- stjórar og húsabyggingameist- arar frumkvæði að þessu, sögð- ust sjálfir ætla að taka sér frí og þeir, sem vildu, gætu gert það þeim að meinfahgalausu. Jafnvel ,; einstaka kaupmerm gerðu slíkt hið sama. Þetta eru þær ástæður, sem lágu til þess að Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn tóku það ráð að fresta umræðunum. Hlns vegar láta þeir það fylgja tilkynningunni um frestunina, að ástæðan sé sú að Eysteinn Jónsson við- skiptamálaráðherra sé veikur! Mun hann hafa fengið hettu- sótt. Að vísu skal það játað, að Eysteinn Jónsson er einn af á- köfustu forsvarsmönnum hins nýja bræðings íhalds og Fram- sóknar, en þrátt fyrir það er liðið varla svo þunnskipað, að það þurfi að hætta við útvarps- umræðurnar af því, að þessi eini forystumaður forfallast. Og það lýsir. ekki miklu trausti :á málsnilld og rökfimi Ólafs Thors, Jakobs og Hermanns að flýja af hólminum þó að Ey- steinn leggist sjúkur. Hins vegar sáu forsprakkar gerðardómslaganna, að aðstaða þeirra var orðin mjög bág. Þeir sáu í hendi sér að tilraun þeirra til að koma í veg fyrir það að verkafólkið gæti hlustað á ura- ræðurnar hafði algerlega mis- tekizt, og það sem verra var; Þeir litu á ákvörðun verkafólks- ins um að mæta ekki til vinnu meðan á umræðunum stæði sem mótmælaverkfall gegn þeim og kúgunarlögum þeirra. Ef til vill verður þessi ein- þess að forsvarsmenn gerðar- dómslaganna taka þann kost- inn, að hætta við tilraun sína um að útiloka launþega frá því að hlusta á umræðurnar — og láta þær fara fram að kvöldi til. Þar með koma þeir í veg fyrir það að víðtæk vjnnustöðv- un verði meðan þeir eru að túlka fyrir landsfólkinu tilgang sinn méð kúgunarlögunum. Tunglmyrkvi í gærkveldi. ALMYRKVI á tungli varð í gærkveldi og hófst hann klukkan hálf tíu. í fyrstu sást hann ekki vegna skýja, en rétt fyrir klukkan tíu dró ský frá og mátti þá sjá, að jarðskugginn færðist lengra og lengra vestur yfir tunglið. Klukkan rúmlega hálf ellefu var tunglið orðið almyrkvað og var það þá sótrautt. Klukkan tæplega tólf dró aft- ur ský fyrir tunglið og var ekki hægt að fylgjast með tungl- myrkvanum úr því. Bæjarmái Iteyjqtivikur: Étvarpsamræðnr r 1 EF ÚTVAHPSUM- EÆDUKÚM um .bæjarmár,:' :*:^^s^avíkur verður ekki ífSsíaS:' á síð- ustu stundu, þá hef jast þær í kvöld ogjþaída áfram annað kvöld. [:'.'¦ Umræðurnar; h,efjast kl. 8.00 í kvöld og lala flokk- arnir í þessari rÖð: Sjálf- stæðisf lokkurj Alþýðu- flokkur, Kommunistar og FramsóknarflókÍkur. Hver flokkur fær 50 hllnútur til umráða og v^rður þeim skift í tvent: 30r inínúturog 20 mínútur. f kvöld tala fyrir Alþýðufl. Stefán Jóh. Stefánsson og Jón Axel Pétursson. En enn er ekki kunugtihíverjir tala fyrir hina flokkana. Annað kvöld tala f lokk- arnir í þessari röð: Fram-. sóknarfl,, Alþýðuflokkur, Kommunistar og" Sjálf- stæðisfl. Verður ræðutim- anum þá skift í 20, 15, 10 og 5 mínútúr. " Loks fara umræður fram 12. þessa mánaðar og verður ræðutímanum þá skift eins og í kvöld. VerkMi á ainiogi! IGÆR mættu aðeins 5 þing- menn til fundar í neðri deild alþingis. Forsetinn sá sér ekki annað fært en að fresta fundin- um, en hvort það er um „óá- kveðinn tíma", eins og frestun ijftvarpsumræðnanna um kúg- unarlögin, skal ósagt látið- ¦ Dótel Þrastalundnr brann til kaldre kola í fyrraivSId --------------«-------------- ¥ar nú sfðasf iiwiMarsfalliir lirezkra liðsforingja. HÓTEL ÞRASTALUNDUR í \ Þrastaskógi, skógi ung- mennafélaganna við Sogið, brann til kaldra kola ofan af setuliðsmönnum í fyrra kvöld. Um klukkan 9 um kvöldið sást frá Selfossi bjarmi bera við himin við Sog, og þótti mönn- um sýnt, að eldsvoði væri þar. Menn frá Selfossi tóku bifreið og hröðuðu sér uppeftir, en er þeir komu þangað, eða tæpum hálftíma seinna, var Þrasta- Iundur fallinn. i Hann hafði brunnið til kaldra kola á þrém- ur kortérum eða rúmlega það. Þegar Alþýðublaðið hafði í mprgun tal af sýslumanninum í Árnessýslu gat hann þess, að ekkert væri vitað um upptök eldsins, enda væri mikið vafa- mál, að íslenzk stjórnarvöld myndu hafa nokkur afskipti af rannsókn málsins. Ástæðan er sú» að brezkir foringjar höfðu húsið algerlega til umráða og notuðu það'til hvíidar og dval- arheimilis fyrir sig. Höfðu þeir haft það til umráða. síðan í fyrra vor. Eigandi hótelsins var Páll Melsteð stórkaupmaður. Keypti hann það af Sigurði Jónassyni forstjóra. Eins og kunnugt er byggði Elín Egilsdóttir hótelið fyrir allmörgum árum og háfði •þar greiðasölu, en hún var áð- ur vinsæl greiðasölukona hér í hér í bænum. Munið að kjósa. Aiþýðuflokksfólk, þið sem farið úr bænum.fyrir kjördag, kjósið í skrifstofu lögmanns í Arnarhvoli, áður en þið farið. Listi Álþýðu- flokksins er A-Iisti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.