Alþýðublaðið - 03.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.03.1942, Blaðsíða 3
^riðjudagur 3. marz 1942. ALÞYÐUBLAÐID s E>eir berjast á Java. Wavell farinn trá Java! Þessi mynd sýnir ameríkska hermenn. Marshall, yfirforingi þeirra, sagði í gær, að hlutverk þeirra væri að sigra óvinina fjarri Bandaríkjunum og því yrðu þeir sendir til hinna fjarlægustu landa. Ameríkskar herdeildir berjast nú við hlið Hol- lendinga á Java. Innrás er nú Java gangi. BlóOngir bardagar á tvelm stöðnm á norðurstrðnd eyjarinnar. Stór iapanskur sklpafloti „ . J ,r, , „ „ Quishngur sezt a leið öanafað. { B ma STÓR japanskur floti sást á leiðinni til Java í gærkveldi. í honum var fjöldinn allur af skipum af öllum teg- undum. Fljúgandi virki og aðrar sprengjuflugvélar frá Java hafa farið til árása á flotann, en ókunnugt er um árangur. 1 ’' • r Orustur geisa nú aðallega á tveim stöðum á Java: Aústan við höfuðborgina Batavíu og um 200 km. vest- an við flotahöfnina Surabaya. Batavía mun ekki vera í al- varlegri hættu enn, en Hollendingar eru þó byrjaðir að eyðileggja þar öll mannvirki, sem gætu komið Japönum að gagni. Talið er, að skipa- og manntjón Japana sé gífurlegt. Þeir hafa að líkindum haft um 140 flutningaskip til inn- rásarinnar, en líklegt er, að um þriðjungi þeirra hafi verið sökkt og hafi þúsundir japanskra’ hermanna drukknað án þess að stíga fæti sínum á land á Java. Fregnir aj bardögunum sjálfum eru mjög óljósar og tilkynn- ing frá aðalstöðvum hollenzka hersins í Bandung segir aSeins að bardagarnir gangi vel. Skammt frá Surdbaya, eða milli borganna Rembang og Tuban settu Japanir lið á land úr urti-20 flutningaskipum. Gerðu orustu- flugvélar Bandamanna þar álcafar árásir á þá og sökktu fjölda báta. sem fluttu menn og hergögn á land. Skammt frá ströndinni eru miklar olíulindir, sem Japanir sækjast eftir. Er einnig talið líklegt, að þeir muni ætla sér að leika sama leikinn við Surabaya og þeir léku við Singapore, þ. e. ná flotahöfn á sitt vald með sókn af landi. Japanir nota nú þegar skrið- dreka, brynvarðar bifreiðir og reiðhjól á Jáva og sömu hern- aðaraðferðir og á Malakka- skaga. Fótgönguliðarnir skjót- ast léttklæddir gegnum frum- skógana og yfir akrana, þeir klifra í trén og stökkva niður á skriðdreka, og þeir dulbúa sig og fara á bak við víglínur bandamanna. Aðeins í lofti virðist þeim vera veitt meiri mótstaða en áður í sókn þeirra, nema ef vera skyldi yfir Rangoon. Flugvélar bandamanna hafa gert hverja árásina á skip þeirra á fætur annarri og sökkt fjölda þeirra. Brezkt herlið berst nú með Hollendingum, Ástralíu- og Ameríkumönnum. í dagskipun til liðs þessa var sagt: Vér er- um stoltir að fá að berjast við hlið Hollendinga og kalla þá bandamenn okkar. Vér tökum nú þátt í vörn síðasta vígis lýð- FTÉR sjáið þið fyrrverandi ! 1 forsætisráðherra Burma, sem U. Shaw heitir. Hann 'fór s.l. haust í ferðalag íil Englands og Bandaríkjanna og heimsótti bæði Churchill og Roosevelt. En skömmu eftir heim- komu hans var hann handtek inn í Rangoon af brezku yf- irvöldunum, ákærður um föðurlandssvik. Játaði hann að hafa verið í sambandi við Japani og gefið þeim ýmsar upplýsing- ar. Atti hann vafalaust að gegna svipuðu starfi i landi sínu og Quisling í Noregi. ræðislandanna í Suðvestur- Kyrrahafi og munum gera okk- ar ‘ýtrasta. Vér megum ekki vera í vörn, vér verðum að vera í sókn.“ Hvað er að ger- ast í Noregi? Vilja þýzkir heríorinfljar flytja herinn ur Noregi? ÞAÐ er nú skammt stórra fregna á milli frá Noregi um mikinn viðbúnað Þjóðverja þar. Höfninni í Bergen hefir nú verið lokað og járnbrautir landsins hafa verið teknar til liðsflutninga. Fréttaritari Times í Washing- ton skrifaði nýlega grein um á- standið í Þýzkalahdi og sérstak- lega meðal leiðtoga þjóðarinn- ar. Sagði hann, að herforingja- S klíkan væri tilbúin að steypa * Tekur aftur við yflr herstjórn á índlandi Hollendingar taka sjálfir v!5 stjérn á Ind~ landseyjum. AÐ var tilkynnt í gær- kveldi í London, að Wavell hefði verið skipaður yf irf oringi á Indlandi og Burma. Segir enn fremur í tilkynningimni: „Þar eð Jap- anir hafa náð á sitt vald Malakka og Sumatra, hafa herir Hollendinga og Breta verið skildir að. Það er því álitið nauðsynlegt, að Hol- lendingar taki sjálfir við her- stjórn á Java, en Wavell verði fluttur til Indlands, þar sem hann á að tryggja varnir landsins og sambandið við Kína.“ Þar með eru Bandamenn aftur skildir að, þar eð sam- eiginleg herstjórn er illfram- kvæmanleg. Ilins vegar var því lýst yfir í London í nótt, að brezku her- sveitirnar á Java myndu berj- ast áfram við hlið Hollendinga þar til yfir lyki. . Hitler, er alvarlegir ósigrar kæmu, og myndi fyrsta verk hennar þá verða að draga her- inn í Rússlandi til styttri víg- línu og kalla herinn burt úr Noregi, sem þeir halda fram, að sé Þjóðverjum nú gagnslítill. Alllp biskupar Noregs hafa sagt af sér starfi —" • —...—- Athyglisverður atburður, sem varð við Dómkirkjuna í Þrándheimi. A LLIR biskupar Noregs hafa sagt af sér í mótmælaskyni JT± gegn nýjustu ofbeldisskipun Quislings, að öll norsk börn verði að ganga í Hitlersæskuna. Biskuparnir í Noregi munu vera 7, en Bergrav yfirbiskup var settur frá störfum fyrir nokkrum dögum vegna þessa sama máls. Hafa starfs- bræður hans fylgt honum drengilega, enda hafa þeir þjóð- ina óskipta að baki sér. Mörgum biskupanna hefir verið skipað að mæta tvisvar á dag á lögreglustöðvunum. Atburður einn, sem kom fyrir í Þrándheimi, hefir vakið geysilega athygli og haft allmikil áhrif á mótmæli biskup- anna. Biskupinn í Þrándheimi ætlaði að halda guðsþjónustu í dómkirkjunni, en þá kóm fyrirskipun frá Osló um að naz- istinn Dahl skyldi tala. Engin mótmæli dugðu og hann talaði yfir nokkrum hræðum, nazistum og Quislingum. Safnaðist brátt mannfjöldi utan við kirkjuna, er hann hafði lokið ræðu sinni, og vildi komast inn til að hljóta blessun prestanna, sem þjónuðu fyrir altari. En þá kom lögregluvarðsveit og varnaði mannfjöldanum inngöngu. En Norðmennimir hurfu ekki frá, heldur stóðu utan við kirkj- una hundruðum saman, þótt helkuldi væri. Þá heyrðist söngur frá útjaðri kirkjutorgsins, og brátt endurómaði stað- urinn af sáhnasöng, er allur mannfjöldinn tók undir. Loks- ins er biskupinn hafði beðið fólkið að fara heim, gerði það svo.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.