Alþýðublaðið - 03.03.1942, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 03.03.1942, Qupperneq 6
é, Leiktllag Reykjavíkur „GULLNA HLIÐIDU Sýning í kvold og annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kiukkan 4 í dag. Fyrirmæli viðkomaBdi fisksðlu islenzkra skipa i Fleetwooð. Útgerðarmenn þeir, sem skíp eiga í förum með ísvarinn fisk á Bretlandsmarkað, verða að leggja eftirfarandi fyrir umboðsmenn sína í Bretlandi (Fleetwood): 1. Að tilkynna samdæguf's með símskeyti til Matvælaráðu- neytisins í London hvaða skip hafa selt, fiskmagn og brúttósöluverð. Senda með pósti 4 eintök af sölureikn- ingum, útbúnum í því formi, sem Matvælaráðuneytið kann að óska. 2. Að senda Matvælaráðuneytinu svo fljótt sem við verður komið 4 eintök af reikningum yfir brúttóupphæð og annan kostnað og útgjöld. Reikningur þessi sé hafður í því formi, sem Matvælaráðuneytið kann að óska, á- samt kvittunum og fylgiskjölum. 3. Að senda strax og hægt er ávísun til matvælaráðuneyt- isins til greiðslu á nettó-andvirði sölunnar. Eftirtöldum firmum ber að senda þessi fyrirmæli: J. Marr & Son. * Boston Deep Sea Fishing & Ice Co. Igao. Hewett & Co. Ltd. W. M. Kelly. Markhan Cook. Fyrirmæli til umboðsmanna verða að vera ákveðin og gera verður þeim ljóst, að ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir á- framhaldandi viðskiptum við þá sé, að þessum fyrirmælum sé nákvæmlega fylgt. Ef íslenzk skip selja fisk í öðrum höfnum en Fleetwood, verða umboðsmenn að vera valdir í samráði við íslenzku ríkisstjórnina og brezka Matvælaráðuneytið. Útgerðarmenn þeirra skipa, sem nú eru á leið út, verða að gera þessar ráðstafanir símleiðis strax í dag, því að fyr- irkomulag þetta byrjar 1. marz. LANDSSAMBAND ÍSL. ÚTVEGSMANNA. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Húsnæðismál HANNES Á HORNINU (Frh. af 4. síðu.) Bjarni borgarstjóri vill endilega láta kalla þær Höfðaborg, til aðgreiningar á Bjarna-borg Þeir voru reyndar fljótir, bæjar- starfsmennirnir, að finna nafn á þessa húskofa. Þeir hafa ef- laust ekki viljað eiga það á hættu, að kumbaldarnir yrðu kallaðir Nýja-Bjarna-borg. „ÉG HEIMSÓTTI KUNN- INGJA MINN einn, sem býr þar, um daginn, og hann sagði mér, hvað íbúarnir, yfirleitt allir kölluðu byggingarnar í daglegu tali, en það er „Bragga- brog“ lcki er nú nafnið freist- andi og ber varla vott um á- nægju íbúanna.“ ÉG HEF fengið nokkur bréf um „hausinn á mér“. Þar kennir margra grasa, sumum finnst hann ágætur, öðrum al- veg ófær, sumir telja hnn sæmi- legan, aðrir næstum óbrúkandi og -þó megi notast við hann. En öllum ber saman um að Al- þýðublaðið í heild í hinum nýja búningi sé alveg ágætt. — Margir leggja til að ég haii stafina í hausnúm svarta — og ég er ekki frá því að þetta sé rétt. Ég breyti honum þá bara við næsta hátíðlegt tæki- færi. Einn af lesendum mínum segir að sér líki miklu betur við minn eiginn haus heldur en hausinn yfir dálkinum mín- um. Ég er svona nokkurn veg- inn ánægður með þá.báða. Hannes á horninu. | HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? (Frh. af 4. síðu.) með slíka helgigripi, og hafa kommúnistar hér tekið þann sið upp eftir húsbændum sínum þar eystra. En hjá þeim er slík verzlun hins vegar arfur frá hinu gamla Rússlandi keisar- anna. Aðeins voru það þá helzt tréskurðarmyndir af einhverj- um kristilegum dýrlingum, sem seldar voru fáfróðum almenn- ingi í áróðurs og hagnaðarskyni fyrir hina rússnesku rétttrúnað- arkirkju. En nú eru það myndir og líkön af Lenin og Stalin, sem sovétstjórnin og flokkur hennar lætur verzla með í sama skyni. Vitanlega þurfa allir kofnmún- istaflokkar utan Rússlands að apa þetta eftir henni eins og allt annað. En hversu margir Reyk- víkingar skyldu kæra sig um að kaupa hinn rússneska helgigrip, komínúnistalistanum við bæjar- stjórnarkosningarnar til stuðn- ings? * Nýlátinn er á Akureyri Jóhann Ragútls kaupmaður, rúmlega hálfsjötugur að aldri. Jóhann var ágætlega gef- inn maður og hinn vandaðisti í hvívetna, enda naut hann vinsælda og virðingar allra sem höfðu kynni af honum. A-listinn er listi launastéttanna. (Frh. af 4. síðu.) leysi bæjarfélagsins. Þá er eðlilegt, að sú spurning vakni, hvort vanræksla þessi stafi af því, að bæjarstjórnin hafi beint kröftunum að því að sinna öðrum verkefnum, sem heyra undir annanhvorn þeirra málefnaflokka, sem síð- ar eru taldir hér að framan, og hafi hún talið svo aðkall- andi að bæta úr þessum þörf- um borgaranna, að hin almennu og sjálfsögðu verkefni hafi orðið að sitja á hakanum. Nú er rétt að athuga, hvort þessu er svona farið, og skal það málið fyrst tekið til at- hugunar, sem nú er mjög að- kallandi hér í bænum, og sem bæjarstjórnir stærri bæja hafa látið sig miklu skipta. En það eru HÚSNÆÐISMÁL BORGAR- ANNA Um þetta stórmál hefir oft verið rætt í bæjarstjórninni síðustu 15 árin. En árangur þeirra umræðna hefir orðið næsta lítill, bæjarstjórnin hef- ir ekkert aðhafzt í bygginga- málunum, nema hvað Pólarnir hafa verið reistir, sem alræmt er orðið. Að vísu hafa kjallaraíbúðir verið bannaðar með lögum, en þeim lögum hefir aldrei verið fram fylgt, þannig, að enn er búið í hundruðum kjallaraí- búða, sem samkvæmt skýrsl- um hafa verið dæmdar óhæfar sem mannabústaðir. Síðustu árin hafa húsnæðisvandræðin farið sívaxandi og var auðséð að koma mundi í versta óefni, ef ekkert væri að gert af því opinbera. Haustið 1940 skrifaði þáver- andi félagsmálaráðherra, Stef- án Jóhann Stefánsson, bæjar- stjórn Reykjavíkur bréf, og benti þar á, að við venjuleg húsnæðisvandræði í Reykja- vík hefðu nú bætzt sérstakir erfiðleikar, sem stöfuðu af því, að byggingar nýrra húsa væru þá nær því stöðvaðar. — Félagsmálaráðherrann bénti bæjarstjóminni ennfremur á, að hér þyrfti við skjótra að- gerða og röggsamlegra, ef firra ætti vandræðum. Bæjar- stjórnarmeirihlutinn lét þessa aðvörun félagsmálaráðherrans sem vind um eyru þjóta og hafðizt ekkert að fyrr en kom- ið var að flutningadegi 1941. (Þ. e. ári eftir að ráðherrann sendi bæjarstjórninni aðvörun- ina). Þá var bersýnilegt orðið, að mörg hundruð bæjarbúa yrðu bókstaflega talað á göt- unni þann 1. október, ef ekki væri úr bætt. Mestu hörmungunum var afstýrt með bráðabirgðalög- um, sem félagsmálaráðherra gaf út, en í lögum þessum var ‘ bannað að vísa mönnum úr húsnæði. En þrátt fyrir þetta 1 varð ekki hjá því komizt að flytja tugi kvenna og barna úr bænum til bráðabirgða og var þeim komið fyrir austur á Þingvöllum og annars staðar, sem við varð komið. En karl- I mönnum, sem urðu að stunda [ vinnu sína hér í bænum, — skyldi dembt saman í Sótt- varnahúsið. Lenti fjöldi fólks þannig í mjög tilfinnanlegum vandræðum. Þá varð ekki lengur hjá því komizt, að „gera eitthvað,“ — enda hafði Bjarni Benedikts- son borgarstjóri marglýst því yfir, að hann hefði jafnan „vakandi auga“ á húsnæðis- málum í bænum. Var því á- kveðið að byggja 100 bráða- birgðaíbúðir fyrir húsnæðis- laust fólk. Mun nú helmingur þessara íbúða vera kominn upp. Hús þessi voru byggð sem bráðabirgðaskýli aðeins, en nú lítur út fyrir að borg- arstjórinn og bæjarstjórnar- meirihlutinn hugsi sér, að þær verði framtíðarbústaðir. Það sem meðal annars bendir í þessa átt, er það, að hverfinu hefir nú verið valið veglegt nafn, „Höfðaborg,“ enda þótt almenningur kalli húsin jafn- an ,Nýju pólana1, eða „Bjarna- borg hina nýju“, í höfuðið á aðalforvígismanninum, Bjarna borgarstjóra. Þess má geta, að þær 48 í- búðir, sem nú eru fullbúnar, og í hefir verið troðið yfir 60 fjölskyldum, og óhjákvæmi- lega hafa orðið dýrari en á- ætlað var vegna ónógs undir- búnings og tíma, — munu ekki hafa orðið nema litlu dýrari en tvö einbýlishús, sem reist voru um svipað leyti og ætluð voru tyeimur manneskjum, hvort þeirra. Bæ j arst j órnarmeir ihlutinn og börgarstjórinn hafa gumað mikið af áhuga sínum fyrir því, að bæta úr húsnæðisvand- ræðum í bænum, bæði hús- næðisleysi almennings, og eins skólanna, barnaskólana og unglingaskólana báða vant- ar algerlega húsnæði. Enn fremur hafði borgarstjóri orð á því við umræður um fjár- hagsáætlunina, að mikil og brýn þörf væri á því að byggja ráðhúsið sem bænum væri samboðið. Líka minntist hann á þörf þess að leggja fram fé úr bæjarsjóði til kirkjubygg- ingar á Skólavörðuhæð. Ekki vantaði áhugann, enda er nauðsynin fullkomlega viður- kennd. En þessa áhuga hefir orðið furðulega lítið vart endranær hjá Reykjavíkur- íhaldinu, og er því ekki laust við að menn óttist það, að á- hugaeldurinn kunni að sljóvg- ast, eftir bæjarstjórnarkosning- arnar, ef svo kynni að fara, að Sjálfstæðisflokkurinn hlyti ennþá einu sinni meirihluta í bæjarstjórn. Það er svo sem ekkert nema gott eitt að segja um þennan skyndilega áhuga bæjarstjórn- armeirihlutans um húsnæðis- mál Reykjavíkur, þótt hann sé heldur seint á ferðinni. En þá er að athuga það, hvernig þessi brennandi áhugi birtist í reynd inni, t. d. í fjárhagsáætluninni. í áætluninni var gert ráð fyrir, að tekjur og gjöld hvort um sig yrði kr. 12.700.000 (þar af útsvör og skattar sam- vinnufélaga kr. 9.600.000). En í XIV. gjaldalið áætlunarinn- Þriðjudagur 3. marz 1942. ar, lið 5, leggur bæjarráð til, að til allra byggingafram- kvæmda bæjarins verði lagðar fram kr. 300.000. Þetta eru 2%—2Vz% af áætl- uðum tekjum bæjarins, og þetta er á mesta gróðaári, sem ýfir bæinn hefir gengið. Reykvík- ingar geta af þessu séð, hvort þeir þurfa að kvíða húsnæðis- vandræðunum í framtíðinni! Sjálfsagt verður það samboðið, húsin handa æskulýðnum, sjúkrahúsin o. fl. o. fl. að ógleymdri kirkjunni á Skóla- vörðuhæð. Þannig leit nú þessi gjalda- liður fjárhagsáætlunarinnar út — þegar hún var lögð fram á bæjarstjórnarfundi. En fyrir baráttu Alþýðuflokksins var upphæð þessi þó fjórfölduð, eða færð upp í kr. 1200.000. — En tillögur Alþýðuflokksins um framlög til byggingafram- kvæmda í bænum á árinu námu hátt á þriðju millj- ón króna, og var þó gert ráð fyrir því, að hagkvæm lán yrðu tekin til íbúðarhúsbygginga, þannig, að hæfileg upphæð hvíldi á húsunum. Af framangreindum athug- unum um húsnæðismál Reyk- víkinga og afskipti bæjar- stjórnarinnar af þeim, kom- umst við því að svolátandi niðurstöðum: 1) Bæjarstjórnin hefir hrapallega vanrækt skyldur sínar í húsnæðismálum Reyk- víkinga, bæði að því, er snertir húsnæði almennings og hins opinbera. 2) Bæjarstjórnin, með borg- arstjóra í broddi fylkingar, hefir viðurkennt þörfina og þar með vanrækslu sína, með margs konar gylliloforðum fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar. 3) Bæjarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér bersýnilega síðar að ganga á bak þessara loforða sinna, því að til allra þeirra margháttuðu byggingafram- kvæmda, sem hann lofar nú, átti, samkvæmt frv. að fjár- hagsáætlun Reykjavíkurbæjar ekki að verja nema einum 300 þús. krónum. En höfuðniðurstaðan í fram- angreindum athugunum um húsnæðismálin, verður sú, að bæjarstjórnin hefir ekki van- rækt hin sjálfsögðustu verk- efni sín, þau að bæta úr al- mennum, sameiginlegum þörf- um borgaranna, vegna þess, að kröftunum hafi verið beint að húsnæðismálunum. Þá afsökun getur meiri hlutinn ekki borið fram. Runólfí ð ftornsð bjargað f rá tírukknun UNÓLFUR BJÖRNSSON, bóndi á Kornsá í Austur- Húnavatnss. bjargaðist naum- lega í fyrradag úr Vatnsdalsá. Runólfur var að fara yfir ána á ís með hest og sleðp, er ísinn brast og steyptist hann og hesturinn í ána. Runólfur var einn á ferð, en menn af næstu bæjum munu hafa séð, er slysið varð, því að Runólfi var bjargað og var hann þá þjakaður, enda þá búinn að vera nokkuð lengi í vatninu. Hesturinn drukknaði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.