Alþýðublaðið - 03.03.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.03.1942, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. marz 19422 ÚR BRANDSSTAÐAANNÁL 1842. J J M nýjár leit vetur út þung- *~s lega, því jarðlaust var yfir allt. Mundu menn, að mesttt harðindavetur voru 1802, 1812, 1822 og állhart 1832, og líkur til að þessi yrði eins. í janúar var nú blotasamt, frostalítið og fjúkasamt, oft snöp, en svélla- lög þau mestu. Mátti allt lág- lendi á skautum fara. . .. Sunnanlands varð bágt ár- ferði, rigningavetur og slæm peningshöld, aflalítið og slæm verkun á fiski, heyskemmda- sumar, og urðu kýr gagnslitlar, fé magurt, og fjárpestin drap fjölda fjár í Kjósar- og Borgar- fjarðarsýslum, en norðanlands víðast árgæzka og penings- fjölgun mikil. * HQLALAGIÐ GAMLA T^INHVERJU sinni g<ekk •*-' Gísli biskup Magnússon (1755 1770) í klefa einhvern á Hólum,en eigi er getið hverra erinda. Hann hitti þar þá fyrir skólapilt og skólaþjónustu, sem voru að láta vel hvort að öðru. Þá segir biskup: „Hvað eruð þið að hafast að?" Pilturinn svarar: j „Það er Hólalagið gamla." Þá j spyr biskup: „Hvaða lag er jþað?" „Það er: Náttúran öll og eðli manns —," svaraði piltur- , inn. Biskupi þótti hnittilega svarað, brosti við og gekk út og minntist eigi framar á þetta við þau svo menn vissu til. ITTINSTON CHURCHILL er W nú einn hinn mesti mælskumaður í Englandi, en fyrst er hann hóf þátttöku í op- inberu lífi, var hann óstyrkur og stamaði, þegar hann tálaði. Einu sinni var hann á leið til Manchester til að vera þar á stjórnmálafundi. Félagi hans, Salisbury lávarður, snéri sér að honum og spurði hvort geigur væri í honum, en Churchill kvað suo vera. „Vertu ódeigur, sonur sæll." sagði sá gamli. „Gerðu eins og ég. Þegar ég byrja að halda ræðu, virði ég áheyrendurnd rækilega fyrir mér og segi svo við sjálfan mig: ,Miklir bblvaðir asnar eru þetta allt saman.' Þá líður mér alltaf betur." myndina stundarkorn og bætti svo við: — Augun eru stór og falleg, William, en það er/ eins og skuggi hvíli yfir þeim, líkt og einhver hafi komið við þau með óhreinum fingrum. — Eru til nokkrar víndrúfur? spurol húsmóðir hans skyndi- lega og rauf þögnina. — Ég er mjög mikið gefin fyrir víndrúf- nr. — Jú, frú mín, sagði þjónn- inn og skrapp fram snöggvast og kom inn aftur með drúfurn- ar. — William,, sagði hún. — Já, frú mín. — Barnfóstran mín segir mér, að herbergisþernan sé ný áf nál- inni, að þér hafið sent eftir henni, þegar þér áttuð von á okkur. Hún segir, að allt þjón- ustufójkið sé nýkomið, jafnvel eldasveinninn? — Það er satt, frú mín. — Hvernig stendur á þessu, William? Ég áleit, að Navron- hús væri fullskipað þjónustu- liði og ég er sannfærð um, að Sir Harry hefir álitið það líka. — Ég hefi ef til vill haft á röngu að standa, frú mín, en ég leit svo á, að nóg væri að hafa einn latan þjón í þessu húsi. Síðastliðið ár hefi ég verið hér aleinn. Hún starði á hann. — Ég gæti rekið yður fyrir þetta, William. — Já, frú mín. — Ef til vill geri ég það á morgun. —Já f,rú mín. Hún hélt áfram að borða víndrúfurnar og hún hugsaði með sjálfri sér, að hún myndi ekki reka hann. , — En setjum nú svo, að ég ræki yður ekki, William, hvað þá? — Ég myndi þjóna yður með trúmennsku, frú mín. — Hvernig get ég vitað það? —Ég hefi alltaf þjónað vel því fólki, sem mér hefir geðjast að, frú mín. Og þessu gat hún ekki svarað. — Á ég að skilja þetta sem gullhamra, William? spurði hún um leið og hún stóð á f ætur, en hann ýtti stólnum hennar til hliðar. — Ég ætlaðist til þess,' frú mín, svaraði hann. Hún gekk út úr stofunni og hafði það á vitundinni, að í þessum smá- vaxna, kynlega manni haf ði hún eignast bandamann og vin. Hún brosti í laumi, þegar henni varð hugsað til Harry, hversu undr- andi hann yrði, ef hann vissi, að hún léyfði sér að vera alúð- leg við þjónana. Og auðvitað var það rangt af henni. William hafði hagað sér óskikkanlega. Hann átti ekkert með það að vera einn í þessu húsi, og það var engin furða, þó að ryk væri í horn- um og köngullóarvefur, fyrst þannig var í pottihn búið. Það var ekki heldur laust við, að þar hefði verið kirkjugarðslykt þegar hún kom, svo 'að ekki höfðu nú gluggarnir oft verið opnaðir, ef íil vill átti William nöldrunarsama konu og lítið hús einhversstaðar uppi á Corn- wallskaganum og þurf ti að gæta þar bús og barna. Eða ef ;til vill var líkt á komið fyrir hon- um og henni, að hann hafði lorðið feginn að sleppa. Hún fór inn í salinn og settist með bók í kjöltu sinni fyrir framan eldinn, sem hann hafði kveikt. En hún gat ekki lesið. Hvílík unun var það ekki, að geta nbtið hvíldarinnar, einverunn- ar og kyrrðarinnar. Eftir ofurlitla stund, þegar eldurinn var kulnaður, gekk hún upp stigann til svefn- herbergis síns, en fyrst fór hún inn í herbergi þar sem börnin hennar sváfu, til þess að vita, hvernig þeim liði og hvort það færi vel um þau. Hún kyssti á höndina á James litla og hann opnaði augun og brosti. Hún læddist út aftur, því að Henrietta litla var í fasta svefni. Hún blygðaðist sín nærri því fyrir að hafa látið undan til- finningum sínum og kysst á höndina á James litla. Vafa- laust myndi hann verða feitur með aldrinum og grófgerður og gera einhverja konu óham- ingjusama. Einhver — sennilega Willi- am — hafði bundið vönd úr liljum og sett hann inn á borð- SaGANILA BIO Baráttan gegn kafbatonnrn. (Thunder Afloat) Amerísk stórmynd- Leikin af Wallace Beery og Chester Morris Sýnd kL 7 og 9. Framhaldssyning HOLLYWOOD-FÖRIN. Ameríksk músík- og gam- anmynd með Kay Kyser og hljómsveit hans. ¦ NÝJA BIO Nýliðarnir. (Buck Privates). Ameríksk gamanmyná um hermannalíf og her- mannaglettur. Aðalhlut- verkin leika: Bud ABBOTT, Lou COSTELLO og "The Andrews Sis- ters." Sýnd kl. 7 og 9 Sýning kl. 5. Lægra verð. HETJAN FRÁ TEXAS. (The Stranger from Texas.) Spennandi Cowboymynd, leikin af/Cowboyhetjunni Charles Starett. í myndinni syngur hinn frægi ameríkski útvarps „sextett" Sons of the Pioneers. ið í svefnherber^gi henriar. Þessi vöndur fyllti herbergið angan. Hamingjunni sé lof, hugsaði hún, að hér er ekki lykt af hundum og ekki heyrist krafsið þeirra á hurðina, og þetta stóra djúpa rúm á ég ein. Hún leit snöggvast á myndina af sjálfri sér.Er ég svona munnljót, hugs- aði hún. Og er ég svona grett á svipinn? Var ég svona fyrir sjö árum, og er ég svona enn þá? Hún fór- í silkináttkjólinn: sinn, hvítah og svalan og teigðí armana upp fyrir höfuð. Skyndilega bar einkennilegan þef að vitum hennar. Hún opn- aði náttborðsskúffuna og fann þar bók og tóbakskrukku. Lykt- in hafði vafalaust verið af tó- bakinu. Hún tók upp krukkuna og skoðaði í hana. Tóbakið var nýskorið. Skyldi William hafst /\ W v/ DOiT OjuXOTE BARNASAGA heyrði svínahirði nokkurn þeyta hljóðpípu sína úti á hlaði, hélt hann, að þarna væru hljómsnillingar.að leika honum til skemmtunar. Hann hafði bara áhyggjur út af einu. En það yar það, að enn haf ði hann ekki verið dubbaður til riddara. Þegar hann var bú- inn að borða, tók hann undir hönd gestgjafans og leiddi hann út í hesthús. Hann læsti dyr- unum vandlega og féll síðan á kné fyrir veitingamanninum. „Hæstvirti riddari!" hrópaði hann. „Ég mun aldrei framar rísa á fætur af þessum bletti, nema þér veitið mér bæn mína, sem verður tit þess, að þér vinn- ið sjálfum yður heiður, en gerið góðverk, sem kemur öllu mann- kyninu að haldi." Gestgjafinn stóð gapandi af undrun og ætlaði að lyfta Don Quixpte á fætur. En ekki vildi gesturinn það fyrr en hami hafði heitið að gera bón hans,, og þá lét gestgjafinn undan. Ég þakka yður fyrir greið- viknina, sagði Don Quixte og stóð upp. „Ég mátti vita, að þér vilduð gera þetta, anhar eins höfðingi og heiðursmaður og þér eruð. Óskin, sem þér hafið nú lófað að uppfylla, er sú, að þér dubbið mig til ridd- ara núna í fyrramálið. En svo er fyrir mælt í lögum riddar- anna, að þeir, sem dubbaðir eru til riddara, eigi að vaka yfir herklæðum sínum í kirkju nóttiria áðut en þessi virðu- lega athöfn fer fram. Ég vil nú fá að vaka yfir hertygjum mín- um í kapellu kastala yðar í nótt. En þegar búið er að dubba mig til riddara mun ég halda Taftur út í heiminn og beita sverði mínu til verndar þeim„ sm kúgaðir eru. Þá verð ég; frægur, og frægðarljóminn, sera &í J5 5CORCHVARGUE5 WltH BUAINE.TELLING HIM THAT LEE 15 é£HiND ZORA'5 UINE5, >' ONE OF 20RA5 MEN , •ÍHR0W5 A HANP GRENADE....IT UAND5 0UT5IPE OF 5C0RCHy'S CEUU... . ., :l^.'„'K Örn reynir árangurslaust áð fá Blein til að trúa því, að Lillí sé hjá Zónu. Albert, einn af mönnum Zónu kastar þá handsprengju, sem springur f raman við klef a Arnar Örn: Ú-hú! Þetta var nú meiri sprengingin. Ég var hepp- inn ag kasta mér niður! Örn: Það var þó að einu leyti gott: Nú er ég aftur frjáls!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.