Alþýðublaðið - 05.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.03.1942, Blaðsíða 2
2 AUÞVÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. marz 1942, Bretar mnnn befja sókn i lofti eins fliétt og hægtet —*------»r — „Lancaster“ ný og fullkomin sprengju- flugvél hefir verið tekin í notkun. Ræða Siiuslsiir, fiugmálaráöherra ;-------— .... SIR Archibald Sinclair, flugmálaráðherra Bretlands, hélt í gær mjög athyglisverða ræðu um lofthemaðinn. Boð- aði hann sprengjuárásir á Þýzkaland eins fljótt og hægt er og eins miklar og hægt er. Hann ræddi og um hlutverk flughersins, skipulag hans og flugvélategundir hahs. Sagðí hann, að nú væri hafin framleiðsla á nýrri sprengjuflug- vél, sem héti „Lancaster“ og væri ein stærsta, hraðskreið- asta og bezta sprengjuflugvél, sem til væri. MacArthur 3 Þessi 4 ára hnokki heitir Arthur MacArthur og er sonur hins fræga herfor- ingja Bandaríkjamanna á Filippseyjum, Hann er ásamt móður sinni ein- hversstaðar á Filippseyj- um, líklega á Bataanskaga. , Afi drengsins var mjög frægur herforingi í þræla- stríðinu og síðar á Filipps- eyjum. Um föður hans þarf ekki að tala, við heyr- um daglega um afrek hans. Hvað skyldi verða úr drengnum? FlnpélarMacirtinrs sökhva japðDsknm skipnm. INN litli jlugher MacArt- hurs á Bataanskaga hefir gert árás á japönsk skip á Sud- icflóa við Luzon. Sökktu flug- vélarnar skipum, sem samtals voru yfir 30 000 smál. skemmdu mörg fleiri og kveiktu í hafnar- mannvirkjum. Árásin kom Japönum alger- lega á óvart. Köstuðu flugvél- arnar sprengjum sínum á skip á höfmnni, og á hafnarmann- virki. Sökkt var einu skipi 12 000 smálesta, öðru 10 000 og því þriðja 8000. Jón Lárusson kvæðamaður kveður í kvöld kl. 21.15 úr alþingisrímunum. . Sinclair hóf ræðu sína á því að segja, að það hefði verið að- alhlutverk flughersins brezka síðastliðið haust og í vetur að hjálpa Rússum. Það hefði verið gert með árásum í Evrópu og Afríku, sem haldið hefðu mikl- um þýzkum flugstyrk á vestur- vígstöðvunum. En nú mundu Bretar brátt hefja árásir á Þýzkaland og her- teknu löndin, og mundu pær á- rásir verða gerðar eins fljótt og unnt væri og verða eins miklar og hægt væri. Þá talaði Sinclair um sam- vinnu flughersins við landher- inn og flotann, en hún hefir ver- ið mjög gagnrýnd í Englandi. Sagði hann, að mörg hundruð árásir hefðu verið gerðar að beiðni flotans og nú væri land- herinn að fá mjög góðar flug- vélar til sinna ráða. Framvegis, hélt hann áfram, muriu allir nýir flugmenn dveljast viku hjá flotanum og viku hjá landhern- um til að kynnast starfsemi þeirra og nauðsyn á flugstuðn- ingi. Sinclair sagði sem dæmi um loftárásir Breta undanfarið, að x Wilhelmshaven hafi Þjóðverj- um aðeins reynzt kleift að hleypa af stokkunum 3 af 8 kafbátum, en í Hamborg 3 af 6, sem smíði var hafin á. Þá vék hann að flugvélateg- undum flughersins. Hann skýrði frá því, að nú væri haf- in framleiðsla á nýrri sprengju- flugvél, sem kölluð væri „Lan- caster“ og væri ein stærsta, hraðfleygasta og bezt vopnaða sprengjuflugvél í heimi. Væri hún endurbætt gerð af hinum þekktu. „Manchester“-flugvél- um. Þá sagði Sinclair, að það væri rangt, að flugmálaráðu- neytið væri andstætt notkun steypiflugvéla. Til að geta riot- að þær, þarf að hafa alger yfir- ráð í lofti, þar sem þær eiga að gera árásir, en það hafa Bretár ekki haft fyrr en síðustu mán- uðina. Ög nú fengi flugherinn steypiflugvélar frá Ameríku, sem væru mun betri en þýzku steypiflugvélarnar, Að lokum lofaði Sir Archi- bald Sinclair brezka flugherinn fyrir frækilega frammistoðu í þessu stríði. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélágsiús heldúr fund í kvöld kl: 8.30 í Baðstofu iðnaðarmanna. Ameríkumenn á írlandi. Þessi mynd sýnir ameríkska hermenn, er þeir komu til írlands. Bretarnir veittu þeim konung- lega móttökur, néldu þeim veizlur og dansleiki á hverju kvöldi í viku. En þaö var aðeins þeg- ar fyrstp ameríksku hersveitirnar komu til landsins. Holleszka sijinii fyrirskipar að verjast á Java tii iiins fflein ter Poorten er mú yf- Irforingl herjanna á eynnl. __ \ ILKYNNING, sem hollenzka stjómin í London gaf út í gærkveldi, segir frá því, að Hein Ter Poorten hafi verið skipaður yfirforingi herliðsins, á Java, eftir að Wavell fór til Indlands. Þá segir þar enn fremur, að öllum hollenzkum foringj- um á eynni hafi verið skipað að berjast til hins ýtrasta, hvort sem þeir eru einangraðir eða í samhandi við megin- herinn. Þá var í London skýrt nokkuð frá gangi sjóhemaðar- ins við Java. Bandamenn höfðu þar aðeins lítinn flota af beitiskipum og tundurspillum. Undir forystu Hollendings- ins Helfrich lagði flotinn til orustu á Javasjó og sökkti fjölda japanskra herskipa. En þá tókst Japönuím að sökkva tveim hollenzkum beitiskipum og veikti það flotann svo mjög, að hann gat ekki verið í sóknarstöðu lengur og eftir það hafa yfirráð Japana á sjónum staðið fastari fótum en nokkru sinni. % Allir aðflutningar til Java verða að fara sjóleiðina, og segir það sig sjálft, að erfiðleikar eru á því, þar eð Japanir ráða öllu á höfunum kringum eyna. Flugvellir á nágrannaeyjum og á Malakkaskaga eru í óvinahöndum og er því loku fyrir það skotið, að flugvélum verði flogið til eyjarinnar. Java er frá náttúrunnar hendi óhentug til vamar. Ströndin að norðan er lág, vegir og jámbrautir 1 góðu lagi og mannfjöldinn gífurlegur. Loftárásir voru gerðar í gær- dag á Bandung og flugvelli borgarinnar. Japanir hafa nú náð algerum yfirráðum í lofti og gera öflugar árásir á flug- stöðvar Bandamanna /til að full- komna þau yfirráð.. Á landi eru harðir bardagar, en litlar fregnir hafa borizt um sókn eða gagnsókn. Japanir nota nú skriðdreka á eynni, en Hollendingar áttu aðeins lítið af þeim. Hersveitir Bandamanna berj- ast af mikilli hreysti, eins og eftirfarandi saga sýnir: Hollenzkum hermanni var falið að sprengja mikilvæga brú í loft upp, þar eða Japanir sóttu að henni með skriðdrekasveit. Hann fann sér felustað við brúna, en beið síðan þar til margir japanskir skriðdrekar voru komnir út á brúna. Þá fyrst sprengdi hann hana í loft upp — og lét sjálfur lífið um leið. Alþýðublaðið birti í gær á 5. síðu athyglisverða grein um Ter Porten, hinn nýja yfirfor- ingja í Hollenzku Austur-Ind- íum. Bardagar hafa byrjað aftur á Java, en í smáum stíl. Tóku brézkir skriðdrekar þátt í orust- unum og er það í fyrsta sirini, sem getið er um þá á þessum vígstöðvum- Kýjar aneríkskar hersveitir koma tll írlands. M IKID ameríkskf herlið er nú komið tO írlands til viðbótar við það lið, sem þeg« ar er komið þangað. Er þefta mesta lið, sem Bandaríkm hafa flutt yfir Atlandshafið í þessu stríði. Ferðin yfir bafið var viðburðarlaus og ekki einn einasti maður fórst. Að þessu sinni voru ekki höfðingl. móttökur með lúðra- sveit, hörðum höttum og ræð- um og nú verður líklega ekki haldinn dansleikur á hverju: kvöldi eins og.gert var vikuna eftir að fyrstu hersveitirnar komu. Hermennirnir eru flestir frá Miðríkjunum og er það athyglis- vert, því að þar átti einangrun- arstefnan mestu fylgi að fagna. Þeir voru ákafir í að heyra fréttir, er þeir stigu á land, séiv staklega af þjóðhetju Banda- ríkjanna — MacArthur. Hermennirnir setjast að í ný- tízku amerískum skálum, sem ,eru útbúnir nær öllum nýtízku þægindum. Allmargir hermanna, sérstak- lega foringjarnir, höfðu barist í síðasta stríði, eii yngri menn- irnir voru margir hverjir synir hermanna, sem börðust í Frakk- landi. Smáfréttir. JAPANSKAR flugvélar hafa gert árás á Port Darwin í Ástralíu. Skotið var af vélbyss- um á manrivirki í borginni. MIKLAR orustúr geisa á öll- um Rússlandsvígstöðvun- um og sækja Rússar alls staðar á. Tvær herdeildir hafa:, yerið afmáðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.