Alþýðublaðið - 05.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.03.1942, Blaðsíða 3
Msctmtodagur 5. marz 1942. AOY0UBLAÐIÐ .1 i Aknreyri skorar i alþingi að hækka FUNDI Alþýðuflokksjé- lags Akureyrar var í fyrra- kvöld samþykkt eftirfarandi á- lyktun: „Fundur haldinn í Alþýðu- ílokksfélagi Akureyrar 3. marz 1942 skorar á alþingi, sem nú aitur, að leysa dýrtíðarmálin, á grundvelli þeirra frumvarpa til dýrtíðarlaga, sem þingmenn Al- þýðuflokksins flytja í neðri deild. Sérstaklega leggur fundurinn áherzlu á, að gengi íslenzkrar krónu verði hækkað upp í það, æm það var fyrir gildistöku géngisskráningarlaganna frá 1939.“ Háskóiafyririestur 0 Símon Jóh. Ágústsson flytur fyrirlestur í dag kl. 6.15 i I. kennslustofu háskólans. Efni: Van- inn. Öllum heimill aðgangur. Stjférnarflokicarnír þorðu ekki að taka til máls nm qengis- frumvarpið á alþingi f gær. SJáifstæðismenn vilja ekki sýna lit í mál inu fyr en eftir bæjarstlórnarkosningar! Friimvarpiiím var, eftir framsðguræðu Finns, Jönssooar, visað umræðulaust, tii aonarrar umræðu og nefndar! GENGISHÆKKUNARFRUMVARPI Alþýðuflokksins, sem var til fyrstu umræðu í neðri deild alþingis í gær, var, að aflokinni framsöguræðu, vísað umræðulaust til annarrar umræðu og fjárhagsnefndar. Enginn einasti fulltrúi stjómarflokkanna, Framsóknar- flokksins eða Sjálfstæðisflokksins, tók til máls um frum- varpið. Eina ræðan, sem flutt var, var framsöguræða Finns Jónssonar, sem hafði orð fyrir flutningsmönnum þess, en það eru, eins og áður hefir verið frá sagt, allir þingmenn Alþýðuflokksins íineðri deild. Hrakmngasaga „Ægisu: dælarnar í tvo „Við gátum ekki náð ímat og máttum ekki fara að talstöðinni‘‘ Irásðgn shipstjóraos, iarteins Hefgasonar. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins AKRANESI í gærkveldi. TOGARINN „Óli Garða“ kom með vélbátinn „Ægi“ frá Keflavík hingað til Akraness klukkan 4 í dag. Voru fánar á stöngum hér í bænum, er báturinn kom að latidi. Ég hefi haft tal af skipstjór- anum á „Ægi“, Marteini Helga- sýni. Er hann ungur maður, rúmlega þrítugur og hinn vask- legasti, eins og allir skipverjar hans fjórir talsins. Skipstjóranum sagðist svo frá: „Við fórum í róður frá Kefla- vík síðastliðinn ' laugardag á venjulegum róðrartíma og rér- um á Keflavíkurmiðin. Veður var þá sæmilegt. Klukkan 7 á sunnudágsmorgun fórum við að draga lóðina og var þá komið versta veður af suðaustri og sjór mjög úfinn. Þegar við höfðum dregið 8 _bjóð, slitnaði lóðin og ætluðum við þá að ,,keyra“ að næsta bóli. En þegar við vorum nýlagðir af stað, urð- um við þess varir, að kominn var mjög mikill leki að bátnum, og eftir 10 mínútur stöðvaðist vélin. Við fórum þegar að dæl- unum á þilfarinu. Rifum við og fiskinn upp úr lestinni og tókum kjðlfestu, sem var í lest og „lúkar“ og létum hana aftur í ganga, til þess að gera bátinn afturhlaðinn, þar sem við töld- um lekann vera frammí. Þegar við höfðum lokið þessu, fórum við að ausa með fötum, enda höfðum við alls ekki undan með dælunum. Var sjór um þetta leyti kominn upp í miðja vél. Við skiptum þannig með okkur verkum, að þrír jusu og tveir dældu. Þegar við höfðum haldið þessu starfi áfram í 6 klukku- stundir samfleytt, tókum við eftir því, að með þessu tókst okkur að halda við, þannig að sjórinn í bátnum hvorki hækk- aði né lækkaði frá því, sem hann var, þégar við byrjuðum að ausa með fötunum. Þetta gaf okkur von um að okkur tækist að bjarga lífi okkar, en áður höfðum við talið að litlar líkur væru til þess, hvernig sem við hömuðumst. Þessu héldum við nú áfram í 2 sólarhringa sam- fleytt. ! Eins og nærri má geta vorum við orðnir mjög þjakaðir, því að við máttum ekki draga af okkur. Við gátum ekki fengið mat. Við höfðum niðursoðið kjöt með okkur og vitanlega vatn. Hvorttveggja var frammí. Við sendum eitt sinn einn mann' frammí til þess að ná í þetta, en undir eins og hann vék frá starfi sínu hættum við að hafa undan og sjórinn óx í bátnum. Einstaka sinnum hljóp maður og öskraði nokkur orð í talstöð- (Frh. á 6. síðu.) Slík afgreiðsla stórmáls við fyrsrtu umræðu á alþingi mun vera algert einsdærrá. En eng- um blandast hugur um, hvern- ig á henni stendur: Stjórnarflokkarnir, sérstak- lega Sjálfstæðisflokkurinn, þora ekki að taka neina afstqðu til gengishækkunar fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar. Ráð- andi klíkur þeirra vita sig í andstöðu við hagsmuni og vilja yfirgnæfandi meirihluia Reyk- víkinga og þjóðarinnar yfirleitt í þessu þýðingarmikla máli. Þess vegna vilja þeir ekkert um það tala fyrr en bæjarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík eru um garð gengnar. Þangað til á að grafa málið í nefnd. Og síð- an á að drepa það undir ein- hverju upplognu yfirskini, eins og því t. d. sem Morgunblaðið hefir verið að flíka síðan frum- varpið kom fram; að alþingi hefði ekki enn frjálsar hendur til þess, að hækka gengi krón- unnar. En alþingi hefir fullkomlega frjálsar hendur til þess, eins og margsinnis er búið að lýsa yfir. Og það stendur aðeins á Kveld- úlfi og Co. og öðrum klíkum út- flytjenda, sem hafa hag af lág- genginu og heimta, eins og allt- af, að launastéttunum og öllum almenningi sé látið blæða fyrir hagsmuni þeirra. RœAa finns Jónssnnar. Finnur Jónsson fylgdi frumv. úr hlaði, og fórust honum orð á þessa leið, meðal annars: „Eins og þinginu fannst hara nauðsyn til að hlaupa undir bagga með útgerðinni með gengisbreytingu 1939, er nú engu síður knýjandi nauðsyn að gera öflugar ráðstafanir gegn dýrtíðinni, og þær öflugri og hollari en núverandi ríkis- stjórn hefir beitt til þessa“. „Ráðstöfun sú, sem bent er á í þessu frumvarpi,“ sagði Finnur ennfremur, „er réttlát vegna þess ,að hún kemur niður á þeim, sem hafa hagnast stór- Frh. á 6. síðu. JileriaRo Miralles 01iva.-Espana.‘ SAMKOMULAG mun liafa náðst í gær- morgun milli þeirra sem deildu um það hver ætti að borga kostnaðinn af bið „Arctic“ í spánskri höfn, því að appelsínurnar komu í búðirnar rétt um miðjan dag. Þegar menn urðu varir við þær fyltust búðirnar á svipstundu og varð ekki þverfótað í þeim. „En dýrt er drottins orðið,“ • sagði kona, þegar hún heyrði að þær kostuðu 65 aura og þær stærstu kr. 1.20 og allt upp í 2 krónur! — En það var eins og verðið hefði ekkert að segja, því að fólkið ruddist um og keypti. Börkurinn, sem sást á götunum var nú til prýði, að þyí er mönnum fanst, en einu sinni var hann þó illa séður. Samahrotnir bréfmiðar fuku og um göt- urnar. Á þeim stóð: „Valeriano Miralles-Oliva Espana“. Á einu götuhorninu sást reglulegur negri sem horfði undrandi á fólkið ryðjast inn í eina búðina. Mun honum hafa fundizt einkennilegt, að sjá fólk láta svo mjög út af appel- sínum! Iðja skorar á al- pingi, að aínema gerðardðmslðgin. IÐJA, félag verksmiðju- fólks, hélt aðalfund sinn í Iðnó á mánudagskvöld. í stjórn félagsins voru kosin: Björn Bjarnason formaður, Jón Ólafsson varaformaður, Halldór Pétursson ritari, Hafliði Bjarna- son gjaldkeri og Sigurlína Högnadóttir, Sigþrúður Bær- ingsdóttir og Guðlaug Vil- hjálmsdóttir meðstjómendur. Runólfur Pétursson, sem ver- ið hefir formaður félagsins í átta ár, eða frá stofnun þess, baðst undan endurkosningu vegna annarra aðkallandi starfa. Aðalfundurinn samþykkti í einu hljóði eftirfarandi mót- mæli og áskorun: „Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks haldinn 2. marz 1942, mótmælir eindregið bráðabirgðalögum frá 8. janúar síðastliðinn um gerðardóm £ kaupgjaldsmálum. Telur fundurinn lög þessi ósvífna árás á sjálfsögð réttindi allra launþega, og skorar því á alþingi, að neraa þau tafarlaust úr gildi.“ Fjórir menn fórost með I. V ÉLBÁTURINN Ófeigur, sem skýrt var frá í blað- inu í gær er alveg talinn af. Hann var frá Vestmannaeyjurh. Þessir menn fórust með bátn- um: Þórður Þórðarson, Sléttahóli Vestmannaeyjum, 48 ára, kvæntur og átti 5 böm. Jón Auðunsson Hóli, 29 ára, ókvæntur en fyrirvinna foreldra sinna. Gísli Jónsson, Engey 19 ára, ókvæntur. Guðmundur Karlsson, Akra- nesi, 16 ára. álpýðuprentsmiðian dæmd fjrrir að gera sérsamninga viö prentara. En dómurinn viðurkenndi, að prent- smiðjan hefði haft rétt til að prenta Alpýðublaðið, þrátt fyrir verkfallið. ERÐARDÓMUR hefir kveðið upp dóm yfir Alþýðu- prentsmiðjunni og dæmt hana fyrir að hafa gert samninga við Hið íslenzka prentarafélag um önnur og betri kjör fyrir prentarana, en Félag íslenzkra prentsmiðjueig- enda vildi semja um. Hins vegar er það alveg tilhæfulaust, sem Morgunblaðið ber á borð fyrir lesendur sína í gær, að þrentsmiðjan hafi verið dæmd fyrir að prenta Alþýðublaðið eða annað fyrir Alþýðuflokkinn meðan á verkfallinu stóð. Þvert á móti var það beinlínis viðurkennt af gerðardóminum, að Alþýðu- prentsmiðjan hefði haft rétt til þess, samkvæmt sérákvæði þar að lútandi í samningum prentsmiðjueigendafélagsins við prentarafélagið. Meira að segja stendur þannig j atriði: niðurstöðu dómsins um þetta • Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.