Alþýðublaðið - 07.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1942, Blaðsíða 3
JLá&gardáguir 7. marz 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þessi mynd er af brezku stórskotaliði í frumskógunum á Malakkaskaga. ofurefli Japana suður á Java. Þeir berjast nú við Bretar í frumskógunum. avia, ii höfnðbor rmnar Japanír preyta lið bandamanna með stöðugum loftárásum. —..—-....... jLT ERSVEITIR Bandainanna á Java þreytast nú smátt og smátt, þar eð Japanir veita þeim enga hvfld frá loft- árásum sínum. Engu síður verjast hermennirnir af miklum vaskleik, þótt þeir séu ofurefli heittir á landi og flugher þeirra sé orðinn ^máttvana. Á landi er ofurefli Japana svo mikið, að þeir hafa 5 hermenn fyrir hvern andstæðinganna. Liðsauki, sem átti að koma til Java í febrúar, hefir ekki komið til eyjarinnar enn. Það var staðfest í Bandung í gærkyeldi, að Batavía væri fallin í hendur Japfönum. Áður en hollenzku hersveit- imar yfipgáfu borgina, eyðilögðu þær allt það, sem komið gæti Japönum að gagni. Þá er það og staðfest, að Japanir hafi Vokyakarta á Mið-Javá á sínu valdi og hafa þeir þann- ig skorið eyna algerlega í tvennt, því að sú borg er mjög nærri suðurströndinni. Um hana liggur önnur tveggja jám- brauta, sem em milli Batavía og Surabaya. Japanir misstu ðll skip sín í árásinni ð Pearl Barbor. AÐ var opinberlega viður- kennt í Tokio í gærkvöldi, að JapanÍT hefðu misst öll skip sín í árásinni á Pearl Harbor. Fréttist síðast til flotadeild- arínnar þrem klukkustundum eftir að árásinni lauk, en síðan hefir alls ekkert. til hennar spúrzt. Vilhjáimnr Stefáns- sonheldnrfyrirlestra fyrir ameribska herinn. AMERÍKSKA herstjórnin er þeirrar skoðunar, að her- mennirnir eigi að vita góð skil á því, aj hverju þeir eru að berj- ast, svo og við hverju má búast af óvinunum. í þessu augnamiði hefir hún ráðið mjög marga fræga vísindamenn og fyrirles- ara, þar á meðal Vilhjálm Stefánsson. Velferðarnefnd ameríkska flotans óg hersins stendur fyrir þessu máli og hefir hún ráðið 150 fyrirlesara, þar á meðal Vilhjálm Stefánsson, blaða- mennina William L. Shirer og Hallett Abend o. fl. Þeir munu fá að launum 65 kr. á dag og allan kostnað, ferðir, fæði o. fl. Alþýðuflokkurinn, er ílofekur launastéttanna. Þeir launamenn, er vilja vera sjálfum sér og stétt sinni trúir, kjósa A- Itetann. 4. Enskur fréttaritari, sem er í Bandung, heldur því fram, að aðalorustan á Java sé enn eftir og muni. hún að líkindum verða háð í fjöllunum umhverfis Ban- dung. Herlið Japana er nú komið svo nærri þeirri borg, að fall- byssudunurnar heyrast glöggt þangað. Harðar orustur geisa norðan við borgina, þar sem árásarherinn sækir hægt eftir járnbrautinni milíi Batavía og Bandung. \ Fréttaritarar tala um gagná- hlaup Hollendinga á þessum sömu slóðum, en þeir munu hafa hér meginherstyrk sinn. Látlausar loftárásir eru gerð- ar á flugvelli Bandamanna og er árangurinn augljós: Flugher þeirra lætur" æ minna til sín heyra. Er þar með sagan frá Dunkirk, Noregi, Grikklandi og Krít að endurtaka sig, því að hreystileg vörn dugir ekki gegn ofurefli flugvéla. Vörn MacArthurs á Bataan- skaga hefir verið hin mikla fyr- irmynd Java-búa, en þeir vita, að landshættir gera þeim allt illt, en á Bataan eru varnarskil- yrði afbrágðsgóð. Allmiklar orustur geisa við Sittangána, en þær hafa þó ber- sýnilega ekki náð hámarki sínu enn, enda er búizt við auknum áhlaupum Japana. Harðastir eru bardagarnir við bæina Wow og Pegu. Japanir munu hafa orðið fyrir allmiklu manntjóni. Nýr hervegur til Alaska. AÐ var tilkynnt í Ottawa í gær, að leggja eigi nýja braut yfr Kanada til Alaska. Á að flytja hergögn og lið eftir þessari nýju braut, enda hafa Bandaríkjamenn mikinn við- húnað í Alaska. l Rðssar tóko Yukbov eftir mjög harðvitnga barJaga. Mikið flugvélatjón Þjóðverja. AT ÁNARI fregnir hafa nú borizt af áhlaupi því, er leiddi til þess, að Rússar tóku bæinn Yukhov á Smolensk- vígstöðvunum. Voru háðar geysilega harðvítugar orustur um bæinn, sem Þjóðverjar höfðu notað sem eina af mið- stöðvunum fyrir vorsóknina miklú og þess vegna víggirt mjög rækilega. Á 15 km. svæði allt í kring- um Yukhov úði og grúði állt af jarðsprengjum, skriðdreka- gildrum, gaddavír og vélbyssu- hreiðrum. í gegnum þetta brut- ust Rússar, en þegar lokaá- hlaupið átti að hefjast hófu Þjóðverjar skothríð, sem var svo ógurleg, sem fellibylur af byssukúlum væri. TJm nóttina gerðu Rússar áhlaupið og rudd- ust inn í bæinn, en urðu að berjast svo að segja um hvert einasta hús. í lofti er nú meira barizt en undanfamar vikur, og segir Moskvaútvarpið, að í fyrradag hafi verið skotnar niður 79 þýzkar flugvélar eða þær eyði- lagðar á jörðu niðri, en Rússar hafi misst 14. Á Leningradvígstöðvunum er talið, að manntjón Þjóðverja (fallnir, fangar og særðir) sé um 100 000 manns. Stöðugt er þjarmað að 16. hernum innikró- aða og hefir hann nú nær ein- göngu samband við umheiminn loftleiðina. Norðar, milli flmenvatns og Leningrad, hafa Rússar rofið varnarlínu Þjóðverja, og .er það viðurkennt í Berlín. Þýzk gagn- áhlaup hafa orðið árangurslaus. Krlpplingar, bliidlr og berklaveikir látn irvinna í Þýskalandi BRITTON offursti, stofnandi V-hersins, sem berst gegn yfirráðum og ofbeldi Hitlers á meginlandinu, hélt í gærkveldi ræðu í brezka útvarpið og á- varpaði her sinn. Hann sagði, að brezki flugherinn hefði kom- ið til verksmiðjanna í París, sem unnu fyrir Þjóðverja, og lagt þær í rúst. Og brezki flug- herinn mun koma aftur, heit offurstinn áfram, þess vegna skuluð þið reyna að komast burt frá verksmiðjunum, verka- menn Evrópul Þá talaði um leið hinn ný- skipaði ráðherra flugvélafram- leiðslunnar, Llewellyn, og sagði hann þetta m. a.: Síðastliðna viku voru fram- leiddar í Bretlandi fleiri flug- vélar en nokkra aðra viku fyrr. Takmarkið er að auka fram- leiðslu Bandamanna — og minnka framleiðslu Þjóðverja. Þýzki iðnaðurinn á nú við svo mikinn mannskort að búa, að börn 14 ára,. gamalmenni, krypplingar, blindir og berkla veikir hafa verið neyddir til að vinna, — það er verið að pína út úr þeim síðustu vinnustund- irnar áður en þeir deyja. lOOPélverjar skotnir Fyrir árás á tvo Djóðverja. ÍÐASTLIÐINN sunnudag vonx 100 gislar skotnir í Varsjá fyrir árás, sem gerð var á tvo Gestapo-menn, en annar þeirra dó og hinn særðist. Eftir aftökuna var hengt upp auglýs- ingaspjald frá nazistastjóminni, þar sem hún tilkynnir morðin, bersýnilega til að skelfa al- menning. Er þetta í fyrsta sinni, sem þýzk yfirvöld viðurkenna opinberlega slíkar aftökur. Þjóðverjum gengur afar illa að halda Pólverjum í skefjum, eins og þetta sýnir. Nýlega til- kynnti nazistastjórnin í Pól- landi, að Varsjá yrði einangruð og matvælaflutningar til borg- arinnar stöðvaðir, ef ekki hætti árásum á Þjóðverja og andstöð- unni þar í borg. í Gyðingahverf- inu í Varsjá hefir nú verið hrúg- að saman mörg hundruð þús- und Gyðingum, og er ástandið hörmulegt, sem þetta fólk á við að búa. í París hafa 7 Frakkar verið dæmdir til dauða. Amerikski verkalýðs leiðtooinn Tom Nooney látinn Tom Mooney. rF OM MOONEY, hinn heims- X frægi verkalýðsleiðtogi Ameríkumanna er látinn. Hann hafði sptið alls 22 ár í fangelsi. Var hann ákærður fyrir að hafa kastað sprengju á hersveit, sem gekk um götur San Fransiscoborgar, og var hann dæmdur í fangelsi, enda þótt það sannaðist, að hann hefði verið í öðrum borgarhluta, er árásin var gerð. En sú sönn- un dugði ekki gegn ljúgvitnum. Það var ekki fyrr en demo- kratar komust til valda í Kali- forníu, að Mooney var látin laus.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.