Alþýðublaðið - 08.03.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.03.1942, Blaðsíða 7
£■!*§! ■*’■'[ c ■, S'p:; :j • ' 7"• *j. Sunitudagur 8. marx 1542, _ ALÞYÐUBLAÐIÐ - » jBærinn i da*.! •*£:■'• V (S Í.5IÍÍ?!.: . Vó • Helgidagsl^knir erBjörgvin Fjíinsson, . ,La;ufásvegi .11, sími: 2415. ':”;í ' V" Wood á ððra fyrrum kaupmaður frá Norðfirði, verður jarðséttur jErá dóm- NæturUcitriií er Halláór Stéfáits- sÖn, RánárgÖtu 12, sími: 2234. S •t NæturvörÖur: cr í Laugavegs- og 'íngólfsapóteki.:, • . ro-íOO:: íáórguritönleikar (plötur): Óperan „BÐheme“. ‘eftir Puccini, 1.- og 2. þáttur. 12.15—13.00 Há- Uegisútvarp. 14.00 Messa úr Frí- kirkjunni (séra Árni Sigurðsson). 15.30—16.30 " Miðdegistónleikar (plötur): Óperari,;Boheme“ eftir1 Puceini, 3, og 4,'þáttuf .l8.30 Barna- l tími (Ragnar Jóhannesson). 19.25 Hljómplötur: . Ungverskur laga- flokkur, eftir Kodaly. 20.00 Fréttir 2Ó.3Ö Einleikur á píanó (Fritz Weisshappél): ,Scent de ballet*. eft- ir Coleridgé-Táylor. 20.35 Kvöld- vaka reykvískra kvenna: Ávörp ræður, uppl.estur og söngur: 2Í.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dag- skrárlok. MÁNUDAGUR. Næturlæknir er Jónas Kristjáns- son, Grettisgötu 81, sími: 5204. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 12.15—13.00 Hádegisútvarp. 15.30 —16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 ís- lenzkukennsla. 1. fl. 19.00 Þýzku- kennsla. 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um út- brotataugaveikina (Magnús Pét- ursson bæjarlæknir). 21.00 Um daginn og veginn (Vilhj. Þ. Gísla- son). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Ensk þjóðlög. Einsöngur: Kjartan Sigurjónsson frá Vík. a) E. Nutile: Mama mia. b) Geni Sadero: Vöggu- visa c) E. Tosselli: Serenata. d) G. Paisiello: ítalskt lag. e) A. Bohm; Þögul sem nótt. 21.50 Fréttir. Dag- skrárlok. Tómas Jónsson borgarritari og Valgeir Björnsson bæjarverk- fræðingur komu heim í gær. Hafa þeir dvalið í New York undan- farna mánuði í erindum bæjaríns vegna hitayeitunnar. Ungmennadeild Slysavarnafél. heldur fund í dag kl. 10% ár- degis í Ingólfsstræti 4. Námskeið í hjálp í viðlögum. Kvennadeild Slysavarnafélagsins hefir geigizt fyrir því að meðlimir deildarinnar fái lært hjálp í við- lögum og hafa 2 flokkar kvenna þegar lokið námskeiðum í þessum efnum, en nýir flokkar byrja á morgun. Eru því væntanlegir þátt- takendur beðnir að tilkynna þátt- töku sína á morgun til skrifstofu Slýsavarnafélagsins. Gjafir til Húsmæðraskóia Reykjavíknr. Garðar Þorsteinsson hrmflm. 200.00, frú K. T. 200.00, frú N. N. 30.00, frú Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi 50.00, Thorvaldsens- félagið 1000.00,- Búnaðarbankinn 1000.00. Kærar þakkir V. S. Skátar. stúlkur og piltar. 6. sýniferð skát- anna hefst frá Miklagarði sunnu- daginn 8. marz kl. 1,45 e. h. Mætið öll. Mætið í búning. & /' Háskólafyrirlestur. fyrir almenning. í dag flytur prófessor Jón Hj. Sigurðssonar fyrirlestur lun: Framfarir og breyt- ingar í lyflæknisfræði síðustu 30— 40 ár. Fyrirlesturinn hefst í hátíð- arsal háskólans kl. 2 e. h. Háskólafyririestur. Fjórði fyrirlestur dr. Einars Ól- Sveinssonar um Njálssögu verður í dag. kl. 5,15 í I. kennslustofu Háskólans. Efni:; Hallgerður og . Skarphéðinri. Öllum heimill að- gangur. AÐ er vel þekM fyíirbrigði, , að ýmsir kiókir lögfræðing- ar, sem. hafa máfófairslu, að at- viimu, béita þeitri brögðum, , þegar þeir taka að sér að verja mál, þar sem þeir vita að mál- staðurinn er rangur-, að „flækja“ málin, • til þess að dómaranum íakist ekki að átta sig á því, ; hver eru aðalatriðiri eða kjarni málsins. Málaf lækj umennirnir reyná einatt að gera hrein auka- atriði að aðalatriðum og að hylja falsrök sín í umbúðum vísinda og talna. Það er auðséð, að Eggert Claessen málaflutriingsmaður treystir a þessá starfsaðferð málaflækjumannanna, þegar hann tekur að sér að sýna fram á, að „blaðaskrif" (sennilega m. a. mín) um „að hækkun farm- gjalda hafi haft veruleg áhrif á dýrtíðina“ séu „algerlega röng“. Talnaflækja su og útreikn- ingar, sem Eggert Claessen set- ur fram í greininni, sannar bók- staflega ekki neitt, þar sem hún fer algerlega fram hjá kjarna málsins, og enda þótt það væri mjög auðvelt verk, að rekja hana í sundur og sýna að hún er einskis virði, þá dettur mér ekki í hug að gera Claessen þann greiða, að eltast við talnamold- viðrl hans, sem hann þyrlar upp til þess að dylja hinn sanna kjarna málsins. II. Allir vita, að hjá þjóð, sem hefir mjög einhliða framleiðslu og verður að flytja frá útlönd- um afarmikinn hluta af beinum lífsnauðsynjum sínum og hrá- efnum til framleiðslu, hlýtur flutningskostnaðurinn að hafa mjög mikil áhrif á verðlagið. Miðað við fólksfjölda er utan- ríkisverzlun okkar meiri en flestra, ef ekki allra, þjóða í heimi. Það mun láta nærri, að fyrir stríð hafi um helmingur af þjóðartekjum okkar stafað frá útflutningnum. Á venjulegum tímum eru því farmgjöldin mjög stór liður í framleiðslukostnaðinum. Nú vitum við, að síðan stríð- ið hófst hefir kostnaðurinn við að flýtja vörur til landsins margfaldast, bæði vegna þess, að kaupgjald farmanna hefir hækkað, áhættuþóknun er greidd, sérstök stríðstrygging fyrir skipshafnirnar og auk þess hafa vátryggingariðgj öld marg- faldast. Þar ofan á bætist svo, að mikinn hluta nauðsynjanna verður að flytja miklu lengri leið, sem auk þess tekur marg- falt lengri tíma að fara, vegna ýmissa tafa. Hækkun útgerðar- kostnaðarins nemur mörgum millj ónum króna fyrir allan inn- flutninginn til landsins. Þegar nú þar við bætist, að skipafé- lögin hafa ekki aðeins uppiborið hinn gífurlega aukna kostnað, heldur auk þess grætt milljóna- upphæðir, sem einnig eru born- ar uppi af farmgjöldunum, og að ofari á allt þetta eru síðán kirkjunni, þriðjudaginn 10. marz, kl. 3 e. h. •ávö'. ■ Aðstandendur. lagðir háir tollar — ogjsíðpn álagning ofan á alla súpuna, þegar allt þetta er athugað, dylst engum manni með fullu viti, sem virðir staðreyndir og sannleika nokkurs skapaðs hlutar, að þetta hlýtur að hafa mjög mikil áhrif til hækkunar verðlags í landinu. Þetta veit hver einasti lög- fræðingur landsins, Þetta veit einnig hver upplýstur maður í landinu, en samt eru til menn, sem vegna pólitískra hagsmuna sinna og f oftrú á fáfræði og heimsku almennings neita þess- um staðreyndum. Þetta er furðulegt tímanna tákn. Eggert Claessen er sannarlega of merkur maður til þéss að skemma nafn sitt á því að taka þátt í þessari afneitun augljósra staðreynda. m. Enda þótt það sé óumdeilan- leg staðreynd, að farmgjalda- hækkunin sé ein af aðalorsök- lun dýrtíðarinnar, að vísu ekki sú þýðingarmesta, og sú, sem fyrst kemur dýrtíðarflóðinu af stað hér á landi, þá er ekki þar með sagt, að Eimskipafélag fs- lands eða eimskipafélögin jrfir- leitt eigi sök á þessum þætti dýrtíðarinnar, eða að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá aukningu dýrtíðarinnar, sem stafar af farmgjaldahækk- ununum. Ég skal nú víkja dálítið að að þessari hlið málsins. Það hefði verið hægt að hindra eða draga úr þessum hækkunum með tvennu móti: 1. Með því að takmarka gróða skipafélaganna með öflugu eftirliti með farm- gjöldunum. 2. Með því að greiða hækkun farmgjaldanna úr ríkis- sjóði. Um fyrra atriðið er það að segja, að Eggert Claessen við- urkennir að gróði Eimskipafé- lags íslands hafi verið rúmar 3 milljónir króna, en flestir aðrir, sem um þetta mál hafa skrifað halda því fram, að hann hafi verið á 5. milljón kr. (Mismunurinn stafar af því að E. Cl. vill ekki telja með sér- stakan sjóð, sem lagður hefir verið til hliðar af ágóðanum). Hvor talan sem er tekin, sýnir óskaplegan og óhóflegan gróða sem vel hefði mátt tak- marka mjög verulega. Einnig er upplýst um óskap- legan stríðsgróða skipafélags- ins „ísafoldar“, sem átti „Fjall- foss“, þar sem eigendum hluta- bréfanna, sem voru rúm 80 þús. kr., voru greiddar fyrir þau um 2 Vz milljón króna eða þrítugfalt nafnverð hlutabréfanna. Þetta atriði þarf þvi ekki nánari skýringa. En að svo miklu leyti, sem ekki hef ði verið hægt að hindra farmgjaldahækkunina með því að hindra óeðlilegan stríðsgróða skipafélaganna, — hefði mátt gera það með því að greiða hinn aukna tilkostnað skipafélaganna úr ríkissjóði. Eðlilegast hefði verið að skatt- leggja hinn óskaplega stríðs- gróða af ísfisksölunum og verja honum til þess að greiða niður fanngjaldahækkunina að meirú eða minna leyti. Má geta þess, að Klemenz Tryggvason hag- fræðingur hefir nýlega bent á þeSsa leið í útvarpsfyrirlestri sínúm. Ég vil einnig tilfæra hér ummæli úr fjárlagaræðu Kingsley Wood, fjármálaráð- herra Englands, þar sem hann rséðir um þýðingu farmgjald- anha fyrir verðlagið og fyrir- ætlanir sínar um að hindra hækkun þeirra með framlög- um úr ríkissjóði. Ummælin eru á þessa leið: „Flutningskostnaður, sem hefir almenn áhrif á verðlagið, er þýðingarmikill þáttur fyrir ákvörðun hins almenna verð- lags, og ég legg því til, að ríkis- sjóður taki á sig að greiða hækk- anir, sem ella yrðu óhjákvæmi- legar, og í raun og veru þegar hefði átt að vera búið að taka tillit til við ákvörðim skipa- gjaldanna, bæði hvað snertir farmgjöld og tryggingarið- gjöld.“ Þetta segir fjármálaráðherra mestu siglingaþjóðar heimsins, en hér á íslandi höfum við siglingamálaráðherra, sem heldur því fram, og lætur mál- gögn sín halda því fram, að það muni sama sem ekki neitt um það fyrir dýrtíðina i land- inu, þótt farmgjöldin marg- faldist, og það sé því ekki ó- maksins vert að reyna að hafa hemil á þeim. Happdrætti Háskóla íslaods. Á morgun er siðasti soludagur. Miðarnir eru á þrotum. Reynið að ná i miða strax i fyrramálið. A ús»*4 . »«"* J ^ Ukyrruti ^ ''y ?\.i /— ‘\ Látið siikt ekki benda yður.l ömboðsroenn i Rejrkjavíb og Hafnarfirði hafa opið til miðnættis annað kvðld. f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.