Alþýðublaðið - 11.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1942, Blaðsíða 3
ll. mara 1942. ALÞVÐUBLAÐID Arizona sekkur. Þegar Japanir gerðu árásina á Pearl Harbor, sökktu þeir orustuskipinu Arizona. Hér sést það sökkva logandi. Brezkir hermenn bundnir og sið an drepnir með hyssustingjum. neðri deild brezka|»ingsins A NTHONY EDEN, utanríkismálaráðherra Bretlands, gaf í gær í brezka þinginu skýrslu, sem valdið hef- ir athygli og skelfingu um héim allan. Skýrði hann frá því, að Stríðsfangar og borgarar í Hong- kong hefðu sætt svívirðilegri meðferð af hendi Japana. Hefðu þeir jafnvel verið pindir til dauða. Eden sagði, að brezka stjómin hefði í lengstu lög hlíft sér við að skýra frá þessu, meðfram vegna aðstandenda þeirra manna, sem í borginni eru. En nú hefði henni bor- izt svo ótvíræðar og sannar frásagnir manna, sem vora í Hongkong og sáu sum af illræðisverkum Japana, en hefir síðar tekizt að strjúka frá borginni. Eden sagði ennfremur, að þessar svívirðilegu aðfarir minntu á atbxirðina í Nanking og sýndu hvort tveggja, hví- líka óvini Bandamenn ættu við að etja og væri því aðeins eitt takmark, sem keppa bæri að, en það væri að gersigra þá. Hér fara á eftir nokkur helztu atvikin, sem Eden gat ujn, að átt hefðu sér stað í Hongkohg. Boosevelt ð ráð- síefoo með flotafor- ingjoi. ROOSEVELT hélt í gær ráðstefnu með helztu .flotaforingjum Bandaríkjanna, þar á meðal King og Hart, en sá stðarnefndi hafði áður ræit mð Knox, flotamálaráðherra. Ekki er vitað um hvað ráð- stefnan fjallar. Hart var eins og kunnugt er, flotaforingi Bandamanna á Suðvestur-Kyrrahafi, en sagði því starfi af sér. Mikil lof tárðs á Essen BREZKAR sprengjuflugvél- ar hafa gert aðra stórá- rás á iðnaðarborgina Essen í Ruhrhéraðinu. Miklir éldar gvsu upp um alla borgina og stóðu hinir háu reykháfar upp ÚT eldhafinu. Þegar mennirnir sem árásina og spjöllin gerðu, yfirgáfu staðinn, voru eldarnir svo miklir, að þeir flugmenn, sem síðar homu, fundu borg- ina á augábragði. Árásunum á flugvelli Þjóð- verja í HoUandi og Belgíu og iðnaðarver í Norður-Frakk- landi heldur áfram. Það er talið víst, að þýzki iðnaðurinn eigi erfiða tíma í vændum, þar eð vorsókn Breta í lofti virðist vera hafin. . Eins og menn vita, gaf Gör- ing skipun um að ■ flytj a . f j ölda ; margar verksmiðjur frá Þýzka- landi austur í þau héruð, sem brezku. sprengjugflugvélarnar ekki ná til. Nú hefir nýtt vandamál kom- ið í Ijós við þetta: Það hefir reynzt járnbraut- arkerfinu ofviða byrði að flytja hráefni austur þangað. Hefir því orðið að endur- bæta járnbrautakerfið og skurðakerfið, en hvorttveggja <er miklum erfiðleikum háð. Bretar og Kínverjar berjast við Japani i Mið Bnrnia. BARDÖGUM heldur á- fram í Mið-Burma, þótt höfuðborgin, Rangoon, sé fall- in í hendur Japönum. Taka brezkar, indverskar og kín- vérskar hersveitir þátt í bar- dögunum, svo og ameríkskir orustuflugmenn. Náhari fregnir hafa nú bor- izt af bardögunum um Rang- bon. Japönskum hersveitum hafði tekizt að umkringja borg ina, bæði með sókn á landi og með því að setja lið á land sunnan við borgina. Gerðu Bretar þegar áhlaup til að brjótast í gegn, en það tókst ekki. Var þá gert annað áhlaup með skriðdrekum og fótgöngu- liði og tókst hersveitunum að brjótast í gegnum línur Japana og sameinast hersveitunum í miðju landinu. Brezkar flug- véiar hafa gert árás á Mur- main, sem er 6 valdi Japana. * 50 brezkir fangar hafa verið bundnir á höndum og fótum og stungnir ,til bana með byssustingjum. '\ Allmörgum Kínverjum, lnd- verjum og Portúgalsmönn- um hefir verið hrúgað saman í fangabúðir. Þar lifa þeir í steinkofum, sem hvorki eru á gluggar né loft ræsting. * Ýmsir sjúkdómar hafa þjáð fangana, en engin læknishjálp hefir verið veitt. Það er ekfci einu sinni leyft að flytja lík þeirra, sem lát- ízt hafa, út fyrir fangabúð- imar. Það verður að grafa þá í einu horni þeirra. * Konur hafa verið svívirtar og drepnar, sama hvaða kyn- flokki þær tilheyra, * Heilt kínverskt hverfi í Hongkong hafa Japanir gert að vændiskvenna- hverfi. * Yfirforingi brezka setuliðs- ins, sem gafst upp fyrir Jap- önum í Hongokng, hefir oft beðið um að fá að tala við yfirforingja Jaþana um þessi efni. En hann hefir stöðugt fengið neitun. Fæði fanganna er mjög lé- Vegt: dálítið af hrísgrjónum og vatni á dag, og einstöku sinnum ánnað ' til tilbreyt- ingar. * Lengi eftir uppgjöf Hong- kong voru særðir menn og fállnir fluttir úr hæðunum utan við. borgina. Japanir neitúðu að grafa líkin. * Japanir hefðu ekki viljað leyfa nefnd frá Alþjóða Raúða Krossinum að koma til borgarinnar og skoða á- standið þar. * Japanir hefðu óskað þess, að allir erlendir ræðismenn kæmú sér í brott úr þeim löndum, sem þeir hefðu á valdi sínu. Eden sagði ennfremur, að Japanir hefðu tekið 10 946 fanga í Hongkong. Hefðu þar verið um 5000 Bretar, 2000 Kanadamenn og 3000 Indverj- ar. Um líðan fanga á MalakkaJ- skaga kvaðst hann engar fréttir hafa haft. En Japanir héfðu tilkynnt, að þeir hefðu tekið fasta 77 000 Kínverja „til alvarlegrar rannsóknar." n Allir vita, hvað það þýðir hjá Japöniim, sagði Eden að lokum. Hollendiogar verjast eon ð Java og Somatra. AÐ er talið víst, að hol- lenskar hersveitir verjist enn í höfuðborg Sumatra, Medam, sem er norðalega á ey- unni. Þá ér talið í London, að á Java sé enn barizt um miðbik eyjarinnar. Ekkert samband hefir verið við eyna, svo að ' (Frh. á 7. síðu.) Hriðja iandsetning JapanaáNýju Gumea JAPANIR hafa sett lið á land á þriðja stáðnum á Nýju Guineu. Er það borgin Prinshaven, en þar er lítill fltigvöllur, sem getur orðið Japönum til mikils gagns. — Prinshaven er á norðaustur- ströndinni gegnt eyjunni Nýja Bretlandi. Er japðnsk innrðs mögulegj Afriku? DLAÐAMAÐUR einn frá Suður-Afríku ræddi í gærkvöldi um það í brezka út- varpinu, hvort mögulegt væri, að Japanir gerðu innrás í Af- ríku. Benti hann á, að við öllu mætti búast, þvt að Japanir hefðu hingað til komið heimin- um á óvart og myndu eins geta gert það í framtíðinni. Aðeins Indlandshafið, sagði blaðamaðurinn, skilur nú að Afríku og stöðvar Japana á Malakkaskaga. Það eru því alveg eins mögu leikar á því, að gerð verði árás eða jafnvel innrás á Afríku, — eins og hægt var að gera árás- ina á Pearl Harbor. í þessu tilliti hefir eyjan Madagaskar geysimikla þýð- ingu. Ef Japanir fengju hana frá Frökkum, sem eiga hana, hefðu þeir sömu aðstöðu til innrásar í Suður-Afríku og þeir hafa nú á Indlandseyjum til innrásar í Ástralíu. Miklu líklegra er þó, að Jap anir sendi stærstu kafbáta sína upp að austurströndum Afríku — en meðfram þeir liggur ein aðalsiglingaleið Bandamanna, frá Englandi og Ameríku til Egyptalands, Iran og Indlands. Má því búast við svipuðum atvikum undan Afríkuströnd- um og átt hafa sér stað við Ameríkustrendur undanfarið. Wallace Beery Þið haldið líklega að þessi mynd sé úr kvikmyndinni „Baráttan gegn kafbátim- um,“ sem sýnd var hér nýlega. En svo er ekki. — Wallace Beery er nú liðs- foringi í ameríkska sjó- Uðinu og virðist una sér vel í einkennisbúningn- um, ef dæma má eftir brosinu á honum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.