Alþýðublaðið - 11.03.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.03.1942, Blaðsíða 6
< ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tvær hetjur KyrrEihafsstríðsins. Mynd ,þéssi, sem sýnir ter Poorten yfirhershöfðingja Hol- lendinga á Java (til vinstri) og Mac Arthur, yfirmann Banda- ríkjahersins á Filippseyjum, var tekin nokkru áður en Kyrrahafsstríðið hófst. y •, > *• * , • . • , ■. ' ■ ■■ < • Eimskipafélagshneykslið. Hvernig hefir bæjarstjórnín bfi- ið að alpýðn og œskn bœjarins? mál bæjarins þá myndi hann Frh. af 2. síðu. róm um það að'þessi mótþrói,' gegn því að hækka fragtirnar til íslands myndi verða mér dýrkéyptur. Enda kom í ljós að í júlímánuði kemur fram krafa til Gulliford & Clark Ltd. frá Ministry of War Transport um að Eimskipafélag íslands verði framvegis að afgreiða skipin hér á landi. Aindmæltu þeir þessu og drógu málið á langinn. Hefnd Eimslrfpafél-' agsins. í ágústmánuði átti ég viðtal við Guðmund Vilhjálmsson og vildi komast að samkomuiagi um að ég héldi *afgreiðslunni áfram en hann tók þverlega fyrir það og sagði að Eimskip væri náuðsynlegt að fá hana, því samkeppnin við Culliford & Clark Ltd. væri annars of sterk. Leið svo fram í október, bá var Eimskip búið að ná af mér afgreiðslunni til fullnustu, al- veg gegn vilja umbjóðenda minna, er töldu þessa breytingu „þvert á móti hag^munum sín- um og óskum“. Geir H. Zoéga taldi að ein- hver sterk öfl hlytu að hafa verið þarna að verki og sér- staklega hafi forstjóra' Eim- skipaféiagsins verið það þymir í augum hve fragtimar hafi verið lágar. Helgi bróðir Geirs sagði tíð- indamanni Alþýðbulaðsins að hann hefði átt tal við Guð- mund Vilhjálmsson í desember og hann þá sagt, að það væri ékki nóg að þeir Culliford & Clark Ltd. héldu þessum lága taksta heldur gæfu þeir einnig afslátt frá honum, en það taldi hann alveg ófært. Alþýðublaðið hefir átt kost á að sjá ýms skeyti og bréf er staðfesta frásögn hr. Geirs H. Zoega og telur því engan vafa geta leikið á því að hún sé rétt. Forstjóri Eimskipaféiags- ins hefir snúið sér til um- boðsmanns erlends skipafé- lags í því skyni að fá farm- gjöld sem búið var að hækka um 200% frá því fyrir stríð hækkuð um 100% í viðbót en fékk neitun við þeim tilmæl- iim! Á þessum tíma hélt Eimskip uppi siglingum á Bretland, að- eins með einu skipa sirrna, sem nú er hætt því. Hinsvegar mun það þá hafa haft og hafa ennþá einhver leiguskip, er það leigir með vægum kjörum. Það hefir því ekki verið áhættuþóknunin til hinna íslenzku skipsverja, er knúði^ Eimskip til þess að leita -á náðir hins erlenda skipafé- lags um að hækka farmgjöldin fyrir vörur íslendinga. En hvaða ástæður eru þá fyr- ir þessum dæmalausu tilmæl- um? Hver er páttnr ólafs Thors í hneyksllna? Það er kunnugt að mjög náin samvinna hefir verið milli sigl- ingamálaráðherra, Ólafs Thors og Eimskipafélags íslands. Hefir hinn sanni andi Sjálf- stæðisflokksins verið þarna að verki? Sá hinn sami og valdið hefir því að eigi hefir fengist framkvæmdur vilji Alþingis um að fá farmgjöldin lækkuð? Sá hinn sami og heldur því fram að flutningsgjöldin hafi engin áhrif á vísitöluna? Hefir honum eigi nægt að láta farmgjöldin afskiftalaus heldur þurft að leita aðstoðar erlendra manna til þess að svala betur gróðaþorsta sínum á kostnað landsmanna? Hefir 4—5 milljóna króna hagnaðurinn á árinu 1940 haft þau áhrif á hann að gera hann enn þyrstari? Hvar eru takmörkin? Hvers má vænta í framtíðinni af upp- eldisáhrifum þeim, sem „óska- barn“ þjóðarinnar hefir hlotið af umgengni sinni við anda Sj áifstæðisfiokksins? Frh. af 4. síðu. í mörg ár hefir það verið lát- ið viðgangast, að mörg hundruð manna hafa orðið að hafast við í stórlega heilsuspillandi íbú&- um. Húsaleiga hefir verið rán- dýr og það er eins og allt hafi verið gert til þess að viðhalda húsaleiguokri, því að allar til- lögur um úrbætur hafa verið drepnar af Sjálfstæðismanna- meirihlutanum í bæjarstjóm. Þegar svo það kom í Ijós s. 1. haust, hve mikill háski steðjaði að þessu bæjarfélagi vegna hús- næðisleysisins, ákvað bæjar- stjórn að láta byggja bráða- birgðaíbúðir. SjáKstæðismenn voru mjög hreyknir af framtakinu og gáfu þéssum húsum nafriið „Höfða- borg“. Byggingar þessar hafa reynzt óhæfilega dýrar, en að öðru leyti má um þær segja, að þær eru með sama markinu brenndar og aðrar þær hyggingar, er íhaldið hefir ætlað alþýðu bæjarins til íbúðar. Alþýðuflokkurinn hefir um langt skeið barizt fyrir heilsu- samlegum íhúðum handa alþýð- unni, þar sem tryggt sé, að hún geti lifað því menningarlífi, er hún verðskuldar. Þessi barátta Alþýðuflokksins hefir oft verið erfið, en hann hefir barizt hinni góðu baráttu, og það er nú þegar farinn að sjást árangur af henni, og von- andi verður hann rrieiri. Það er óþarfi að lýsa þeim verkamannabústöðum hér í Reykjavík, sem Alþýðuflokkur- inn á allar þakkimar fyrir að komizt hafa upp. Einrriitt um þessar mundir, þegar íhaldið byggir sína miklu bofg, „HÖfðaborg“, er verið að reisá hér aðra þorg, ef svo mætti að orði komast, 25 nýtízku hús, þar sem 100 fjölskyldur fá hver um sig 3 herbergi og eldhús. Á þennan hátt vill Alþýðu- flokkurinn leysa húsnæðisvand- ræði Reykjavíkur. Það verður ekki hjá því kom- izt, að hver einn og einasti hugs- andi Reykvíkingur sjái þann regihmun, sem hér er á fram- kvæmdum Alþýðuflokksins og S jálf stæðisflokksins. En einmitt í þessum tveim framkvæmdum, sem ég hefi hér nefnt, kemur fram á mjög einfaldan hátt sá eðlismunur, sem er á þessum tveim flokkum, þegar um er að ræða málefni, sem varða heill alþýðu þessa lands. Þess hefir oft orðid vart upp á síðkastið, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefir viljað eigna sér heiðurinn af byggingu verka- mannabústaðanna hér í Reykja- vík. En það er kunnara en frá þurfi að segja, að þegar Alþýðu- flokkurinn hóf baráttu sína fyr- ir þessu mikla hagsmuna- og menningar-máli alþýðunnar, þá mætti það harðri mótspýmu af hálfu forustumanna Sjálfstæð- ismanna. Hefði bæjarstjórnarmeiri- hlutanum nokkum tíma verið alvara með að leysa húsnæðis- hafa beitt sér fyrir byggingu smáíbúða, sem annað tveggja væm leigðar eða seldar við svipuð kjör og íbúðimar í verkamannabústöðunum. En það hefir ekki verið nein viðleitni í þá átt, og því er nú komið sem komið er, mörg hundruð manna húsnæðislaus eða sama sem það, og svo enn aðrir, sem verða að kúldrast í stórlega heilsuspillandi íbúðum. Þannig er ástandið í húsnæð- ismálum bæjarins eftir margra ára stj óm Sj álfstæðismanna. Hvers er eiginlega að vænta af líkri stjórn, sem þessari, sem ekki reyxrir á nokkum hátt að stuðla að því að íbúar bæjarins hafi þak yfir höfuðið? Og hvemig hafa svo þessir sömu menn búið að æskulýðn- um? Allt fram til þess tíma, að at- vinnan jókst svo mjög hér í bænum, vegna utan að komandi aðstæðna, mátti æskulýður bæj- arins, allt frá bamaskólaaldri, eigra hér um götumar aðgerða- laus. Sú æska, sem hafði áhuga fyrir að vinna og mennta sig, átti þess engan kost. í mörgum tilfellum dró at- vinnuleysið smátt og smátf lífs- þróttinn og starfslöngunina úr æskumanninum, og að lokum lenti hann í örvinglan sinni út í drykkjuskap og hvers konar ó- reglu. Þannig urðu því miður afdrif allt of margra unglinga hér í bænum. Stjórnendur bæjarins hafa gersamlega syikizt um að búa þannig í haginn fyrir æskulýð- inn, að við megi una. Reykjavíkurbær á enga sóma- samlega uuglingaskólabygg- ingu, ekkert skólahús yfir gagn- fræðaskólana, ekkert skólahús yfir iðnskólann. ■ Og þrátt fyrir það, að bygg- ing þessara skólahúsa hefir í mörg ár staðið á fjárhagsáætl- un bæjarins, hefir allt af verið svikizt um að byggja. Þetta er allur áhuginn fyrir málefnum æskunnar, og þannig er og verður aðbúð hennar með- / an íhaldið stjómar þessu bæjar- félagi. Þótt nú sem stendur sé ærið verkefni fyrir hverja starfandi hönd, þá verðum við að hafa það hugfast, að það ástand breytist fyrr en varir. Það er því skylda þeirra, sem stjóma iþessu bæjarfélagi nú, þégar vel árar, að ganga þannig frá málum æskulýðsins, að hann ekki bíði stórkostlegt tjón vegna vanrækslu x þeim efnum. Reykjavíkurbær verður að eignast æskulýðsheimili, þar sem atvinnulaus æskulýður get- ur átt athvarf. Bæjarfélagið verður að sjá æskunni fyrir viðunandi mennt- un. Reykjavíkurbær verður að eignast nýtízku skólahús þar sem iðnskólinn, gagnfræðaskól- amir og alþýðuskóiamir £á við- unandi húsnœði. Miðvikndagur 11. marz 1N2. Það et æskan, sem er frani- tíð þjóðarinnar þess vegna hlýt- ur það að vera helgasta skylda þjóðfélagsins að hlúa að henni ó allan hátt og þroska hana. En verði íslenzkur æskulýð>ur óhraustur og njóti hann ekki þeirrar menntunar, sem honum er nauðsynleg, er framtíð þjóð- arinnar stefnt í voða. Reykvíkingar! Það er reynsla okkar af íhaldinu, að það legst ávallt á móti þeim málum, er til heilla horfa fyrir alþýðuna. Alþýðan sjálf getur aldrei treyst neinum nema sjálfri sér — sínum eigin flokki, Alþýðu- flokknum. Við skulum fylkja okkur um hann, því auðveldari verður honum baráttan fyrir bættum kjörum alþýðunnar. Minnumst þess, að hvert at- kvæði, sem greitt er með A-list- anum, er vopn í hendi Alþýðu- flokksins í baráttunni gegn aft- urhaldinu bæði í ríkisstjóm og bæjarstjórn, og beztu mótmæl- in gegn kúgunarlögum þess og hvers konar gerræði. Matthías Guðmundsson. Daufur fundur Frh. af 2 síðu. á horium. Á það skal þó bent að þessi sami iriáður á sæti í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins og hann samþykkti því ekki síður en aðrir Sjálfstæðismenn í miðstjórninni áð ganga imdir ok Framsóknar og verða við tillögum hennar um kúgunar- lögin gegn láunástéttunum. Fundurinn var ákaflega dauf- ur og lýsti vonleysi forsprakk- anna. Var töluvert um það, að kallað væri fram í fyrir ræðu- mönnum, en það áttU fundár- boðendúr erfitt með að þola sem vonlegt var. Kom það áþreifanlega í ljós á þessum fundi að það er farið að verða lágt gengið á lágengisflokknum hér í Reykjavík. Vísir segir þó í fyrradag í eindálka fregn um þennan fund, að mikill áhugi hafi komið í ljós. — Hvað segja þeir sem fundinn sóttu um það? HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. skátanna og annara æskulýðsfé- laga og sambanda, svo féleysi þurfi ekki að hamla starfi þeirra melra en er.“ UTANBÆJARMAÐUR skrifar: „Ég er búinn að vera hér í bæn- um í nokkra daga. Ég verð mjög að kvarta undan því, að ekki skuli vera númer á öllum húsum hér. Getur bæjarstjórnin ykkar ekki einu sinni séð um, að regla sé á þessum litla hlut?“ ÉG HELD að hún hafi í nógu að snúast. Allt er í niðumíðslu hér, göturnar til dæmis, húsnæðismálin og sjúkrahúsin. Og hún vinnur af kappi að þessum málum. Hvað ætli hún geti þá verið að vafstra í húsanúmerunum fyrir utanbæjar- menn? Hannes á horninu. Happdrætti Nemendasambads Kvennaskól- ans. Enn hafa þessi núroer ekki verið sótt: 3968, málverk, 2062 púði. 631 saltkjöt, Vitjið vinning- anna sem fyrst í verzlunlna 9nót Vesturgötu 17.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.