Alþýðublaðið - 12.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1942, Blaðsíða 2
..... _ , . •;:'•'.-vV- . •.írn i. .. * - ' " AM»yOUgLAPIÐ ^ Fimmtudagúr 12. marz 1942.. Kúgunarlögin fyrír alþingi; Alpýðuflokkurinn leggnr til að frumvarpinu sé vlsað frá. Atkvæðagreiðslu um tillöguna var frestað í nótt að loknum útvarpsumræðum i neðri deild. Fullkoniið sálufélag Fram- sðknar og SJálfstæðis- manna við umræðurnar H ARALDUR GUÐMUNDSSON, sem talaði fyrir hönd Alþýðuflokksins við útvarpsumræðurnar í \neðri deild alþingis í gærkveidi, þegar kúgunarlögin voru loks- ins tekin til fyrstu umræðu, lagði fram að lokinni fyrri ræðu sinni svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Þar sem bráðabirgðalög þau, sem með frumvarpi þessu er leitað staðfestingar á, eru ekki sett á þing- ræðislegan hátt, svifta verkalýðsfélögin og launa- stéttirnar yfirleitt sjálfsögðum, löghelguðum samn- ingsrétti, valda stórkostlegu þjóðfélagslegu misrétti, spilla vinnufriði og eru áhrifalaus sem ráðstöfun gegn dýrtíðinni, telur deildin rétt að víkja frumvarpinu frá umræðu þegar á þessu stigi, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“ Útvarpsamræðarn- ar nm bœjarmðl- in f hvðld. UTVARPSUMRÆÐ- UR um bæjarmálefni Reykjavíkur fara fram í kvöld. Er ræðutímanum skipt í 20, 15, 10 og 5 mínútur milli flokkarina. Flokkarnir tala í þess- ari röð: Sjálfstæðisfl., Kommunistar, Alþýðufl., Framsóknarfl. Fyrir Alþýðuflokkinn tala: Jón Blöndal í 20 mínútur, Soffía Ingvars- dóttir í 15 mínútur, og Haraldur Guðmundsson í 10 og 5 mínútur. L.v. Bjarnarey strand ar við firóttn. LÍNUVEIÐARINN Bjarnar- ey strandaði í fyrrakvöld skammt frá Gróttu. Þegar skipið strandaði var það á leið frá Hafnarfirði hing- að. Það tók niðri á svokölluðu Suðurnessrifi. Stóð það mjög illa á því. - Dráttarbáturinn Magni reyndi að ná skipinu út á flóð- inu í gærmorgun, en það tókst ekki. Mun aftur hafa verið reynt í nótt, þegar síðast frétt- ist, er skipið enn óbrotið. Atkvæðagreiðslu um þessa tiliögu var fresíað að útvarps- umræðunum loknum, en líklegt er að hún fari þó fram í dag. Fékk því Sjálfstæðisflokkurinn enn sólarhrings frest, áður en hann þarf að sýna það, hvort hann lætur Framsóknarvaldið og Kveldúlf kúga sig til að ger- ast ómerkur orða sinna og af- stöðu til lögbindingar kaup- gjaldsins á aukaþinginu í haust. En að sjálfsögðu gerizt hann það, svo fremi að hann greiði ekki atkvæði með þingsálykt- unartillögu Alþýðuflokksins um að vísa kúgunarlögunum frá. Haraldur Guðmundsson fletti í skeleggri ræðu ofan af öllu falsi stjórnarflokkanna í dýr- tíðarmálunum, sýndi fram á hvernig allir ráðherrar þeirra, fjórir talsins, hefðu svikizt um það, hver á sínu sviðf, að fram- kvæma yfirlýstan vilja alþingis í dýrtíðarmálunum og yfirleitt snúið hinni margumtöluðu baráttu gegn dýrtíðinni upp í einhliða baráttu gegn því, að launastéttir landsins gætu bætt kjör sín hið allra minnsta, þrátt fyrir hinn óhemjulégá stríðs- gróða atvinnurekendanna. Af hálfu hinna flokkanna töl- uðu: Ólafur Thors, Stefán Stefánsson, Hermann Jónasson, .Skúli Guðmundsson, sem las upp skrifaða ræðu Eysteins Jónssonar, en hann liggur enn veikur, og Einar Olgeirsson. Hefir sálufélag Framsóknar- manna og Sjálfstæðismanna aldrei komið betur í ljós, en við þessar umræður. Blekking- voru þær sömu hjá báðum. Rfkisskip dæmð [ 1. milljón króna i bjórgnnarlann. 1 í GÆR var kveðinn u,pp '*■ dómur í vefzlunar- dg sjódómi Réýkjavíkur út 'af b'jörgitk*? belgiska skipsins Presiér af :Kötlu- ' töngum í fyrravof. Vöru Skipaútgerð ríkis- ins dæmd í 1 milljón kr. í björgunarlaun,’ auk 5% ársvaxta frá 26i júní ,’41, og auk þess 20 þúsund kr. í málskosthað. Málið mun a fara til hæstaréttar. Þetta er sú langhæsta björgunarupphæð, sem komið hefir til greina hér á landi. Skipið var eftir björgunina flutt hingað til Reykjavíkur og afhent brezkum sjóyfirvöldum, en nokkru síðar brotnaði það sundur í miðju hér á ytri höfninni. Sækjandi var Öl. Þor- grímsson, en verjandi Sveinbjöm Jónsson. Húsaleigan 100 - 200°|» of lág, segir S. mað- urinn á lista ihaldsins! • ... ♦.. f Sá ætti erindi í bæ|arstjórn» Stórhýsi Rauðarkross Bandarikjamanna. Hvikmyndasalnr fyrir 8 bnndrnð gesti, leikfimisalnr, bðkasafn oo setnstofnr. -----» ■ Frásðgn Charles MaeDonalds forstoðu- manns Rauða krossins. ISTÓRHÝSI því, sem RauðÍ Kross Bandaríkjanna hefir í hyggju að byggja hér í hænum, og síðan á að verða eign Rauða Kross íslands, eiga að vera: Kvikmynda- salur fyrir 800 gesti, stór, opinn salur fyrir inniíþróttir,, annar salur fyir aðrar íþróttir, sem kref jast minni áreynslu, bókasafn, setustofur, skrifstofur og aðrar vistarverur. Hús þetta er talið að muni kosta á aðra milljón og er sagt, að það verði eins stórt og Háskóli íslands. Óvíst er enn, hvar það verður reist. Sigurður Sigúrðsson berkla- yfirlæknir, sem nú er formað- ur Rauða Krossins hér á landi, eftir að Gunnlaugur Einarsson læknir hefir sagt af sér þ /í starfi, gaf Alþýðublaðinu í gær kveldi nánari upplýsingar um starfsemi Rauða Kross Banda- ríkjanna hér á landi, sem skýrt var frá hér í blaðinu ný- lega. Jafnframt lét hann blaðinu í té bréf frá forstjóra Rauða Kross Bandaríkjanna, Mr. Charles McDonald, þar sem lýst er fyrirhugaðri starfsemi Rauða Kxoss Bandaríkjanna hér á landi og sérstök lýsing gefin á stórhýsinu, sem fyriv- hugað er að byggjá hér í bæn- um. Sagði Sigurður, að strax og Mr. McÐonald var kominn hingað, hefði hafizt samstarf hans og R.K.Í. Fyrir nokkrum dögum barst svo R.K.Í. bréf frá forstöðumanninum, sém hér fer á eftir og sendi R.K.Í. sam- stundis erindi til bæjarráðs. Gat S. S. þess, að R.K.Í. væri mjög þakklátur fyrir þá rausn, arlegu aðstoð, sem Rauði Kross Bandaríkjanna hefir látið hon- um í té og þau boð, sem hann hefir gert honum. Bréf forstöðumanns Rauða kross Bandaríkjanna til R.K.Í. er svohljóðandi: „Ameríkskum yfirvöldum er það ljóst, að styðja beri íslenzk yfirvöld í að leysa það vanda- mál, sem þáu eiga við að stríða til að létta aðsókn, Ameríku- manna að íslenzkum stofnunum svo sem leikhúsum, veitinga- húsum og að götum bæjarins. Og þar sem telja má, að hér sé um brýna nauðsyn að ræða, þá höfum véi; leitast við að finna lausn á þessu máli. Vandræði þessi munu aukast við fyrirhug- aða aukningu ameríkska her- liðsins hér á landi. En eins og ég hefi skýrt fram- kvæmdanefnd yðar frá, þá hefir Ameríkska Rauða Krossinum verið falið að finna lausn þessa máls, og þar sem forsætisráð- herra yðar hefir farið þess á Frh, á 7. síðu. ÆR einu ráðstafanir til að draga úr og stöðva dýrtíð- ina, sem að nokkru haldi hafa komið, eru húsaleigulögin, enda hefir framkvæmd þeirra heyrt undir ráðherra Alþýðuf lokksins, Stefán Jóh. Stefánsson, þar til hann fór úr ríkisstjórninni. í 8. sæti á lista íhaldsmanna er Gunnar Þorsteinsson lögfræð- ingur og formaður húseigenda- félagsins. Hann hefir skrifað tvær greinar í Morgunblaðið fyrir skömmu og haldið fram, að húseigendur séu beittir hin- um mestu rangindum með húsa- leigulögunum og framkvæmd þeirra, og Ipigan sé, vegna lag- anna „verðfest 100—200% lægri eú húseigendur gætu fengið á frjálsum markaði.“ í bréfi, sem Gunnar þessi hefir skrifað miðstjórnum þingflokk- anna, 24. febr. s. 1., eru þessi ummæli um húsaleigulögin: „Eiris og miðstjórninni mun að sjálfsögðu kunnugt, er mikil og vaxandi óánægja ríkjandi meðal húseigenda hér í bæ yfir þeim freklega órétti, sem þeir hafa, einir allra þegna þjóðfé- lagsins verið beittir af löggjafar- valdsins hálfu, hart nær 3 síð- ast liðin ár. Fyrst með setningu 7. gr. gengislaganna nr. 10 frá 4. apríl 1939, síðan með húsa- leigulögunum nr. 9 frá 14. maí 1940, og síðast en ekki sízt með lögfestingu hinna illræmdu bráðabirgðalaga frá 8. sept. 1941. Hin s. n. lög fela ekki að- eins í sér í raun og veru algert afnám umráða- og eignarréttar húseigenda yfir húsum þeirra og brjóta þar með í bága við réttarmeðvitund almennings í landíjnu, heldur brjóta þau f bága við allt velsæmi og óskráð en æfagamalt siðalögmál sér- hverrar menningarþjóðar.“ Grein Gunnars Þorsteinsson- ar og bréf þetta sýna greinilegá hug íhaldsins til húsaleigu- laganna og hvers vænta má af þeim, ef þeim eykst styrkur og áhrif. Og jafnframt má af þessu sjá, af hverjum . heilindum er talað, þegar þeir láta svo sem. þeir vilji berjast gegn dýrtíð- inni. Ef húsaleigan hækkaði um 100%, mundi vísitalan hækka um 20 stig, ef húsaleigan hækk- ar um 200%., leiðir af því, að vísitalan hækkar um 40 stig. Gunnar þessi Þorsteinsson virðist eiga erindi í bæjarstjórn. Beinar pðstsampoag nr við Ameriko FRÁ og með 15. þ. m. hefj- ast beinar póstsamgöngur frá Bandaríkjum Norður-Ame- ríku til íslands. Síðar verður tilkynnt, hvenær byrjað verð- ur að taka við pósti, er send- ist beint frá Íslandi vestur til Bandaríkjanna. A-Iistann. er listinn sem íhaldið óttast. Gerið sigur A-Xistans sem glæsi- legastan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.