Alþýðublaðið - 12.03.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.03.1942, Blaðsíða 6
AÍ.ÞÝÐUBLAÐIB Fimmtudagur 12. marz 1942. . r r . ■■■■r. ,, I ... .firí^u.máWl V iBærinn í dag.l Næturlaiknir er Halidór Stefáns* son, Ránargötu 12, sími: 2234. Næturvörður er í Laugayegs- og Ingólfsapóteki. , ÚTVARPIÐ: 12.15—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30 TJmræður um bæjarmál Reykjavíkur. Dagskrárjók um kl. 24.00. Kvöldskemmtun heldur Iðja, félag verksmiðju- fólks, í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu næstkomandi föstudagskvöld. Til skemmtunar verður: Einsöngur, upplestur, steppdans og dans. Merki Zorros heitir myndin er Nýja Bíó sýn- ir nú. Er það ameríksk stórmynd með Tyrone Power, Linda Darnett og Bosil Rathbone í aðalhlutverk- unum. Að gefnu tilefni skal það tekið fram út af aug- lýsingu brezku og amerísku her- stjórnarinnar í blaðinu í gær um passa að það er aðeins átt við verkamenn, sem eru í vinnu hjá setuliðunum. Auglýsingin snertir alls ekki almenning. Landssamband síldverkunarntanna sem hefir aðsetur sitt á Siglufirði, hélt aðalfund'sinn nýlega. í stjórn þess voru kosnir: Haraldur Gunn- laugsson formaður, Óskar Gari- baldason ritari, BjÖrn Bjarnásón gjaldkeri, og meðstjórnendur: Sig- urður Bjarnason og Kolbeinn Björnsson. Almennur kjósendafundur fyrir fýlgishienh A-listans vérð- ur í Iðnó annað kvöld kl. 8,30. Meðal raeðumanna verða: Stéfán Jóhann Stefánsson, Emil Jónsson, Söffía Ingvarsdóttir, Sjgurður Einarsson, Ölafur Friðriksson, Sigurjón Ólafsson, Ingimar Jóns- son, Finnur Jónsson og Haraldur Guðmundsson. Alþýðuflokburinn, er flokkur launastéttanna. Þeir launamenn, er vilja vera sjálfum sér og stétt sinni trúir, kjésa A- listann. ’ Knattspyrnufélagið „Fram“ Þeir sem hafa stundað handbolta eru beðnir að koma íj kvöld kl. 7 e. h. til læknisskoðunar í Póst- hússtræði 7 fjórðu hæð. Stjórnin. Eyrbekkingafélagið hélt aðalfund sinn síðastliðið mánudagskvöld. Formaður félags- ins var kosinn Arnór Guðbrands- son og varaformaður Lárus Blöndal Guðmundsson. Meðstjórnendur voru kosnir: Andreas Bergmann, Steingrímur Gunnarsson, Sigríður Gísladóttir, Ingibjörg L. Norðdahl og Gísli Halídórsson. Fundurinn var mjög íjölmennur. FÉLAGSLÍF. Framarar / sem æft hafa handbolta í vet- ur mæti í kvöld kl. 7—8 hjá íþróttalækninum (Óskari Þórð arsyni) Pósthússtræti 7. Lækn- isvottorð er skilyrði fyrir þátt- töku í kappleik. Æfingin í kvöld byrjar kl. 8.30. Mætið snemma hjá læknin- um. Stjórnin. Frh. af 2. síöu. leit og það er í samræmi viS óskir vorar, að vér störfum hér fyrir milligöngu félags yðar, vil ég hér með leggja fyrir nefnd- ina áform vor til skjótrar at- hugunar og biðja um aðstoð yð- ar í máli þessu. Það er ósk Ameríkska Rauða Krossins að reisa byggingu, sem verði eign íslenzka Rauða Krossins þegar ófriðniun lýkur. En vegna þess, að þessi bygging verður fengin yður í hendur, þá viljum vér að hinum ýmsu hlut- um hennar verði nú þegar kom- ið þánnig fyrir, að svo miklu leyti sem slíkt er unnt, að hún samræmi í öllum aðalatriðum þarfir vorar og framtíðarþarfir félagsskapar yðar og ennfremur annarar starfsemi svo sem heil- brigðismála og íþróttafélags- skapar, sem í framtíðinni kynni að notfæra sér byggingu þéssa í sambandi við yður. Hin fyrirhugaða bygging mun samkvæmt hjálagðri teiknirigu verða í aðalatriðum sein bér segir: Kvikmyndahús með ca. 800 sætum. Leikfimissalur. Efri hæðin verði stór opirin saiur fyrir allskonar inni- ' íþróttir. Neðri hæðin verðj áð- allega salur fyrir íþróítir, sem krefjast minni áreynslu, steypiböð og annar snyrtiúí- búnaður. : Miðbygging aðalhæð — bókasafn og setu- stofur þar sem menn geti komið saman eins og heima hjá sér, einnig skrifstofur. Önnur hæð: íbúðarherbergi fyrir starfsfólk Ameríska Rauða Krossins. Kjallari stórt rúm fyrir geymslu. Ef íslenzku og amerísku yfir- völdin æskja að ná því marki, sem vér stefnum að, þá er það mjög inikilvægt, að bygging þessi verði sett eins nærri mið- bænum og mögulegt er og á stað sem er hentugur fyrir framtíð- arstarfsemi yðar. Treystum vér yður að útvega slíkan stað eins fljótt og auðið er. Æski nefnd yðar frekari upp- lýsinga skulu þær fúslega látn- ar í té. Er það von mín að við- komandi yfirvöld líti með sömu alvöru á mál þetta og veiti að- stoð sína til að sem skjótust lausn fáist á því. Ég fullvissa yður um þakk- læti mitt fyrir hina miklu vin- semd og ágætu samvinnu, sem ég hefi notið og nýt af hálfu meðlima Rauða Kross íslands í sambandi við hin mörgu mál- efni, sem nú eru til umræðu.“ Þá hefir Mr. Donald látið Alþýðublaðinu í té alllanga greinargerð um þessi mál, og segir í henni m. a. „Nú sem stendur beinast störf vor hér einkum að því, að leysa hin mörgu vandamál, 900 börn í Aastnrbælarslí élannm vorn 1039 sneð ,sSœit boSialar4 ' • • 7 ' ■ ■ • - - , / - • . . '• ,. ' , . •• • • , • i : •’. Sæ|ííPst|éPMaa*IIsaidIð .sparar Iýsis« og afipflsai* wið paii, esa nségs Sé er til isanda starfsfélkl vetrarHajálpariimpr o® oörsi vikafélkl ihaldssins. ARIÐ 1939 voru skoðuð í Austurbæjarbarnaskólanum 2136 börn. Samkvæmt umsögn skólalæknis voru 900 þeirra með „slæmt holdafar“ (fín orð til að lýsa skorti). Svo ^egir í hinni miklu bók, sem dr. Björn Björnsson hefir tekið saman um hag og starf Reykjavíkurbæjar. Árið 1940 var áætlað til mjólkur-, lýsis- og matgjafa í skólunum kr. 60 þúsund, en íhaldið sparaði á þeim lið 10 þúsund krónur. Árið 1941 voru veittar til hins sama kr. 70 þúsund, en aðeins tæpar 30 þúsundkrónur voru notaðar. Læknar, kennarar og hjúkrunarkonur hafa með hönd- um lýsis-, mjólkur- og matgjafirnar í barnaskólunum. Þessir aðilar vinna af kostgæfni að því að auka hreysti og atgerfi barnanna, því að þau vilja sýna að afrek skólanna séu sem mest og læknunum þykir ógaman að þurfa að bókfæra við skoðun barnanna, að upp undir 40 af hverju hundraði þeirra hafi slæmt holdafar. ,, En það er rekin önnur starfsemi í þessum bæ: Vetrar- hjálpin. Forstjóri hennar er skrifstofustjóri kosningaskrif- stofu Sjálfstæðisflokksins. Árið 1939 voru veittar til Vetrarhjálparinnar 15 þúsund krónur, en án nokkurrar samþykktar voru greiddar til starf- seminnar 27 600 krónur. 1940 voru veittar til Vetrarhjálparinnar 25 þúsund krón- ur, en eytt var 30 700 krónum og full ástæða er til að ætla að öllu því fé, sem áætlað var til Vetrarhjálparinnar á þessu ári, sé búið að eyða. Það er munur hverjir stjórna og hverjir eiga að njóta. Það er sparað til starfsemi læknanna, kennaranna og hjúkr- unarkvennanna fyrir börnin með ,slæmá holdafarið/ en það er ekki sparað til starfsemi þeirrar, sem forstjóri kosninga- skrifstofu bæjarstjórnarmeirihlutans rekur! Jarðarför mannsins míns, MAGNÚSAR BENJAMÍNSSONaR, úrsmíðameistara, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 13. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili okkar, Ásvallagötu 1, kl. 1,30 e. h, Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sigríður Einarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BJARNA BJÖRNSSONAR, leikara. Thorfhildur Dalhoff og vandamenn. sem stafa af hérvist hins er- lenda liðs og að því að aðstoða borgarana, ef í raunir rekur. Ameríski Rauði Krossinn er eini ameríski félagsskapurinn, sem hefir heimild til að starfa á þennan hátt á íslandi. Einn hluti af starfi voru í þágu herliðsins er að fást við það váridamál, sem snertir hags- muni íslendinga og vor sjálfra, þ. e. a. s. að koma upp sam- komustað nálægt miðjum bæn- um, sem sé nægilega stór til að laða hermennina þangað og þar af leiðandi ag draga úr mann- mergðinni á götum yðar, leik- húsum og veitingastöðum, sem oss skilst að sé mjög til óþæg- inda. 1 Sköittmú eftir að ég kom til landsins, fyrir nokkrum vikum, fór ég; ásamt starfsmönnum Rauðá Krossins á íslandi að skoða hjálparstöðvar þær, sem komið hefir verið upp hér, Var athugað Kvort þar vantaði út- búnað og taski fyrir læknishjálp ef nauðsyri krefði. í borg sem hefir 40000 íbúa voru aðeins til várarúm ineð fullum útbún- aði handa 200 manris. Þótt ekki sé hægt að spá neinu um það, hver þörf kunni að verða fyrir slíkan útbúnað, þá virðist þessi tala rúmá ónóg. Eftir að hafa íhugað' málið nánar ákváðum vér að hefja yrði nauðsynlegan undirbúning að því að hafa til vara á>. m. k. 1000 rúm. Þetta hefir nú verið gert og munu 800 rúm með öllum útbúnaði koma hingað bráðlega. Það er okkur mikil ánægja að gefa þennan útbúnað íslenzka Rauða Krossinum, sem tákn um áhuga vorn og viðleitni í þágu mann- úðarstarfseminnar. Áætlún um útbýtingu þessa útbúnaðar ti! stöðvanna og annara bygginga, er notaðar kynnu að verða, er nú fullgerð og mun koma til framkvæmda þegar hann kem- ur hingað. Þá hafa og verið gerðar ráðstafanir til að senda hluta af þessiun útbúnaði til deilda Rauða Krossins annars staðar á Iandinu. Ættu menn að gera sér grein fyrir því, að Rauði Kross íslands á miklar þaklíir skilið fyrir að hafa kom- ið upp slíkum stöðvum til verndar íbúunum. Þetta og önnur. mannúðar- starfsemi, svo sem undirbún- ingur að því að flytja héðan börn, brottflutningur fólks, ef hann verður nauðsynlegur og mögulegur, fullvissan um það, að ákveðnar ráðstafanir séu gerðar til að vernda fólk þégar í nauðirnar rekur með því að útvega því mat og fatnað, og hjálp til fólks, sem orðið hefir fyrir slysum — öíl þessi vanda- mál og lausn þeirra á grund- velli borgaralegs hugarfars og með réttri forystu eru af oss talin mikilvægi Er oss tjáð að starfsemi þessi heyri undir loft- varnarnefnd og nefnd þá, er sjá á um brottflutning úr bænum. Mun íslenzku yfirvöldunum hafa verið.í.tilkynnt, að vér sé- um fúsir til að veita ráðlegging- ar og þá aðra hjálp, sem mögu- legt er að veita, svo fremi, sem hún er innan tákmarka starfs- sviðs vors., En eins og áður greinir þá er öll starfsemi vor í þágu borgaranna famkvæmd með milligöngu ísljenzka Rauða Kossins. Kosmngalygar borgarstjórans AÐ er auðséðé á þeim ör- þrifaráðum, sem íhalds- mfenn grípa til í vörn sinrii þessa dagana, að þeir ugga riú meir um hag sinn en þeir hafa áður gert fyrir bæj arstj órriar- kosningar. . Eitt af hálmstráunum, §em Bjarni borgarstjóri fálmaði eft- ir í útvarpsumræðunum um , bæjarmálefni Rvíkur, var það, að hann át eftir kommúnistum og Héðni Valdimarssyni full- yrðinguna um það, að Alþýðu flokksmenn hefðu sölsað undir sig eignir verkalýðsfélaganna. Bjarni hampaði þessari þjófkenningu til þess iað kom- as.t hjá því að svara ádeilum á athafnaleysi og sleifarlag bæj- arst j órnarmeirihlutans. Varla er hægt að finna gleggri sönnun fyrir rökþrofci íhaldsmanna en þá, að í stað þess að ræðá málin, sem fyrir liggja, fer sjálfur borgarstjór- inn að lepja upp Gróusögur, —- sem búið er að reka með.dómi ofan í Héðin Valdimarsson. Frjálslyndi söfnuðurinn. Föstumessa í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudagsk'völd kl. 8.12. Jón Auðuns. Pétur Benediktsson sendiherra í London, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu í dag fimmtudag kl. 1.30—4 e. h. og á morgun föstudag á sama tima.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.