Alþýðublaðið - 13.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.03.1942, Blaðsíða 4
AUÞYÐUBLAOID Föstudagur 13. marz 1342, JÓN BLÖNDAL: Ffármálastefna Reykjavíkur. <4 fUþ<jdub(adi5 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Simar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiffjan h. f. Bandaríki íiræsn- innar. EIM, sem hlýddu á útvarps- umræðurnar um kúgunar- lögin frá alþingi á miðvikudags- kvöldið, getur ekki lengur blandast hugur um það, að nú er loks svo komið, að eklcert skilur framar í milli Sjálf- stæðisflokksm. og Framsókn- ar. Hvorirtveggja hafa nú tek- ið upp baráttuna af fullum krafti gegn launafólki landsins og ætla sýnilega ekki að slaka neitt á þeim þrældómsfjötrum, sem á launafólkið hafa verið lagðir. Misréttið á að haldá áfram, stríðsgróðinn á að fá að flæða hindrunarlaust til burgeisanna, en vísitöluna á að halda áfram að falsa, svo kaup fólks hækki ekki, þó dýrtíð stórvaxi, og hiim gjörsamlega gagnlausi gerðar- 'dómur á að halda fram að „úr- skurða“ kaupgjald og verðlag, sem allir hundsa og enginn fer neitt eftir. Svo djúpt er nú einnig Fram- sókn sokkin að hún getur kom- ið fram í útvarpinu í pólitisk- um umræðum og lagt mái sín þannig fyrir að formaður Sjálf- stæðisflokksins lætur sér nægja að vísa til þess sem Framsókn segir, sem greinargerðar fyrir skoðunum Sjáifstæðisflokksins. Svona náið er samstarfið orðið. Blekkingum og moldviðri er þyrlað upp, en þó ber hræsnin allt annað ofurliði hjá þessum nýju „bandaríkjum'1 sem sýn- ast vera réttnefnd bandaríki hræsninnar. Báðir þessir flokkar þykjast nú hneykslast mjög á því, að Alþýðuflokkurinn skyldi standa með þéim að gengislækkun 1939. Báðir vita þó mæta vel, að þá var aðeins um tvent að velja ,annað að lækka gengið, hitt að Landsbankinn og þar með þjóðin yrði gjaldþrota. Þá skuldaði núverandi atvinnu- málaráðherra, eða fjölskyldu- fyrirtæki hans, Kveldúlfur, Landsbankanum 6—7 milljónir króna, Reykjavíkurbær 3 milljónir og Sambandið og önn- ur þau fyrirtæki, sem Eysteinn Jónsson er umboðsrnaður fyrir, svo milljónum skifti. Verra og hættulegra en all þetta var þó, að útgerðin, aðal- atvinnuvegur þjóðarinnar var yfirleitt á heljarþröm og hrun hennar yfjrvofandj. og þar með stóraukið atvinnuleysi. Alþýðu- flokkurinn sýndi þvi með þátt- töku sinni í gengisbreytingunni 1939 aðeins það sama, sem hann hefir æfinlega sýnt: að hann er I. AÐ skiptir ekki litlu máli fyrir alla efnalega afkomu þessarar þjóðar, hvernig haldið er á fjármálum Reykjavíkur- bæjar. Árið 1939 námu tekjur bæj- arins nærri 7 millj. kr. Útsvörin námu það ár nærri 5 millj. kr., en tekju- og eignaskatturinn til ríkisins nam þá ekki helmingi þeirrar upphæðar. Reykjavík- urbær ræður því yfir fjárhags- legu valdi, sem hlýtur að hafa mjög mikil áhrifr á heildaraf- komu landsins, auk þess sem það skiptir mjög miklu máli fyrir þann þriðjung lands- manna, sem eru skattþegnar Reykjavíkurbæjar, hvernig það er notað. Fjárhagsleg aðstaða Reykja- víkurbæjar er og afar sterk miðað við aðra landshluta. Her eru bankarnir, miðstöð allrar verzlunar og flest stærstu verzl- unarfyrirtækin, flest stærstu iðnfyrirtækin, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki, flestir embættis- menn landsins, í stuttu máli: hingað safnast auðurinn og fjármagnið í hinu íslenzka þjóð- félagi meír en nokkurs staðar annars staðar Það ríður því mjög á að bæjarfélagið noti vald sitt skynsamlega. Það er reynsla okkar og ann- arra þjóða, sem búa við svipað þjóðskipulag, að það skiptast á góð og erfið ár, kreppa og góð- æri. Vegna þess, hve mjög við erum háðir erlendum mörkuð- um, gætir þessa lögmáls jafnvel í enn ríkara mæli hér á landi en annars staðar. Þegar kreppur eru, apa atvinnuvegimir, og verkafólk og aðrir launþegar missa atvinnuna, en í góðæri, þegar atvinnuvegimir greeða, eykst eftirspumin eftir vinnu- kraftinum fljótlega aftur. Hið opinbera, bæði ríki og bæjarfélög, geta miklu áorkað til þess að draga úr þessum sveiflum. Þetta hefir t.d. tekizt mjög vel í Svíþjóð þar sem jafnaðarmannastjóm hefir far- ið með völdin nokkuð lengi. En ef þetta á að takast, má sú sko5- un ekki vera ríkjandi á meðal þeirra, sem stjórn málefnum hins opinbera, að það megi elck- ert eða sem allra minnst skiplo sér af atvinnulífinu. En einmitt þá stefnu hafa Sjálfstæðisrru'nn í Reykjavík aðhyllzt, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um að sá flokkur hafi nokkra ákveðna stefnu aðra en þá að tala eins og hver vill heyra í það og það skiptið. Það er bess vegna, sem orð og efndir stang- ast svo átakanlega hjá þessum flokki. Forvígismenn bæjarstjórnar- meirihlutans hafa oft látið það álit sitt í ljós, að bænum bæri að hafa sem minnstan atvinnu- rekstur sjálfur, því minna Sem hann aðhefðist t. d. í byggingar- málunum, því betra. Einka- framtakið eigi að ráða fram úr vandamálunum, það bezta, sem bæjarfélagið getur gert, sé að gera ekki neitt. En hvað sem öllu einkafraro- taki líður, þá hefir atvinnuleys- ið sagt til sín sem blóðug stað- reynd, sem jafnvel bæjarstiórn- armeirihlutinn hefir orðið?ð viðurkenna að nokkru, enda þótt ýmsir úr þeim flokki hari haft tilhneigingu til að svara umkvörtunum atvinnulevsingja og styrkþega með orðunum: Það er nóg atvinna, þið nennið bara ekki að vinna. Ég held að þetta fólk hafi svarað þessu talí rækilega núna, í fyrsta sinn sem allir hafa getað fengið næga atvinnu. Úrræði bæjarstjómarmeiri- hlutans gegn atvinnuleysinu hefir verið fátækrastyrkur þeg- ar atvinnuleysið hafði komið fólkinu alveg á vonarvöl, og í bezta tilfelli illa skipulögð at- vinnubótavinna. En fátækra- framfærsla fyrir fullhrausta menn og iðjuleysí fyrir menn, sém þrá það að fá að vinna það er sannkallað neyðarbrauð, t;l háðungar því þjóðfélagi, sem lætur slíkt viðgangast, og til niðurdreps þeim, sem við þa’5 eiga að búa. Enda er atvinnn- leysið sá jarðvegur, sem bylt- ingar og einræði spretta upp ar. IX. Hvernig á þá að haga fjár- málastefnu bæjarins til þess að hún verði til þess að draga sem mest úr atvinnuleysinu og jafna sem mest sveiflurnar á milli góðæris og hallæris? í fjrrsta lagi þarf bæjarfélag- ið að haga framkvæmdum sín- um, svo sem götulagningurn, skipulagsbreytingum, húsa- byggingum og öðru þannig, að þetta allt sé aukið, þegar at- vinnuleysi er mikið. í öðru lagi þarf bæjarfélagið að eiga framleiðslutæki og at- vinnufyrirtæki sjáHt, sem geta haldið uppi atvinnunni, þegar einkaatvinnureksturinn dregst saman. í þriðja lagi á að safna í sjóði á góðu árunum, sem hægt sé að nota þegar til þarf að taka á kreppuárunum. Það á því að hækka útsvörin þegar góðæri er og greiðslugeta borgaranna er A>| ORGUNBLAÐH) skrifar í leiðara sínum í gær: „Enn á ný kemur Alþýðufíokk- urinh til reykvískra kjósenda og segist vera málsvari verkamanna og launþega. Og nú á það að vera hagsmunamál þessara stétta, að dýrtíðin fái að vaxa eftir vild! Hvaða verkamaður eða launþegi trúir þessu?“ Nei vissulega trúir enginn verkamaður eða launþegi því, að það sé hagsmunamál hans, að dýrtíðin fái að vaxa þannig. En hann trúir því heldur ekki að Alþýðuflokurinn vilji það, því að hann veit, að sá flokkur hefir bent á langáhrifamestu og réttlátustu dýrtíðarráðstöfun- ina, sem hægt er að gera: hækkun á gengi krónunnar. Hinsvegar veit hann að SjáK- stæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn feru á móti gengis- hækkuninni. Þeirra kjörorð í dýrtíðarmólunum er: Dýrtíðin má halda áfram að vaxa, ef bara vísitölunni er haldið niðri og þar með dýrtíðaruppbót Iaunastéttanna! Morgunblaðið segir ennfrem- ur í leiðara sínum í gær: „Hvaða verkamaður eða laim- þegi hefði trúað því fyrir svo sem \Ví ári, að honum yrði trygð full dýrtíðaruppbót, hver sem dýrtíðin yrði; Samt er þetta orðinn veru- leiki. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tryggt launastéttunum þessa miklu réttarbót. Þessu munu launastétt- imar ekki gleyma.“ Því miður, fyrir Morgunblað- ið og Sjólfstæðisflokkinn, mirm- ir verkamanninn og launþegann mikil, en lækka þau þegar iHe árar, þegar atvinnureksttarúm ber sig illa og tekjur gjaldend- anna eru litlar. Ef bæjarfélagið fylgir þessari stefnu, þá þýðir það, að það eykur kaupgetu al- mennings, þegar hún er óeðli- lega lítil, en dregur úr hennis þegar hún er óeðlilega mikiL Enn fremur að það eykur eftir- spurnina eftir vinnuafli, þegar hún er lítil og- minnkar þannig atvinnuleysið. Opinber rékstur getur þann- ig dregið úr og að minnsta kosti að nokkru leyti komið í veg fyrir þær sveiflur, sem eru á einkarekstrinum, ef skynsam- lega er á málunum haldið af hálfu hins opinbera. En núverandi bæjarstjómar- meirihluti hefir sýnt mjög lít- inn skilning á þessarl stefnu, og tillögur Alþýðuflokksins um að taka upp aðra stefnu í þess- um málum hafa engar undir- tektir fengið í bæjarstjóminni, Undanfarin ár hefir atvinnu- leysið mætt mjög á Reykjavík- urbæ. Það hefir orðið að eyða stórfé til fátækraframfærslu, sem hefði mátt spara að veru- legu leyti, ef bærinn hefði ráðiS yfir atvinnufyrirtækjum eða ráðizt í ýmsar framkvæmdirp sem nauðsynlegar vora, hvort sem var fyrr eða síðar. Á þess- um árum, þegar tekjur manna vora stopular og atvinnurekst- Frh. á 6. síðu. yfirleitt að þeir hafi sjálfir tryggt sér og launastéttunum „þessa miklu réttarbót“ með samningum við atvinnurekend- ur. Og þá minnir jafnveí, að- Ólafur Thors hafi með Her- manni Jónassyni verið bein- h'nis á móti því að þeir fengju hana, aðeins ekki þorað að vera það opinberlega fyrir Alþýðu- flokknum ,sem alltaf stóð með> launastéttunum. Auk þess vita þeir, að Sjálfstæðisflokkurimx hefir fullkomlega gert sitt til þess að hafa af þeim hina fullu dýrtíðarappbót með því að hjálpa Framsókn til að falsa vísitöluna. „Þessu munu launa- stéttirnar ekki gleyma.“ . * Magnús Jónsson prófessor skrifar kosni'ngahugvekju í Morgunblaðið í gær undir fyrir- sögninni „Almenningur treyst- ir Sjálfstæðisflokknum“, og finnst ýmsum, að réttara hefði verið fyrir hann að spara sér þessa fyrirsögn að minnsta kosti fram yfir næsta sunnudag. í grein þessari skrifar prófess- orinn meðal annars: „Þar sem það er eiokenni á Sjálfstæðiskjósendum, mnfram kjósendur annara flokka, að þeir fara eftir málefnum einum, þá er lika miklu ósennilegra að kjós- endatala þeirra (þ. e. Sjáfstæðis- manna) rýrni svo að segja án þess að nokkurn óri fyrir þvl.“ Við þessu er það að segja, að þeir era bara alls ekki svo fáir, sem „órar fyrir því“, að kjós- endatala Sjálfstæðisflokksins. „rýrni“ við þessar kosningar. ábyrgur flokkur, sem metur meira þjóðarheill en flokkshag. Því að gengislækkunin var ekkert annað en neyðarráð- stöfun til að bjarga útgerðinni og afstýra meixa atvinnuleysi en orðið var. Alþýðuflokkurinn lætur sér því í léttu rúmi liggja, þótt hræsnarar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, sem sjálfir ekki fengust til að reyna neina aðra leið 1939, en leið gengis- lækkimarinnar, séu nú að reyna að gera þátttöku Alþýðu- flokksins í henni að árásarefni á hann. Þjóðin skilur þá afstöðu sem Alþýðuflokkurinn tók í gengismálinu 1939. Hinsvegar skilur hún ekki, hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn rísa öndverð gegn því að gengið sé nú aftur hækkað eins og Alþýðuflokkurinn legg- ur til, eftir að ástandið hefir gerbreytzt, útgerðin orðin stór- gróðaatvinnuvegur og þjóðar- heill krefst þess beinlínis, að gengið sé hækkað til að draga úr dýrtíðinni. Afstaða Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar til gengishækk- unar nú, sýnir, að þeir taka ekki neitt tiliit til þjóðarheillar og þjóðarhagsmuna. Þegar þeir taka sér slík orð í munn er það ekkert annað en hræsni til að hylja sérhagsmunapólitík þeirra á kostnað alls almennings. Það sýndi sig einkar vel við út- varpsumræðumar frá alþingi í fyrrakvöld, þar sem sömu blekkingunum var þyrlað upp af báðum á móti því, að gengi króiiunnar yrði nú aftur hækk- að til hagsbóta fyrir launastétt- imar og þjóðarheildina eins og Alþýðuflokkurinn fer fram á. Þetta nýja bandalag hræsn- irrnar er nú fullmyndað, þvi ræfill sá sem eftir er af Bænda- flokksnefnunni svokölluðu, lýsti því yfir við útvarpsumræðurnar að hann væri genginn í „banda- lagið“ og eru þá ,pnöndul- veldin“ orðin þrjú — eins og vera ber. 7 'JcSJ:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.