Alþýðublaðið - 13.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.03.1942, Blaðsíða 5
Fðstudagoi 13. raan 1942. ALÞY9UBLA0IO * Joe Louis gengnr í ameriksba herinn. Skðmann eftir að hann varð heimsmelstarl í 20. slnn. JOE LOUIS hefir nú um fjögurra ára skeið veriS heimsmeistari í þungavigt hnefaleikara. Hann varði þann titil í 20. sinni í janúar og barði risann Buddy Baer í gólfið í fyrstu lotu. Joe gaf ágóðann af þeim bardaga til ameríska flotans og voru það 390 000 krónur. Beztu sætin voru seld á 160 kr. hvert. Það var vel kunnugt í Ameríku, að Buddy hafði slegið Joe niður í æfingáleik, að hann var 12,5 cm. hærri, að hann var 43 pundum þyngri og loks, að hann hafði 25 cm. stærri faðm. En það var ekki negranum til erfiðleika, er á hólminn kom. Hann sló Baer tvisvar niður tvær fyrstu mínútumar. I þriðja skiptið dugði það. Skömmu eftir bardagann gekk Joe Louis í ameríkska herinn sem óbreyttur liðsmaður. Bardaginn var 56. sígur Louis í hnefaleikahringnum. Hann hefir alltaf barizt reglum samkvæmt og drengilega, enda hefir hann sagt: ,JSg vil berjast heiðarlega, svo að næsti blökkumaður- inn mæti sama vinarþeli og ég hefi mætt. Ef ég berðist óheiðar- lega væri ég að svíkja kynstofn minn.“ J. L. Barrow. Þetta er Joe Louis Barrow, óbreyttur liðsmaður í ameríkska hernum. ♦- Bréf frá gamalli konu um föstumessur og útvarpsumræður. — Héraðsmót og fyllirí. — Hin óprentuðu handrit Svein- bjamar Sveinbjömssonar — og síðustu ástandsvísumar. Það er ókunnugt enn, hvort Joe Louis ætlar að draga sig í hlé ósigraður um leið og hann gengur í herinn. Aðeins einn heimsmeistari hefir gert það óður: Gene Tunney, og mun Joe hafa fullan hug á að feta í fótspor hans. * Fyrir 12 árum flæktíst 15 ára gamall negrastrákur um götum- ar í bílaborginni Detroit og vann sér inn skildinga með því að bera ís fyrir íssala til kaup- enda, sem komu í bílum þar að. Stundum skúraði hann gólf fyr- ir systur sína og fékk fyrir það smáskildinga. Hann hét Joe Louis Barrow. Langafi hans h,afði verið þræll. Á 13. árinu fór Joe frá býli í Alabama, þar sem hann hafði unnið við baðmullarrækt. Hann var og er ekkert gáfnaljós og lítt bókhneigður, enda komst hann aldrei lengra en í 5. bekk í bamaskólanum. Á götunum kunni Joe betur við sig. Hann var venjulega forsprakki félaga sinna og hefir haldið tryggð við þá æ síðan. Dag einn 1931 lagði einn vin- ur hans mjög fast að honum að fara á íþróttaskóla fyrir al- menning. Þar lærði Jœ hnefa- leika. í fyrstu geðjaðist honum ekki að íþróttinni, og hann vildi miklu heldur leika hand- knattleik. En hnefaleikar áttu það að verða og brátt var Joe Barrow orðinn bezti hnefaleik- ari skólans, og hann hlaut svo litlu síðar viðurkenningu á al- mennu kappmóti fyrir alla borgina. Tveim árum síðar tók Joe þátt í Lindsmóti áhugahnefa- leikara í Boston óg komst þar svo langt að berjast til úrslita í léttþungavigt. Þegar hér var komið hafði auðugur negri, John Itoxborough, tekið eftir Joe og sá hvílíkt efni hann var í fyxsta flokks hnefaleikaia. Roxborough þessi hafði stutt marga negra til náms í háskó:- um í Bandaríkjunum. $ „Hvað heitirðu, karl minn? * spurði Roxborough Joe. „Joe Louis Barrow,“ svaraði strákur. ,J>að er alltof langt, ég ætla bara að kalla þig Joe I,ouis.“ Þannig varð það, Barrow- nafnið hvarf, og Joe Louis hefir hann heitið síðan. Roxborough geðjaðist vel að þessum stóra, góðlátlega negra- pilti. Hann tók strák heim til sín, kenndi honum qð borða með hníf og gaffli, bursta í sér tennurnar, baða sig o. s. frv. Síðan útvegaði hann honum vinnu við Fordverksmiðiurnar og gaf honum 30 krónur á vlku sem vasapenmga. Joe æfði sig vel, þótt hann væri ekki beint hrifinn af í- þróttinni, og harin sló niður hvem einasta áhugamann, sem hann barðist við. Hann var fljótur að læra leikreglurnar, æfingar þær og brögð, sem hon- um voru kennd, enda var hann líkamlega' afbragðs vel til þess vaxinn, að iðka hnefaleika. Veturinn 1935 fór fram fyrsti bardaginn, sem Joe háði sem atvinnuhnefaleikari. Þjállax- arnir og bi'askararnir í Kew York höfðu þegar augastað á honum, sérstaklega Mike Jac- obs, sem annaðist fjárhagsmál og auglýsingar fyrir marga hnefaleikara, sá þeim fyrir mönnum til að berjast við og braskaði með aðgöngumiða að bardögum þeirra. Jacobs var um þessar mundir að svipast um eÞir góðum manm tíl að beriast við ítalann Primo Carn- era. Samningar tókust um bar- dagann og auglýsingar voru settar af stað. Þar naut Jacobs mikilvægs stuðnings blaða- bringsins Hearst. Þessi auglýsmgasókn var mikilvægari en flestum vii’ðist við fyrstu sýn. Aðalatriðið var: Hvemig tekur þjóðin þvi, að negri berjist um heimsmeistara- titilinn? Síðan ár:ri 1903—15 hafði enginn negri komizt svo langt, en þá var blökkunaður- imx Jack Johnson heimsmeist- ari. Þannig varð Joe Louis smátt og smátt, er hann vann hvern sigurinn á eftir öðrum, átrúnað- argoð ameríksku negranna, dáð- ur og elskaður af því að hmn gat slegið hv.'tu menriina niður. Joe hefir staðið vei i stöðu sinni sem útvórður svarta kyn- Frh. á 6. síðu. GÖMUL KONA er sárgröm út í útvarpsumræðurnar, sem voru á miðvikudagskvöldið. Það var nefnilega föstumessa á sama tíma, og hún „mátti til“ að hlusta á hvort tveggja. Hún bið- ur mig að finna að þessu, að hafa hvort tveggja á sama tíma, og ég geri það hér með fyrir gömlu konuna. Hún vill fá að hlusta á messuna sína, og hún vill líka fá að hlusta á hinar pólitísku deilur, því að hún hefir áhuga fyrir hvoru tveggja. RIEGSÁ SKRIFAR: „Ég hefi orðið þess var, að út frá sumum héraðsmótum, sem haldin hafa verið undanfarið, hefir fólk kom- Iið svo freklega undir áhrifum fylliríisefna, að ýmsir hafa lypp- ast upp að húsveggjum og bílum og gubbað átakanlega, með til- heyrandi andstyggilegheitum, er slíkar ælur og eymdarskapur hefir í för með sér. í SAMBANDI VIÐ framan skráð langar mig til að spyrja: Er hér um undanþágu að ræða — undan- þágu, er stjórn áferigismálanna í landinu veitir til hóp-fylliríis, þar sem vitað er hins vegar, að einstak- lingum er ókleift að afla sér á- fengis utan þessara umræddu mannfagnaða, nema ólöglegar leið- ir séu farnar í þvi efni. Er ekki aumingjaháttur fjölda Reykvík- inga — karla og kvenna — svo á- takanlegur um vínnautn, að stjórn- f arvöld landsins geti séð nauðsyn þess — og sóma sinn um leið —• að gera allt sem unnt er, til þess að forða þjóðinni, og þá sérstak- lega æskulýðnum, frá böli áfeng- isnautnarinnar ? ” OG ENN FREMUR skrifar Riegsá: ,JVtér var eitt sinn sagt, að óprentuð handrit snillingsins, er gaf þjóð sinni hinn undurfagra, tilbeiðsluþrungna þjóðsöng: „Ö5 guð vors lands!“ hafði verið afhent íslenzka ríkinu til eignar og um- ráða. Sé þetta rétt, hvað er því þá valdandi, að handritum Svein- björns Sveinbjörnssonar er ekki komið í prentun, eða hlata þeirra, svo þjóðin eigi þess kost að njóta þeirra? SVO KALLAÐ „Menntamála- ráð“ hefir sem kunnugt er hafið bókaútgáfu með ærnum kostnaði af almanna fé, með misjaínlega heppnuðu efnisvali. Tæpast mundi hróður þess virðulega „ráðs“ rýrna þótt meiri rækt legði við verk fs- lenzkra höfunda en verið hefir til þessa, og hygg ég að það mætti vænta þakklætis alþjóðar, ef það beitti sér fyrir úgáfu á handritum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og jafnframt stuðlaði að því, að saran- ingur sá, er gerður var við Þjóð- vinafélagið varðandi útgáfu á ó- bundnu máli eítir Stephan G. Stephansson, yrði í heiðri hafður.'8 HITl MTJN islenzkum lesendum og söngelsku fólki þykja óhæfa, að nefnd manna — þótt virðulegt beri nafnið, — fái greypt listaverk beztu sona sinna í storknaðaa Frh. á 6. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.