Alþýðublaðið - 13.03.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.03.1942, Blaðsíða 8
8 ALOÝÐUBUÐIÐ Föstudagur 13. marz 1942. Heyrc oy ieo E* INN af þingmönnum Sjálf " stæðisflokksins hefir ort eftirfarandi visu um flokldnn, fá orð í fullri meiningu: ,JSjálfstæðið er svínbeyqt, sundurþykkt og vínhneigt, út í fúafen teygt, feigt og verður senn heygt. Þeir, sem eitthvað hafa kynnzt kveðskap þingmanna á seinni árum, munu fljótlega átta sig á faðemi orfangreindr- ar stöku. Hver af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins er svona hagur á mál? Væhtanlega verð- ur þessi visa hæfileg grafskrift flokksins eftir 15. þ. m. ÞANNIG FER HEIMURINN MEÐ SNILLINGANA CÉZANNE, málarinn frægi, fékk aldrei vitneskju um það, að hann væri „faðir ný- tizku málaralistar“. Hann háði baráttu sína í 35 ár og hlaut litla viðurkenningu. í elli sinni var hann gleymdur maður og hlédrægur og gaf nábúunum snilldarverk sín. Kaupmaður nokkur í París tafnaði nokkrum þessara mál- verka og hélt fyrstu Cézanne- sýninguna. Listunnendur urðu sem þrumúlostnir, menn hylltu^ meistarann. Cézanne kom á sýninguna og studdist við handlegg sonar síns. Hann starði forviða á málverkin. Honum vöknaði um augu. „Sjáðu bara,“ hvíslaði hann uð syni sínum. ,Þeir hafa sett þau í ramma.“ JEAN GABIN frægasti kvik msyndaleikari Frakka (lék í Höfn þokunnar o. fl.), lcom til New York nýlega, og var þá spurður, hvem hug Frakkar bæru til Breta. „Við erum bæði með Bretum og á móti þeim,“ sagði hann. ,JÞeir okkar, sem eru með Bret- um, segjá alltaf í lcvöldbænum sínum: ,Góði guð, láttu nú bless- aða Bretana vinna stríðið fljótt.‘ En þeir, sem eru á móti Bretum, biðja svona: ,Góði guð, láttu Bretaskrattana vinna stríðið*.“ URR skyldi Þorri, þeysöm Góa, votur Einmánuður, þá mun vel vora. hafði aðeins gaman af reiði- köstum hennar og brosti að þeim. — Hvað hafið þér í hyggju að gera við mig? spurði hún. — Þama komið þér mér í klípu, sagði hann og lagði pennaskaftið á borðið. — Ég verð að líta í reglugerðina. t>ví næst opnaði hann skúffu í borð- inu og dró þar upp stóra bók og fór að fletta blöðum hennar, alvarlegur á svip. — Fangar — hvemig á að handtaka þá, yfirheyra og geyma o. s. frv., las hann upp- hátt. — Já, hér stendur þetta allt saman, en það er bara sá hængur á, að hér er ekki minnzt á, hvernig eigi að fara með konur, sem handteknar eru. Ég hefi ekki gert ráð fyrir því. Þar hefir mér skjátlast hrapal- lega. Henni varð aftur hugsað til Godolphins og hvað hann myndi hugsa, ef hann vissi, hvar hún væri niðurkomin þessa stund- ina. — Nú geðjast mér betur að yður, sagði hann. — Þetta fer yður betur. Nú eruð þér farin að brosa og erað farm að líkjast sjálfri yður. — Hvemig vitið þér það, hvað vitið þér um mig? spurði hún. Hann brosti aftur og laut fram í stólnum. — Ég hefi heyrt getið um hina þekktu Donu, sem situr í knæpunum í London og drekkur með vinum manns- ins síns. Þér erað töluvert fræg kona, eins og þér ættuð að vita. Hún blóðroðnaði af háðsyrð- um hans og hinni rólegu, æs- ingalausu fyrirlitningu. -. — Það er liðið hjá, sagði hún, — og verður ekki aftur. — Fyrst um sinn, eigið þér við? — Aldrei aftur! Hann fór að blístra Iágt og hélt áfram við teikningar sínar. — Þegar þér hafið búið í Navronhúsi um hríð, verðið þér þreyttar á því og London seiðir ýður til sín á ný. — Nei, sagði hún. En hann svaraði henni ekki, aðeins hélt áfram að teikna. Hún horfði á hann forvitnis- augum, því að hann teiknaði vél, og henni lá við að gleyma því, að hún var fangi hans og að hún átti að hata hann og fyrirlíta. —Hegrinn stóð á leirunum við voginn, ég sá hann þar áð- an, sagði hún. — Já, sagði hann, — hann stendur þar alltaf, þegar fjara er. Þar er svo mikið um æti. Hann á hreiður einhvers staðar ekki fjarri, sennilega hjá a5al- ánni. Hvað sáuð þér fleira? — Ég sá ýmsa fjörufugla. — Já, þeir eru vanir að sveima hér í kring, en ég býst við, að þeir hafi fælzt hamars- höggin. — Það er ekki ósennilegt, sagði hún. Hann hélt' áfram að blístra einhverja lagleysu og teiknaði stundarkorn, en hún horfði á hann og hugsaði um það, að ekki væri það sérlega ægilegt að sitja hér í skipstjóraklefan- um við hlið franska ræningja- foringjans meðan sólin skein inn um gluggann. Það var eins og í draumi, eða eins og á leik- sviði. Þetta virtist svo f jarri öll- um veruleika. — Næturgalinn er farinn að syngja, það er orðið svo fram- orðið, sagði hann. — Þeir eru hér uppi í skóginum, en þora eklti niður að vatninu. — Já, sagði hún. — Þessi vogur er hæli mitt, sagði hann og leit skyndilega upp, en leit svo strax undan aft- ur. — Þegar ég hefi ekkert fyrir stafni, kem ég hingað. Og þeg- ar mér er farið að leiðast að- gerðaleysið, fer ég út aftur. — Og rænið sveitunga mína, sagði hún. — Já, og ræni sveitunga yð- ar, endurtók hann. Hann hætti að teikna, lagði blöðin frá sér, stóð á fætur og teygði úr sér. — Einhvera daginn ná þeir yður, sagði hún. — Ef til vill, sagði hann og gekk út að glugganum í stafni skipsins, horfði út og snéri baki að henni. — Komið og sjáið, sagði hann og hún stóð upp af stólnum og nam staðar við hlið hans. Þau ■gamla bio Stolna handrittð (Fast and Loose) Amerísk leynilögreglu- gamanmynd. Aðalhlutverkin leika Robert Montgomery og Rosalind Russell Aukamynd: Bandarfldn striðsþáttakatndi. Böm fá ekki aðgang. Sýnd kL 7 og 9. I Framhaldssýning 3Vá—6Vá GRÍMUMENNIKNIK (Legion of the Lawless) með Cowboy-kappanum: GEORGE O’BRIEN. NYJA BIC Merki Zorros (The mark of Zorro) mikilfeingleg og spennandi Amerísk stórmynd. Aðalhlutverkin leika: Tyrone Power Linda Damed Basil Rathbone Sýnd kl. 5, 7 og 9 Lægra verð kl. 5 Aukamynd: FRÉTTAMYND er sýnir meðal annars árás Japana á Pfearl Harbor. • « horfíki niður á vatnsflötinn, sem máfamir sveimuðu yfir án af- láts. — Þeir koma hingað í stór- um hópum, sagði hann. — Þeir virðast finna það á sér, þegar við komum hingað inn í voginn og þá þyrpast þeir hingað. Menn fleygja til þeirra æti, það er ekki hægt að koma í veg fyr- ir það, og reyndar er ég ekki betri sjálfur. Ég er alltaf að kasta til þeirra brauðmolum héma út um gluggann. Hann hló og seildist eftir brauðmola, sem hann kastaði til þeirra, en máfarnir stungu sér gargandi og börðust um ætið. — Ef til vill þykir þeim vænt um skipið, sagði hann. — Það heitir nefnilega La Mouette. —La Mouette — máfurinn, sagði hún. — Ég hafði alveg gleymt hvað þetta orð táknaði. V/ OTJiroTE BARNASAGA einhver kalla úti í hliði. Þama var maðurinn kominn, sem bjargað hafði Don Quixóte af enn á baki asnans, og þegar fólkið sá, hversu aumlega hann var kominn, varð það mjög for- vitið um, hvað komið hefði fyr- ir hann. En riddarinn gat engu sVaráð, hann bara andvarpaði, imz hann hafði verið klæddur úr herklæðunum og lagður í rúm sitt. „Æi, það var gæðingurinn, sem brást mér,“ stundi hann þegar hann hafði fengið mat og drykk. „Ég lenti í bardaga við tíu risa, gtærstu og grimmustu risa í heimi. Ég hefði sigrað þá alla saman, ef Rósinanta hefði ekki dottið mitt í orustunni.“ Hann valt bráðlega út af sof- andi, en vinir hans fóru inn í annað herbergi. „Þetta rugl um risana sýnir bezt, að húsbóndi minn er eitt- hvað ruglaður í kollinum.“ sagði ráðskonan dapurlega. Presturinn kinkaði kolli til samþykkis. „Hann gæti orðið eins og ann- að fólk, ef hann hætti að gera sig að fífli með því að lesa þessi ósköp,“ sagði hann. „Við skul- um sjá fyrir skruddunum á morgun.“ Ðon Quixóte var svo úttaug- aður eftir æfintýri sín, að hann vaknaði ekki einu sinni næsta dag. Á meðan hann svaf var kveikt bál mikið að húsabaki og öllum eftirlætisbókunum hans kastað á það. Frænka hans og ráðskonan, líka presturinn og rakarinn, báru bækurnar í fang- inu út á bálið, og þau héldu á- fram, unz síðasta bókahillan var tæmd. Prestinum datt nú gott ráð I hug. Það varð að hjálpa Don Quixóte til að gleyma riddara- mennsku sinni, og nú lagði ro (7/ % ITIBISIU '0KAV.8L.mE/ [f'HF GOrASSf' WpACKOVER ÍTH/S tVAY/ Örau Ég er búinn að ná henni Blein. öm: Hörfaðu hingað, flug- vélin er hér. Öra: Reyndu að komast hing- að, ég skal verja þig á meðan! örn: Blein! Blein lætur skotunum rigna yfir Zóru.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.