Alþýðublaðið - 14.03.1942, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 14.03.1942, Qupperneq 1
Truin a niðio IHALDIÐ er að fjasa um sið- ferðið hér í bænum, um „á- standið“ og fleira af því tagi. — Þegar litazt er um í bænum og maður sér „Bretabraggana“ þétt við bæjardyr fjölmargra borg- ara bæjarins, og þegar þess er gætt að íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjóminni hefir veitt leyfi til þess að opnaðar hafa verið hér á lóð bæjarins á annað hundrað „Bretasj oppur“, þar sem litlu eftirliti hefir verið beitt í neinni mynd, þegar enn fremur er til þess litið, að í hús- um sumra „helztu manna“ í- haldsins hér í bæ — þrátt fyrir öll húsnæðisvandræðin, búa enn þá menn úr hinu erlenda setu- liði —• já, þá er ekki furða þótt þessir herrar komi fram á opin- berum vettvangi berji sér á brjóst og þykist góðir, góðir af forustu sinni í þessum málum, fyrirmyndar-íslendingar, fram- úrskarandi gæzlumenn heil- brigðis- og siðgæðismála! Þegar Alþýðuhúsið var byggt og lokið var við steypu þess, voru fánar reistir á húsinu, eins og venja er til hér og ann- ars staðar, þá læddust menn um nótt upp á þak hússins til þess að slíta og skera niður fánana. Hermdarverk þetta tókst að mestu leyti, þrátt fyrir að gæzla var í húsinu. — Þeir kunnu að fara hljótt, mennirnir þeir, þeg- ar þess háttar verk skyldi vinna, og þeir munu kunna að hafa hátt, þegar hentugt þykir að beita lýðskruminu, til þess að hinar „hreinu hugsanir“ þeirra fái notið sín. — Ætli íhaldið myndi nokkuð geta gizkað á, hvar í flokki þessir flugumenn standa? — Hvar þeir hafa feng- ið sinn siðmenningarþroska? Þegar kunnugt varð, að koma ætti fyrir í Alþýðuh. litlu matsölu-, kaffi- og skemmti- húsi, þá var áróðurinn gegn því hafinn löngu áður en það tók til starfa. Honum hefir verið haldið áfram í mismunandi skörpum lotum síðan. Nú veit allur bær- inn, að þarna er einn skemmti- legasti og ódýrasti greiðasölu- staður höfuðstaðarins, sem að langmestu leyti er sóttur af ís- lendingum, enda ætlaður þeim. í febr.mán. er hann t. d. notað- ur meira en að % hlutum þann- ig að íslendingar einir máttu koma þangað frá klukkan 8 að morgni til kl. um 9 að kvöldi, er húsið opið vegna nauðsynja manna og þarna koma á þessu tímabili, — en það eru 13 klst. sólarhringsins, — næstum ekki aðrir en íslendingar. Síðast lið- in þrjú missiri hefir hljómsveit Mkið á kvöldum í kaffihúsinu í 2káklst., þegar ekki hefir verið annað í húsinu á þeim tíma, en það hefir mjög oft verið, eins og t. d. í síðast liðnum febrúar- mánuði, þá varð þetta tæplega % mánaðarins. Almenningur hefir haft aðgang að húsinu þessi kvöld, tvær og hálfa klst. og hafa þangað komið menn úr setuliði því, sem hér dvelur í landinu alveg eins og í hin kaffi- húsin, nema hvað sá orðrómur hefir lagzt á, að öll gæzla og eftirlit hafi verið fremri í þessu húsi því, sem bezt þekkist á öðrum slíkum stöðum hér í bænum og nágrenninu. — Þetta eru staðreyndir, hvað sem öll- um áróðurslygum íhaldsins og fylgihnatta þess líður. — Ömur- legar staðreyndir fyrir þann framlága skepnuskap, sem trúir á lygina, sem hefir meðal ann- ars á sér þann grun að hafa stuðlað að því, að koma af stað óþægindum í þessu húsi, sama eðlis og þann skepnuskap, sem tætti sundur fánana á hinni ný- reistu byggingu, Alþýðuhúsinu. Til þess að reyna að flæma fólk burt frá húsinu, til þess að reyna að hræða vandað og sið- ferðisgott fólk frá því að koma þar, hefir verið reynd sú aðferð- in, að hamra á því sýknt og heil- agt, allt ofan frá hástóli sjálfra forkólfanna niður til hinnar auðvirðilegustu, leigðu áróðurs- kindar, að þama kæmi ekkert nema það aumasta samansafn úr bænum. Vera má að þessi á- róður hafi, fram að þessu, bor- ið nokkurn árangur, en hann mun nú orðið vera einungis svipur hjá sjón, miðað við það, sem áður var, meðan greiðasölu- og skemmtistaður þessi var lítt þekktur. Þær mörgu þúsundir Reykvíkinga, sem þarna hafa komið síðan hús Kjósið A ið tók til starfa, og átt þar marg- ar góðar og glaðar stundir, allur sá fjöldi fólks, sem þarna hefir fundið góða umgengni og haft þar sitt annað heimili, lengri eða skemri tíma eftir atvikum, hefir fengið nafngiftir sorans úr íhaldinu. Það hafa varla fundizt dónalegri orð í íslenzkri tungu en þau, sem gestum þessa greiðasölu- og skemmtistaðar hafa verið valin. Hinn ríklund- aði kvenskörungur, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, húsfreyja á Bergþórshvoli, sagði forðum við sonu sína og bónda. er henni hafði borizt til eyrna níð Hall- gerðar langbrókar: „Gjafar eru yðr gefnar feðgum — og verðið þér litlir drengir af, ef þér laun- ið engu.“ Það er nú fyrir löngu kunn- ugt, að synir Bergþóru svöruðu níði Hallgerðar á þeirrar tíðar vísu, og vil ég ekki öðru trúa, að óreyndu, en því, að í brjóstum alls þorra þeirra ágætu karla og kvenna, sem reynt hefir verið að ná til með níði í samb. við Alþýðuhúsið og þá starfsemi, sem þar er um hönd höfð, búi sá skyldleiki með hugarfari Njálssona og Kára, sem skapar höfundum níðsins örlög á rétt- um tíma í réttri mynd: Við kjör borðið 15. marz n.k. Sú atlaga að Alþýðuhúsinu, að hræða fólk frá því að koma þangað, hefir misheppnazt. Þangað sækir margt ágætisfólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Gamla „grammófón-níðplatan“ er nú tekin á ný fram, og nú er það sjálfur borgarstjórinn, sem spilar. — Mikils þykir nú við þurfa og mikil er trúin á ósann- indin. — Jú, þau reyndust vel hérna um árið! Hví skyldi gamla platan ekki geta verið góð ennþá? Það er vitaskuld sjálfsagt að reyna hana ennþá ~listann. einu sinni. — En mundi hún nú samt ekki geta brugðizt? Myndi ekki vera meira vitað nú af sannleika, um þennan skemti- stað, af öllum almenningi hér í bænum en var hérna á árun- um, þegar platan var nýkomin úr deiglu mestu siðspillingar og ómennsku hér í bæ? Mætti vel svo fara, að höfundamir kæm- ust að sannri raun um það, að ennþá gætu brugðizt krosstré, sem önnur tré, áður yfir lýkur. Ef að maður, sem talinn var vera á öndverðum meið við íhaldið, byggði sér hús, hve lítið sem það var og ómerkilegt, gullu um allan bæ hrópyrðin: Sjáið kratabroddana, okrarana, svikarana, sem lifa á sveita al- þýðunnar og skríða upp eftir bökum hennar til auðs og valda! Hver og hverjir stjórnuðu þess- um prúðmannlega áróðri? Von- andi áttar margur maðurinn hér í þessum bæ sig á þessu ölíu saman um þessar mundir, ef að hann hefir ekki gert það áður. — En hvar standa þeir í flokki, sem eiga framleiðslutæki þessa lands, fasteignir þessa bæjar og yfirleitt allan auð, hræranlegan og fastan? Eru það máske Al- þýðuflokksmennirnir? — Nei, þeir eiga lítinn hluta. En það skal maður manni kunna að segja, að eigi Alþýðuflokks- maður skýli yfir höfuð sitt og sinna, að þá skal það hans höf- uðsök vera! — Minnist þessa áróðurs, alþýðufólk þessa bæj- ar, nú og framvegis. Það er gömul og alkunn brella þjófsins að hrópa: Grípið þjófinn! Þetta hrópyrði heyrist nú, eins og stundum áður, úxr hópi andstæðinga alþýðusam- takanna. Kratabroddarnir eiga að hafa stolið Alþýðuhúsunum o. s. frv. Það er ekkert verið að flíka þeirri staðreynd, að áróð- ur andstæðinga alþýðusamtak- anna bar þann „glæsilega“ ár- angur á sínum tíma, að einungis þrjú verkalýðsfélög þorðu að leggja fram nokkuð að ráði til Alþýðuhússins, þegar það var reist. Annað hlutafé var lagt fram af einstaklingum, um 150- að tölu. Já, ljótt er nú athæfið! Ekki er furða þótt mennirnir með „hreinu hugsanirnar“ og „hreinu hendurnar" hrópi: Grípið þjófana! Alþýða þessa bæjar: Takið völdin hér í bæ í ykkar hendur á sunnudaginn kemur. Látið ekki hrópyrði og lognar sakar- giftir dreggja íhalds þessa bæj- ar hræða yður né aftra frá því! Þetta hefir nógu lengi dregizt. Látið trúna á níðið verða sér einu sinni til minnkunar!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.