Alþýðublaðið - 15.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1942, Blaðsíða 4
 SbguuMUtaguff vbusb )Mð> fUþijihtblaðið Útgefandí: Alþýðuflokknrlnn Bifstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Simar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Dagnr reiknings- skiianna. Ðague reikningsskil- ANNA er kominn. Bæjar- stjómarkosningarnar í Reykja- vík fara fratn í dag. Þessar kosningar hafa miklu víðtækari þýðingu en bæjar- stjómarkosningar í höfuðstaðn- um hafa nokkm sixmi haft áður. I hér um bil heilt ár hefir kosn- ingum til alþingis verið frestað. Og það sjálftekna vald, sem þing og stjóm fara þannig með, hafa tveir stærstu stjómmálaflokkar þingsins, Framsóknarflokkurinn og Sj álfstæðisflokkurinn, notað til þess að rjúfa 'þá samvinnu um stjóm landsins, sem verið hefir imdanfarin þrjú ár, hefja ósvífna kúgunarherferð gegn launastéttum þjóðarinnar — yf- irgnæfandi meirihluta hennar — og svifta þær löghelguðum réttindum til þess að berjast fyr- ir bættum kjörum — allt í þeim augljósa tilgangi, að tryggja fá- mennum yfirstéttarklíkum, sem að þessum tveimur flokkum étanda, óskoraðan stríðsgróð- ann af atvinnuvegunum. í algeru berhöggi við áður yf- irlýstan vilja þingsins em í jþessu skyni gefin út bráða- birgðalögj sem svifta launastétt- irnar helgustu mannréttindum þeirra, samningsréttinum og verkf allsréttinum, og banna alla hækkun á grunnkaupi á sama tíma, sem atvinnurekendaklík- ur Sjálfstæðisflokkins og Fram- sóknarflokksins raka saman milljónagróða. Og af ótta við iþann dóm, sem slíkt geræði hlýtur að fá, ekki aðeins hjá launastéttunum, heldur og hjá öllum heiðarlegum og alvarlega hugsandi mönnum, er síðan bú- ið að fresta bæjarstjómarkosn- ingunum í Reykjavík með öðr- um brágabirgðalögum í allt að tveimur mánuðum. Aldrei fyrr hefir slíkum fantabrögðum verið beitt í opin- beru lffi hér á landi! Aldrei fyrr hefir innlent vald leyft sér að bjóða yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar upp á slíkt gerræði og kúgirn! Aldrei fyrr hefir höf- uðstað landsins, Reykjavík, ver- ið sýnd sú óvirðing, að banna honum að láta vilja sinn í ljós við kosningar vikum og mánuð- um saman, þegar kosið hefir verið í öllum öðrum kaupstöð- tim landsins! En nú verða bæjarstjórnar- kosningamar í Reykjavík ekki lengur hindraðar. í dag fara þær fram, hvort sem valdræn- ingjum Framsóknarflokksins HABALPUR GUÐMUNDSSOW: Hvernlg ætlaði borgarsf|órinn að efna ill kosningaloforðin með elnum 300.000 krónum? UNDANFARNA daga og vik- or hefir íhaldsmeirihlutan- um í bæjarstjóm Reykjavíkur þótt mikils við þurfa að gylla fyrir almenningi stjóm sína á málefnum bæjarins. En þar sem ekki er um auðugan garð að gresja um athafnasemi bæjar- stjórnarinnar á undanfömum árum, hafa Sjálfstæðismenn mjög orðið að grípa til alls kon- ar fallegra loforða til að hressa upp á málstað sinn. Enda er synd að segja, að loforðin hafi verið spömð. Hefir þeim verið dembt yfir almenning, og hefir borgarstjórinn sjálfur, Bjami Benediktsson, verið þar einna atkvæðamestur og ekkert tæki- færi látið ónotað í útvarpi og blöðum, að gefa kjósendum fyr- irheit um gull og græna skóga, ef þeir vildu ljá íhaldsmeárihlut- anum fylgi sitt í kosningunum á sunnudaginn kemur. í fjmi umræðunum um bæjarstjómarmálefni Reykja- víkur, var vemlegur kafli í aðal- ræðu borgarstjórans upptalning á ýmsum þeim framkvæmdum, sem bæjarstjórnin mundi nú snúa sér að, en sem „orðið hefðu að bíða“. Ami Jónsson frá Múla, stjóm- málaritstjóri Vísis, gerðist eink- ar hrifinn af þessum kafla í ræðu borgarstjórans. Finst hon- um tilhlýðilegt að hafa upp lof- orðaupptalninguna einu sinni enn til frekari áréttingar. Hljóð- ar sá kafli í grein Áma svo: ,J*íefndi hann (þ- e. borgar- stjóri) í því sambandi fyrirhug- aða ráðhássbyggingu, ný verka- | mannaskýli, skólahús, svo sem bamaskóla, iðnskóla og gagn- fræðaskóla, kirkjuhyggingu, bamahæli, leikvelli og skemmti- garða, nýtt íþróttasvæði, fæð- ingardeild í sambandi við Landsspítalann, heilsuvemdar- stöð, aukið heilbrigðiseftirlit, nýja tilhögun á sorphreinsun- inni, fisksölumiðstöð og margt fleira.“ Allir bæjarbúar munu vera borgarstjóranum sammála um nauðsyn þessaa framkvæmda, flestra. Þetta eru tillögur okkar Alþýðuflokksmanna í bæjar- stjóm sem meirihlutinn aldrei Látið kosningarnar verða þá öldu, sem skolar burtu kúgunaráformunum. i •» ■ Ávarp Stefáns Jóh. Stefánssonar til kjósenda i Reykjavík. f —— ....♦ — ■ — »_ AÐ hefir orðið hlutverk Alþýðujlokksins, eins og endra- b* nser, að haja jorystuna í baráttunni, bæði jyrir bættum kjörum og aðbúð launastéttanna, og að standa einnig í jylk- ingarbrjósti þeirra varrúirsveita, er veita öjlugt viðnám hat- römmum árásum andstæðinganna. í bæjarstjómarkosningum þeim, er nú jara jram í höjuð- stað landsins, gætir að vgnum ekki hvað sízt þessara átaka. Annars vegar er breiðjylking þeirra manna og jlokka, er ekki sjá önnur úrræði í dýrtíðar og verðbólgumálunum en þau, að þrengja kosti launastéttanna. Þeim á að meina kjarabætur og hvers konar leiðréttingu mála sinna. Og þó eru þetta stétt- imar, er borið haja hita og þunga misæris jyrirstríðsáranna, og margar hverjar til skamms tíma búið við bágboma af- komu, og búa það sumar enn. Þessar stéttir eru þó yjir- gnæjandi meirihluti þjóðarinnar, og þá ekki sízt hér í Reykja- vík. En þeir hinir sömu menn, er stöðugt sjá ofsjónum yjir svonefndu velgengi launastéttanna og gera meira úr því en rétt er, virðast annað tveggja vera blindir jyrir hinni stór- kostlegu og sívaxandi auðsöfnun fárra manna og félaga, eða blátt ájram telja það skyldu sina að viðhalda og ejla oð- stöðu stríðsgróðamannanna. Að minnsta kosti jást þessir jlokkar og menn — andstæðingar Alþýðuflokksins — ekkí tii þess að gera neitt að gagni og af skörungsskap, til þess að nota stríðsgróðann í þágu alþjóðar í því skyni að draga úr verðbólgunni. Þannig eru höjuðlínurnar í átökum. íslenzkra stjóm- máXa. Og þessa reginstefnumunar gætir jafnt í lands- og bæjarmálum. Það er orðið erfitt að stijla hinn þunga dýrtiðarstraum og bægja honum jrá því að valda meiri eyðileggingu en orðið er. Honum hejir verið, vegna skammsýni og eigingimi, veitt i ranga farvegi og styrktur í stað þess að vera stíflaður. En jafnsjálfsagt er þó að gera öflugar og réttar tilraunir í átt- ina til leiðréttingar. Og til þess er nú eitt tækijærið. Ef kjós- endumir í Reykjavík — launastéttimar og frjálshuga menn ■— veita Alþýðuflokknum öflugt brautargengi í dag, mun sú álda rísa, er skolar burtu kúgunaráformum andstæðing- anna og réttir hlut launþeganna. Notið tækifærið, sem nú býðst! Fjölmennið á kjörstað! Kjósið Alþýðuflokkinn! X A STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON. hefir fengizt til að sinna, jafn- vel þótt hann stöku sirmum hafi látið tilleiðast að setja fjárveit- ingu í þessu skyni á áætlun, t. d. til byggingar barnaskóla. En þá hefir féð bara ekki verið notað. Borgarstjórinn hefir aS visu bætt þama við till. okkar œa byggingaframkvaemdír, þ. e. kirkjubyggingu á Skóiavörðu- hæð. En í þessari upptalningu sinni drap hann hins vegar ekki á framlag til byggingar íbúðar- húsa, sem við Áiþýðuflokks- menm höfum baxizt fyrir. Þessi upptalning sýnir ljós- lega mn hve stórkostlega van- rækslu hefir verið að ræða und- anfarin ár. Yfirlýsing borgar- stjórans sjálfs fyrir hönd meiri- hlutans :im að allt það vanti, sem í upptalningunni greinir, og auk ,þess margt fleira, er skýlaus og óvéfengjanlegur vitnisburður um vanrækslu- syndir íhaldsmeirihlutans í þess- um efnum. En ekki tjáir að sakast um orðinn hlut. Nú segjast íhalds- menn hafa séð að sér, séð-hina knýjandi þörf þessara fram- kvæmda, sem svo lengi hafa orðið að bíða. Enginn vafi er heldur á því, að almenningur mundi fagna því, að efndir þess- ara loforða kæmu fram. Allir reykvíkskir foreldrar vita, að þrí- og fjórsett er í skólastof- unar. Bömin eru á götunni sök- um skorts á leikvöllum. Sjúkra- húsin eru yfirfull svo að sjúk- lingum er vísað frá vegna þrengsla. Þannig mætti lengi telja, því að það er víða, sem skórinn kreppir að, og loforðin ættu því að láta vel í eyrum margra, sem við vöntun og van- rækslu eiga að búa af hálfu þess opinbera. Þar sem nú svo afdráttarlaus viðurkenning liggur fyrir um nauðsyn áður nefndra fram- kvæmda, og borgarstjórinn hef- ir Lýst iþví yfir, að nú skuli fyrir alvöru snúa sér að þeim, hefði mátt ætla, að í frumvarpi til fjárhagsáætlunar hefði verið gert að fyrir ríflegu framlagi, fjárhæð sem eitthvað munaði um, í þessu skynL En einhverra hluta vegna gleymdist borgarstjóranum að geta iþess í sambandi við upp- talningima, hve miklu fé bæjar- stjórnarmeirihlutinn hefði stungið upp á að verja til fram- framkvæmdanna, sem nú skyldi hefja. í frv. til • fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 1942 er hins vegar gerð grein fyrir upphæð- inni. Þar er lagt til, að til byggingaframkvæmda skuli — samkvæmt ákvörðun bæjarráðs, verja kr. 300 000 — þrjú hundr- uð þúsund krónum. — Það er allt og sumt Frh. á 6. síðu. og Sjálfstæðisfloksins líkar bet- ur eða verr. Hverju mimu Reykvíkingar, hverju munu sérstáklega launa- stéttir Reykjavíkur svara því gerræði, sem þær hafa verið beittar? Hvort munu þeir og hvort munu þær kyssa á hönd kúgar- anna og verðlauna þá með því að greiða þeim atkvæði við þessar kosningar? Hvort munu Reykvíkingar kæra sig um það, að fylla áfram þann flokk, Sjálf- stæðisflokkinn, sem hefir svik- { ið þá í tryggðum, sjálfur gengið I undir ok Frarusóknarhöfðingj- anna, veitt þeim auðmjúka þjón- ustu sína til þess að koma út kúgunarlögunum gegn launa- stéttunum og nú að endingu, af ótta við afleiðingamar, boðið þeim upp á samstjórn í Reykja- vík eftir bæjarstjórnarkosning- arnar? Nei, launastéttif Reykjavíkur að minnasta kosti munu ekki Ijá slíkum flokki, slíku gerræði og slíku ráðabmggi fylgi sitt. Þær munu fylkja sér í þessum bæjax- stjórnarkosningum» um þann flokk, Alþýðuflokkinn, sem frá upphafi hefir barizt fyrir hags- munum þeirra, sem neitaði að vera með í kúgunarherferðinni á hendur þeim, sem gerði það að fráfararatriði úr stjórn lands- ins, að kúgunarl. gegn launa- stéttunum vom gefin út, og nú berst í fylkingarbrjósti þeirra fyrir því að rétta við aftur frelsi lýðræði og almennt velsæmi í opinberu lifi í landinu. Launastéttir Reykjavíkur munu kvitta fyrix kúgunarlögin í dag. Reykvíkingar yfirleitt munu í dag svara hinni and- styggilegu sambræðslu Sjálf- stæðiflokksins og Framsóknar- valdsins, sem fram er að fara, fyrst og fremst'á kostnað höfuð- staðarins, þeix munu svara henni með því að fylkja liði um Alþýðuflokkinn og kjósa lista hans, A-listann. Því að það er svarið, sem Framsókn- arhöfðingjamir og þjónar þeirra í Sjálfstæðisflokknum óttast mest. Það er svarið, sem eitt gæti knúið þá til þess að taka kúgunarlögin aftur eða láta þau daga uppi á alþingi. Þessvegna er kjörorðið í Reykjavík í dag: Kjósum Al- þýðuflokkinn! Kjósum x A-LISTANN!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.