Alþýðublaðið - 17.03.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.03.1942, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. marz 1942. JÓNAS SVEINSSON læJcnir átti nýlega tal við najna sinn frá Hriflu og hafði orð á því, að lánsamir væri þeir Framsóknrmenn að eiga jafn hugkvæman mann í forsætis- ráðherrastöðu og Hermann Jón- asson. — Jah, — hann er ekki beint hugkvæmur, ... en hann er heilsugóður, svaraði J. J. leiðbeina sem var P ÍN frú var að •*• vinnukonunni, nýlcomin í vistina. yf>ér verðið að muna það, Gróa, að bera enga skartgripi, þegar þér gangið um beina fyr- ir gesti mína.“ „Ég á enga skartgripi,“ svar- aði stúlkan. ,J2n ég þakka yður samt fyrir, að þér vöruðuð mig við gestunum.“ "Ikyr ÉR myndi aldrei geta lit- -*•*•*• izt á hana, nema á fleka úti á reginhafi, þar sem ekkert annað ætilegt væri sjáanlegt. CMark Twain.) * VEIZTU hvað, Bogga, hann Gunnar bað mín í gærkvéldiV' ,Já, hann gerir það svo Ijóm- artdi laglega, hann Gunnar.“ * AMERÍKSKUR blaðamaður í Moskva. hafði skrifað frétt til að senda blaði sínu, en auðvitað' varð ritskoðunin í Moskva að fara yfir fréttina, áður en hún yrði send. Blaðamaðurinn hafði lýst hersýningu mikilli og sagði í fréttinni, að ameríkski sendi- herrann hefði „staðið aðeins steinsnar frá Stálin“. „Hvað eigið þér við með þess- ari freklegu móðgun?“ spurði 'ritskoðarinn bálreiður. Blaðamaðurinn reyndi að út- skýra fyrir honum, hvað átt væri við með þessu orðatiltæki og tókst það að lokum. ,JEr það sVo?“ spurði ritskoö- arinn. „Þá er bezt, að við orð- um þetta svona: ,Sendiherra Bandaríkjanna stóð aðeins steinsnar frá Stálin, en hann kastaði samt engum steinum í hann‘.“ * P RFIÐLEIKARÍ í hjónaband inu stafa af því að sérhver kona er móðir í Hjarta sínu, og sérhver karlmaður er pipar- sveinn inn við beinið. rn ••=-' •;»«■.«." ai-■ eftir henni. Hún ætlaðí ekki að segja hoa- um strax frá ævintýri sínu, því að hana langaði til að stríða honum. Þegar hún kom inn í salinn, varpaði hún sjalinu af herðum sér og sagði: — Ég hefi verið úti að ganga, William. Mér líður betur í höfð- inu núna. — Ég hefi veitt því eftirtekt, frú mín, sagði hann og horfði á hana. — Ég gekk ofan að ánni. Það er kyrrlátt þar. — Satt er það, frú mín. — Ég hafði ekki hugmynd um þennan vog fyrri en núna. Það er töfrandi fagurt þar, eins og í ævintýri. Það er ágætur felustaður þar, William, fyrir flóttamenn eins og mig. — Mjög sennilegt, frú mín. — Hittuð þér Godoiphin? — Hann var ekki heima, frú mín. Ég bað þjón hans að færa húsmóður sinni blómin frá yð- ur. — Þakka yður fyrir, William. Hún þagði stundarkom og lézt vera að laga liljur x blómkeri á borðinu. — Heyrið þér, Willi- am! Meðan ég man, það verður ofurlítil kvöldveizla hér annað kvöld um klukkan tíu. — Ágætt, frú mín. Hversu margir gestir koma? — Þér þiirfið aðeins að bera á borð fyrir tvo, mig og einn gest. — Já, frú mín. — Gesturinn kemur gang- andi, svo að það er óþarfi að fleiri þjónar verði á fótum en þér. — Rétt er það, frú mín. — Getið þér framleitt mat, William? — í viðlögum, frú mín. — Þá skuluð þér senda þjón- ana f rúmið og matreiða fyrir mig og gestinn, William. — Já, frú mín. — Og þér skuluð ekki minn- ast á þessa heimsókn við neinn mann í húsinu, William. — Nei, frú mín. — Reyndar hefi ég hugsað mér, að haga mér mjög óskyn- sapilega. — Það virðist svo, frú mín. — Og' yður kemur þetta mjög á óvart, William, er ekki svo? — Nei, frú mín. — Hvemig stendur á því, William? Af því að ekkert, sem þér eða hiisbóndi minn gerið, getur komið mér á óvart, frú mín. Þá fór hún að skellihlæja, klappaði saman lófunum og sagði: “ Ó; William, hátíðlegi mað- ur! Þér hafið þá vitað, hvað til stóð. Hvemig gátuð þér gizkað á það? a’ — Þér komuð upp um yður um leið og þér genguð inn, frú mín. Augu yðar voru mjög glettnisleg og þér komuð neðan frá ánni. Eg lagði því saman 2 og 2 og sagði við sjálfan mig: — Nú hefir eitthvað skeð. Þau hafa hitzt að lokum. —■ Hvers vegna segir þér, — „að lokum?“ — Vegna þess, að ég er ör- lagatrúarmaður, frú mín, og ég hefi alltaf vitað, að þið mynduð hittast, það hlaut að fara svo. — Enda þótt ég sé húsmóðir- in hérna, gift kona og tveggja barna móðir, og húsbóndi yðar sé útlægur, franskur ræningja- foringi? — Þrátt fyrir allt þetta, frú mín. / — Þetta er ekki rétt'gert, — Wiffiam. Ég frem svik við föðurland mitti -Það væri hægt að hneppa mig í fangelsi fyrir þetta. — Já, frú mín. Og nú réyndi hann ekki lengur að leyna brosi sínu og hún sá, að hér eftir var hann trúnaðarmaður hennar og vin- ur og henni var óhætt að treysta honum til hinztu stundar. — Þóknast yður atvinna hús- bónda yðar? —- Þóknun og vanþóknun em orð, sem finnast ekki í orðabók minni, frú mín. Sjórán geðjast húsbónda mínum og það er allt og sumt. Skip hans er konungs ríki hans. Hann kemur og fer, þegar honum þóknast. Hann semur sjálfur sín eigin lög. — Gæti hann ekki lifað frjálsu lífi, án þess að vera sjó- ræningi? — Húsbóndi minn álítur, að svo sé ekki, frú mín. Hann er þeirrar skoðunar, að þeir, sem GAMLA Bfið Striðsfrétta- ritarinn. (Arise My Love.) Claudette Colbert, Ray Mílland. Sýnd klukkan 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3.30—6.30: JÁTNING AFBROTAMANNSINS (Full Confession). VICTOR MC LAGLEN JOSEPH CALLEIA Böm fá ekki aðgang. B NVIA Blð Merki Zorros (The mark of Zorro) mikilfeingleg og spennandi Amerísk stórmynd. Aðalhlutverkin leika: Tyrone Power Linda Darned Basil Rathbone Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar að öllum sýningum seldir frá kl. 11 f. hád. Aukamynd: FRÉTTAMYND er synir meðal, árás Japana á annars Pear Harbor. 1 lifa borgaralegu lífi, séu neyddir til þess að hlíta sömu siðum og venjum og samborg- arafnir og að hið staðnaða líf kæfi allt framkvæmdaþrek og allan frumleika. Maðurinn verður ein tönnin á hinu mikla hjóli, hlekkur í hinni miklu keðju. En vegna þess, að sjó- ræningi er uppreisnarmaður og útlagi, sleppur haxm úr mann- legu þjóðfélagi og losnar við þær viðjar, sem sú stofnun leggur á athafnafrelsi manna. Hann er laus við alla fjötra og þar ekki að taka tillit til sjón- armiða annarra. — Hann getur gért allt, sem honum þóknast. — Já, frú mín. — Og hann hefir engar á- ^yggju-f eða samvizkubit út af því, þó að rán og gripdeildir séu glæpur. BARNASAGA maður. Hann var fátækur og átti konu og börn. En hann var mjög einfaldur og fávís og hlustaði með undrun og aðdáun á frásagnir riddarans um öll þau afreksverk, sem hann ætl- ^ði sér að vinna og öll kóngs- ríkin, sem hann ætlaði sér að leggja undir sig. Og þegar Don Quixóte lofaði honum hluta í öllu herfanginu, var Sankó strax fús til að fara að heiman til þess að fylgja riddaranum og vera sveinn hans. Don Quixóte var svo glaður yfir þessu, að hann taldi sig verða að sýna Sankó meiri höfðingsskap. Hann lofaði hon- um því, að þegar hann hefði lagt undir sig fyrsta kóngsríkið, skyldi hann gera Sankó jarl yfir eyju, sem kynni að fylgja þessu ríki. Sankó varð himinlifarídi yfir þessari rausn og mjög ham- ingjusamur yfir því að eiga svo T> höfðinglyndan húsbónda. Don Quixóte leizt ekki meira en svo á það, þegar Sankó sagð- ist mundu taka asnann sinn með sér, svo að hann gæti tölt á eftir húsbóndanum. Doninn minntist þeSs ekki, að hann hefði nokkru sinni lesið um riddara, sem hefði haft fylgdarsvein ríðandi á asna. En hann þóttist verða að láta þetta slarka fyrst um sinn, en ákvað að bæta úr þessu síðar, með því að taka hest und- an fylgdarsveini einhvers óvina- riddara, og fá hann Sankó. Don Quixóte setti nú enn einu sinni upp hjálminn og fékk sér nýja lensu í stað þeirrar, sem brotin hafði verið. Hann út- vegaði sér líka peninga, hreina skyrtu, sárabindi og annað, sem honum hafði verið sagt, að ridd- ari þyrfti að hafa með sér. Sankó kvaðst mundu taka með sér poka til að geyma þessa hluti líka mætti geyma NTNBASftfil Örn hefir borið Lillí að flug- vélinni, en Blein, særður af skotum Zóru, ræðst gegn henni og mönnum hennar. Örn: Blein er falliim! Hann var hugrakkur, en síðasta atlag- an felldi hann. Það var gott, að Lillí sá það ekki. Örn: LiHí, ertu særð? Lillí: Auðvitað, hvað er á seyði? Örn: Ég hélt, að Zóra hefði Skotið þig! Lillí: Skotið mig? Ég datt, þegar . . Örn! Hvar er pabbi?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.