Alþýðublaðið - 18.03.1942, Page 2

Alþýðublaðið - 18.03.1942, Page 2
AJlMNBMlW. *'***** MiSyUtudacpr 18. niarz 1042,- '■■' ■ *•.*«vr—«",T’•^rw.nU.’ui'.wftfgft. Pmræfinmim i alpingi nm sambúð okkar við setnliðið er ekki lokið. UMRÆÐURNAR um sambúð okkar íslend- inga við hina erlendu setu- liðsmenn hafa nú staðið á alþingi í tvo daga fyrir, luktum dyrum og er þeim ekki lokið enn. Lokaður fundur var hald inn í fyrradag, eins og áður segir frá kl. 5—7. Og í gær stóð fundur á sama tíma. Fundur rnn þessi mál mun aftur verða haldinn í dag og er vafasamt, að umræðum verði lokið. Málið er rætt á mjög víð- tækum grundvelli. Hallgrímsprestakall. Föstumessa í Austurbæjarskól- anum í kvöld kl. 8.30, séra Sigur- björn Einarsson .Föstumessa í Fríkirkjunni í kvöld kl: 8.15, séra Árni Sigurðsson. Sögoleg heimsðkn mennta- málaráðs í Blátðn. .". — -.— Jónas frá Hriflu hafði í hótunum við Jón Þorleifsson iistmálara og hrinti honum að endingu frá bil sínum. Slagsmál flarðar á á götnm Siglu- nánndagskvðldið 60—70 setnliðsmenn og allmarg* ir Siglfiirðingar bOrðnst. Ástæðan: Orðasenna á Billiarðstofu. Frá jréttaritara Alþýðublaðsins SIGLUFIRÐI í gærkveldi. TIL mjög alvarlegra á- taka kom hér á Siglu- firði í gærkveldi. Sló í bar- daga á götum bæjarins og börðust setuliðsmenn og ís- lendingar með hnefunum. Tildrögin til þessa mun vera sú, að nokkru áður hafði lent í orðasennu milli íslend- ings og setuliðsmanns á billi- ards|ofu hér í bænum. Fóru báðir út úr stofunni og stað- næmdust í snjóskafli, sem er skamt frá húsi Kaupfélags Sigl- firðinga, en þar höfðu margir unglingar á aldrinum 12—16 ára safnazt saman. Bitaveita á Frá fréttaritara Alþbl. á Akureyri. AKUREYRARBÆR hefir lát ið bora eftir heitu vatni á Laugalandi á Þelamörk og var hyrjað á því snemma í vetur. Nú hefir verið borað 45 metra niður og hafa fengizt 2 sek- undulítrar af 66 stiga heitu vatni. Borunin gengur ágætlega, og er mikill áhugi fyrir hitaveitu hér á Akureyri, Hafr. ÚTBREEÐEÐ Alþýðublaðið! Rærnskjal gegn menntamálaráði verOur sent aipingi ná f viknnni. —..-»■----- FYRIR nokkru samþykkti listmálaradeild Bandalags ís- lenzkra listamanna, að ef aðrar deildir bandalagsins væru því samþykkar, þá væri deildin albúin að neita öllum viðskiptum við Menntamálaráð vegna margs konar ósam- þykkis við það. Nokkru síðar heimsótti Menntamálaráð list- málarana og þar á meðal Jón Þorleifsson í Blátúni. Jón tilkynnti Menntamálaráði þá á staðnum, að meðan pkki væri komið á samkomulag milli listamannanna og ráðsins, þá myndi hann ekki selja ráðinu neitt, en þeim væri velkomið að skoða málverk hans. Sagði þá Guðmund- iir Finnbogason, sem á sæti í ráðinu, að þá hefði ráðið ekkert þama að gera. ___________ ■; - .-■■■ t Það.fór þó svo, að ráðið fór inn 'og leit á listaverk Jóns. En í því kallaðí Jónas Jónsson á listamanninn og áttu þeir tal saman. Alþýðublaðið hefir spurt Jón Þorleifsson um þetta samtal. Hann sagði: „Jónas Jónsson virðíst líta á okkur listamennina sem ölm- usumenn. Hann hafði í hótun- um við mig. Ég á sjálfur húsið, sem ég bý í, og ég býst varla við því að Jónasi Jónssyni takist að ná því ojan af mér og málverk- um mínum. Það sló í brýnu milli okkar og var J. J. reiður mjög. Svo fór hann að bíl sín- um, en þá voru félagar hans komnir inn í bílinn. Ég gekk að bílnum og mælti til herranna nokkur orð, sagði, að ég vonaði, að þeír skildu afstöðu mína rétt. Ég vildi ekki selja til safnsins fyrr en samkomulag væri kom- ið á. En í þessu varð ég fyrir hrindingu frá Jónasi Jónssyni og krafðist hann þess um leið af bílstjóranum, að hann „ræki þennan mann frá bílnum“. Lauk svo þessum viðskiptum.“ Bandalag ísienzkra lista- manna hefir í undirbúningi kæruskjal á hendur Mennta- málaráði, og þá fyrst og fremst ó formann þess og gjaldkera, Jónas Jónsson, alþingismann og skólastjóra frá Hriflu. Kæru- skjalið verður sent til alþingis í þessari viku og mun Alþýðu- blaðið birta það, er það kemur fram. Kæruskjal þetta er í mörgum liðum, en aðalatriði þess mun vera það, að Menntamálaráð hafi ekki keypt listaverk fyrir það fé, sem því bar að kaupa listaverk fyrir á undanfömum árum. Vita listamennirnir þetta og krefjast þess, að þetta fé fari í það sem ætlast er til. Þá munu listamennirnir ennfremur víta það, að reikningar Menntamála ráðs hafi ekki verið endurskoð- aðir í 8 ár samfleytt. Samkvæmt lögum á Menntamálaráð, að fá til umráða állar áfengissekt- ir. Fénu skal skifta í þrjá jafna hluta. Einn Muturinn skal renná ÍFrh. á 7. síðu.) Allt í einu rauk hermaður- inn á íslendinginn, sem er 18 ára og áberandi bæklaður og ætlaði að slá hann. Pilturinn beygði sig, svo að höggið lenti ekki á honum. Hljóp þá setu- liðsmaðurinn á piltinn, en hann undir setuliðsmanninn og tókst að halda honum niðri. Slepptu síðan báðir tökunum og stóðu upp, en síðan ruku þeir saman i qfftur og kom íslendingurínn setuliðsmanninum aftur undir. Slepptu þeir enn tökunum og stóðu upp, og virtist deilan þar með jöfnuð. En hálfri klukkustund síðar komu 60—70 setuliðsmenn fylktu liði eftir aðalgötu bæjar- ins og létu þeir mjög ófriðlega. Réðust þeir strax á vegfarend- ur og létu höggum rigna yfir alla, sem þeir náðu til. Fimm ungir Siglfirðingar snerust strax á móti og síðan fleiri. Lenti þama í algerum .og mjög fjölmennum bardaga. Vom margir setuliðsmenn barð- ir niður og ýmsir Siglfirðingar. Voru setuliðsmenn margfalt fleiri, enda höfðu þeir yfirhönd ina að lokum. Einn íslendinganna meiddist alvarlega. Er höfuð hans bólg- ið og blóðugt eftir hendur og fætur setuliðsmanna. Var þessi maður fluttur til læknis og ligg ur hann nú rúmfastur. Ýmsir aðrir hlutu minni meiðsli. Mál þetta hefir nú verið kært og ríkir reiði hér yfir þessari tilefnislausu árás á friðsama veg farendur. Viss, María Markan og George Östiund, — maðurinn hennar. M ARÍA MARKAN er frægasta söngkona, sem ísland hefir átt. Nýlega gekk hún í heilagt hjónaband og maðurinn herrnar er Ge- orge Östlund, sonur Davíðs Östlund, prentara, ritstjóra og bókaútgefanda, sem dvaldi hér á landi um all- langt skeið. Nú er George, sem er fæddur austur á Seyðisfirði, söluforstjóri hjá The Consolidated Edison Company Inc., í New York, en í Ameríku hefir hann dvalið í 17 ár. Þessar mynd- ir, sem hér bírtast af hjómm- um, voru teknar er þau giftu sig. Birtust þær í Heims- kringlu nýlega. Segir Heims- kringla um Georg Östlund, að hann sé hinn mesti at- gervismaður og njóti óskor- aðs trausts. Ennfremur segir Heims- kringla um söngkonuna: „María Markan-Ostlund söng sitt fyrsta hlutverk í Metropoli- tan óperunni í New York þann 7. yfirstandandi mánaðar, febrú- ar, og var henni þegar svo vel tekið, að til undantekningar telst, þegar tekið er tilbt til þess, hve fólk iþað, er þessa heims- frægu óperu sækir, er kröfu- hart; hún hafði hlutverk Greifa- innunnar i .,The Mariage of Figaro“; fóru stórblöð borgar- innar miklum lofsorðum um söng stjörnunnar fró íslandi, og skal hér vitnað f sum þeirra: , JJiss Markan, sem áður hafði sungið hlutverk Greifainnunn- ar á Englandi, söng hlutverk þetta í gærkveldi eins og sá, sem gerskilur inúsík; tónamir voru, með örfáurn undántekn- ingum, styrkir, og söngurinn yfir höfuð stórhrífandi og frjáls vængjaður; hinir allra beztu tónar voru tærir ög sjálfstæð- ir. Miss Markan var auðsjáan- lega heima hjá sér á leiksvið- inu, og varð aðnjótandi hjartan- legrar aðdáunar af hálfu óperu gesta“ — Herald Tribune. — Francis D. Perkihs. Blaðið New York Joumal- American komst meðal ann- ars svo að orði um hið fyrsta óperukvöld söngkonunnar: (Frh. á 7. síðu.i Bandarikjamenn gera við skipabrvggjnna i Kefiavik. Og vátryggingafél. Loyd tekur Eldey upp og gerir við skipið. ----» ' ■ - Samkomalag,en ekki máisbBfiðim Frá fréttaritara Alþýðublaðsins KEFLAVÍK í gærkveldi. EFTIR því, sem mér hefir verið tjáð, hefir orðið samkomulag milli aðila ut af skemmdunum á hafskipa- bryggjunni hér og á línuveið- aranxun „Eldoy“. Bandaríkska herstjómin mun taka að sér að gera við hafskipabryggjuna að fullu og öllu á sinn kostnað og gera bryggjuna jafnfull- komna og hún var áður en skemmdimar urðu á henni. Þá mun brezka vátryggingar félagið „Lloyd“ hafa samþykt að taka „Eldoy“ upp og gera við skipið að fullu á sinn kostn- að. Eins og kunnugt er upphaf þessa máls það, að í ofviðri, sem varð hér fjórða marz, braut línuveiðarinn Eldoy hafskipa- bryggjuna mjög mikið, síðan kviknaði í skipinu og brann það heilan dag við bryggjuna, en sökk síðan þar. Var skipið, eins og áður er sagt í flutning- um fyrir ameríksku berstjóm- ina. Herstjórnin hefir enn ekkt látið byrja á þessu verki og heldur ekki vátryggingarfélag- ið. En búizt er við aS vinna verði hafin við þetta innast mjög skamms tímd. Þykir Keflvikingum að þetta mál hafi fengið góðan endi. Byrgir

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.