Alþýðublaðið - 18.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.03.1942, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18, marz 1942, /kU>Yf>UBf.AÐIÐ 5 Bókarfregn: Smásteinn og Blásteinn: Haraldur Á. Sigurðsson og Brynjólfur Jóhannesson. Reykjavfkurannáll h. i Halló Amerika. .......| » ........-' Frnmsýnlng f fyrrakvðld. ASTANDSREVÝAN 1942, Halló, Ameríka! heíði raunar átt að heita Hristingur, $>ví að hún er eins konar kokk- teill úr revýunni frá í fyrra, Hver maður sinn skammt, að við bættum nokkrum nýjum i>röndurum og gamanvísum, sem stungið er inn f á víð og dreif. Höfundar eru hinir sömu og i fyrra, Morten Ottesen og Har- aldur Á. Sigurðsson, sem einnig lék eitt aðalhlutverkið. Óneitánlega hefði verið skemmtilegra að fá alveg nýja revýu, og skortir ekkert á að höfundarnir geti búið til nógu hnittna brandara, en hitt virð- ist iþeim ekki eins sýnt um, að Ma til skemmtilegar flækjur, «n í því eru ýmsir erlendir re- výu- og farsahöfundar oft hinir mestu snillingar. Sumir kunna ef til vill að líta ;svo á, að slíkar sýningar sem þessar hafi ekkert uppeldis- eða menningargildi, þær séu að eins iál þess að hlæja að iþeim eina kvöldstund. En það er síður en svo, ef vel er á haldið bæði af hendi höfundar og leikenda. iÞær stinga oft á kýlunum og yf- Meitt hafa menn gott af iþví að sjá sjálfa sig í spéspegli, að minnsta kosti við íslendingar, en okkur hefir jafnan hætt við |>ví að taka sjálf a okkur full há- tíðlega, en við slíkum kvilla geta revýur verið gott læknis- 3yf. Revýan er í fjórum dráttum <og tveimur hernámum. Gerist sá fyrsti í „Night párk" of Beykjavík, annar heima hjá Steinríki, riddara af' Petsamo- orðunni, þriðji er skíðamót við Flengingabrekku og fjórði við Bessastaði. í fyrra hernámi kem- xa Lárus Ingólf sson fram í gervi Halldórs Kiljans og les upp úr Laxdæíu á reykvíksku götumáh. Vakti iþessi aukaþáttur lang- mesta kátínu, enda er Lárus á- gæt eftirherma og gerviförull, en Iþað sannast hér sem oftar, að sjaldan lætur sá betur, sem ¦eftir hermir. Haraldur Á. Sigurðsson lék Smástein f allhlíf arhermann með meiru. En að þessu sinni hafði hann ekki hinn venjulega mót- Ieikanda sinn, Tryggva Magn- ússon, en í hans stað kom ekki síðri leikari en Brynjólfur Jó- hannesson. I>eir, ásamt Alfreð Andréssyni, héldu uppi mestu af skrípaskopi leiksins. Alfreð er vafalaust snjallasti gaman- vísnasöngvari á landinu og þótt víðar væri leitað. Væri það vel þess vert að ná honum á söng- mynd, meðan hann er upp á sitt hið bezta, því að ekki er að vita nær við fáum annan slíkan. Lár us Ingólfsson og Brynjólfur Jó~ hannesson eru lika góðir gam- anvísnasöngvarar, þó að ekki séu iþeir jafnsnjallir Alfreð á því sviði. Friðfinnur Guðjónsson leikur enn eitt af aðalhlutverkunum, og er ekki að sjá, að Elli kerling hafi bugað hann til muna^ Hann er enn kvikur eins og tvítugur piltur á leiksviði. Annað hernám, sem kemur á eftir þriðja drættí, er kallað Takið undir með Páli ísólfs- syni, og koma þar fram Brynjólf ur, Lárus, Alfreð og Haraldur. Þetta atriði fer gersamlega yfir markíð, þar eð skrípalætin eru yf irgengilega heimskuleg, og þó að fólk fengist til að hlæja að þeim, ættu að vera einhver tak- mörk fyrir því, hvað má bjóða. Annars má gjarnan gera gys að Þjóðkórnum eins og öðru, en þar verður að vera eitthvert hóf á, svo að maður hafi gaman af. Aðalkvenhlutverkin léku Auróra Halldórsdóttir og Drífa Viðar. Hin síðar nefnda er orðin töluvert leiksviðsvön og í Aur- oru virðast vera gott leikaraef ni. Hélga Gunnars fór mjög smekk- lega með hlutverk sitt og verð- ur áreiðanlega gott lið að hénni með meiri æfingu, en hún er til- tölulega nýlega byrjuð að leika. Vísurnar eru ekki eins góðar og óbundni textinn, en í góðri meðferð leikaranna má hlæja að þeim. Karl ísfeld. ii Zweig: Marla Stoart FYEJR nokkrum dögum kom þessi bók^á markaðinn, og hefir hennar ekki verið getið í blöðunum svo að ég hafi rekizt á. f>etta þykir mér miður farið og miklu ver en efni standa til. Af ýmsum og skiljanlegum á- stæðum er óft ritað mikið mál og ótæpt lof um bækur, sem hverjum manni er ljóst að eru aðeins dægurflugur og heyra til hinni líðandi stund. En þetta má iþó með engu móti verða til þess að þagað sé með öllu við gagnmerkum bókum, hvort held ur innlendra eða útlendra höf- unda, þá er þær koma út. Fyrir því stenzt ég ekki mátið, eh sting niður penna um þessa bók, Tvennt ber til þess, að þessa bók verður að telja tj.1 hinna merkustu, er út hafa komið hér á landi um langt skeið. í fyrsta lagi það, að Stefan Zweig var sá óvenjulegi snillingur, sem mjög fáum mönnum auðnast að verða. Með elju, sem ekki lét staðar numið fyrr en við yztu mörk þeirrar þekkingar á við- fangsefninu, sem auðið var að ná, undirbjó hann ritverk sín. Og síðan braut hann viðfangs- efnið til mergjar, lét djúp- skyggnan hug sinn uppljóma það frá öllum hliðum, plægja það, sælda það eins og hveiti, þangað til það var orðið svo samlif að hug hans og sál, að sag- arf ör hans og hamarshögg erf ið\ ismannsins sáust 'síðan ekki á verki hans. Saga haos rennur fram náttúrleg, lifandi, tær eins og bergvatnshnd. í öðru lagi, að með þessari áðferð gekk\hann að því' að segja einhver þau stórbrotnústu og háskasamleg- ustu örlög konu, sem sagan kann að greina f rá, Maríu Stuart Skotadrottningar. Og þannig varð bókin um Maríu Stuart ein mikilfenglegasta bók þessa mikla snillings. Þar mættust hið stora viðfangsefni og liinn stóri sögusnillingur. j Bókin hef st með inogangi, þar sem höf. gerir grein fyrir við- fangsefni sínu. Því næst kafli, þar sem gerð er grein fyrir svið- um þessa drama, Skotlandi, frá 1542—1548, Frakklandi frá 1548—1561, Skotlandi frá 1561 —1568 og loks Englandi frá 1568—1587. Jafnframt er í þess- um kafla gerð grein fyrir per- sónum þeim, er helzt koma við sögu í hverjum hinna f jögra höfuðþátta í lífi hinnar fögru, en ógæfusömu drottningar. Gerir það lestur bókarinnar allan auð- veldari fyrir þá, sem ekki eru sögufróðir, og handhægt að slá upp í þessari skrá, ef lesandi vill glöggva ^hugmyndir sínar um einhverjar af söguhetjunum. Sú öld, er hér segir frá, var stórbrotin öld og merkileg. f á- tökum þeim, er þá urðu í trú- málunum og stjórnarfari, sköp- uðust örlög mannkynsins fram á vora daga. Hin geysta atburða- rás kristallaðist í kring um viss- ar persónur, sagan hóf þær til á- byrgðar, ákvarðana og tignar, meiri en rólegri öld hef ði náð að gera. Og jafnframt magnaði hún eðli þeirra og persónueinkenni til ills og góðs langt umfram það, er fábrotnir og sviplitlir tímar fá gert. Þess vegna verð- ur saga Maríu Stuart í senn svo gimileg til fróðleiks en jafn- framt stórbrotin og ægileg. Zweig hefir eins og vita mátti tekizt mætavel að láta þetta koma í ljós. Það er eitthvað nærri dulúðugt við síðustu ár Maríu, meðan hún bíður dauð- ans og úrskurða Elísabetar frændkonu sinnar. Og þegar loks böðulsöxin fellur að hálsi hinnar rauðklæddu drottningar, bá er það ekki bara gömul kona sem deyr, heldur hefir María Stuart þá unnið sem persónu- leiki allt það, sem hún haf ði tap- að sem drottning og kona, en Elísabet á þaðan af hásæti, sem ekki haggast, en skapgerð; sem er sprungin í grunninn. Hér á ekki við að fara að rekja efni þessarar bókar, En það er skylt að taka fram, að þýðingin, sem Magnús ritstjóri Magnús- son hefir leyst af hendi, er ágæta vel gerð. Hefir Magnús áðúr þýtt vel, en nú ágætlega, og er þó verkið torvelt Frá- gangur er svo sem bezt verður kosið og bókin skrumlaust sagt prýði fyrir íslenzka bókagerð og fengur fyrir íslenzkar bók- menntir. Rvík 4. marz 1942. Sigurður Einarsson. Mjö8 rausnarleg gjof til Stýrimanna- skólans. FYRIR NOKKRUM DÖG- UM meðtók ég undirritað- ur bréf frá hjónunum Ágústínu Viggósdóttur og Þorgilsi Ingv- arssyni, bankafulltrúa, dags. 2. marz s. I, ásamt kr. 3000,00 gjöf frá þeim til Stýrimanna- skólans, í minningu um son þeirra, Viggó, sem var nemandi í skólanum, en fórst sem kunn- ugt er, með e/s „Heklu" á leið frá íslandi til Ameríku í júlí- mánuði s. 1. Gjöf þessi er gefin á 23. afr- mælisdegi Viggós heitins og á að stofna með henni sjóð, er heiti ,^Korta- og bókasafnssjóð- ur Stýrimannaskólans". Til- gangur sjóðsins er, eins og nafn- ið bendir til, að skólinn eignist sem fullkomnast sjókorta- og bókasafn, en til þess er ætlast, að bókasafnið eignist nokkur eintök af hinum verðmestu námsbókum, sem notaðar eru á hverjum tíma, og verði þær lán- aðar fátækum námsmönnum meðan á náminu stendur, eftir ákvörðun stjórnarinnar. Með þessari rausnarlegu gjöf og tilgangi hennar hafa þau, foreldrar Viggós heitins, sýnt hugarþel sitt — og vafalaust einnig sonar síns — til þeirrar stofnunar, sem átti að búa hann undir lífsstarfið, og á þann hátt, sem bæði er þeim og minningu sonar þeirra til sæmdar, og skól- Frh. á 6. síðul Kosningabrandarar. Valtýr og guðfræðiprófessorinn öskra kosningaslagorð til kjósenda. Béfið hans Bjarna Ben. og vanræksla mín. Börnin og mennirnir, sem sýna þeim ósvífni. v MARGIR KOSNINGABRAND- ARAR ganga nú um bæino. Beztnr þykir mér sá, að þeir Val- týr Stefánsson og Magnús ..dósent" lágu á maganum í bíl og öskruðu kosningaslagorð til kjóstndanna um hátalara og sniluðu ameríkska slagara þess á milli. Ekki mun Magnús þó hafa minnst á „signr- jónskuna" við þetta tækifæri. Val- týr mun hafa kunnað illa við sig í þessu starfi og álitið það iremur hlutverk yngri mannanna í flokkn- um að standa fyrir- svona verkum. BJARNI BENEDIKTSSON, sem vann eins og kunnugt er glæsileg- an sigur yfir formanni Fasteigna- eigendafélagsiris, hafði hins vegar það hluverk „að láta sjá sig". Rembdist hann við þetta allan dag- inn og gekk fram og aftur í Von- arstræti og Lækjargötu, Reyndi hann að sýnast glaður og hress og tókst það furðanlega. Var hann oí vel klæddur, í sparifötunum, og upp flikkaður, og reglulega „að- gengilegur". HELGI HERMANN hafði það hlutverk „að láta ekki sjá sig" og tókst það að mestu. Mun íhaldið hafa unnið á því þó nokkur at- kvæði. Ein af konum íhaldsins vann að því allan daginn, að fá Sjáifstæðisfiokksfólk, sem ekki vildi kjósa, til að gera það. Vann hún að því á þann hátt, aö segja því að hefna sín á flokknum meS því að kjósa listann, en að atrika út aðalritstjóra flokksins og flokks- formanninn, sem var í þrítugasta sæti. Þetta var ekki svo vitlaust, eri hún sagði líka, að þeir gætu fært hana upp, ef þeir vildu! BRÉFIÐ, sem Bjarni Ben. sendi út og þóttist hafa skrifað persónu- lega til kjósenda, mun hafa haft nokkur áhrif. Einn „gamall þulur" skrifar mér af þessu tilefni og seg- ir: „Þú ert ekki duglegur að berj- ast í kosningum, Hannes minn. Þú. hefðir átt að skrifa að minnsta kosti gamla fólkinu eins og Bjarni Ben. Ég er viss um, að ef þú hefðir sent bréf eins og hann, þá hefði það háft áhrif. Hannes er ekki síð- ur áhrifamaður en borgarstjórinn"! DROTTINN MINN DÝRI! Þetta grunaði mig ekki. Hvort ég hefði ekki sent bréf ef mig hefði grunað þetta! En hálf hjákátlegt finnst mér samt að senda svona bréf. KRISTJÁN segir í bréfi til mín: „Mig furðar stórlega á framkomu margra fullorðinna manna gagn- vart börnum, sem bera út blöð og selja blöð. Þeir stöðva börnin, taka blöð hjá þeim, standa við að lesa þau og tefja börnin á þennan hátt. Þeim dettur ekki í hug að kaupa blöðin. Þetta er alveg óforsvaran- Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.