Alþýðublaðið - 18.03.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.03.1942, Blaðsíða 7
V Bróðir okkar. síra ÞORSTEINN ÁSTRÁÐSSON, andaðist að morgni þess 17. marz. Fyrir hönd fjarstaddrar móður og bræðra. Geirþóra Ástráðsdóttir. Hannes Ástráðsson. Jarðarför GUÐLAUGAR FILIPPUSDÓTTUR frá Stekkum í Flóa fer fram frá Aðventkirkjunni fimmtudaginn 19. þ. mán. kl. 2, Aðstandendur. Míðvikudagur 18. marz 1942, * ^ jBærinn í dag.; Næturlæknir er Kristbjörn Tryggvason, SkólavörSustíg 33, sími: 2581. Næturvörðúr er i Iðunnarapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12.15 Hádegisútvarp. 12,55 Enskukennsla. 3. fl. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 20,00 Fréttir. 21.20 Kvöldvaka Árnesingafélags- • , ins: a) Sigurður Sigurðsson biskup: Árnesþing. b) 20.40 Minni Árnesþings Cljóð eftir Aron Guðmundsson, lag eft- ir Pál; ísólfsson, sungið af Bjarna Eggertssyni). c) 20.45 Gunnar Kristinsson: Einsöng ur. d) 20.55 Guðni Jónsson, mag.: Sögur og sagnir. e) 21.10 Fersöngur: Fjórir Ár- nesingar (Einar Sturluson, Sveinn Sæmundsson, Guð- mundur Jónannesson og Gísli Bjarnason. Við hljóð- færið Áskeil Jónsson). f) 21.20 Sigurður Skúlason mag.: Upplestur. g) 21.30 Kjartan Ólafsson: Rímná- kveðskapur. h) 21.40 Kjart- an Gíslason frá Mosfelli: Kvæði. i) 21:55 Fersöngur: Fjórir Árnesingar. 21.50 Fréttir. Dagskrárlók. Barnakórinn Sólskinsdeildin undir stjórn Guðjóns Bjarna- sonar, hélt tvær söngskemmtanir síðastliðinn sunnudag í Flensborg- arskóla í Hafnarfirði. Var sú fyrri fyrir börn, en hin síðari fyrir full- orðna. Kórinn söng þrettán lög, en auk þess lék ellefu ára gömul tjelpa, Greta Kristinsdóttir. ein- leik á píanó og þykir hún hin efni- legasti píanóleikari. Sérstaka at- hygli vakti einsöngvari kórsins, Agnar Einarsson, 10 ára snáði. Báðar söngskemmtanirnar voru prýðilega sóttar og luku áheyrend- ur lofsorði á þær. Starfsfólk A-listans. Kosninganefnd A-listans býður starfsfólki listans, sem vann að kosningaundirbúningi og á kjör- degi til sameiginlegrar kaffi- drykkju og skemmtunar í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu annað kvöld kl. 8.30. Handknattleiksmót tslands. ANDKNATTLEIKSMÖT íslands hófst í fyrrakvöld í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar hér í bæ. Taka mÖrg kapplið héðan úr bænum og úr Hafnar- firði þátt í mótinu og er keppt í fjprum flokkum, meistara- flokki, 1. fl., 2. fl. og 3. fl. Þá rriunu og keppa kvennaflokkar. Fyrstu þrír lerkirnir fóru sem hér segir: 1. fl. Í.R. vann Ármann 34:22. 2. fl. Valur vann F.H. 22:13. Meist. Vík. vann K.R. 21:17. Leikirnir voru mjög fjörugir, enda sýnir markatalan, hversu jöfn liðin eru. Önnur umferð fór þannig: 1. fl. Fram vann K.R. 24:17. 2. fl. Í.R.—-Víkingur 13:13. í kvöld kl. 10 keppa í 1. fl. Valur og F.H., í 2. fl. K.R. og Ármann og Ý Meistaraflokki Valur og Haukar úr Hafnarfirði. —— --g-1' --------------- SDBlýsið í Slpíðablaðino Hjálp til náms- manna á Norðnr- lðndnm 09 i Þýzkaiandi. Ístæðnir fieirrai ero mjög erfiðar. \1 OKKJBHR þingmenn flytja !\ ‘illögu til þingályktunar í sameinuðu þingi lun aðstoð við fslenzka námsmenn á Norður- löndum og í Þýzkalandi. . .Tiilagan er svo hljóðandi. „Sameinað Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá far- borða, eftir því sem með þarf og imnt er, þeim íslenzkum námsmönnum, er dveljast í þeim löndum, sem samgöngur héðan eru teptar við. Jafnframt heimilar Alþingi ríkisstjóminni að veita námsmönnum þessum sem styrk allt að helmingi þess fjár, sem hún léggur þeim til dvalarkostixaðar“. í greinargerð segjá flutnings- menn: >rEins og kunnugt er, dveljast allmargir íslenzkir námsmenn á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. Litlar fregnir berast frá þeim, en þó er kunnugt, að þeir eigi við að etja allmikla erfiðleika vegna dýrtíðar og annars. Kunn ugt er og, að flestir þeirra, ef ekki allir, stunda nám sitt af full kominni alúð, og ýmsir hafa þegar lokið námi, en komast þó ekki heim. Ríkisstjórnin hefir látið sendi ráðin í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi greiða þessu fólki nauðsynlegan námseyri, en síð an hafa aðstandendur þess end- urgreitt féð hér heima, að því leyti, sem þeir hafa getað. Þessi skipim er að vísu góðra gjalda verð og raunar fullnægjandi þar, sem efnaðir aðstandendur eiga í hlut. En hitt er þó víst, að allmargir þeirra námsmanna, sem hér eiga hlut að máli, verði að brjótast áfram af eigin rammleik að miklu leyti eða öllu, og þykir því rétt, að ríkið hlaupi undir bagga með þeim á þann hátt, sem hér segir. Jafnframt er þess vænzt, að ríkisstjórnin rannsaki til þraut- ar, hvort ekki sé unnt að hjálpa þeim námsmönnum, sem lokið hafa námi erlendis, til þess að komast heim, því að hér er þeirra þörf, en hins vegar vafa- samt, hvert gagn þeir geti gert erlendis, úr því að námi er lok- Merki Zorros heitir ameríksk stórmynd, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir, Aðalhlutverkin ltika Tyrone Pow er, Linda Damett ög Basíl Rath- bone. Stríðsfréttaritarhm heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin ieika Claudette Colbert og Ray Milland. Húnvetningafélagið heldur skemmtifund í Oddfellow í kvöld ki. 820. Til skemmtunar verður m. a. kvikmyndasýning. ALÞVPUBtAPID Oiðnndnr Hann- esson. Fíeii ■ÍRBiaiarari. AUGARDAGINN 14. marz var til moldar borinn Guðmundur Hannesson, Vest- urbrú 29, Hafnarfirði, nærfelt 79 ára að aldri. Hvaða maður var það? flýg- ur einhverjum ef til vill í hug, þeim er eigi bar kennsl á hann. Fjöldi samtíðarmanna hans eru horfnir, þeir er bezt þekktu manninn, og hefðu þeir verið spurðir, svo og aðrir þeir, er vel þekktu hann, mundi svarið verða á þessa leið: Guðmundur Hannesson var góður maður og prúður, og vel á sig kominn, andlega og líkamlega. Hann var Rangæingur að uppruna, fæddur að Bjólu í Holtum 29. júní 1863. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum — en missti föður sinn ungur. Rúmlega tvítugur fluttist G.H. til Keflavíkur, og þar átti hann heimili um fjörutíu ára skeið, þ. e. sín mestu og beztu mann- dómsár. Þar kvæntist hann fyrri konu sinni, Guðrúnu Þor- kelsdóttur, hinni mestu ágætis konu; var heimili þeirra hin mesta prýði alla tíð. Þeim hjón- um varð ekki barna auðið, er til lífs kæmust, en heimilið var samt aldrei bamlaust, því að þau ólu upp 5 vandalaus börn. Og þau gerðu það svo, að ég fullyrði, að enginn, sem kom á heimilið, hafi getað annað séð en að bömin væru skilgetin þeirra börn. í Keflavík tók Guðmundur þátt í marghátt- uðum störfum. Hann stjórnaði fyrsta íshúsinu, sem starfrækt var þar, og síðar var hann ís- hússtjóri fyrir Duus-verzlun og starfaði hjá þeirri verzlun í tugi ára. Hann tók mikinn þátt í sveitar- og félagsmálum; var i hreppsnefnd og oddviti Kefla- víkurhrepps um skeið. Þeir, er bezt þekktu til um störf hans, hafa sagt hið sama, það, að öll störf sín hafi G. H. rækt með prýði. Hann var hinn mesti elju og starfsmaður, meðan heilsan leyfði, tók virkan og góðan þátt í félagsmálum. Var hann einn af helztu forvígis- og starfsmönnum Góðtempl- arareglunnar allajafnan meðan hann dvaldist í Keflavík, og allt af síðan meðan heilsan leyfði. Guðmundur fluttist til Hafn- arfjarðar, að ég ætla 1924, og litlu síðar missti hann fyrri konu sína. Nokkrum árum áð- ur höfðu þau hjón misst kæra fósturdóttur, svo að G. H. fór ekki varhluta af vinamissi. Árið 1926 kvæntist G. H. áftur Guðrúnu A. Sveinsdótf;- ur. Eignuðust þau tvær dætur, Guðrúnu Rut og Margréti, svo að alltaf hafði barnavinurinn G. H. tækifæri til að hlúa að og hugsa um börn. Seinni kona hans átti son, Ragnar að nafni, var hann ungur er þau kynnt- ust, og tókst með þeim vin- átta, sem hélzt æ síðan. Var hann einn af þeirn í fjölskyld- unni, sem alltaf reyndist hon- um vel og lét sér annt um hann. Ragnar er nú í lagadeild háskólans. — Að öllu saman- lögðu hygg ég, að óhætt sé að segja, að Guðmundur Hannes- son hafi verið gegn maður. Og ef að góð verk og drengskap- ur manna mættu koma afkom- endunum eða þeim, er menn unnu hér í lífi til góða, þegar þeir hverfa héðan, þá ættu dætur Guðmundar, og þeir, er hann unni og átti mest að þakká síðustu ár æfinnar fagra og góða framtíð. Felix Guðmundsson. Gripir Hólakirkjn framvegisgepd ir í kirfcjunni. Magmeim Skagfi* ö- inga flytja pings- ályktnnartlllögu* INGMENN Skagfirðinga flytja á alþingi þingsálykt- unartillögu um vörzlu gripa úr Hólakirkju. Virðist það sjálf- sögð tillaga og hefði hún átt að koma fyr fram. Tillagan er á þessa leið: „Neðri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að láta framvegis geyma í dómkirkj- unni að Hólum í Hjaltadal þá muni, eða nákvæmar eftirlík- ingar slíkra muna, sem heyra kirkjunni til, en nú eru í vörzlu þjóðminjasafnsins". í greinargerð segja flutnings- menn: „Hólakirkja í Hjaltadal er vafalaust virðulegasta guðshús á landi hér. Um nokkur ár und- anfarið hefir hún verið endur- bætt og fengið mjög þann svip, er hún hafði í öndverðu. Þjóð- minjavörður hefir annazt endur bætur þessar, og mun það dóm- ur flestra þeirra, er til þekkja, að þær hafi tekizt hið bezta. En nokkrir þeirra muna, sem kirkj- an átti og voru henni til skrauts, hafa verið fluttir burtu til varð veizlu í Þjóðminjasafninu, og virðist augljóst, að kirkjan fái ekki sinn fyrri brag, nema hún fái þá á ný.. Þeir meinbugir eru þó á um sumt þessara muna, að talið er, að þeim sé hætt við skemmdum af raka, og eru raun ar ýmsir þeirra skemmdir og þurfa endurbóta við. Virðist því tæplega rétt að flytja slíka muni í kirkjuna fyrri en svo hefir verið séð um upphitun Ihennar, að þeir teljist þar óhult ir. En þar sem slíks mun ekki LISTAMENNIRNIR OG MENNTAMÁLARÁÐ. (Frh. af 2. síðu.) til náttúrufræðifélagsins, annar til bókaútgáfu og sá þriðji til listaverkakaupa. Skal þessi upp- hæð sem fer til Menntamlaráðs iþó ekki verða minni en 50 þús- und krónur. Ef áfengissektirnar fylla ekki þessa tölu, skal áfengisverzlun ríkisins leggja fé fram, sem á vantar. Nú segja listamennmiir, að ekki nema litlum hluta af því, sem á að verja til listaverka- kaupa hafi verið varið á þann hátt, heldur hafi það verið tek- ið til þess að standast straum af bókaútgáfu, og það likar þeim illa. Annars er margt fleira, sem ber á milii í viðskiptum lista- manna og Menntamálaráðs. MARÍA MARKAN (Frh. af 2. síðu.) „Það var í gærkveldi að Miss Márkan, íslenzk sópranó, lét fyrst sjá sig og heyra í hlutverki Greifainnunnar í „The Marriage of Figaro“ á þessum slóðum; söngkonan var glæsileg á leik- sviði, og var söngur hennar því áhrifameiri, sem á leið hlut- verkið; tónamir urðu litauð- ugri, sjálfstæðari, og raddmagn- ið jókst. Miss Markan lék hlut- verk sitt röggsamlega og með miklum tígulleik“. — Grena Bennett. Ummæli blaðsins New York World-Telegram, voru á þessa leið: „Miss Markan hefir breiða rödd, stórhrífandi, og óþrjótandi raddsvið; túlkun hennar á við- faiiígsefni sínu var viðfeldin, og nákvæm í formi“. —- íslenzka þjóðin hefir gilda á- stæðu til þess að finna til rétt- láts metnaðar yfir sigurvinning um Maríu Markan-Ostlund; hún kom, sá og sigraði; og hún er fyrsta söngkonan, sem valdið hefir straumhvörfum í þróuiiar- sögu íslenzkrar sönglistar". von í náinni framtíð, má telja hitt eðlilegt, að kirkjan fái eft- irlíkingar þessara muna, og séu þær gerðar undir eftirliti og umsjá þjóðminjavarðar. Loks skal á það bent, að æsM- legt er, að endurbótum kirkj- unnar verði lokið sem fyrst, en til þess skortir fé nokkurt, og i þo eigi mikið“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.