Alþýðublaðið - 18.03.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.03.1942, Blaðsíða 8
s ALÞYÐUBLAÐIÐ Míðvikudagur 18, marz X9«2Ö VARLA OF MARGIR SIGMUNDUR SNORRA- SON, bláfátækur tómt- hássmaður, átti fjölda barna með konu sinni. Þetta lét hann sér samt ekki nægja, en fór að bæta við utan hjá. — Þegar hann kom með eitt slíkt barn til skírnar, fannst presti sér skylt að gera honum nokkra áminningu. Undir hirtingar- ræðunni sat Sigurður fyrst ró~ legur. — En þegar honum pótti nóg komið, stóð hann snúðugt upp og sag&i: „Verið þér ekki að því arna, prestur minn. Varla verða mín- ir öf margir % himnaríki." JÓN VÍDALÍN biskup vat á yngri árum, sem kunn- ugt er, aðstoðarprestur í Görð- um á Álftanesi. Einu sinni vildi það til við messugjörð hjá honum, að Halldóra nokkur í Hlíð í Garðdhverfinu braut undir sér bekk í kirkjunni og féll á gólfið. Þar var viðstadd- ur meðál annarra heimilismað ur í Görðum, sem Hálldór hét og var hagmæltur. Hann orti þá þetta: Þegar Halldóra bekkinn braut, bompsa náði í henni; gyðjan ofan á gólfið hraut, glöggt þann atburð ég kenni. Salvör í Króki sat þar hjá sú varð bereygð í framan; Hálldóra litum bústin brá, bískældist hún öll saman, það þótti þegnum gaman. "Jón .Vídalín .svaraði fyrir Halldóru með' þessari visu: Þegar Halldór guðs boðorð braut um blessaðar messustundir, honum í eyru skrattinn skaut að skálda prédikun %ndir. í hjartafylgsnum innstu hans andar sjö sátu saman, skimp og forögtun skaparans skældu hans sál í framan. Fjandanum fannst það gaman. * SÍRA SÆMUNDUR HÓLM setti einu sinni fulla blek- byttu niður á „prótókoll" á Synódus; hafði verið við skál. Um það kvað hann þetta: » ¦ i Sú var sökin þétta, ég svíndrakk mig fyrir rétt. i prótókollinn pretta punktaði stóran blett. Múlkteraður með mestu smán, út svo þaðan hoppa hlaut, haldið þið það sé lánf , — Hann rænir ekki frá öðr- um en þeim, sem hafa efni á því að láta rænast, frú mín. -— Hann gefur aftur mikið af ráns feng sínum. Fátæklingarnir á Englandi fá oft björg í bú á þann hátt. Nei, hann hefir enga siðferðilega timburmenn. — Hann er víst ekki kvænt- ur? — Nei, frú mín, það er ekki heppilegt fyrir sjóræningja að eiga konu. —• En ef kona hans hefði nú yndi af lífinu á sjónum? —¦ Konum hættir við að hlýða lögum eðlis síns og ala börn. — Satt er það, William. — Og konur, sem eiga börn, vilja setjast um kyrrt og lifa rólegu lífi. Eiginmaðurinn verð- ur því að velja. Annað hvort verður hann að sitja heima og láta sér leiðast, eða fara burtu og verða óhamingjusamur. — Það er úti um hann, hvora leiðina, sem hann velur. Nei, vilji maður vera frjáls, verður hann að sigla einskipa um höf lífsins. — Er þetta lífspeki hús- bónda yðar? — Já, frú mín. — Ég vildi, að ég væri karl- maður. — Hvers vegna? frú mín. — Vegna þess, að þá myndi ég fá mér skip og sigla um stormæst höf. Nú heyrðust hróp efst í stiganum og Prue ávítaði börn- ín. Dona brosti, hristi höfuðið og sagði: — Húsbóndi þinn hefir á réttu að standa, William. — Við erum öll aðeins hlekkir í hinni miklu keðju. Það eru að- eins sjóræningjarnir, sem eru frjálsir. Svo fór hún upp til barna sinna til þess að hugga þau og þerra af þeim tárin. — Þegar hún var háttuð, seildist hún eftir Ijóðurn Ronsards og hugsaði um það, hve kynleg örlög það hefðu verið, að franski sjóræninginn skyldi hafa legið hér í rúmi hennar, hvílt höfuð sitt á svæfli hennar hennar og handleikið þessa bók með pípuna í munninum. Hún hugsaði sér hann leggja frá sér bókina að loknum lestri slökkva á kertinu og halla sér til svefns. Hún velti því fyrir sór, hvort hann væri sofnaður núna í svölu káetunni sinni, í víkinni. Eða skyldi hann liggja á bakinu á þilfarinu og horfa upp í rökkvaðan stjörnuhimin- inn meðan öldurnar gjálfruðu við súð skipsins. Ef til vill var hann að láta sig dreyma um framtíðina. ' Morguninn eftir, þegar hún vaknaði og sólin skein framan í hana, fór hún að hugsa um skipið á víkinni. Himinninn var heiður og austan vindur- inn straukst yfir brúna ásana. Þá minntist hún þess, hve ör- uggt skipalægi væri á litlu vík- inni og engin hætta var á að skipið fyndist, þó að farið væri upp eftir ánni. Hún hugsaði til komandi kvölds og hún brosti af til- hlökkun og ævintýraþrá. Dag- urinn sjálfur virtist eins og for leikur að ævintýri kvöldsins, og hún gekk út í garðinn til þess að tína blóm, því að þlóm- in í kerunum inni í húsinu voru sölnuð. Henni þótti það friðsamlegt verk að tína blóm. Er hún hafði tínt þau í körfuna sína, fór hún með þau inn í húsið og lét þau í kerin, sem William hafði tekið fram. Hann var henni samsekur, hann var líka samsærismaður. Hún hafði veitt honum eftirtekt í borð- stofúnni, og hann hafði horft á hana augum skilnings og sam- úðar. , — Við skulum tjalda því, sem til er, William. Berið fram allan silfurborðbúnaðinn og kveikið á öllum kertunum.'— Hún setti stóran rósavönd á mitt borðið. Því næst fóru þau bæði niður í kjallarann og fóru að leita að víninu, en köhgul- lóarvefur var á flöskurium. — Loks fundu þau vissa vínteg- und, sem William sagði, að húsbónda sínum geðjaðist vel að. — Hvað eigum við að hafa til kvöldverðar? spurði hún, en hann hristi höfuðið og sagði: — Berið engan kvíðboga fyrir því, frú mín. Ég mun ekki bregðast skyldu minni. — S^bQAMLA BlðH Stríðsfrétta- ritarinn. (Arise My Love.) Claudette Colbert, Ray Milland. Sýnd klukkan 7 og 9. Framhaldssýning ki. , 3.30—6.30: JÁTNING AFBROTAMANNSINS (Ftill Confession). VICTOR MC LAGLEN JOSEPH CALLEIA Börn fá ekki aðgang. ¦ NVJA BIO Merbi Zorros (The mark of Zotto) mikilfeingleg og spennandi Amerísk stórmynd. -Aðalhlutverkin leika: Tyrone Power Linda Darned Basil Bathbone Sýnd kl. 5, 7 og 9. Lækkað verð kl. 5. Aukamynd: FBÉTTAMYND er sýnir meðal annars árás Japana é Pearl Harbor. Þannig leið dagurinn í eftir- væntingu og tilhlökkun. Síðdeg- is fór hún með börnin út í garð- inn og gaf þeim te þar undir trjánum. Um kvöldið lygndi og stjörnurnar komu í ljós. Það varð þögult á ný og Dona sendi þjónustuliðið til herbergja sinna og lézt vera þreytt og þóttist ætla að ganga snemma til hvílu. Þjónunum þótti vænt um að fá fríið og þeir fóru bergja sinna. strax til her- William und- irbjó kvöldverðinn, en Dona spurði hann ekki aftur, hvaða matur væri á borðum. Hún fór til herbergja sinna^ og staðnæmdist fyrir framan klæðaskápinn, óráðin í því, — hvaða kjól hún ætti að fara 1 Hún kaus rjómagulan kjól, — sem hún hafði oft farið í og hún vissi, að fór henni vel. Því;' /1 1 w ©ON qulXOTE BABNASAGA nestið í sama pokanum. Sankó þorði ekki að kveðja konu sína og börn, því að hús- bóndinn hafði sagt honum, að brottförin yrði að vera leynileg. Þeir sluppu út úr þorpinu án þess til þeirra sæist. * Don Qúixóte reið á undari á Rósinöntu, og glampaði á hann allan, því að hann hafði fægt pansarann prýðilega vel. Sankó kom í hæfilegri f jarlægð á eftir á asnanum sínum og með sekk- inn og vínflösku úr leðri. Kringlótt andlitið á Sankó Ijóm- aði eins og sól, þegar hann hugs- aði um öll þau gæði og gersem- ar, sem húsbóndi hans haf ði lof- að honum. Létt vindgola hreyfði nú alla mylluvængina, ög Don Quixote hélt, að risarnir væru að steyta hnefana að honum og ögra honum. / „Ég er óhræddur, þótt þið veifið öllum skönkum," hrópaði hann. „Ég berst jómfrú Dulsineu til heiðurs," æpti hann enn og brá lensu sinni á loft og réðst á þá vindmylluna, sem næst var. Vængirnir á myllunni snér- ust nú hratt. Lensan hitti einn vænginn, en hann lenti aftur á móti á riddaranum og hesti hans, svo að þau þeyttust bæði. vænan spöl og skullu á jörðina. Þegar Sankó sá hvar kom- ið var, reið hann þangað eins hart og asnin komst. Hann sá brátt, að húsbóndinn var svo illa farinn, að hann gafr ekki staðið upp. „Hjálpi mér sá, sem vanur er," hrópaði Sankó. „Sagði ég það ekki alltaf, göfugi hús- bóndi, að þú skyldir fara var~ lega. Og ég sagði líka, að þetta væru bara vindmyllur, það get- ur engum manni dottið annaíl HYHDtSiðA Lillí: Pabbi er enn þá þarna! örn: Því miður, Lillí..... Lillí: Þú átt við, að þessi kvensnift.....Lofaðu mér að fara til hans! örn: Það er þýðingarlaust! Við getum ekkert gert. Örn: Síðasta ósk hans var, að ég kæmi bér á öruggan stað. Þau fara upp í flugvpina. Örn: Nú er bezt að reyna mótorinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.