Alþýðublaðið - 19.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.03.1942, Blaðsíða 5
T'anmtudag'ur 19. marz 1942. ^iÞYeusrjsiD Weygand, hershðiðinginn, sem ber ábyrgð á ippgjðf i Frahklands. AAFSTAÐA Weygands hers- höfðingia til bandamanna hlýtur að haía komið mörgum á óvart. Það hafði svo oft verið' fullyrt, áð hinn fyrrverandi landssstjóri í Afríku væri í hjarta sínu hlynntur Bretum, og margir þóttust einnig sannfærð- ir um vináttu hans í garð Ame- rikumanna. Og enginn vafi leik- ur á því, ef ráða má af samtöl- um hans við ameríkska blaða- menn. En þegar Vichystjórnin sendi hann burtu samkvæmt ósk yfirvaldanna í Berlín, fer því fjarri, að hann hafi gert nokkurn hvaða. Hann hagaði sér iíkt og hlýðinn og auðsveipur skóladrengur, lét niður föggur sínar og fór til Suður-Frakk- lands til þess að halda áfram að skrifa endurminningar sínar, að því er sagan hermir. Og áður en hann leggur af stað hvetur hann samstarfsmenn sína til iþess að vera Pétain trúir. En raunar hefir þetta ekki •þurft að koma á óvart öðrum en þeim, sem voru málunum lítt kunnir. Það mátti alltaf búast við því að Weygand sýndi Vichy stjórninni enga-mótspyrnu. Það hefði mátt minnast þess, að þeg- ar yfirmaður Norður-Afríku hersveitanna var gerður að und- itrtyllu Darlans, gerði hann enga athugasemd við þá ákvörðun. Eaunar þarf ekki annað en lita á æviferil mannsins til þess að fullvissa sig um, að hann myndi aldrei kæra sig um að fóma neinu fyrir málstað lýðræðisins. Um uppruna Weygands er allt leyndardómum hulið. Sagan •Etegir, að hann sé af konungsætt- um, enda þótt aldrei hafi verið gert uppslcátt, hvaða konungs- ætt geti talið sér þann heiður að eiga þennan fræga mann í ætt sinni. Um þetta atriðþ svo þyð- ingarmikið sem það er í augum raargra manna, eru uppi, að því er framast verður vitað, að minnsta kosti tvær kenningar. En vissa er fyrir því, að þótt hann væri fæddur í Belgíu, var hann sendur í franska herskól- ann í Saint Cyr undir gervi- nafni. Frægð hans stafar frá síðustu mánuðum heimsstyrj- aldarinnar 1914—18. Foch hafði gert hann að yfirmanni herfor- ingjaráðs síns, og hann reyndist honum dugandi aðstoðarmaður. Foch var hinn mesti shillingur i herstj órn, en starfsaðferðir hans voru dalítið skrítnar. Hon- um duttu skyndilega ráðin í hug, og hann lét þau í ljós í fá- um setningum, sem voru flest- um mönnum óskiljanlegar. En Weygand skildi taut yfirmánns síns og var snillingur í því að gera grein fyrir því og útskyra hugmyndir hans. Þannig mynd- aðist goðsögnin um hermensku Weigands og hersnilld. Og þar eð hann var steinrunnið aftur- haldströll, komu vinir hans, fas- istarnir því síðast á loft, að snillingurinn hefði ekki verið Fcch, heldur Wcygand. Clemenceau hafði ekki eins mikið álit á yfirmanni herfor- ingjaráðsins og lét stundum fremur kuldaleg orð falla í hans garð. Öllum var kunnugt um aftur- haldssemi Weygands. Þegar hann var árið 1931 gerður að yf irhershöfðingja, urðu lýðræðis- sinnar óttaslegnir. Það var kunnugt, að hann hafði daðrað við fasista og menn litu á hann sem landráðamann, sem væri tilbúinn að taka þátt í pólitísku ofbeldisverki. En sannleikurinn er sá, að honum var margt betur gefið en hugrekki, og hann þorði aldrei að fara lengra en svo, að honum væri greið undanförin. Og enda þótt hann talaði um uppreisn við auðvaldssinna í heimahúsum, hélt hann fram- hliðinni hreinni gagnvart ráð- herrum lýðveldisins. Ei að síður létti lýðræðissinn- um stórum, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Mað- urinn, sem hafði látið sig dreyma um að verða einræðis- herra, fékk vel launað starf í sárabætur, joegar hann lét af embætti. Hánn varð aðalfram- kvæmdastjóri Suezskurðarfé- lagsins. Þess má geta, að meðan hann var yfirmaður herforingja- ráðsins, lagði hann þau ráð á, sem Camelin fylgdi fram seinna. Maxime Weygand. í upphafi núverandi styrjald- ar var hann gerður að yfirmanni Sýrlandshersins og í maímánuði 1940, eftir fráför Gamelins, var hann gerður að yfirhershöfð- ingja. Hann kom heim fiá Sýr- landi og tók við yfirstjórn hers- ins, en án þeirrar sigurvissu og þess öryggis, sem eitt fær leitt til sigurs. Athugasemdir nán- ustu samstarfsmanna lians frá þessum tíma eru mjög athyglis- verðar. Þeir sögðu: Hershöfð- inginn er fullur hugrekkis, og hann hefir tekið að sér verk, sem naumast nokkrum mennsk- um manni er fært að inna af hendi. En framkvæmdum hans og herstjórn má líkja við að- gerðir læknis, sem kallaður hef- ir verið að sjúkrabeði manns, sem á sér enga lífsvon lengur. En þó var það svo, að eftir fyrstu ferð hans til vígstööv- anna var hann töluvert bjart- sýnn, eins og ekki væri öllu glat- að enniþá. Ef tif vill hefir hann séð sjálfan sig í huganum sem sigri hrósandi herforingja, sem gæti að lckum látið draum sinn rætast og orðið einræðisherra. En gáfur og skilningur á því, hverra bjargráða þurfi við, eru ekki hið sama og að geta bjarg- að. Weygand var snillingur í því, að framkvæma skipanir, en sem hershöfðingi var hann gallagrip- ur. De Gaulle hershöfðingi hefir sýnt, að Weygand hafi ekki verið starfi sínu vaxinn Hann hafnaði persónulega hinum vit- urlegu ráðleggingum de Gaulles um rétta notkun skriðdreka og um það, að dreifa vörnunum yf- ir allt landið. 4» En það er önnur saga. Aðalat- riðið er það, að frá því er Þjóð- verjar fóru yfir Somme lét hann reka á reiðanum með allt. Hann vildi ekkert. annað en gefast UPP og sagði, að París væri ó- verjandi borg. Og á stjórnar- ráðsfundinum, sem haldinn var í Torus, sagði hann við þá, sem vildu halda áfram að berjast: Ég hefi fáeinar óþreyttar her- deildir og hefi í hyggju að nota þær til þess að halda uppi röð og reglu. Weygand vildi, eins og Pétain, hafa uppgjöfina skipu- lega í því skyni, að komizt yrði hjá byltingu. Hann var þeirrar skoðunar, að háegt væri að semja frið milli herjanna, og undir því yfirskini ætlaði hann sér að koraa á hernaðareinræði. Þannig tók hann á sig ábyrgð- ina á uppgjöfinni. Nú mætti spyrja, hvers vegna nazistar hafi krafizt þess, að hann færi frá. Svarið er mjög einfalt. Þó að hann væri sam- þykkur ráðstöfunum Vichy- stjórnarinnar, varð hann ei að síður mjög slunginn. í júnímán- uði .1941 var hann nógu skynsam ur til þess að flekka ekki hend- ur sínar í Sýrlandsmálinu. Hann lét Dentz það eftlr að stjórna andstöðunni gegn bandamönn- um. Sennilegt er, að frá þeim degi haf i hann ekki lengur trúað á sigur Þjóðverja. Og eftirfar- andi atburðir hafa sannfært hann um, að hyggilegra myndi vera að gerast ekki of brotlegur gagnvart lýðræðinu. Setningar, sem hafðar voru eftir honum í tilefni af árás Þjóðverja á ftússa sýna, að honum hefir verið ljós lokaósigur Hitlers. Og hann var aldrei mikið fyrir það gefinn að eiga nokkuð á hættu. Það má gera ráð fyrir því, að hann hafi ekki kært sig um að hafa nema takmarkaða sam- vinnu við Hitler. Þegar maður er aðalframkvæmdastjóri Suez skurðarfélagsins og líklegt er, að Englendingar vinni stríðið, er hyggilegt að vera varkár og koma sér vel við Englendinga. Þetta eitt er nægilegt til þess, að afla sér vantrausts Hitlers og sennilega hefir hann óskað eftir því að fá í stað Weygands mann, sem hann gat treyst betur. ttOOOOOOOOOC* ÚtbrelOiO Aipýðiiblaðlili IQOööOOGööööZ 5 Fiðlusnillingurinn Kreisler. Fyrir nokkrum mánuðum varð hinn frægi fiðlusnillingur frá Vín, Fritz Kreisler, fyrir bílslysi í New York. Hann er nú á góð um batavegi og býst við að verða alheill aftur. KLreisler er 66 ára. Eækilegt bréf ura nauðsyn á auknu hreinlæti á rakara- stofum og bárgreiðsíustófilM bfiejfiríris. EG FÉKK í GÆR all Iangt bréf frá „Hárprúðum“. Bréf þetta er athyglisvert fyrir margra bluta sakir, en affalefni þess er gagnrýni á rakarastofur bæjarins, án þess þó aff þar sé til aff dreifa neinum óvild arhug til þessarar atvinnugreinar, enda tekur bréfritarinn þaff bein- línis fram. Ég birti hér á eftir meg- inefni þessa bréfs. Því miður get ég ekki, aff minnsta kosti ekki aff þessu sinni tekiff þaff allt. Hóliff um dálkinn minn og Alþýðublaffið þakka ég. Bréfritarinn segir: EFNIÐ, sem mig langar að tala um.að þessu sinni. er í sambandi við rakara- og hárgreiðslustöðv- arnar í bænum okkar. Svo er mál roeð vexti, að mér er kumiugt um allmörg dæmi þess. að metm og konur. sem látíð hafa þvo hár sitt, klippa og greiða, hafa eftir aðgerð- ina hlotið slæm og Ijót útbrot í hársvörðinn og niður á hálsinn; eins konar sýki munu nokkrir karlar hafa fengið í skeggsvörðinn eftir rakstur. Byrjar þetta með roðaflekkjum, er verða að bólum, sem síðan hrúðra, og fylgir þessu mikill kláði, sviði og önnur óþæg- indi. Er nú auðvitað, að ekki ætti þetta að stafa af „hreinlætinu“ sem slíku, þvottalútnum, sápunni. Enda munu bólur þessar stundum halda áfram að breiðast út og myndast nýtt hrúður í þó nokkurn tíma eftir aðgerðina, ef ekkert er að gert. Er m. a. af þessu sennilegt, að hér sé smitberi, sýkill, sveppur eða hvað menn nú vilja kalla það, að verki. AF orsakasambandi því, sem sýn ist vera á milli aðgerðarinríar og veikinnar, virðist líklegt, að sýk- illinn hafi getað borizt á höfuð mannsins, sem e. t. v. er viðkvæm- ara vegna núnings við höfuðbað, smárispu eftir rakstur, klippingu o. s. frv., með greiðu rakarans eða öðrum áhöldum lians. Yil ég nú í þessu sambandi benda á nokkur atriði, er lúta að hreinlæti, sem ég tel vera all ábótavant hér hjá oss. GREIÐAN er vafalaust það verk- færi, sem rakarinn og hárgreiðslu- konan nota mest. í hana setjast ó- hjákvæmilega hárstubbar, ryk og óhreinindi ýmis konar úr hári þess manns eða konu, sem henni var beitt við. En hárið er sá hlutinn á yfirborði líkama mannsins, sem ó-- varðastur er fyrir sýklum þeim og óhreinindum. sem berast á millí manna, ýmist með loftinu eða á annan hátt. Þegar hársnyrtiaðgerð er lokið, er greiðan auðvitað mor- andi af þessu „góðgæti", sem að ofan er nefnt, og sé ekkert að gert, berst það að meira eða minna leytl yfir í hársvörð næsta' manns, til viðbótar við allt það, sem þar kann að vera fyrir, EN NÚ SEGER FÓLKIÐ ÁttÐ- VITAÐ: „En sú vitleysa. Rakar- arnir þurrka altaf greiðuna eftir hverja notlcun og áður en hann hefst handa við næsta mann.“ Já, þetta er nú hverju orði sannara, en það nægir bara ekki að þurrka greiðuna eða tækið. Það er ekki einu sinni nóg að dýfa henni ofan í sterkan sótthreinsunarlög og þurrka síðan, eins og ég hefi séð gert stundum. Nei, eina ráðið er að setja greiðuna í lokað ílát með spíritus eða öðrum sótthreinsunarr legi í, og láta hana liggja í því um lengri tíma, nokkrar klukku- stundir. ÉG VILDI. því vinsamlegast beina því til þeirra, sem hér eiga hlut að máli. að þeir tækju upp þessa venju: að hver rakari eða hársnyrtarí hafi a. m. k. 7—3 greið ur, sem hann noti daglega til skift is, en láti þær þess á milli liggja f 'sótthreinsunarvatni. Ég hefi rekizt á það, að sumir hársnyrtarar hafa álitið, að nægilegt væri að bursta greiðurnar upp úr volgu sápuvatni. En þetta er ekki rétt; ekkert gagn er í þvi, þótt slík hreinsun fari fram, jafnvel eftir hverja notkun. Að vísu hverfa grófustu óhreinind- in, en hin skaðlegustu, smásæju, verða eftir í greiðunni eftir sem áður. ÞAÐ, SEM AÐ OFAN ER SAGT um greiðurnar, á ekki síður við um önnur verkfæri, t. d. rakhnifa, Frh. á 6. síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.