Alþýðublaðið - 19.03.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.03.1942, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIP Apinn á þessari mýnd (þ. e. a. s. sá loðnari) heitir Sammy og félagi hans Curley Wilson. Sammy hofir hingað til orðið að taka 5 skeiðar af lyfi á dag, en á myndinni er Curley að segja honum, að framvegis þurfi hann aðeing að taka þrjár! Qddur Valentinusson; O'fyrirgefanlegt skeytingarleysi nm öryggi skips og manna. — —i. ■■■■ HANNES Á HORNINÖ Framhald af 5. síðu. klippur og skæri, og það án tillits til þess, hvort um rafmagns- eða handknúin tæki er að ræða. Hár- Btubbar og öimur óhreinindi berast með þeim manna á milli, ef ekki er gætt ýtrustu varúðar. Þessi áhöld þarf því að dauðhreinsa með einhverjum tryggilegum hætti eft- ir hverja notkun, eða sé það ekki hægt, þá a. m. k. svo oft á dag, sem hægt er. ÞÁ VIL ÉG TELJA það ófor- svaranlegt að nota sömu ábreiðuna eða lakið eins oft og gert er á hár- anyrtistofunum hér í bænum. Við snyrtinguna fellur hárið á dúkinn. Þegar henni, er lokið, hristir svo hárskerinn dúkinn vel og óþyrmi- lega. Háirð hrynur af honum (sumt þeytist í föt þeirra, sem eru svo óheppnir að vera of nálægt, en sleppmn því!), en óhreinindi þau, sem það hefir smitað frá sér, verða eftir og geta borizt með því á næsta víðskiptavin. Ekki má það heldur eiga sér stað, sem svo mjög er almennt, að rakari þurrki sér um hendumar á dúki, sem annar maður (oft síðasti viðskiptavinuri hefir notað til þess að þerra af sér raksápu eða annað með. Einnig verður að víta það, að sami dúkur- Inn mun oft notaður til þess að gefa mörgum mönnum andlitsbað, og það án þess að hann sé soðinn rækilega á milli. ÞÁ ÆTLA ÉG að benda á það, aö mjög er það vafasöm ráðstöfun með tilliti til þrifnaðar, er rakar- arnir eða aðrir hárskerar bursta brott hárin, er fallið kunna hafa, í andlit eða á háls viðskiptamannin- um, með hinum langhærða bursta sínum eða kústi. Nærri má geta, að eitthvað af hárstubbum og unv fram allt óhreinindum hlýtiu* að festast í honum og nuddast síðan á næsta mann, sem „kústaður" er, eða rjúka út í loftið við næstu að- "erð. I.-oksins vil ég mjög eindreg- ið hvetja hárskerana til þess uo gæta þess alltaf að sópa gólfið vandlega, en varlega þó, eftir hverja aCgerð, en koma síðan rusl- inu á einhvern stað, se:n ’æitir ör- vggi fyrir því að það berist út að nýju, áður en tök eru á því að brenna því eða eyða á annan tryggilegan hátt. Sé þessa ekki gætt nógu rækilega, geta óþrifln auðvitað borizt bá leiðina." Hannes á h*>vninu. IJANÚARMÁNUÐI síðast liðnum kom línuveiðarinn ísleifur M/B 35 hingað til Stykkishólms frá Reykjavík. Skipstjórinn, Markús Þórðarson hafði ekki réttindi til að stjórna skipinu; hann vantar stýri- mannstíma, sem lög ákveða. í Reykjavík var hann búinn að fá lepp til að skrá fyrir sig. En þeg ar hann fer, skilur hann leppinn eftir í Reykjavík og kemur sjálf- ur hingað ineð skipið. Á skipinu voru tveir vélamenn, en báðir með undanþágu, að sögn. Þegar hingað kemur, fær hann ekki skráð á skipið, og er jþá braskað við að fá undanþágu fyrir hann hjá stjórnarráðinu, og mun hún hafa fengizt fyrir meðmæti Frið- riks Ólafssonar, skólastjóra stýrimannaskólans, og Far- manna- og fiskimannasambands íslands, að mér hefir verið sagt, en ég trúi tæplega. Annar vél- stjórinn kom aldrei í vélarrúm skipsins, heldur var skiptá hon- um og öðrum dekkmanni, sem átti svo að fá undaruþágu eftir 3 mánuði. Þessi umskipti vél- stjóri fór af skipinu eftir fyrsta túr, og fyrsti vélstjóri fór af skipinu 1. marz. Nú gaj; maður búizt við að skipið gæti ekki ; farið út alveg vélstjóralaust. En hvað skeður? Skipið leggur út síðari hiuta dags 4. marz með þennan mann, sem átti að fá undanþágu eftir 3 mánuði, sem fyrsta og annan og þriðja vél- stjóra. Þetta ntl/ ég að sé há- mark kæruleysisins fyrir ör- yggi skips og manna. Þetta vissu allir hér, en enginn gerði neitt til að hindra það, að skipið færi svona út í sjó í þessu á- standi, hvorki sýslumaður eða tryggingarfél. skips eða manna. Þetta sama kvöld var birt í út- varpfnu tillaga frá fiskiþingi Fiskifélagsins til alþingis áð beita sér fyrir bættu öryggi á sjónum, og bendir iþað nokkuð í aðra étt en það, sem hér er á undan sagt. Það væri vel, að bet- ur væri farið eftir þeim ráðstöf- unum, sem þegar eru gerðar, en hingað til hefir verið. Það mun vera eins dæmi, að gufuskip leggi úr -höfn til fiskveiða eða annarra ferða og hafa engan vélamann um borð í Skipinu. Mér íþykir líklegt, að tekið verði svo á þessum málum, að slík svívirðing endurtaki sig ekki aftur, að ófyrirleitnum, á- byrgðarlausum galgopum hald- ist ekki uppi svona kæruleysi og státa svo af því á eftir, að geta þverbrotið öll lög óáreittir. Mér finnst sjálfsagt, að svona fram- koma berist sem flestum til eyrna, ef ske kynni að betur væri farið eftir settum reglum um öryggi skipa og manna, sem góðir og hugsandi menn beita sér fyrir að lögleiða. Það eru nógu mörg slysin samt, af óviðráðanlegum ástæð- um, þótt ekki sé gerður leikur að því, að drepa sjálfan sig og aðra. Stykkishólmi, 5. marz 1942. Oddur Valentínusson. Iðja, Akareyri, beldor aðalfund T!>T4. félag veiksmiðjufólks A-á Akureyri, hélt sinn s. 1. sunnudag. Þessir menn voru kosntr í stjórn félagsins: Magnús Stefánsson, formaður. Sveinn Þorsteinsson, ritari. Jón Ingimarsson, gjaldkeri. Fiœmtudagur 19. marz 1942. Skipting striðsgróðans. Framhald af 4. síðu. rneð, safnaðist þó hjá þeim ör- fáu fyrirtækjum, sem áttu íog- araflotann að nafninu til. En smámsaman hafa svo að segja allir atvinmurekendur gerzt hlutaðeigendur í kapphlaupinu um stríðsgróðann, með því að hækka í sífellu í verði það,’sem þeir höfðu að selja. Launastéttirnar hafa haft þama allt aðra og miklu lakari aðstöðu til þess að auka tekjtrr sínar, enda haf a þær ekki vaxið nema í hlutfalli víð vaxandi dýrtíð, og það ekki fyrr en ár var liðið af stríðinu, eða fyrir það, að launþegamir hafa lagt fram meiri vinnu, eftir- og næt- urvinriu. Samt er það ekki nema lítið þrot af aukningu þjóðarteknanna, sem lent hefir hjá launastéttunum. Nú hefir ríkisstjómin skorizt í leikinn til þess að stöðva það, sem hún kallar kapphlaupið á milli verðlags og kaupgjalds, sem eins mætti kalla kapphlaup ið um stríðsgróðann. Og hvar ber hún niður? ; • ; ÍHáti' j. Hún bannar grunnkaups- hækkanir allra launþega, en möguleikar atvinnurekendanna til þess að auka tekjur sínar eru látnir óskertir, jáíneira að segja auknir. Hvaða siðferðilegan rétt hefir ríkisstjórnin til slíkra að- gerða? f Hún segist gera það til þess að stöðva Vöxt dýrtíðarinnar, en eins og margsinnis hefir verið sýnt fram á með óyggjandi rök- um, er það hin mesta fjarstæða, að bannið gegn grunnkaups- hækkunum fái nokkru á orkað til þess. Þessi siðferðilegi grund- völlur er því ekkert annað en argvítug blekking. Ríkisstjómin hefir einmitt látið dýrtíðina aukast til þess að atvinnurek- endurnir gætu grætt sem mest. rv. En hver verður svo af leiðing- in af hinni ranglátu skiptingu stríðsgróðans að stríðinu loknu? Við eigum enga vissu fyrir því að tekjur íslenzku þjóðarinnar verði meiri eftir stríðið, en þær voru fyrir stríðið. En nú hefir myndazt hér stóreignastétt, sem fyrirfram á kröfu á mjög verulegum hluta þjóðartekn- anna í krafti eignarréttar síns. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að tekjur allra annarra þegna þjóðfélagsins samanlagðar hljóta að Verða miklu minni en þær voru fyrir stríð, m. ö. o.: lífskjör þeirra hljóta að versna. Niðurstaðan verður iþá, að tekjuskipting ís- lenzku þjóðarinnar verður stór- um ranglátari eftir stríðið en hún var fyrir stríðið, þar sem hin fámenna eignastétt, sem fengið hefir í sinn hlut mestan hluta stríðsgroðans, á fyrirfram kröfu á miklum hluta þjóðar- teknanna, í krafti eignarréttar síns. Hér hefir verið brugðið upp einni smámynd af einni aí leiðingunum af stefnu Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokksins í dýrtíðarmálunu::'. Hún sýnir, að þessi stefna er ekki ?.ðeins ranglát í nútíðinni, heldur hlýt- ur hún éinnig óhj ákvæmilega að skapa stórfellt félagslegt ranglæti í framtíðinni. Til skamms tíma, eða þangað til síðastliðið haust, bjó á Vatt- amesi í Fáskrúðsf j arðarhreppi maður að nafni Þórarinn Gríms- son og kallar sig Víking. Vík- ingur þótti umsvifamikill Fram- sóknarmaður í héraðinu og hélt oft Framsóknarsamkomur að Vattamesi til lofs og dýrðar Framsóknarflokknum, og er tal- ið að Víkingur sé búinn að handjáma flesta bændur í Fá- skrúðsfjarðarhreppi og segja þeim fyrir um, hvemig þeir eigi að kjósa við næstu alþingis- kosningar. Talið er að búskapur- inn hafi að ,öðru leyti gengið heldur báglega, og er þó Vattar- nes kostajörð, en svo mikið er víst, að þessi Framsóknar-Vík- ingur flosnaði upp frá jörðinni haustið 1941 og fluttist búferl- um að Búðum til bráðabirgða, því hærra mun hugur hans stefna, og átti nú röðin að koma að Búðamönnum, að leiða þá í allan sannleika í póli- tíkinni. Enn sem komið er lifir Víkingur þó á hálfgerðum úti- gangi hér í bænum síðan um áramót, en hugsjón hans mun vera sú, eins og flelri Fram- sóknarmanna, að fá embætti í höfuðstaðnum og byggja luxus- villu. Fyrir nokkru setti ég greinar- korn hér í blaðið um hrepps- nefndarkosninguna á Búðum 25. jan. s.l. og virðist það hafa komið eitthvað ónotalega við Þórarín Víking, en hann er tal- inn hafa verið annar yfirhers- höfðinginn í sameinuðum her Framsóknar og Sjálfstæðis- manna á Búðum fyrir kosning- una. „Miklir menn erum við, Hrólfur minn,“ segir Víkingur og ryðst um fast í hálfuxn Tíma- dálki, þar sem hann hyggst áð sýna fram á, að herskarar hans á Búðum séu engu minni en Iið alþýðunnar. Um þetta ætla ég ekkert að þrátta við Víking, enda var mín grein ekki aðallega skrifuð til þess að undirstrika kbsninga- sigur Sjálfstæðisflokksins, held- ur til að sýna fram á, hve f jarri Þórarinn Víkingur og hans menn eru því, að skilja hugs- unarhátt íslenzkra kjóesnda og íslenzkrar alþýðu. fslenzkir alþýðukjósendur láta ekki banna sér að mæta á almennum fundum, og íslenzkir alþýðukjósendur láta ekki segja sér að kjósa eftir annarra geð- þótta. Við erum ekki í Þýzkalandi, Þórarinn minn. P. t. Reykjavík, 9. marz 1942. Eíður Albertsson. UtbreM Alpýðublaöid. Víkingurinn frá Vattarnesi !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.