Alþýðublaðið - 20.03.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.03.1942, Blaðsíða 6
Hallbjörg Bjaraadóttir Hljómleikar ■>« aðstoB 15 manna hljómsveitar madir stjórn EDWIN BRADON Sunnudaginn 22 mars kl. 3 i Gamla Bió. Aðgðngumiðar í Hljóðfærahúsinu. STÚLKA vö® vélritun og enskum bréfaskriftmn óskast. Gísli Halldórsson h.f. .. / Austurstræti 14. Auglýsing frá ríkisstjóminní. Þar sem óiriðarhættan hér er nú að áliti hern- aðaryfirvaldanna síst minni en síðastliðið sum- ar, þykir nauðsynlegt að sem flestum bömum verði komið ur bænum, svipað og þá var gert, jafnskjótt og fært þykir. Er því brýnt fyrir öllum foreldrum, er hug hafa á þessu, að leitast við að útvega börnum sínum hið fyrsta dvalarstað í sveit. Þeir, sem eigi hafa tök á slíku, en vilja hinsvegar koma börnum sínum úr bænum, ættu að leita fyrirgreiðslu sumardvalarnefndar. Enn er eigi ákveðið hvnær brottflutningur bama hefst, en foreldrum er eindregið ráðlagt, að búa börn sfn nú þegar til brottfararinnar, svo að tafir þurfi eigi að verða af þeim sökum. ALÞYDUBLAÐIÐ Föstudagur 20. ntarz 1912. HelgaSeU, nýtt taefnr göngu sfna i Fjallar nm taékmenntlr og meniiingarmál. ; ■ \ • 0 • V - ■ ; RitstJ.: Magoós ísgeirssoo, Tómas finömondsson. HELGAFELL, nýtt tímarit um bókmenntir og menning- armál hefur göngu sína í dag. Þetta er stærsta tímarit landsins, kemur út mánaðarlega, 48 blaðsíður í stóru broti, en það samsvarar 96 venjulegum bókasíðinn. Það kemur út 10 sinnum á ári, því að sumarheftið fyrir mánuðina júní, júlí og ágúst kemur út í einu lagi. Ritstjórar tímaritsins eru Magnús Ásgeirsson og Tómas Guðnumdsson skáld. Útgef- ✓ andi er Helgafellsútgáfan. ig mjög athyglisverð grein um hagnýt efni. Það er ætlun- HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Framhald af 4. síðu. Framsóknarflokksins í þessu máli, ef aðalmótbárumar gegn því eiga að vera þær, að með frumvarpi Alþýðuflokksins, sé „siglt í kjölfar kommúnismans“ og borin fram sú „alútlendasta breytingartillaga, sem enn hafi verið sýnd á alþingi.“ — Nema formaður Franisóknar- flokksins ætli að fara að telja mönnum trú um, að óréttlætið í kjördæmaskipuninni og kosn- ingafyrirkomulaginu hér á landi, sem Framsóknarflokkur- inn byggir ofurvald sitt á, sé eitthvað sérstaklega íslenzkt i eðli sínu! Otvarpsráð hlntdrægtr Frh. af 4. síðu. ráð að taka málið til nýrrar yf- irvegunar.“ Svar útvarpsráðs var svo- hljóðandi, dags. 10. febr.: Framhald á morgun. Yfirajósnari Hitlers. (Frh. af 5. síðu.) gert heyrinkunnugt. Það er kunnugt, að hann hafði upphaf- lega verið andvígur rússneska ævintýrinu — ef til vill vegna þess, að honum hefir verið það ljóst, að njósnarar hans gætu engu áorkað í Rússlandi og hann skorti gersamlega skýrsl- ur um hernaðarundirbúning Rússa. Þetta iþýðir ekki það, að Canaris hafi ekki verið nógu á- kveðinn andstæðingur bolse- víka. En hann var einn af þeim Þjóðverjum, sem glltaf hafa viljað samvirmu við Rússa og haldið iþví fram, að öll vandamál yrðu bezt leyst á þann hátt. Septímunfunður í kvöid kl. 8%. Fyrrverandi hæstaréttardómari Péll Einarsson flytur erindi. Utanfélagsmenn vel- komnir Alþýðublaðið hafði í gær samtal við ritstjórana báða og fekk að sjá fyrsta heftið. Er það bráðmyndarlegt og stór- fróðlegt að efni. Það er prent- að á úrvalspappír, sama papp- ír og Landnámuútgáfan. í inngangi segja ritstjórarn- ir meðal annars: „Tímaritinu Helgafelli er fyrst og fremst ætlað að flytja innlendan og erlendan skáld- skap og fjalla um bókmenntir, listir og almenn menningar- mál. Það verður engum stjórn- málaflokki háð né venzlað, en mun sýna frjálslyndi í efnis- vali sínu og télja sér skylt að taka öllu, sem því kann að berast af listrænu og athyglis- verðu efni, og eigi sízt hverju vænlegu nýmæli, með fullri gestrisni, samkvæmt þeirri skoðun okkar, að andlega starf- semi beri að meta eftir lista- og menningargildi hennar og engu öðru. Jafnframt mun það gera sér far um að hlúa á all- an hátt að þeim^ verðmætum, sem fyrir eru í tungu vorri, sögu og þjóðmenningu.“ Efni þessa fyrsta heftis er fjölbreytt: Jón Magnússon fil. kand. skrifar yfirlit um heims- viðburði. Þá er stórmerk grein eftir Barða Guðmundsson þjóðskjalavörð um Uppruna íslenzkrar skáldmenntar. Er þetta fyrsta greinin af fjórum eða fleirum um sama efni eftir þjóðskjalavörðinn. Segja þeir. sem kunnugir eru kenningum höfundarins um þetta efni, að greinar þessar séu hvort tveggja stórmerkilegar og lík- legar til að valda straum- hvörfum í skoðunum manna um mikilvæg atriði í norrænni og jafnvel germanskri 'forn- sögu. Greinar Barða Guð- mundssonar munu allar birtast í þessum árgangi Helgafells. Annað efni þessa fyrsta heft- is er á þessa leið: Stefan Zwéig. látinn. Bréf til látins manns, snjallt og fagurt kvæði eftir Tómgs Guðmundsson. Eld- fjallið, eftir Gunnar Gunnars- son. Ef . . . ljóð eftir Kipling, þýtt af Magnúsi Ásgeirs- syni. Aldarminning Georgs Brandes, eftir Sverri Kristj- ánsson, sagnfræðing. Farand- riddari, ljóð eftir Brandes, þýtt, af M. Á. og loks kemur sérstök deild, er ritstjórarnir kalla „Léttara hjal“ og að síðustu ritdómar með inngangsgrein undir, fyrirsögninni Bókmenpt- ir. Um deildina „Léttara hjal“ segja ritstjórarnir: „Léttara hjal“ verður, eins og nafnið bendir til, dægurskraf í skemmtitón um ýmislegt, sem efst er á baugi þá stundina, — ekki síður um alvörumál en annað. Ennfremur verða þar birt þýdd og frumsamin kvæði. skopmyndir og fleira, og heitir tímaritið á lesendur sína að taka þátt í umræðum í þessari deild. v'; 0 i Sú nýbreytni hefir verið tekin upp, að hafa sérstakar fyrirsagnir á bókmenntadóm- unum aðrar en heiti þeirra bóka, sem skrifað er um. Þess- ar fyrirsagnir eru í þessu hefti: Maðurinn og máttar- völdin. Sambúð Ijóðs og listar. Meistari, sem þyrfti að endur- fæðast og Draumur og jörð. — Eru þarna margar bækur, rit- dæmdar af skilningi og hisp- ursleysi, sem full þörf er fyrir og getur þetta tímarit því orð- ið góður leiðbeinandi manna um bókakaup. Um bókmennta- gagnrýni tímaritsins segja rit- stjórarnir meðal annars: „Helgafell væntir f>ess, að bókaútgefundur sendi því bæk- ur sínar til úmsagnar fram- vegis, og mun telja það skyldu sína að gera hverri umtals- verðri bók nokkur skil, eftir því sem rúm leyfir. Þó að því sé mætá vel ljóst, að íslenzk bókmenntagagnrýni standi skör lægra en bókmenntirnar sjálf- ar, og telji þar brýna þörf um- bóta, treystir það sér ekki til að gefa önnur fyrirheit en þau, um væntanlega hlutdeild sína í því efni, að það muni gera sér far um að meta bækur eftii* gildi þeirra, fremur en höfund- um, þýðendum, kostnaðar- mönnum og prentsmiðjum, svo sem nú er orðinn mikill siður í þessu landi.“ Bætti annar ritstjórinn við þetta eftirfarandi orðum: Helgafell mun ekki sízt telja það hlutverk sitt, að gera til- raun til að koma hér á heiðar- legri og heilbrigðari bókagagn- rýni en verið hefir, því að heita má, að í þeim efnum hafi skipzt á um skeið hér á landi „sljóleiki og stigamennska.“ Ritstjórar Helgafells hafa þegar tryggt sér samvinnu við marga af hinum fremstu og vinsælustu rithöfUndum ,þjóð- arinnar,. í næsta hefti kemur m. a. auk annarrar greinar Barða Guðmundssonar, saga eftir Guðm. G. Hagalín, og loks langt og ágætt kvæði eftir Stefán frá Hvítadal. Hefir það ekki verið prentað áður og var það síðasta kvæðið, sem hann orti, að sögn ekkju hans. Einn- in að Helgafell hæfi göngu sína um áramótin, en það var ekki Kægt vegna verkfalls prentara, Næsta hefti, apríl- heftið, mun koma út 20. næsta mánaðar. Þó að ef til vill sé hér í mik- ið ráðizt, að gefa út svo stórt tímarit og vandað með svo fá- mennri þjóð, munu ritstjórarn ir og útgefendur treysta því að bókmennta- og menningará- hugi þjóðarinnar sé svo mik- ill og heilbrigður að þetta fyrsta tímarit, sem hér er gefið út, sambærilegt við slík rit annarra þjóða,/ megi verða auð ið langra og góðra lífdaga. Eftirhreytur: Halarófan. II Ú eru vinnustöðvanimar um garð geng-ar og væri ekki óviðe'gandi að athuga li ji/isháttar einstök atriði á því, sem gersit hefir meðan á þessum átökum stóð.‘ Mikils þótti nú við þurfa. Þeg- ar þessi tvö sárafámennu félög hættu vinnu um siðasta nýár, [:á þurfti að lsetja alit stjórnar- báknið af stað til þess að reyna að stöðva þet a fargan. Meðan vinnuveitendur voru á hausnlum e!ns og þe'r prédikuðu sýknt og heilagt, vo:u þeir sæmiiegiir við- ure'gnar og jafnvel sannigjamir, en nú, þegar þeir höfðu allir grætt öf fjár — sem ég öfunda þá alls ekki af — þá eru þeir hinir verstu við að eiga, sumir hverjir. Það er engu líkara, en að þeir trúi svo á inátt pen- inganna, að þeír með þeim hafi allt í hendi sér og geti ráðið öliu, bæði á himni og jörðu, geti Jafnvel látið sólína ganga öfuga ieið, ef [reixn býður svo viö að horfa. Og orsökin var sú, að Hermann hafði látið þá vita, að hann ætlaði að vaka yfir og hann skyldi ráða og kúga. Og eftir honum löbbuðu alMr hinir ;og var það löng ha'arófa. Næstir honum vo:u auðv.itað óláfur Jak-' Job og Eysteinh, þá Sveinbjörn Pétur, Gunnar; Vilhjá'.mur- Og Hilmar, því næst kennir fiöi'di minni liðá, en þó er sá fyrsti og hejzti þeirra stærstur og fyr- irferðarmesíur, sem fekfci má gleyma, og það er hann Egg- ert. Verður rófan því ósjélegiur vanskapnaður og rýfur öli Seg- urðarhlutföJ. — Aftastir verða svo nokkrir minni háttar atviunu- rekendur, sem dýrka mammonog kúgun. Er það ekki óálitieg hers- ing, sem þarna ialplar á eftir Her- manni og fylgir honum fast. — Allt [)ett|i var sett af stað gegn nokkrum iðnaðarmönnum, sem höfðu látið sér detta í hug að gagnrýna dýrtíóarútreikning þess opinbera og krafizt leiðréttúngar. Á frjálsum vettvangá treystust [>essir legátar ekki að mæta þedni og gripu svo til þess; óyndisúr- æðis, sem raun varð á og gáfu út kúgUnarlög, sem eru gersarri- lega einstakt fyrirbrigði í iandi þar sem einstaklingsframtakiðhef ir verið dýrkað frá alda öðli og um það hafa þeir hæst galað, sem hanga hvað fastast í hala- rófu Herinanns.' y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.