Alþýðublaðið - 21.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.03.1942, Blaðsíða 5
Hðugardagur 21. marz 1942. P LÞYOUBf-AÐIÐ Skeiðarársandur í Vestur-Skaftafellssýslu. Lómagnúpur í baksýn. NIKULÁS FRIÐRtKSSON: Skaftfelliiigar. flett á Skaftfelllngsiasiéti I Keykjavik f». 25. fekráai* 1942. ÞAÐ er einn eðlisþáttur Skaftfellinga, sem ég ætla •að minnast á nokkrum orðum Ihér. Sá eðlisþáttur er einnig imjög ríkur hjá öðrum íslending- •um, en Skaftfellingar hafa hann í ríkustum mæli af því fólki, ■sem ég hefi kynnzt. — Þessi eðlisþáttur er hjálpsemin. Hjálpsemi .tslendinga hvers við annan er ef til vill það, sem bjargað hefir þjóðinni fró tor- týmingu á erfiðustu tímum hennar, þegar hallæri og drep- isóttir þjökuðu hana mest. Só hugsunarháttur, sem ‘Jhjólpsemin er sprottin af, er vel- vild til annarra og þar af leið- andi löngun til þess að bæta úr Iböli þeirra, jafnvel þó að það kosti milda erfiðleika og hættur fyrir þann, er hjálpina veitir. OEinn þáttur hjálpseminnar er jgestrisnin, og standa Skaftfell- ingar þar sízt að baki öðrum íslendingum. Eitt af fegurstu dæmum um gestrisni, sem forn- sögur greina, er úr Skafta- fellssýsluj þegar Kári Solmund- arson kom að Svínafelli í Ör- •æfum, eftir að hafa brotið skip sitt, til Brennu-Flosa, og Flosi tók á móti honum sem vini sín- tim, þótt hann vissi, að Kári hafði svarið þess dýran eið að íhefna ó honum Njáls og sona hans. Fegursta dæmi hér á landi frá siðari öldum um hjálpsemi er einnig úr Skaftafellssýslu. Það er frá tímum Skaftáreldanna, þegar séra Jón Steingrímsson, með fórnfýsi sinni og dugnaði vann sitt ógleymanlega hjólpar- starf meðal fólksins á eldsvæð- inu og bjargaði því, sem mann- legur máttur frekast gat bjargað é þeim ægilegu tímum, sem þá gengu yfir Skaftafellssýslu. Það <er ekki að ástæðulausu, að Skaftfellingafélagið lét það verða sitt fyrsta verk, að heiðra minningu séra Jóns Steingríms- isonar með þeim framkvæmdum, sem nú eru hafnar á Kirkju- Ibæjarklaustri, og ljúka verður við sem fyrst. Þá ætla ég að minnast á eitt dæmi enn um hjálpsemi, sem einnig gerðist í Skaftafellssýslu, þegar Sveinn Pálsson læknir fór yfir Jökulsá ófæra til að bjarga konu í barnsnauð undir Eyjafjöllum, og hefir Grímur Thomsen gert þennan atburð ó- dauðlegan með kvæðinu „Sveinn Pálsson og Kópur“. Eitt erindi úr kvæðinu ætla ég að leyfa mér að fara með hér, því að það lýsir vel göfuglyndi læknisins: „Úr barns og konu bætti hann þraut, blessun upp því skar hann. önnur laun hann ekki hlaut, ánægður þó var hann.“ Sveinn Pálsson var ekki að vinna sér þarna til launa, held- ur var það skyldurækni og hjálpsemi við þá manneskju, sem í nauðum var stödd, sem stjórnaði breytni hans. Hjálpsemi Skaftfellinga við skipbrotsmenn og ‘hvernig þeir hafa oft lagt líf sitt í hættu við björgun þeirra, er fyrir löngu orðið alþekkt langt út fyrir landssteina íslands, og hafa Skaftfellingar gert landi sínu mikinn heiður í nágrannalönd- unum með framkomu sinni við útlenda skipbrotsmenn. Þá má ekki gleyma þeim þætti hjálp- seminnar, sem Skaftfellingar hafa sýnt og sýna ferðamönnum með fylgdum yfir stórár sýslurm ar, þó að það nú að nokkru leyti tilheyri liðna tímanum, sökum þeirra samgöngubóta, er orðið !háfa. Margir bændur sýslunnar hafa verið og eru landsþekktir^ fyrir hjálpsemi sína og dugnað í því samibandi. Að nota sér neyð annarra til fjáröflunar er af Skaftfelling- um mjög illa þokkað, enda er sá hugsunarháttur sprottinn af lökustu hvötum manna, sem er sú eigingirni, er eigi tekur tillit til neins nema sjálfs sín. Hjólpsemin er þjónusta við þann, sem hjálparinnar nýtur, og er sprottin af göfugustu hugs- unum. Nýlega komst einn af ráðherrunum í ríkisstjórninni brezkn þannig að orði í ræðu, er hann hélt í enska þinginu, að eftir hina ægilegu heirns- styrjöld, sem nú geisar, yrði þjónustan að verða hinn leið- andi kraftur í viðskiptum þjóð- anna í stað yfirdrottnunarstefn- unnar, sem nú ríkir í heiminum. Iíverja þýðingu það hefði í viðskiptum einstaklinga og þjóða, að þjónustan kæmi í stað yfirdrottnunarstefnunnar, get- um vér ekki gert oss fulla grein fyrir nú á tímum, meðan hugs- unarháttur flestra þjóða er gegn sýrður af yfirdrottnun og hatri, en óhætt er að fullyrða það, að breytingin mundi verða stór- kostleg til hins betra, og mann- kynið legði með þeirri breyt- ingu inn ó brautir, sem ávallt leiddu til meiri og meiri far- sældar. Út frá þessu sjónarmiði er hjólpsemin og sá hugsunarhátt- ur, sem henni stjórnar, mjög þýðingarmikill fyrir líf þjóð- anna, og við íslendingar eigum að temja oss þann hugs- unarhátt og þá breytni, sem af honum leiðir og eigi láta hé- góma og eigingirni villa oss sýh. Þjónusta, sem kemur fram í hjólpsemi, hefir bjargað ís- lenzku þjóðinni á háskalegustu tímum, hún mun einnig í fram- tíðinni bjarga heimilum frá böli eigingirni og yfirdrottnunar. \ Sæsími yfir Sberjafjörð. PÓST- og símamálastjórnin tilkynnir, að mjög bráðlega verði lagður nýr sæsímastreng- ur yfir Skerjafjörð, hérumbil frá miðri eyrinni vestan við Seiluna þvert yfir fjörðin til Skildinganess skammt fyrir ut-' an olíustöð Shell. Alþjóðasæsímamerki verða sett strax við bæði landtök. Sagt er að hér sé um síma- línu að ræða til Bessastaða, bú- staðar ríkisscjóra. Einn af áhorfendunum. Myndin er af pelíkan, sem spókar sig á kletti á strönd Florida- skagans í Norður-Ameríku, og horfir á kappsiglinguna, sem fer fram úti fyrir. „Dósentinn“ var ekki í bílnum, guðfræðiprófessorinn er saklaus af því. Mikið að gera hjá klæðskerum. Góð úmslög um vegabréfin, Nokkrar vísur. Heynidrangar við Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. AÐ ER ALVEG sjáJfsagt að geta þess að það mun ekki vera rétt, að Magnús „dósent", — eins og við kölluðum bann í gamla daga, þegar hann var upp á sitt bezta, hafi legiff á maganum í D-listabíl og öskrað kosningaslag- orð til kjósenda, sem vitanlega voru eintómt skrum og blekking- ar. Guðfraeðiprófessorinn kcm þarna ekki nærri. Þaff var okkar ágæti Valtýr, sem stóð að þessn öllu saman. Mér er kunnugt um, að Magnúsi Jonssyni hefir fallið illa að ég skuli hafa haldið því fram, að hann hafi verið þarna með. Ég hafði þetta eftir mjög sannorðum manni, sem sagðist sjálfur hafa séð prófessorinn að þessu verki, en það hefir bara ekki reynst rétt. HINS VEGAR skrifaði Magnús kosniugaþvaður í Moggann fyrir íhaldið og er það litlu betra, því að Mogginn er ekki betri en hver annar kosningabíll íhaldsins. ÞAÐ VIRDIST VERA orðið mikið að gera hjá klæðskera- saumastofuin bæjarins. — Ein þeirra, Vigfús Guðbrandsson & Co. hefir tilkynnt opinberlega, að hún taki ekki á móti meiri sauma- pöntunum þetta ár. Nú eru aðeins tæpir þrír mánuðir liðnir af ár- inu, svo að menn sjá, hve aðsókn- in hefir verið piikil að saumastoí- Uíini. EF ÁSTANDIÐ er þannig víða, þá eru það engin gleðitíðindi fyr- ir þá, sem ætla að fá sér föt á næstunni. Eina vonin er, að nú ætlar eitt af sterkustu verzlunar- fyrirtækjum bæjarins, að fara að setja upp einhverja stærstu fata- saumastofu, sem hefir starfað hér í bænum — og er ætlast «til, að’ hún taki til starfa um mánaða- mótin næstu. JÓN HALLGRfMSSÖN, Freyju- götu 27, hefir búið til vönduð og smakkleg umslög utan um vega- bréfin. Sjálf eru vegabréfin svo léleg, að þau myndu eyðileggjast mjög fljótt, ef þau væru ekki höfð í vænum umslögum. Þessi umslög Jóns Hallgrímssonar eru alveg tilvalin til þessa hiutar, og ættu menn að kaupa þau. Jón er ekki fær til algengrar vinnu, en er margt til lista lagt, og er sjálfsagt að styðja hann í viðleitni hans til að bjarga sér og sínum. G. Þ. SENDIR mér eftirfurandi: „ „Við skulum ekki hafa hátt, hér er maður á glugganum." Firna mikla frægð sér vann fyrir leik að orðum. Árni, sem að ekki fann Ameríku forðum. Eitt hann sagði íslands þjóð, annað tjáði Bretum. Um það, hvort hann misti móð, má ei leiða getum. „Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.“ Iængi frægð hans logaskær lýsti ættjörð vorri. ÞESSAR VÍSUR virðast orðnar hálfgerðir húsgangar síðan £ sumar, að hetjan kom úr leiðangr- inum, og þær eru svo meinlausar, að sama er, hvar þær flækjast.— Ég hygg að þær séu hér rétt með farnar, því að þær hafa ekki farið margra á milli. Höfundarins ætla ég ekki að geta í heimildarleysi, en ekki mundi hann yrkja ill- kvittna vísu um neinn, og ef bendla ætti hann við pólitík, sem. ekki mun hafa verið gert, er lík- lega óhætt að telja hann flokks- bróður eöá a. m. k. samherja hins einarða ferðalangs.“ (Frh. á 6. síðu.>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.