Alþýðublaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 4
MJ»Ýf>UBLAf>lÐ Sunnudaguj; 22. marz líí43^ dublaM^ tftgefandi: Alþýðaflokknrinn Bitstjóri: Stefán Pjetnrsson Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. £. OYLFI Þ. GÍSLASON: Eosningar til aigingis. Breytingartijllögur ALÞÝÐUFLOKKSINS við kjördæmaskipunina og kosningafyrirkomulagið hafa það að sjálfsögðu í för með sér, að ekki verður öllu lengur hjá því komizt, að taka endanlega ákvörðun um, hvort almennar kosningar til alþingis skuli fara fram í vor eða ekki. Þegar slík frumvörp sem kjördæmaskipunarfrumvarp Al- þýðuflokksins er lagt fyrir al- þingi, er vitanlega gengið út frá því af flutningsmönnum þess, að almennar kosningar geti far- ið fram, því að frumvarpið er frumvarp til laga um breyting- ar á stjórnarskrá landsins, og til þess að stjómarskrárbreyting geti orðið að lögum, þarf að rjúfa þing eftir að hún hefir verið samþykkt, látá fara fram almennar kosningar og sam- þykkja hana í annað sinn á 'ninu nýkosna þingi. Hins vegar er það kunnugt, að alþingi hefir enn ekki numið úr gildi samþykkt sína frá í fyrra um frestun almennra kosninga. En bæði Hermann Jónasson forsætisráðherra og flokkur hans hafa lýst yfir því sem skoðun sinni, að óhjá- kvæmilegt sé, að almennar kosningar verði látnar fara fram í vor, þar eð þeir flokkar, sem að samþykkt alþingis stóðu í fyrra, séu ekki sammála um það, að fresta kosningum leng- m. En það er öllum kunnugt, að Alþýðuflokkurinn hefir marg- sinnis látið það uppi, að hann telji enga ástæðu til, og bein- b'nis óverjandi, að fresta al- mennum kosningum lengur en til vorsins, eftir allt það, sem skeð er. En nú koma fram raddir í blöðum Sjálfstæðisflokksins um það, að ástandið sé svo al- varlegt, að ekki nái nokkurri átt, að láta kosningar til al- þingis fara fram í vor. Og er alþingi brýnt á því, að það væri að gera sig hlægilegt, ef það tæki ákvörðun rnn að láta kjósa í vor, vegna þess, að á- standið og horfumar séu sízt betri nú, en þegar ákvörðunin var tekin um kosningafrestun- ina í fyrravor. Það kemur sannarlega úr hörðustu átt, þegar í blöðum Sjálfstæðisflokksins er farið að róa að því, að kosningum til alþingis verði frestað leng- ur en orðið er. Því að þar var fyrst blásinn herlúðurinn og Um gengishækkun. UNDANFARIÐ hefir'verið rætt allmikið opinberlega um hækkun á gengi krónunnar, enda komið fram frumvarp á al- þingi um að það skuli gert, því hefir oft verið haldið fram bæði af mér og öðrum, að gengis- hækkun hafi nú lengi verið nauðsynleg og æskilegasta dýr- tíðarráðstöfunin, af framkvæm- anleg væri. Hins vegar munu íslenzk stjórnarvöld til skamrns tíma ekki hafa verið einráð um gengi krónunnar og hefir af því hlotizt mikið tjón, því að vafa- laust hefði margt orðið á arrnan veg í verðlagsmálum okkar og peningamálum, ef hægt hefði verið að hækka krónuna og það verið gert nógu snemma. Ég skrifaði tvær greinar um gengishækkun í „Kaupsýslutíð- indi“ síðastliðið haust, 3. og 10. október. í fyrri greininni var leitazt við að sýna fram á, að þjóðfélagið í heild tapaði engu, iþótt gengi krónunnar væri hækkað og krónuupphæð punda inneignarinnar í Bretlandi lækk- aði; eftir sem áður íengist sama vörumagn í Bretlandi fyrir pundin, ef verðlag þar væri ó- breytt, og auðvitað ætti að miða verðmæti inneignanna við það, hversu miklar vörur fengjust fyrir þær, en engan veginn við krónutölu þeirra. Hins vegar kæmi fram tap í reikningum bankanna, sem einhvem veginn yrði að jafna, en að hækka gengi krónunnar ekki nú, ef skilyrði væru að öðru leyti til þess, væri í rauninni aðeins að láta innflytjendur og neytendur greiða þann gróða, sem út- flytjendum hefði áður fallið í skaut við það að fá hærra gengi fyrir pund sín en eðlilegt var, og að láta útflytjendur halda á- fram að græða á kostnað inn- flytjenda og neytenda. — í síð- ari greininni var rætt um það, hvernig jafna mætti tapið í reikningum bankanna, iþví að það virtist þá höfuðmótbáran gegn gengishækkun, en nú virð- ast hins vegar ýmsir telja út- flutningsatvinnuvegina tæplega þola hana, eða að minnsta kosti sumar greinar þeirra. í þessari grein var reynt að sýna fram á, að f raun og veru væri ekki nauðsynlegt að bæta bönkunum tap þeirra í peningum, því að starfsgeta þeirra biði engan hnekk, í bráð að minsta kosti. EFTIRFARANDI GREIN, sem skrifuð er af Gylfa Þ. Gíslasyni dósent, birtist í „Kaupsýslutíðindum“ 13. marz s. I. Alþýðublaðið hefir fengið leyfi höfundarins svo og rit- stjóra ,JíaupsýsIutíðinda“ til þess að birta greinina í dálk- urn sínum. En væri það tahð nauðsynlegt að einhverju leyti, mætti auð- vitað afla þess fjár með skött- um og væri þá sjálfsagt að afla þess hjá þeim, sem hagnazt’ hefðu á hinu háa gengi punds- ins. Hins vegar mætti gera ráð fyrir gengislækkun að stríðinu loknu og kanske fyrr, ef geng- ið væri hækkað nú — og líklega hvort sem er — og mætti þá lækka gengið áður en farið yrði að selja af þessum gjaldeyris- birgðum, sem nú eru fyrir hendi svo að jafnmikið „græddist“ þá og nú ,,tapaðist“ og gætu bank- arnir jafnað þetta í reikningum sínum, annað hvort sjálfir eða fyrix milligöngu ríkisins. Jón Blöndal hagfræðingux skrifaði svo tvær greinar um þetta mál í ,Jvaupsýslutíðíndi“ 13. og 29. des. s. 1. Var hann að sjálfsögðu sammála því að- alatriði fyrr nefndra greina, að gengishækkun valdi engu raun- verulegu tapi fyrir þjóðarheild- ina, heldur sé hér einungis um innanlandsmál að ræða. En hann telur hins vegai- vafasamt að gera ráð fyrir gengislækkun að styrjöldinni lokinni, og telur því nauðsynlegt að tap bankanna yrði strax gert upp, ef svo mætti segja, og það að mestu leyti jafnað með sköttum á stríðs- gróðann. Að sjálfsögðu Verður aldrei um það sagt með nokkurri vissu, hvort gengisbreyting muni síð- ar verða nauðsynleg eða ekki, en nokkrum getum má þó að því leiða. Allir virðast sammála um, að miklir erfiðieikar muni steðja að atvinnuvegum okkar að styrjöldinni lokinni og kann- ske fyrr, og er mjög hætt við, að ekki verði komizt hjá gengis- lækkun þeim til stuðnings, og sömuleiðis má sökum verðbólgu þeirrar, sem átt hefir sér stað í landinu, telja það vafasamt, að takast megi að halda uppi gengi krómmnar, er aftur verður eðli- legt ástand í milliríkjaviðskipt- um, en ein höfuðhættan, sem verðbólgan hefir í för með sér, heimtaðar kosningar, aðeins örfáum mánuðum eftir að al- þingi gerði samþykkt sína í fyrra. Það var, þegar Norður- ísafjarðarsýsla varð þingmanns laus. Þá mátti kjósa, því að Sjálfstæðisflokkurinn gerði sér vonir um að geta unnið eitt kjördæmi! En nú má hins veg- ar ekki kjósa til alþingis, af þvf, að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að sjá það á úrslitum bæjarstjómarkosninganna, að hann er flokkur, sem er að tapa! Á þennan hátt hugsa einstakir forsprakkar Sjálfstæðisflokks- ins sér, að bafa stjómarskrá landsins að leiksoppi og haga framkvæmd hennar eftir flokks þörfum! Það má ekki síðar vera en í vor, að endir sé gerður á slíkum leik. Enda er algerlega þýðingarlaust, að vitna í styrjaldarástandið nú fyrir frekari kosningafrestun. Bæjarstjómar- og sveitar- stjómarkosningar em nýaf- staðnar um land allt: Hvers- egna ættu þá alþingiskosningar ekki að geta farið fram í vor? Það væri ekki aðeins hlægi- legt, að fara að fresta þeim lengur. Það væri jafnframt ó- svífið gerræði vtð alla þjóð- ina. er einmitt sú, að hún rýrir gildi krónunnar inn á við og hlýtur þá þótt síðar verði, að fella gengi hennar út á við. Að vísu eu iíkurnar fyrir gengislækkmi að styrjöldinni lokinni minni en ella vegna þess, að nú eiga bank- arnir mikla gjaldeyrissjóði, og segir J. B. í iþví sambandi, að „hitt væri sönnu nær að hugsa sér gengislækkun, ef gjaldeyris- varaforðinn væri orðinn, nei- kvæður — ef svo mætti að orði komast — eíns og hann var 1939, og þá mundu bankarnir (eða ríkissjóður) tapa á ný á gengislækkuninni í stað þess að græða.“ Ef það ástand skapast eftir stríðið eða fyrr, að útflutn- ingsandvirðið nægi ekki til greiðslu á nauðsynlegum inn- flutningi, og bankarnir verða því að fara að selja af inn- eignum sínum erlendis, er spumingin, hvort halda eigi genginu óbreyttu, meðan bank- arnir missa allar sínar inneignir og kannske þangað til nokkur skuld hefir safnazt hjá þeim, eða hvort breyta á genginu fyrr til þess að reyna að halda inn- eignunum eða að minsta kosti að hindra skuldasöfnun, ef mögulegt er. Þetta atriði er mjög þýðingarmikið. Síðasta reglulegt alþingi setti lög um gjaldeyxisvarasjóð og eftirlit með erlendum lántökum, ag er Landsbankinn þar skyldaður til þess að hafa sérstakan varasjóð í erlendum gjaldeyri, er ekki megi fara að selja úr nema með sérstöku samþykki ráðherra og að fengnum tillögum þar til kjörinnar nefndar. Tilætlunin með þessari lagasetningu mun hafa verið sú, að færi að halla undan fæti í gj aldeyrisverzlun- inni, skyldu gjaldeyris- og við- skiptamálin tekin til rækilegrar og alvarlegrar íhugunar, áður em gjaldeyrissjóðimir væru tæmdir og, ef fært þætti, gripið til ráð- stafana til þess að verja þá og hindra skuldasöfnun. Það er auðvitað rétt, sem J. Bl. bendir á, að ekki ber að haga stefnunni í gengismálunum eftir því, hvort bankarnir tapa eða græða á gengisbreytingunum, en hitt munu allir sammála um, að til greina kemur að haga stefnunni eftir því, hvemig greiðslujöfn- (Frh. á 6. síðu. > QPURNINGIN um það, hvort ^ kosningar skuli fara fram til alþingis í vor, eða hvort þeim skuli enn frestað um óá- kveðinn tíma, er nú í sambandi við kjördæmaskipunarfmmvarp Alþýðuflokksins orðið aðalum- ræðuefni blaðanna. Árni frá Múla skrifar í Vísi á móti kosn- ingum í vor og hvetur til nýrr- ar þjóðstjórnar á ennþá víðtæk- ari grundvelþ en áður. Hanft skrifar meðal annars: „Allar þær höfuðástæður, sem íram voru bomar í fyrravor lil réttlætingar kosningafrestuninni, eru, eins og nú er komið, ekki ein- ungis við líði, heldur margfaldlega áréttaðar og efldar af öllu því, sem í kringum okkur hefir gerzt. Ef sú þingsályktun verður nú felld úr gildi, er það ekki annað en ský- laus yfirlýsing alþingis um, að það hafi beinlínis verið að hlunnfara íslenzka kiósendur með öllum þeim rökum, sem fram voru borin fyrir þingírestunini.“ Það skyldi nú líka vera, að það hafi ekki verið ætlun ein- hverra, t. d. þeirra, sem fitjuðu upp á hugmyndinni um launa- skattinn strax og búið var áð samþykkja að fresta kosningum til alþingis, eða þeirra, — og það voru að vísu þeir sömu — sem notuðu sér kosningafrest- unina til þess að svifta launa- stéttimar löghelguðum réttind- um eins og gert var með bráða- birgðalögunum 8. janúar í vet- ur? !!= Og enn skrifar Ámi frá Múla í Vísi: „Á öllu íslandi er ekki til sá reg- inglópur, að hann viðurkenni ekki,. að þörfin á samstarfi sé brýnni nú en fyrir þremur árum. Ég hika. ekki við að fullyrða, að hver ein- asti þingmaður viðurkenni þettefc með sjálfum sér og undir fjögur augu. Það verður auðvitað ekkl: sagt fyrir, hvernig kosni.ngaxr mundu fara í einstökum atriðum. En hitt er víst, að þingið yrði að langmestu leyti skipað nákvæm- lega sömu mönnum, sem nú eiga þar sæti.“ Þessu munu nú margir eiga erfitt að trúa. T. d. því,. að til séu svo margir „regin- glópar“ á íslandi, að ann- ar eins dæmalaus flautaþyrill og Árni frá Múla verði sendur aftur á þing. Eða sagði hann. elcki í sumar, að fulltrúi AI- þýðuflokksins væri „óþaxrft. fimmta hjól í stjóminni"? Og hvatti hann ekki í haust full- trúa Sjálfstæðisflokksins í henni til þess „að standa á fæt- ur“ frá „Framsóknarvistinni“ og „henda spilunum á borðið"? Og þó heldur hann því ffam nu, að ómögulegt sé að komast af án þjóðstjórnar, og það jafnvel á ennþá víðtækari grundvelli en áður! * Tilmæli Áma frá Múla um nýja þjóðstjórn og áframhald- andi frestun kosninga til alþing- is fá kaldar viðtökur í Tím- anum. Hann skrifar í svari við grein Áxrria: „Hann þarf ekki að halda, að Framsóknarmenn taki þátt i þeim skrípaleik að fresta kosninguna (Frh! á 6. siðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.