Alþýðublaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.03.1942, Blaðsíða 5
\ Sunnudagur 22. marz 1942. flnðjón flnðjónsson skola- stjóri i Hafnarfirði 50 ára. Byrðí betri berrat maðr brautu at, an sé mannvit mikit. TÉTT BAKNAKBNNARA faér á landi hefir átt því Jáni að fagna, þótt ung sé, að í hana hafa valizt margir vel gefnir og áhugasamir dugnaðar- menn. Margir þeirra hafa verið efnalausir alþýðumenn, sem ekki 'hafa getað byrjað skóla- nám fyn en um eða yf ir tvítugs- aldur, og hafa þá ýmist þótzt of gamlir til þess að byrja á menntaskólanámi, þótt hugur sumra þeirra kunni að hafa stað- ið til þess, eða að þeir hafa ekki séð sér þess nokkurn kost vegna féleysis, nema hvort tveggja hafi valdið. iÞeir hafa þá snúið sér að kennaraskólanum, sem tók styttri tíma og var ódýrari, en hefir hins vegar jafnan haft á sér gott orð sem ágætur skóli. Og margir þessara manna hafa síðar reynzt brautryðjendur í uppeldismálum þjóðarinnar og traustustu stoðir stéttar sinnar. Einn þessara manna er Guð- jón Guðjónsson, skólastjóri í Hafnarfirði. Guðjón Guðjónsson er fædd- ur á Akranesi 23. marz 1892, og verður því fimmtugur á morg- un. Faðir hans, Guðjón Jónsson, hafði drukknað í fiskiróðri þá um veturinn áður. Guðjón ólst upp á ýmsum bæjum í Miðfirði norður, en þaðan er hann ætt- aður í móðurkyn. HaUstið 1914 kom hann í Kennaraskóla ís- lands, 22 ára gamall, ogfsettist í 2. bekk, en áður hafði hann stundað nám í Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði. Síðar dvaldi hann um skeið við framhalds- nám erlendis. Hann hefir starfað við barnakennslu é ýmsum stöð- um, meðal annars var hann skóiastjóri á Stokkseyri og um skeið kenndi hann smíðar við Barnaskóla Reykjavíkur og einnig starfaði hann um nokk- urn tíma við kennaraskólann í forföllum Steingríms Arasonar, kenndi þar að kenna. Haustið 1930 varð hann skólastjóri við Barnaskóla Hafnarfjarðar og hefir verið það síðan. Hann er kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur fré Stokkseyri. Hún er kennari að menntun, hin merkasta kona, sem er vel kunn í Hafnarfirði og víðar fyrir á- huga sinn á uppeldismálum og þekkt um allt land fyrir rithöf- undarstörf sín. Þau eiga tvö börn. Þó að þeim, sem þekkja til starfa Guðjóns, sýnist hann vera á réttri faillu við kennslu- og skólastjórn, þá dylst þeim þó ekki, að hann hefði vel getað starfað á ýmsum öðrum sviðum þjóðlífsins og orðið þar með fremstu mönnum. Fjölhæfni hans er óvenju mikil. Hann hefði t. d. vel getað orðið natinn jarðræktarhmaður. Ekki hefði síður legið vel fyrir honum að gerast trésmiður eða vélfræð- ingur. Vísindamaður hefði hann getað orðið, ekki sízt í málvfs- indum. Líklegt þykir mér, að Guðjón Guðjónsson. hann liefði getað orðið listmálari eða skáld, ef hann hefði iðkað þá hluti meir en hann hefir gert. Og víðsýni hans, mildi og mann- kærleikur hefði hlotið að gera hann vel fallinn til kirkjulegrar kennimennsku. Eins og að líkindum lætur hefir Guðjón látið uppeldismál barna og stéttarmál kennara mjög til sín taka. Hann hefir setið í stjórn Sambands ís- lenzkra bamakennara í 20 ár, eða þvi nær allan tímann frá stofnun þess og verið formaður þess nokkurt skeið. Hann hefir starfað þar í fjölda mörgum nefndum að ólíkustu málum, eins og nærri má geta, og jafnan reynzt tillögugóður og oft orðið vel égengt að koma málum fram því að hann er hverjum manni lagnari og liprari í þeim sökum, og iþótt sumum þyki stundum skorta á harðfylgi hjá honum, þá er hann þó þolgóður og ýtinn við þau efni, sem hann hefir upp tekið, og þykir meiru varða, að málið rsáist fram en að hann fái frægðarorð fyrir harðmann- lega framgöngu. Það er því ekki ófyrirsynju, að Guðjón hefir náð vinsældum og trausti kenn- ara. Það sýnir álit kennara á Guð- jóni, að hann var kjörinn af þeirra hálfu í útvarpsráð þau ár, sem sú skipun var á þeim málum. Eins hafa iþeir kosið hann í stjórn ríkisútgáfu náms- bóka síðan hún var stofnuð. Mætti margt segja um fram- kvæmdir þeirrar nefndar, því að hún hefir leyst mikið og gott verk af faöndum, þótt sumt af því, sem hún hefir gert, orki nokkuð tvímælis. Og það er víst, að kermarar landsins og aðrir þeir, sem annt er um skóla og uppeldi, mega vera Guðjóni þakklátir fyrir þau störf, sem hann faefir umiið í útgáfustjóm- inni, fyrir sjónaimið faans þar og tillögur, enda hefir hann ver- ið eini maðurinn í útgáfustjóm- inni, sem nokkra sérþekkingu hefir haft á barnaskólum og starfsemi þeirra. Ekki hefir Guðjón haft mikil afskipti af almennum málum öðrum en skólamálum, þótt hann hafi myndað sér rökstudd- ar skoðanir á þeim mörgum og þar gæti alls staðar víðsýni hans og frjálslyndis. Þess má þó geta, að hann er í stjóm Alþýðuflokks félags Hafnarfjarðar, rítari þess. ■ __________________________ ■ 5 i'______________________. “! Aron Gfflðbraadsson t Minni árnespings. Sungið ó Árnesingamóti 18. þ. m. Páll íslólfssom hefir samið lagið við ljóðið. Við þig blessaða byggð hef ég bundið þá tryggð sem er heitari en Hekíunnar glóð. Jafnt í helkaldri hríð og um hásumartíð ert þú fóstra mín fögur og góð. Öllum undraverð sýn eru leikföngin þín bæði Gullfoss og Geysir í senn. Yst við útvarðasker aldan hróður þinn ber kveður Ijóð sitt og lag urn þig enn. Fögur mynd þín, sem mér mikil gersemi er var í fyrstu af guðunum gjörð. Héx á bóndinn sitt bú þai: sem börnin þín trú breyta grjótmel í gróandi jörð. Hér var hámarkið sett hér fann Geitskór þann blett þar sem Alþing um aldir var háð. Þú átt Þingvelli enn þar sem göfugir menn hafa framtíðar frækomum sáð. Hátt um heiðloftin tær fljúga himninum nær bæði valur og vígdjarfur örn. En í blómgaðri byggð sem er blágresi skyggð drekka lífsveig þinn dalanna böm. Auglýsing frá ríkisstjórnmni vekur ótta hjá almenn- ingi. Sumardvalarnefnd tekur á móti foreldrum í dag í barnaskólunum. Undirbúið bömin svo að þau geti far- ið með stuttum fyrirvara. AU»ÝÐOBLAPtO Og hann hefir staðið framar- lega í Káron (Kaupfélagi Reykja- víkur og nágrennis) síðan það var stofnað, verið 1. varamaður í stjórn þess og jafnan setið á stjómarfundum og reynzt þar athugull og tillögugóður eins og annars staðar. Töluvert hefir Guðjón feng- izt við ritstörf. Hér mó nefna það, að hann hefir skrifað marg- ar greinar í „Menntamál“. Hann hefir samið landafræði handa bamaskólum. Hann hefir þýtt „Þúsundóraríki“ Sinclairs og margar bamabækur, t. d. „Karl- inn í tunglinu“, „Örkina hans Nóa“, ,Kísu;börnin kátu“, „Gusa grísakóng“, „Óla snarfara“ og „Evu“. Hefír honum komið það vel við þessi störf, að hann er glöggur íslenzkumaður. Hann mó teljast með lærðari mönnum í málfræði, þeirra sem ekki em sérfræðingar í þeirrí grein. En hitt ber þó af, fave næma tilfinn- ingu hann hafir fyrir stíl máls- ins. Þess vegna leika ritstörf x höndum honum, auk þess sem hann er laglega hagmæltur. Það er ekki ofmælt’ sem Kristinn Stefé.nsson stórtempl- ar segir um Guðjón, þegar hann tók við ritstjórn „Æskunnarí1, barnablaðs stórstúkunnar, um síðustu áramót, en honum far- ast svo orð: „Guðjón er margreyndur skólamaður og prýðilega ritfær. Hefir hann þýtt og annast út- gáfu fjölmargra barna- og ung- linga-bóka af mikilli smekkvísi og næmum skilningi.“ Enn er það ónefnt, sem Guð- jón hefir merkast xmnið, þótt það liggi síður í augum alþjóðar en ritsmíðar hans og opinber nefndarstörf, enda er maðurinn ógjarn ó að auglýsa sjálfan sig eða verk sín. En það eru störf hans í þeim skólum, sem hann hefir unnið við Nemendum hans öllum ber saman um það, að hann sé hinn ágætasti kennari, ljúfur og skemmtilegur. Og í Hafnarfirði, þar sem hann hefir verið skólastjóri í næstum 12 ár, hafa vinsældir hans farið vax- andi með hverju ári, bæði hjá starfsmönnum skólans, börnim- um og aðstandendum þeirra. Og áhrifa slíkra manna á lífsstefnu fjölda fólks gætir meira og víð- ar en rakið verður. Til eru þeir skólastjórar, sem nemendum stendur allmikil ógn af. Ekki er Guðjón Guðjónsscn einn í þeirra hópi. Harðstjórn og þrælsótti er honum ekki að skapi. Hann hefir þá trú, að með lagi og lempni verði lengst kom- azt í varanlegri uppbyggingu þess bezta í sálum einstakling- anna. Hann mundi vera talinn ó- hæfur til skólastjómar í þeim löndum, þar sem leitazt er við að steypa öll börnin í sama mót- inu og drepa í þeim allan vísi til sjálfstæðrar hugsunar og ein- staklingsþroska og allt gert til að innræta þeim með sefasjúku ofstæki þrönga og einhæfa lífs- skoðun, þrungna hatri og sjálfs- óliti Þess virðist mér gæta mjög í framkomu Guðjóns og viðhorfi til undirmanna sinna, kennara skólans, — og ég hef starfað þar alla skólastjóratíð hans og reyndar lengur, — að hann lítur á þá sem hugsandi menn, sem 6- (Frh. á 6. síðu.) G HEFl orðfð var við það, að fólk hefir orðið dálítið óttasleglð ut af augriýsingu frá ríkisstjórninui, sem birtist í dag- blöðnnnm í fyrradag. Þar var gefið í skjm, að nú værl hætta, jafnvel enn meiri en s.l. snmar, og því bæri fólki að hafa hraðan á að útbúa böm sin, svo að hægt væri að flytja þau í sveit með stuttum fyrlrvara. Jafnframt þessu var skrifað í sum blöð á þá leið, að ríkisstjórnin og alþingis- menn hefðn fengið vitneskju um það hjá herstjórnunum, að nú væri mikil hætta yfirvofandi. ÉG TEL AÐ SVONA orð séu óvarleg. Hins vegar vil ég minna á það, að ég hef hvað eftir annað sagt, að við eigum að búast við hinu versta og haga okkur sam- kvæmt þvf, því að það góða skað- ar ekki. Og hvort sem hér er um hemaðaraðgerðir að ræða og hætta er á ferðum um hemaðar- aðgerðir hér á landi eða ekki, þá eigum við að vinna að því öllum árum að koma bömunum í sveit yfir sumarmánuðina. Að því eig- um við öll að vinna af fullkom- inni djörfung og einlægni, því að Reykjavíkurbðmin þurfa að kom ast af götunum og út í náttúruna, ef þess er nokkur kostur. OG NÚ ER starfið hafið. Sum- ardvalarnefnd hefir opnað skrif- stofur i bamaskólum bæjarins. í dag kl. 10—12 og 2—S verða fulltrúar nefndarinnar til viðtais í skólunum fyrir foreldra og for- ráðamenn barna og taka fulltrú- arnir é móti umsóknum íyrir böm i sveit. Eftir því sem ég hef komizt næst, mun nefndin reyna að haga starfsemi sinni eins og f fyrrasumar, það er, að útvega dválarstaði fyrir böm á sveita- heimilum og auk þess að koma upp dvalarheimilum í skólahúsura út um sveitir landsins. Fulltrúar nefndarinnar munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að afgreiðsla geti gengið sem bezt í dag. EN HVAÖA SVÖE, sem for- eldrar fá hjá fulltrúum nefnd- arinnar, eiga þeir að vinna að því nú þegar, að bömin geti farlð í sveit með stuttum fyrirvara. öll föt þeirra verða að vera íilbúin, hirzlur þeirra og annar aðbúnað- ur, sem foreldramir eiga aS sjá um. Allur dráttur á þessu er heimskulegur og getur haft erfið- leika í för með sér. Byrjið þvf strax í dag að undirbúa brottför bamanna. HINS VEGAE er alveg óþarti fyrir fólk að verða óttaslegið út af auglýsingu ríkisstjómarinnar og tiikynningum sumardvalar- nefndar. Allur ótti er skaðlegur og ,það reynir á mennina, þegar hætta er á ferðum. Vinnum vel að okkar málum. Búum okkur undír það, sem verða vill. Hannes á hondan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.