Alþýðublaðið - 24.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1942, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. marz 1042. ALJ*VdÍl£ll-A0l0 s Vladivostock in i lofti yfir Bnrma. BáiUr aOilar gera miklar ioft- árásir á fiugvelli hias. AÐALORUSTAN virðist enn ekki hafin í Burma og er tíð- índalaust af vígstöðvunum á landi, en í lofti virðist vera meira líf í tuskunum, enda hafa Japanir fengið aukið fluglið til iandsins, og telja margir, að það sé fyrirboði sóknar þeirr- ar, sem stöðugt er beðið eftir að þeir geri. Á meðan búast Kínverjarnir, sem nú virðast bera hita og þunga dagsins á Sittangvígstöðvunum, sem bezt þeir geta til varríar og hafa fullan hug á, eins og segir í tilkynningu frá aðalstöðvum þeirra, „að faka á móti Japöríum með sannri kínverskri kurteisi“. Japanir gerðu á einum stað smá sókn, en Kinverjar hófu þegar gagnsókn og gerðu sig Kklega tii að umkringja sveitir Japana, svo að þær urðu að hörfa tii fyrri stöðva sirma Ifli H @ð i@i. NÝJA BRETLAND hefir oft verið í fréttunum undan- farna daga, þar eð það er nú einn mikilvægasti víg- völlur stríðsins. t>að er ey, sem liggur norðaustur af Nýju Guineu, ekki langt frá norðurströndum Ástralíu. — Helzta borgin er Rabaul, og er þar höfn allgóð og flug- völlur. , * ÞJÓÐVERJAR lögðu Ný ja Bretland undir sig á síðustu öld, en yfirráðum þeirra þar lauk 12. sept. 1914, er ástr- ... alskar hersveitir stigu á land ;:t: % Rabaul. Þjóðverjar höfðu ; nær engar varnir á eynni, en treglegast gekk að fá negrana innfæddu til að skilja, að þeir áttu ekki að vera óvinveittir þessum nýju húsbændhm áttu ekki að eta þá, kveikja í húsum þeirra né gera þeim annað mein. BEX ÁRUM síðar fékk Þjóða- bandalagið Ástralíumönnum allar nýlendur Þjóðverja á þessum slóðum sem verndar ríki, og voru það helztu löndin: Nýja Guinea, Nýja Bretland og Nýja írland, Alls munu íbúar verndar- ríkisins vera um 630000, og er mestur hluti þess inn- fæddir negrar. UNDIR STJÓRN .Ástralíu- manna óx höfuðborgin Rabaul, frá því að vera lítið negraþorp, í að vera snotur bær á vesturlenzka vísu. En inni í landinu búa negramir en í steinaldarkofum sínum og kæra sig kollótta um menninguna. Þeir ganga af- ar snöggklæddir, og hafa sið þann að aflaga höfuðgerð ungbama, svo að meiri hluti þeirra er mjög furðúlega lagdður til höfuðsins. Eigin- konur ganga kaupum og söl- um fyrir 4—5 krónur og ekkjum. er hent í ámar, þar sem hugraðir krókódílar rífa þær í sig. BAjG EINN í janúar s.l. komu \ Vestar, þar sem foarízt er víð Irrawadiána, er meginþorri brezku hersveitanna, ef dæma má eftir fregnum. Borgin Lemy- ethna er þar „dauð borg“, þ- e. hún er á milli japanska og brezka hersins, og sagt, þar sé engin paradís. 1 lofti hafa harðar gggnkv. árásir v'erið gerðar, og er þeim. nær undantekningarlaust stefnt gegn flugvölium andstæðing- anna. sem eru tvímælalaust mikilvægustu staðirnir í bar- áttunni um Burma, með því að eyðileggja flugvellina er á skömmuin tíma hægt að brjóta niður styrk andstæðinganna í . lofti, og þá er mikið fengið. Slík barátttí er nú háð af mikl- um krafti í Búrma. þar eð báð- ir aðilar, hafa fengið liðsstyrk í lofti, en einkum þó Japanir. Aðalflugvöllur Japana virðist vera skammt norðan við Ran- goon og hafa flugvélár Banda- manna verið yfir honum bæði í fyrradag og s.l. laugardag. I laugardagsárásinni eyðilögðu þær 10 flugvélar Japana, og margar til viðbótar í fyrradag. Soosevelt geflð sverð japansks herforingja Landstjórinn á Filippseyjum er nú kominn til Washington og sat hann veizlu hjá Roose- velt í gær. Færði hann forset- anum að gjöf frá MacArthur sverð, sem tekið hafði verið af japönslcum herforingja. Hann lýsti því og yfir, að 6,5 smálestum af gulli hefði verið bjargað frá Manila. herskip með merkjum hinn- ar rísandi sólar upp að ströndinni og gúlir hermenn gengu á land. Ástralíumenn gátu lítið varizt, en hafa gert stöðugar loftárásir á Rabaul síðan. Sú borg er þó ýmsu illu vön úr loftinu og hefir fleiru en sprengjum og vatni rignt þar. Eldfjöll eru í ná- grenninu og hafa gert íbú- unum marga skráveifuna, síðast í maí 1937, þegar 2 gtgar, sem heita Móðirin og Dóttirin, spýttu eldi og ösku yfir borgina. Mynd þessi sýnir hina frægu Kyrrahafsborg Rússa, Vladivostock, sem nú er mikið talað um, þar eð hún getur haít geysilega þýðingu, ef Rússar lenda í stríði þar eystra. Frá borg- inrii er auðveldlega hægt að gera loftárásir á borgir Japana. Brezkir kafbátar sökkva 11 skipum öxul ríkjanna Sá Miðjarðarhafi. Þar af tveim ítðlskam baf- ^ bátnm við strendnr Italin. ““ • Jk'Bier. - JBarátta >um birgðir Rommels. .. ~ . — - , .. ' 7 . , ' . 13 REZKIR kafbátar láta nú mjög mikið til sín taka í Mið- jarðarhafinu og hafa enn sökkt 11 skipum öxulríkjanna, þar af tveim ítölskum kafbátum og einu drekkhlöðnu her- flutningaslíipi, sem vafalaust var á leiðinni til Libyu með liðsstyrk til Rommels. Fjórir brezkir kafbátar sökktu skipum þessum. Einn þeirra skaut tundurskeyti á annan ítalska kafbátinn í suð- urenda Messinasundsins, sem er riiilli Sicileyjar og megin- landsins. Þegar brezki kafbáturinn ætlaði að bjarga áhöfn- inni af ítalska kafbátnum, komu þýzkar flugvélar _og vörp- uðu sprengjum á hann, svo að björ^unin fór út um þúfur. Hinum kafbátnum var sökkt svo nærri suðurströndinni, að menn á landi gátu horft á viðureignina. Brezki kafbáturinn kom upp á yfirborðið og ætlaði að bjarga ítölunum, en þá hófu vélbyssur á ströndinni skothríð á hann, svo að hann varð að kafa aftur. Þriðji brezki kafbáturinn var við strend- ur Albaníu og sökti þar nýbyggðu skipi. Sá fjórði sökkti 6 litlum flutingaskipum og herflutningaskipinu, sem áður gat um. Kafbáturinn Talisman er kominn til stöðva sinna eftir langa útivist. Hafði hann sökkt einum ítölskum kafbát, einu 15000 smálesta skipi og ennfr. tveimur smærri flutningaskip- um. Allir þessir viðburðir eru hluti af baráttu, sem nú er háð um birgðir og liðsstyrk Romm- els, sem ef til vill eru skilyrðið fyrir því, að hann geti hafið sókn að nýju. f lofti er éinnig barizt meir eða minna um sama atriðið. Brezki flugherinn hefir gert árásir á flugstöðvar Rommels, þar sem flutningaflugvélar i lenda, er þær koma frá Suður- Ítalíu og Grikklandi. Það er nú talið víst, að Þjóð verjar verði að hafa helming- inn af flugher sínum og allan flugher ítala í Suður- og Vest- ur-Evrópu, en stöðugt fleiri flugsveitir eru nú fluttar til Libyu, þar sem Rommel þarf æ meira á þeim að halda. Bretar munu líka hafa, feng- ið aukið fluglið til Libyu mjög nýlega, en það eru aðallega ameríkskar tegundir, þar eð Bretar senda sínar eigin til Rússlands. Hér er um að ræða Douglas sprengjuflugvélar og Curtis Kittyhawk orustuflug- vélar. , , TVEIR franskir sjómenn hafa verið teknir af lífi í NorSur-Afríkunýlendum Frakka. Höfðu þeir og einn fé- lagi þeirra, sem fékk margra ára fangelsi, reynt að gera upp- reisn á skipi þeirra, er það sigldi um Gibraltarsund, og ætluðu þeir að sigla inn til Gibraltar og ganga í þjónustu Breta og frjálsra Frakka. Skipstjóranum á skipinu tókst áð ná aftur valdi á því og koma því til hafnár í Vichy-nýlendunni Algier. Þegar á land kom, afhenti hann sjó- mennina yfirvöldunum, sem létu leiða þá fyrir herrétt. MacArthur á ráð- steínn i Astraiín MAC ARTHUR er nú á stöðugum ráðstefnum með leiðtogum Ástralíu, þ. á. m. Ford, hermálaráðherra, og yfirmanni ástralska herfor- ingjaráðsins. Ford sagði, að einum fundinum loknum, að MacArthur væri sannarlega mikill herforingi og hann treysti honum til hins ítrasta. Undir stjóm hans, sagði Ford ennfremur, mun okkur takast að mæta innrás Japana með kröftugri gagnsókn. Heillaóskir eru enn að ber- ast til MacArthurs út af hinni nýju stöðu hans. Eitt þeirra er frá hermönnum hans á Bataan skaga, og segjast þeir ákveðnir að verjast áfram eins og þeir gerðu undir stjórn hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.