Alþýðublaðið - 24.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.03.1942, Blaðsíða 5
mm. iþessi sýnir fulltrúa Ban daríkjanna, Sumner Welles, halda ræðu á ráðstefnu Ameríku- Þriðjudagur 24. marz 1942. ALÞÝÐUBUVDIÐ 20 rikl, sem enn eiga eftir að leggja léð sitt á ¥»garskál stríðsins. GREIN sú, sem hér birtist, er yfirlit um ríki Suð- ur- og MiS-Ameríku, en þau hafa sem kunnugt er, enn ekki lagt lóð sín á vogar- skálir stríðsins. Greinin er eftir hinn heimsfræga blaða- mann John Gunther, og er tekin úr síðustu bók hans, „Inside Latin America“. Gunther er áður frægur orð- inn fyrir bækur sínar, „In- side Europa' Asia“. og „Inside ÞAÐ FYRSTA, sem segja má uxn latnesku Ameríku, þ. e. Suður- og Mið-Ameríku, er iþað, að hún er ekki til. Orðasam- bandið „latneska Ameríka“ hef- ir mér alla jafna fundizt mesta meiningarleysa. En það, sem hér um ræðir, eru tuttugu sjálf- stæð og óháð ríki, sem eru mjög ólík hvert öðru. Satt er það, að þau eiga sameiginlega sögu og landslag er líkt, og þjóðirnar eru af sama uppruna, og allar tala þær spænsku nema Brazi- líumenn, sem tala portugölsku og Haitibúar, sem tala Creola- tungu og frönsku. Ei að síður er mikill munur á þessum bjóðum. Tökum til dæmis Uruguay og Paraguay, sem bæðí eru lítil lönd, og er fjarlægðin milli þeirra tæpar hundrað mílur enskar. Munurinn á þeim er furðulega mikill. Uruguay er eitt af mestu framfaralöndum veraldarinnar, en Paraguay eitt hinna' fnunstæðustu. Uruguay er líkt Danmörku áður en Hitler lagði hana undir sig, þar sem hin þjóðfélagslega þróim er langt á veg komin, ríkið hefir eftirlit með iðnaðinum, lýðfrelsi er mikið og samvinna. En Para- guay líkist engu öðru en sjálfu sér. I>að er eina rfkið í latnesku Ameríku, þar sem Indiánar hafa étilokað Spánverja, en alls stað- ar annarsstaðar hefir það verið öfugt. Þar hefir aldrei ríkt önn- ur eins menning og í Urugay, en þar með er ekki ságt, að það hafi ekki sína sérstöku töfra. Nyrzt í Suður-Ameríku liggja löndin Venezuela, Colombia og Ecuador. En þótt lega þeirra sé hin sama, og landslag líkt, hafa þau breyttzt mjög síðan aðskiln- aðurinn varð við Spán. Sann- leikurinn er sá, að í Venezuela varð herstjórn, Colombia varð háskólaríki, og í Ecuador ræður kirkjan lögum og-lofum. Fleira greinir sundur þessi ríki. Vene- zuela er auðugt land, en þar er unnin olíá úr jörðu. En Ecuador, sem er rétt hjá, er eitt af fátæk- ustu löndxun veraldar. Peru hefir haft sín sérstöku vandamál til úrlausnar. Þar var um skeið hemaðareinveldi, en hefir nú breyzt í töluvert frjáls- lynt þingræði. Þar hafa og er- lend ríki seilzt til yfirráða. Peru en einkennandi dæmi um „hálf- nýlendu". Kanada og Bandarík- in eiga olíuframleiðsluna þar, Bandaríkin námumar og Japan- ir og Þjóðverjar baðmullina. Bretar hafa eftirlit með jám- brautarrekstrinum, ítalir hafa eftirlit með bankastarfseminni og Þjóðverjar hafa að mestu yf- irráð yfir sykurframleiðslimni. Bolivía, .sem er næsta land, hef ir mjög fábreytta framleiðslu eða einungis tin. íbúamir enx Indiánar sennilega að níutíu hundruðustu. En íbúamir í Chile, sem er næsta land við Bolivíu, em flestir hvítir. Tin- kaupmennirnir ráða lögum og lofum í Bolivíu ásamt hernum, en í Chile er eina verkalýðs- stjórnin í Ameríku. Chilebúar hafa útilokað herforingjana frá öllum áhrifum á stjóm lands- ins, og stjómin er mjög róttæk. Líttun á 'Argentínu. Argen- tínubúar lifa á hveiti og kjöt- framleiðslu og þykjast hafnir yfir nágrannaþjóðir sínar. Stjómarfarið þar er hið skringi- legasta, því að þar em tveir for- Frá Rio de Janeiro. Ráðstefna Ameríkuríkjanna, sem haldin var í janúar, fór að mestu leyti fram á þessum stað. Það er utanríkisráðuneytið í Rio de Janeiro, Brasihu. setar. Annar er heilsuveill, hinn heilsugóður og þeir hata hvorn annan. í Argentinu ráða stór- eignabændur og landeigendur, sem rækta nautgripi, lögum og lofum, og tekst þeim furðanlega að halda völdunum, enda þótt meirihluti þjóðarinnar sé and- vígur þeim. Loks er Brazilía, sem er nærri því eins ólík Argentínu og Kína er ólíkt Japan. Brazilíubúar eru geðgóðir menn og land þeirra er mjög auðugt. Þar er einræð- isstjórn, þó að Brazilíubúar vilji ekki með góðu móti við það kannast. En brazilianska ein- ræðið á rætur sínar hjá alþýð- unni og er henni mjög velviljað. Af um tuttugu þjóðum í lat- , * , . . | telfa ma að marki stefnu ritsins, nesku Amenku eru að minnsta ... . . . i er bojunenntagaanrýnm og htm er kosti tvær, þar sem er hrein- ræktað, ógrímuklætt einræði — í Guatemala og Dominikanrík- inu. í mörgum þeirra er þó raun- verulegt einræði, þó að þar eigi að heita þingræðí, svo sem í Honduras, Nicaragua og Kúba. í öðrum löndum er erfitt að draga markalínur á milli ein- ræðis og lýðræðis, svo sem í Framhald á 7. síðu. Um Helgafell, nýja tímaritið. — Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. — Bókmenntagagnrýni og grein Barða. — óttasleginn og taugaveiklaður bifreiðaeigandi spyr mig ráða. HELGAFKIA ei* gott tiinarit, Menn gerðu sér að vísu góðar vonir um það, er þeir heyrðu hverjir vteru ritstjórar þess, og fáir mrinu Jíka hafa orðið fyrir vonbrigðum. . Merkilegasti . hluti þessa fyrsta heftis, af því, sem Sumner Welles á Amerikuráðstefnunni. M3 rikjanna 1 tuo ae Janerro 1 januar s. x. með nokkuð öðrúm hætti en tíðk- azt hefir hér hjá mörgum gagnrýn- endum. Þessi fyrsta bókmennta- gagnrýni Magnúsar og Tómasar gefur góðar vonir um að almenn- ingur geti sótt £ þetta rit leiobeiu- ingar um bókaval. En stikt hehr vantað hér á Iandi. Bókmennta- gagnrýnin hefir verið svo utan gama. ÞA» KEMIJR EÍKA FRAM í bókmenntagagnrýninni í þessu hefti, að ritsíjórunum fínnst nauðsyn á að taka upp nýja stefnu í umtali um bækur, og að þeir eru ekki flæktir í net þeirrar mann- fyxirlitningar, sem svo mjög hefir borið á í bókmenntum okkar sið- ustu árin. í smágrein um bók Þór- unnar Magnúsdóttur „Draumur um Ljósaland" segir M. Á. meðal ann- ars: . en vissulega ætti hún er- indi inn í bókmenntir vorar, ef henni tækist að lýsa fyrirmyndar- fólki með list og lílcindum, því að sannleikurinn er sá, að viðfelldið fólk af því tægi er miklum mun fágætara í bókmenntum en í mannlífinu sjálfu.“ HIN STÓRMERKA grein Barða Guðmundssonar mun áreiðanlega vebja mikla athygli og umtal. Hún er um uppruna íslenzkrar skáld- menntar og fjallar þessi fyrsti kafli um „Skáld, kynngi og kven réttindi“. Hér er mjög hugnæmt efni tekið til meðferðar af vísinda- legri nákvæmni og ég þekki okkur ekki rétt, ef um þessa grein verð- ur ekki mikið talað. ÞAÐ ER ALVEG NÝR blær yfír þessu riti. Hér er ekki hinn skefja- lausi reipdráttur kommúnista ann- ars vegar og svartasta afturhalds- ins hins vegar látinn ráða stefn- unni. Þáð er hátt til lofts og vltt til veggja í HeJgafelli — og það er einmitt þetta, sem gerir það svo eigulegt. Þetta er enginn ritdóm- ur mn Helgafell, aðeins dægurhjal mitt um þetta nýja rit. Mér þóttt vænt um það strax og ég hafði kjnnnt mér efni þess. BIFREIÐAEIGANDI skrifar mér á þessa leið: „Ég hefi haft það a8 venju undanfarin þrjú ár að aka oft út úr bænum, þ. e. a. s. mið- bænum, þegar ég hefi verið búinn með vinnu mína síðdegis. Ég hefi farið upp að Reykjum, að Grafar- hclti, suður í Kópavog, upp í Rauð- hóla, að Geithálsi og óteljandi sinnum að Kleppi, eða hringinn þá leiðina, suður á öskjuhlíðarháls og hringinn þá leið." ,JÉG IIEFI NOTIB ÞESSARÆ skemmtiferða minna í ríkum mæli. 3Þær hafa gefið mér frið eftir arg og þvarg dagsins — og ég mættt sízt án bílsins vera vegna þeirra. En nú hafa komið fyrir atburðir, sem hafa alveg sett mig úr jafn- vægi, smátúrarnir eru hættir að verða mér sú hvíld, sem þeir áður voru. Ef ég fer, er ég alltaf á nál- um. Ef ég sé Jiermann, athugá ég hann gaumgæíilega til að sjá hvort hann gefur mér merki — og ef hermaðurinn er vopnaður, þori ég eiginlega hvorki að halda áfram né nema staðar.“ „OG HEKMENNIRNBR eru meö alls könar merki, sérstaklega þeir ameríksku. Þeir eru á sifelldu tifi með þumalfínguraa — og þau tákn sltil ég ekki. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Hvað á ég að gera, Hannes minn?“ ÞÓ ÁTT A» HÆTTA að aka út að gamni þínu, a. m. k. á þennan hátt. Stríðið hefir sett fleiri smá- borgara en þig úr jafnvægi. Eða hvað heldur þú sjálfur? Við höf- um orðið að breyta lifsvefijum okkar á rnargan hátt — og fyrst þú ert svona taugaveiklaður, þá skaltu bara spara bíUnn þangað til aftur verður friður. Hannes á horntaa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.