Alþýðublaðið - 25.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.03.1942, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. m^rz 1942» ameriksku setu- Englands ’41 fyrir 74 millj. kr. —...» .... Togararnir seldu fyrir 45,5 milljénir og ðnnur skip fyrir riimlega 28 milljónir. ■■■■■■■■ ♦ .— Þó voru engar ísfisksölur í 4 mánuði. ISLENZKIR TOGARAR seldu ísfisk í Englandi á síðast liðnu ári fyrir 1 747 908 sterlingspund, eða um 46 milljónir íslenzkra króna, miðað við að 26 íslenzkar krónur jafngildi 1 sterlingspundi. Á sama ári hafa íslenzk línugufu- skip og mótorskip selt ísfisk fyrir 1 081 343 sterlingspund, eða um 28 milljónir íslenzkra króna. Þannig höfum við selt ísfisk í Englandi á síðastliðnu ári fyrir samtals um 74 millj. króna. ( Brúttó). Sala togaranna 1941 varð í krónutali nokkru minni en árið 1940. Stafar það fyrst og fremst af því að á síðastliðnu ári varð löng stöðvun á siglingum, eða frá því um 20. marz og þar til í júlí, ef miðað er við afla- magn varð salan meiri. Um þetta segir meðal annars í ,,Ægi“, sem birtir mikinn fróð- leik um sjávarútveginn 1941: „Tala ferðanna var með hæsta móti í jan. og febr. í marz fækkaði ferðunum síðan veru- lega og næstu 4 mánuði allt til júnxloka var ekki um að ræða neinar ísfisksöluferðir togara. í ágústmánuði voru aðeins 2 ferðir farnar, en síðan fór þeim fjölgandi til ársloka, að þær urðu 25 í desemb. Stöðv- un sú, sem varð á siglingum togaranna á tímabilinu apr.— júlí, átti rót sína að rekja til þess, að fyrrihluta marzmán- aðar áttu sér stað árásir á 3 ís- lenzk skip á siglingu til Bret- lands, og týndust 2 þeirra. — Þetta leiddi til þess, að ákveð- ið var þ. 9. marz að hætta sigl- ingum í bili, og 22. marz voru síðustu skipin á markaðnum. Nokkrir togaranna fóru þá á saltfiskveiðar, en aðrir veiddu til sölu í ísfiskflutn.skip. Loks fengu margir þeirra gagngerð- ar viðgerðir, sem tóku langan tíma. Tala söluferða varð alls á árinu 188 á móti 489 árið áður, en verðmæti fisksins var hlut- fallslega allmikið meira. Hæstu meðalsölur voru í janúar £ 10- Kjordæmamálið: Haröar amræðar am kjör- dæmamálið á alplngi i gær Ásgeir Ásgeirsson sýnir fram á óheil- indi andstæðinga frumvarpsins. SUMIR þingmenn vilja nota sjálfstæðis- og sambandsmálið til þess að tefja fyrir þessu frumvarpi, sem hér um ræðir. Og yfir- leitt er mikið gert að því að blanda öðrum málum inn í umræðurnar, sem sýnir að- eins hve erfitt er að mæla því í gegn, að nauðsynlegt sé að bæta úr misréttinu, sem á sér stað í kosningafyrir- komulaginu“. Þannig fórust Ásgeiri Ásgeirs syni orð í ræðu við framhalds- umræðu kjördæmafrumvarps- ins í gær. Ein aðalröksemd óvildar- manna frumvarpsins er sú, að -hlutfallskosningar í tvímenn- ingskjördæmum mundu leiða til þess, að stjórnmálaflokkum fjölgaði, og mundi það drepa lýðræðið, eins og í Þýzkalandi, Frakklandi, Ítalíu og víðar. Ásgeir sýndi fram á, að þessi röksemd risti ærið grunnt. Það voru ekki hlutfallskosningar, Jsem drápu lýðræðið í umrædd- um löndum, sagði hann, heldur blátt áfram hitt, að þar efldust flokkar, sem vildu lýðræðið feigt og reru öllum árum að tortímingu þess. Auk þess bæri að vinna á móti offjölgun þing- flokka með öðrum ráðum en misrétti í Kosningarretti. Til þess yrði að setja öruggari regl- ur, t. d. að flokkur þyrfti visst atkvæðamagn til að hljóta þing- fultrúa. í sambandi við sjálf- stæðismálið gat ræðumaður þess, að flutningsmönnum frv. þessa hefði komið til hugar að flytja á þessu þingi frv. um að skipa nefnd, er tæki það stór- mál til rannsóknar og un,dir- búnings. Framsóknarmenn virðast eiga erfitt með að ræða þetta mál án þess að tilfinningar hlaupi með þá í gönur. Bergur Jónsson hlóð saman mörgum stóryrðum um frumvarpið, kallaði það bæði „hégómlegt og vitlaust". Bergur afgreiddi réttlætiskröfu kaupstaðanna þriggja með því, Framhald á 7. síðu. 190, og er það hámarkið. Árið 1938, sem var síðasta ár fyrir stríð, var hæst meðalsala í febr- úar £ 1 574, og var þá óvenju há. Hækkunin er því meir en sexföld. í febrúar og marz lækkaði meðalverð aftur held- ur. Þegar siglingar togaranna byrjuðu aftur, hafði hámarks- verð verið sett á ísvarinn fisk í Bretjandi.“ 35 togarar stunduðu ísfisk- sölur, en þar af fórust tveir, — „Gullfoss1 og „Reykjaborg". — Fór ,,Gullfoss“ 3 ferðir og „Reykjaborg" 2. Af þeim, sem stunduðu veiðar nokkurnveginn allt árið, varð „Garðar“ hæst- ur að meðaltölu í ferðum. En ef miðað er við úthaldsdaga verð- ur útkoman nokkuð önnur. 46 línugufuskip og mótorskip stund uðu ísfisksflutninga og fóru þau alls 201 ferð. Um aflasölur þessara skipa segir svo í ,Ægi‘: „Alls tóku 46 skip þátt í þessum flutningum, og fóru þau alls 201 ferð á árinu, en 41 á fyrra ári með 314 ferðir. Meðalsala þeirra í ferð, yfir allt árið, nam um 5 380 £, og er það allveruleg hækkun frá fyrra ári, en þá var meðalsalan aðeins um 2 569 sterlingspund. Hækkunin er því rúmlega 100%. Fækkun ferðanna stafar, hér af sömu ástæðu og hjá togur- unum og áður var á minnzt. En flutningaskipin hófu siglingar fyrr eftir að stöðvunin varð í marzmánuði. Fyrsta skipið sigldi út aftur 4. maí, en aðeins fá skip sigldu þó til að byrja með. Auk þessara skipa voru nokk ur leiguskip hér við landið, — sem keyptu fisk til útflutnings, og sömuleiðis mikið af fær- eyskum fiskkaupaskipum. Enn fremur hafði matvælaráðuneyt ið brezka skip í förum til flutn ings á fiski, einkum eftir að samningurinn var gerðui4 í öndverðum ágústmánuði. PÓtrúlegt tómlæti fólks: Óskað eftir snraar- dvðl fyrir aðeins 420 bðrn. £n áreiðanlega mikln fleiri vilja komast í sveit. C ÍÐASTLIÐINN sunnu- ^ dag og mánudag fór fram skráning á börnum, sem foreldrar vildu koma í sveit í sumar. Sumardvalar- nefndar stóð fyrir þessari skráningu og tilkynnti hana (Frh. á 7. síöu.) u.V ■ • , ■ ■ . •• • liðsstjórnarinnar um bana- skotið við Hálogaland. ALÞÝÐUBLAÐINU hefir borizt eftirfarandi: „Ame- ríkska herstjórnin óskar að tilkynna eftirfarandi við- víkijandi banaskotinu í Camp Hálogaland: Láugardaginn 14. marz um kl. 22.55 sá varðmaður við hliðið á Camp Hálogaland, að íslenzk bifreið nálgaðist hlið- ; ið. Samkvæmt fyrirskipunum um, hversu beri að haga sér er svo standi á, kallaði hann til yfirboðara síns, Corporals, er var í yarðmannaskýli þar.rétt hjá, að íslenzk bifreið nálg- aðist. Brá hann þegar við og fór til varðmannsins. Bifreið- in var stöðvuð. Tveir karlmenn sátu í framsæti og voru þeir 'beðnir að sýna vegabréf sín, en hvorugur gerði það. Er Corporálinn hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að menn- irnir hefðu ekki vegabréf, skipaði hann varðmanni þeim, sem hlut átti að máli, að leyfa þeim eigi inngöngu. Gaf varðmaðurinn bílstjóranum bendingu um að aka á brott, og Corporalinn gekk nokkur skref áleiðis að varðskýlinu. Samt sem áður ók bifreiðin af stað áleiðis inn í herbúðirnar. Varð- maðurinn hrópaði til mannanna að nema staðar, þrisvar á ensku og einu sinni á íslenzku. Bifreiðin stanzaði ekki. Skaut þá varðmaðurinn einu skoti og særði farþegann, sem síðar kom í ljós að var Gunnar Einarsson, banasári. Öku- maður reyndist vera Magnús Einarsson. Á stríðstímum, og yður hlýtur að vera ljóst, að Banda- ríkin eiga í ófriði, eru skyldur varðmanna mjög harðar og og nákvæmar, og þéir verða að gegna þeim út í yztu æsar. Allrar mögulegrar og skynsamlegrar varúðar hefir verið gætt, að því er tekur til skipana og fyrirskipana varðmanna, og eftirlits. Þar eð einhverjir kunna að vera meðal íslend- inga, sem ekki hafa gert sér ásandið ljóst, og sem ekki kunni skil á réttri hegðun gagnvart varðmöhnum, þá hefir ameríksku sendisveitinni í Reykjavík verið send greinar- gerð um þetta efni, með tilmælum um, að beina henni til utanríkismálaráðherra íslands. Hann mun án efa koma henni á framfæri við blöðin. Til frekari viðbótar þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið til þess að koma í veg fyrir óhappaverk, verða sett upp hlið eða tálmanir þar, sem því verður við komið, við vegi, sem liggja inn á hernaðarleg bannsvæði ameríkska hersins. Þér megið vera þess fullviss, að vér í Bandaríkja- hernum hörmum mjög þetta hörmulega óhappaverk, og að við treystum því, að með réttri samvinnu milli hersins og allra hugsandi íslenzkra föðurlandsvina, verði auðið að út- rýma öllum misskilningi, og að orsök allra vandræða í fram- tíðinni sé þar með fallin burtu. Yfir 30 púsnnd Reykviking- ar eiga að taka vegabréf. -----...... ■■■ En 23 púsnndfir liafa gerf pað. "' ♦ ..■■■■.—■ 7 þúsundir eiga á hættu að fá sektir. Lögreglustjóri og allt hans lið hótar þeim Reykvíkingum, sem enn hafa ekki sótt vegabréf sín áminn- ingum, sektum og öðrum refsingum, ef þeir hafa ekki sótt staðfestingu á því hverj- ir þeir séu í raun og veru fyrir 29. þessa mánaðar. Síð- ustu forvöð eru því á laug- ardaginn ke>nur, en þá er 28. marz. Alþýðublaðið spurði jull- trúa lögreglustjóra í þessum málum að því í gær, hve marg- ir væru búnir að taka vegabréj sín. Hann svaraði: „Við erum búnir að afhenda 23 þúsund vegabréf." — Og hvað teljið þið að mörgum beri að taka vegabréf hér í bænum? „Við vitum það ekki ná- kvæmlega, en við teljum, að þeir séu að minnsta kosti 30 þúsund að tölu.“ — Þeir eru þá að minnsta kosti 7 þúsund, sem eiga á hættu að fá áminningu og verða sektaðir? „Já, samkvæmt nýjustu til- kynningunni eiga þeir þetta á hættu, sem ekki hafa sótt vega- bréf fyrir næstkomandi sunnu- dag.“ — Og það er alveg nauðsyn- legt að taka vegabréf? „Vitanlega, svo mikið er búið að brýna það fyrir fólki. Og það er ekki aðeins nauð- synlegt að taka vegabréfin, — heldur verða menn að bera þau allt af á sér.“ — Hvers vegna? Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.