Alþýðublaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 2
Fiqunjwfegiir, l&ggg'Ufö. —■ ...! „Þótt ég vissi eitthvað um möguleika til inu- rásar á ísland, myndi ég ekkert segja“. CHARLES H. BONESTEEL yfirhershöfðingi ameríkska setuliðsms hér á landi, ræddi við íslenzka blaðamenn í fyrra kvöld í höfuðstöðvum sínum „Camp Phersing“. Hershöfðinginn talaði fyrst og fremst um sambúð ís- lendinga og hermanna hans og þau vandamál, sem upp hafa risið í sambandi við hana. Lýsti hann sjónarmiðum sínum og var auðheyrt, að honum er mjög annt um, að sambúðin geti verið sem bezt, og að vinna að því með öllum ráðum. Hershöfðinginn sagði meðal annars: „Við vonum, að þið gerið ykk- ur ljóst, að Bandaríkin eiga nú í styrjöld, einni grimmilegustu styrjöld, sem mannkynið hefir nokkru sinni orðið að lifa. Af þessum sökum verðum við að gera mjög miklar varúðaiTáð- starfar, og hafa strangan her- vörð við alla mikilvæga staði, til dæmis herbúðir okkar. Vandamál eins og þau, sem okkur liggja nú þyngst á hjarta, hafa komið upp nálega alls staðar, þar sem her manns hefir farið. Jafn vel heima í Banda- ríkjunum hafa þau reynzt mjög erfið viðfangs, og hafa allmarg- ir menn látið lífið vegna mis- 6kilnings, sem orðið hefir milli þeirra og hermanna á verði.“ Máli sína til sönnunar sýndi Bonesteel herforingi blaða- mönnum nýkomið ameríkst tímarit, This Week“, sem gefið er út af stórblaðinu „New York Herald Tribune“, og var í því grein, þar sem almenningur var alvarlega varaður við því að óhlýðnast varðmönnum, og dæmi nefnd um það, að illa hafi farið, þegai’ það var gert. • Þá ræddi herforinginn um ýmis önnur mál. Skýrði hann frá því, að herstjómin hefði skipað sérstaka deild, sem ætti að annast samvinnu við íslenzk yfirvöld. „Mun þessi deild“, sagði her- foringinn, „setja sig í samband við helztu embættismenn ís- lenzka, og gerum v.ið okkur beztu vonir um starf þessarar deildar. Colþnel C. Lisle etr yfirmaður hennar. Það er skemmtileg tilviljun ,að hann kynntist lögreglustjóra ykkar, Agnar Kofoed-Hansen, fyrir mörgum árum. Það var á al- þjóða-skátamóti, sem haldið var í Englandi, að Lisle heyrði, að þar væru íslendingar. Langaði hann til að kynnast þeim og heimsótti því bækistöðvar þeirra. Þar hitti hann lögreglu- stjórann.“ Þegar Bonesteel herforingi var spurður um það, hvort það væri algengt, að her- búðir væru eins nálægt bæjum og hér ætti sér stað, svaraði hann: „Já, það er algengt, að herstöðvar séu inni í miðjum borgum, sérstaklega flotastöðv- ar. Hver sá, sem kemur til New York, sér eina stærstu flota- Hversvegna ern apótekin etti tpin eins og áðnr? .....--4---- Mikil óánægja út af teref tingnnni -.-.♦ Samtal við Sverri Magnússon form. Lyffræðingafél. ísiands. - » NÚ NÝBREYTNI var tekinn upp sunnudaginn 15. marz síðastliðinn, að að eins ein lyfjabúð í bænum, var höfð opin. Jafnframt var hætt að hafa tvær lyfjabúðir opnar á næturnar, og er nú aðeins ein lyfjabúð höfð opjin að nætur- lagi. Þetta hefir vakið mikla óánægju meðal almennings og hafa I • margir snúið sér til Alþýðublaðsins og kvartað undan þessú. Held- ur fólk því fram, ao það sé miklum erfiðleikum bundið að þurfa, til dæmis, að fara innan af Laugarnessvegi og í Ingólfsapótek, eða vestan af Grímstaðaholti og inn í Iðunnarapótek. Þá er á það bent, að nú séu | óvenjulega mikil veikindi í bænum, og gpri það, eitt út af jyrir sig, þessa nýbreytni næsta óviðunandi. r Af þessu tilefni hefir Alþ.bl. Jéitað sér upplýsinga um það, hvers vegna* þessi breyting var gerð á starfi lyfjabúðanna. Þessi breyting er gerð sam- kvæmt samningum, sem gerðir voru milli Lyfjafræðingafélags íslands og Lyfsalafélagsins í Frh. á 7. síðu Bonesteel hershöfðingi. stöð heimsins, á Hudson-ánni, í hjarta borgarinnar. Auðvitað hefir mikið af herbúðum verið sett upp úti í sveitum, þar sem nóg landrými er til æfinga.“ Einn blaðamanna spurði her- foringjann, hvort hann áliti að innrás í ísland væri möguleg. ■Hann svaraði brosandi: „Þótt ég vissi eitthvað um það mál, gæti ég ekki sagt um það eitt einasta orð.“ Bonesteel herforingi hefir verið lengi í þjónustu Bánda- ríkjahersins. Hann tók meðal annars þátt í orrustum í Frakk- landi í síðustu heimsstyrjöld. Hefir hann mikinn áhuga á menningarmálum íslendinga og hefir kynnt sér þau eftir föng- um síðan hann kom hingað. Hann sagði blaðamönnunum meðal annars, að hann hefði dvalið í tvær klukkustundir í listasafni Einars Jónssonar og dáðist herforinginn mjög að listaverkunum. „Hér á íslandi11, sagði Bone- steel herforingi að lokum, „höf- um við Bandaríkjamenn mætt aðstæðum, sem eru ólíkar öllu því, sem við höfum áður kynnzt. En okkur hefir gengið vel að ráða fram úr erfiðleikunum, og við vonum, að svo verði einnig með þau vandamál, sem nú steðja að.“ Útvarpsumræflar nm fjárlðgin. FYRSTA umræða um fjárlögin fer fram í dag og verður henni útvarp að frá alþingi. Fyrstur mun fjármálaráðherra Jakob Möller tala, en síðan full7 trúar flokkanna, hver af öðrum. Umræðurnar munu hefj ast kl. 1. sonar út af banaskotinu ALÞÝÐUBLAÐINU hefir borizt eftixfarandi yfirlýsing frá Magnúsi Einarssyni, sem stjórnaði bifreiðinni, sem várð fyrir skotinu 14. þ. m.: . 1j „Vegna yfirlýsingar ameríkönsku herstjórnarinnar í dagblöðunum þ. 25. þ. m. vil ég taka eftirfarandi fram: Síðastliðið ár hef ég ekið venjulega fjórum sinnum á dag meðfram herbúðum (Rushmoor Camp og Rédesdale Camp). Ég hef jafnan verið stöðvaður af hermönnum og hafa þeir að lokinni athugun ávalt leyft mér að fara óáreitt- um leiðar minnar. Ég hefi ca. 20 sinnum á ýmsum tíma bæði í björtu og dimmu ekið sömu leið og ég ók laugardagskvöld- ið þ. 14. þ. m. Ég hefi ávalt verið stöðvaður af hermönnum, en þeir hafa undantekningarlaust leyft mér að halda leið- ar minnar, eftir að hafa gert fyrirspurn um, hvert ég væri að fara. Umrætt laugardagskvöld var ég samkvæmt venju stöðvaður af hermanni. Hann spurði hvert við ætluðum og svöruðum við báðir, ég og Gunnar, nokkum veginn sam- tímis, að við ætluðum að Laufskálum, og bentum her- manninum hvar það hús væri. Hermaðurinn virtist telja svör okkur fullnægjandi, því að hann sagði, að allt væri í \ lagi (all right), vék sér frá bifreiðinni og benti okkur að halda áfram. Ég hélt nú, vegna fyrri reynslu minnar, að ' óhætt væri að halda áfram og gerði það. Er ég hafði ekið ca. 3—4 bifreiðarlengdir, stöðvaði annar hermaður okkur og kom hann að bifreiðinni vinstra megin. Gunnar heitinn skrúfaði niður rúðuna og töluðust þeir við fáar setningar. Ég veitti því ekki athygli hvaða orð fóru á milli þeirra. Gunnar var góður enskumaður, og er Gunnar segir, að allt sé í lagi, ók ég af stað, og efaðist ekki um að það væri ó- hætt. Er ég hafði ekið ca. þrjár bíllengdir frá þeim stað, sem við vorum stöðvaðir á af síðari hermanninum, reið af skot það, er varð Gunnari að bana. Ennfremur skal eftirfarandi tekið fram: 1) Ég sýndi fyrri hermanninum vegabréf mitt, eftir beiðni hans. 2) Hermaður sá (hinn fyrri), sem ég svaraði, gaf okkur leyfi til að halda áfram. 3) Hafi verið kallað á eftir okkur af varðmanni, í um- rætt skipti, þá hefir verið kallað svo lágt, að hvor- ugur okkar heyrði. Að lokum, ef „allrar mögulegrar og skynsamlegrar varúðar hefir verið gætt, að því er tekur til skipana og fyr- irskipana varðmanna og eftirlits,1 sem ég vil ekki draga í efa, virðist mér alveg bersýnilegt, að vikið hafi verið frá þeim fyrirskipunum.“ _____________________________________i__________ fbúar í Fossvogi og á Sel- tjarnarnesi heimta vegabréf — ■ ♦ Þau koma inuan fárra daga, segir sýslu- maðurinn i Gullbringu-* og Kjósarsýslu. ¥ BÚAR í Fossvogi og í Sel- tjarnarnesi hafa furðað sig á því, að þeim skuli ekki hafa verið gert að skyldu að fá sér vegabréf. Þeir sáu í blöðunum í gær, í tilkynningu ameríksku her- stjórnarinnar, að þeir tveir menn, sem voru í bílnum við „Camp Hálogaland,“ laugar- daginn 14. marz, höfðu verið krafnir um vegabréf. Gefur þetta hugmynd um, að það séu herstjórnirnar, sem hafi kraf- izt þess, að allir skyldu hafa vegabréf, en eins og kunnugt er, hefir okkur engin skýring fyr verið gefin á þessu vega- bréfafargani. Lítur nú út fyrir, j að það sé meira en nauðsyn- legt fyrir alla að hafa vegabréf. Íbúar í þessum hverfum, sem í raun og veru eru ekki annað en úthverfi Reykjavíkur,' þó> að þau tilheyri Gullbringu- og Kjósarsýslu og heyri því undir Berg Jónsson bæjarfógeta £ Hafnarfirði, þurfa af skiljan- legum ástæðum ekki síður að- ferðast á svokölluðum „hættu- svæðum,“ en við, sem búum £ bænum sjálfum. Blaðið snéri sér því í gær til fulltrúa bæjarfógetans í Hafn- arfirði og spurði hann um þetta. „Það er vitanlega sjálfsagt að íbúar í Gullbringu- og Kjós- arsýslu fái vegabréf eins og Reykvíkingar. Við látum þá fá vegabréf, sem þess óska.“ i — En þið hafið enn enga til- kynningu gefið út um það til almennings? „Nei, en hún kemur að öll- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.