Alþýðublaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 4
 ALÞÝÐUBUVDIÐ Fimmtudagur 26. mazz 1942. I Ótgefandi: ASþýðuflokkuriim Kttstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Simar afgreiðslu: 4900 og 4906 i Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Orlof fyrir vmnandi fólk til sjávar og sveita. • ..-».. Úr greinargerð meirihluta orlofsnefndar fyrir frumvarpi þvi, er hann hefir lagt fyrir stjómina. ír okfeor vandara nm en Effitn? VORIÐ 1941 gerðist sá ein- stæði atburður í íslenzkri stjórnmáiasögu, að kosningum til alþingis var frestað með þingsályktun. Meginhluti þing- manna fylgdi þessari ráðstöfun Ekki skal því neitað, að margar stoðir runnu undir þessar að- gerðir þingsins. Er þar fyrst til að nefna ótta almennings við hernaðaraðgerðir hér í landinu, ugginn við loftárásir á stærri bæi og þá ringulreið, sem af kynni að hljótast. Þó hafði, þeg- ar alþingi tók þessa ákvörðim sína, ekkert slíkt borið að hönd- um og hefir ekki enn, sem betur fer. En það, sem olli því, að þing- mönnum skyldi til hugar koma, að frestunarleiðin væri fær, var fyrst og fremst ástandið í innan- landsmálum. Samstjórn sat að völdum, studd af þremur stærstu flokkunum, með yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinn- ar að baki sér. Öllum bar saman um, að slíkrar samvinnu væri hin fyllsta þörf á hættutímum. Flokkarnir skutu stærri ágrein- ingsmálunum til hliðar, og rík- isstjórninni hafði tekizt að halda sæmilegurn friði. Þá stundina voru því ekki á döfinni áðkall- andi ágreiningsmál, sem brýn nauðsyn krafðist að útkljáð yrðu með kosningum. Flestir þingmenn munu hafa haldið, að óhætt mundi að treysta stjórn- inni til þess að halda áfram á sömu braut og samþykktu því frestunina, þótt mörgum hafi verið það óljúft. En ríkisstjómin brást þessu trausti nokkrum mánuðum síð- ar. Ráðherrar tveggja stærstu flokkanna rufu stjómarsam- vinnuna á raddalegan hátt, settu kúgunarlög á launastéttir lands- ins, svívirtu íbúa höfuðstaðar- ins með ástæðulausri kosninga- frestun, einokuðu útvarpið o. fl. o. fl. Alþýðuflokkurinn gerði það, sem eitt var sjálfsagt, fór úr stjóminni. Þar með féll sú ástæða, sem gerði kosninga- frestun til þings mögulega, og á því bera núverandi stjórnar. flokkar einir ábyrgð. Nú liggja fyrir stærri ágrein- ingsmál, en verið hefir í mörg ár. Það er óhjákvæmilegt, að þau gangi undir dóm þjóðarin- ar. Enn vilja samt ýmsir fylgj- endur stjómarinnar fresta kosningum og halda dauðahaldi í þá röksemd, að bættan á hern- Asíðasta reglulega ALÞINGI var samþykkt svo felld þingsályktunartillaga um undirbúning löggjafar um orlof: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að leita tillagna verk- lýðs- og vinnuveitendasamtak- anna, svo og Búnaðarfélags, ís- lands og Fiskifélags íslands um undirbúning löggjafar um orlof vinnandi fólks í landinu til sjáv- ar og sveita, frá störfum á viss- um tímum órs. Leggi ríkis- stjórnin málið síðan fyrir hæsta alþingi í því formí, sem henni þykir henta.“ Með bréfum dags. 17. okt. s. 1. var síðan 5 manna nefnd skípuð samkvæmt tilnefningu ofan greindra aðila og félagsmála- riáðherra til þess að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um þetta efni. í nefndina voru skipaðír þeir Sigurjón Á. Ólafsson, eftir til- nefningu Alþýðusambands ís- lands, Eggert Claessen, eftír til- nefningu Vinlnuveitendafélags íslands, Jón .Hannesson, eftir tilnefningu Búnaðarfélags ís- lands, Davíð Ólafsson, eftir til- nefningu Fiskifélags íslands og Friðjón Skarphéðinsson, til- nefndur af félagsmálaráðherra. Með samþykkt þingsályktun - artillögunnar hefir alþíngi við- urkennt nauðsyn þess, að vinn- andi fólk til sjávar og sveita fáí hæfilega hvíld frá störfum viss- an tíma í einu með vissu mílli- bili. Þetta er aim. viðurkennt og hefir verið um langt skeið, enda hafa skapazt venjur um orlof (sumarfrí). hjá ýmsum stéttum manna og þá fyrst og fremst hjá skrifstofu- og verzlunarioikL Þá var og' í sumum sveitum landsins sú venja framyfir aláa- mót og er ef til vill enn, að veita hjúum nokkurra daga orlof ár- lega. Á síðari árum hafa au’k þess fjölmörg stéttarfélög fengið því til vegar komið með samning- um við atvinurekendur, að með- limum þeirra hefir verið tryggt orlof, mismunandi langt eftir atvikum. Nefndin hefir kynnt sér þá af þessum saniningum, sem hún hefir náð til, og er að sjálfsögðu gengið út frá því í frumvarpinu, að þeir samningar um orlof haldi gildi sínu, þar sem betri orlofsréttur er tryggð- ur en gert er ráð fyrir í frum- varpinu. Það er því augljóst, að í frum- varpinu felast ekki svo miklar breytingar é skipun þessara mála eins og ætla mætti að óat- huguðu máli, þar sem venjur og samningar um þetta efni eru mjög víðtæk. Höfuðnýmæli frumvarpsins er orlof verka- manna, en sjómenn og þó eink- um iðnaðarmenn hafa í fjöl- mörgum tilfellum tryggt sér or- lof með samningum. Þá hafa og verkamannafélögin, Dagsbrún í Reykjavík ög Hlíf í Hafnarfirði, tryggt meðlimum sínum vísi til orlofs með samningum á s. 1. ári. ■Nauðsyn þess, að taka sér hvíld frá störfum vissan tíma með vissu millibili hefir ekki að eins verið viðurkennd í fram- kvæmdinni hér á landi, heldur einnig í öllum menningarlönd- am. Reynslan hefir kennt, að slík hvíld er ekki að eins til hag- ræðis fyrir einstaklingana, held- ur einnig er hún vinningur frá þjóðhagslegu sjónarmiði, bæði að því er snertir aukin vinnuaf- köst og endingu á starfsþreki og heilbrigði. Tvöfalt gildi hefir slxk hvíld, ef hægt er að sam- eina hana dvöl úti í náttúrunni eða hollum ferðalögum. Flestir, sem eru sjálfs sín hús- bændur, taka sumarfrí eftir því sem atvik leyfa. Eigi hinir, sem starfa í þjónustu annarra, að \ njóta orlofs, verður það að aðaraðgerðum sé mjög ískyggí- leg. Það sýndi sig x fyrra, að kosningar hefðu getað farið f ram án nokkurs utanaðkomandi trafala. ÞaS kann að vera, að þessi hætta sé ekki minni nú, en hvað bendir til þess, að hún sé meiri? Eigum við að fresta kosn- ingum áfram, ef úr þesu verður þrjátíu ára stríð? Fregnir, sem foerast frá Egyptalandi þessa ciagana, geta orðið okkur lærdómsríkar 'Stór her hefir aðsetur sítt i því' landi, loftárásir hafa veríð gerð- ar á stærstu borgirnar, á bafi utan við logar ófriðurinn og rétt við landamærin geisa orrustur. Innrás óvinahers er stöðugt yf- irvofandi. Ætla mættí, að þing- kosningum sé fresta'ð í slíkum kringumstæðum. / En hvað skeður? Kosningár eru látnar fara fram, þrátt fyrir öll þessi ósköp, núna fyrir fá- einum dögum. Fregn frá Kairo í fyrradag, segir, að kosninga- þátttakan hafi verið mikil um aílt landið. Nei, okkur er sízt vandara rnn, íslendingum, að ganga til kosninga. Hér hafa þó engar hemaðaraðgerðir orðið. Við 'megum ekki láta óttann draga úr þjóðfélagslegum athöfnum, senx stjómarskráin ákveður og aatiSsynlegar eru lýðræðinu, ef það á að halda gildi sínu fyrir þjóðina. Ágreiningsmálin krefj- ast úrlausnar. Og þótt einhverj- irs sem lélegan hafa málstað- inn, kjósi að skríða í skúma- skot nýrrar kosningafrestunar, verður að láta dóm þjóðarinn- 'ar ganga í þessum stórmálum, fevað sem þeir segja. byggjast á samningi við at- vinnurekanda, venju eða lög- gjöf. Óumdeilda þýðingu hefir það, að fólk fái greitt kaup með- an það er í orlofi. Öðrum kosti mundi það mjög sjaldan hafa efni á að fara í orlof. Hagsmunir atvinnurekenda og starfsfólks hafa því leitt til þess, að þeir, sem orlof fá-samkvæmt samn- ingi eða venju, fá einnig greitt sitt venjulega kaup í orlofinu. j Hér á landi hefir til þessa I ekki verið til löggjöf um orlof. í félagsmálalöggjöf hinna Norð- urlandanna og í ýmsum öðrum löndum hefir hins vegar verið sett allvíðtæk löggjöf um þetta efni, einkum eftir að 20. alþjóð- lega vinnumálaþingið í Genf samþykkti árið 1936 ályktun um þetta og tilmæli til meðlima sinna um orlöfslöggíöl. Með frúmvarpi því, sem hér liggur fyrir, er til þess ætlazt, að málum verði þannig skipað, að orlof sé lögskipað 12 virkir dagpr 4 ári, miðað við að< unnið sé allt árið, en 1 dagur fyrir hvern mónuð, sem unnið er, og að kaup í orlofinu — orlofsfé — sé 4% af vinnulaumum, greidd- um viðkomanda á orlofsárinu,' sem hefst 15. maí og endar 14. maí árið eftir. Þá er gert ráð fyrir, að atvinnurekendur láti starfsfólki í té orlofsmerki, sem eru eins konar ávísanir á orlofs- feð. Fyrirkomulag þetta útheimtir nokkra fyrirhöfm og; kostnað,. en ekki virðist önnur leið heppi- legri. Orlofsmerkin yrðu prent- uð á kostnað hins opinfoera og höfð til sölu fyrir atvinnurek- endur á póststöðvum, en póst- stöðvarnar greiddu and.viirði þeirra til eigenda áður en þeir færu í orlof. Þá yrðí og að prenta orlofsbækur, er mönnum yrðu látnar í té árlega- til þess að festa í oriofsmerki og til þess að rita í vinnuvottorð. Sams konar fyrirkomulag er haft í Dan- mörku. EFTIR að Framsóknarhöfð- ingjarnir og stríðsgróða- mennirnir í Sjálfstæðisflokkn- um höfðu í bróðurlegri ein- ingu komið á kúgunarlögunum gegn launastétunum og velt þar með byrðum dýrtíðarinnar yfir á þær, vírðist rígur hafa komið upp með þeim ótrúlega fljótt. Það er eins og fleiri en óbreytt- ir kjósendur hafi kunnað illa við sig, eftir að búið var að gera það, sem að var stefnt með kúgunarlögunum. Jón á Akri, bóndinn að norð- an, tekur Herm. Jónasson til bæna á alþingi, óg Árni frá Múla skrifar miklar langlokur í Vísi, sem að vísu stanga hver aðra, þar sem hann annaP dag- inn hótar Framsókn öllu illu, en hinn daginn foiður hana á- sjár og mælist til þess að hún hjálpi íhaldinu enn einu sinni til að fresta kosningum. En Tíminn er heldur ekki á því að áitja þegjandi undir skömmunum. í fyrra dag skrif- ar XXV grein um Árna frá Múla, sem hann kallar „Dag- draumar hins „fyrverandi"., í henni segir meðal annars: . ,,Þau Fróðárundur haf-a gqrzt nú fyrir skömmú, að einn af allra minnstu róðrarmönnum á skútu Sjálístæðismanna virðist hafa fengið vitrun um, að í honum byggi meirihóttar mannfélagsspá- maður. Þessi maður er Árni Jóns- son, fyrverandi skrifari ,hjá Zöln- er, fyrverandi kaupmaður á Vopna firði, fyrverandi kjördæmiáþmg- maður, fyrverandi yfirmaður mcrkrar fjármálastofnunar, fyrver andi sendiherra, fyrverandi rit- stjóri margra sjálfstæðisblaða, fyr verandi heiðursskrifari hjá Sölu- samlaginu, fyrverandi friðarspillir milli þjóðstjórnarflokkanna og nú verandi dálkafyllir í Vísi. Þessum fjölreynda manni er orð ið það ljóst, að hann eigi að end- urfæða íslenzku þjóðina. Hann tilkynnir boðskap sinn í Vísi, Hann er fæddur til að stofna alls- herjar frið um landsmál hér á landi. Hann hneigir sig fyrir kommúnistum, og spyr, hvort þeir vilji bræðralag við Mbl.-menn. Rússneska daman er ekki vön, að litið sé til hennar hýru auga. Létt bros líður yfir skorpna andlitið. Byltingardaman hneigir höfuðið með angurblíðum hreyfingum og hvíslar í hálfum hljóðum:: „Þetta er sælasta stund æfi minnar! Álit- legur biðill, og hann svona stór og feitur. Og svo skín sigurvissan xxt úr blessaðri ásjónunni. Mig hefir alltaf dreymt um svona dans- herra‘e. Árna Jónssyni hefir misheppn- ast allt, sem hann hefir tekið sér fyrir hendur hingað til. Þess vegna er orðið „fyrverandi" tengt við alla kapitula í æfisögu hans. En nú er sól og sunnanvindur í draumalandi hans. Framundan er hin friðsæla gata spámannsins. Hann leiðir hinar gömlu íhalds- hersveitir Jóns Þorlákssonar inn á ódáinsvelli friðarins. Þar mæta liðsmenn Árna hinum rauðlitaða byltingarher Stalins. Árni stígur í stólinn. Hann er æðsti prestur tveggja safnaða. Hann bælir alla hjörðina eins og ráðsnjall smala- maður kindahóp. Ljón Jóns Þor- lákssonar og lömb Lenins hvíla hvert við annars brjóst. Spámaður- inn finnur, að allt hans líf hefir stefnt að þessu marki. Allir ósigr- arnir og niðurlægingin er forklár- uð í hans tilvonandi upphefð. Hann minnist frá æskuárunum að hafa heyrt Zölner gamla vitna í enska málsháttinn: „Let every dog have his day“. — En hvernig mun hjörðin líta út, þegar smalinn vaknar eftir sæta dagdrauma? Svo mörg eru þau orð. Hverju svarar Árni nú? Ekki er trú- andi að hann liggi undir þessu i Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.