Alþýðublaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 7
Fiœvttadagur 26. man 1842. i'T' |Bærinn í dag. | Næturlæknir er Kjartan Guð- muudsson, Sólvallagötu 3, simi 5051. Næturvörður er í Ingólfs-Apó- teki. ÚTVARPIÐ: 13.00 Útvarp frá Alþingi: 1. umr. um frv. til fjárlaga fyrir árið 1943. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla. 19.00 Enskukennslá. 19.25 Erindi bændavikunnar: — Baráttan við myrkur og kulda (Haukur Jörundsson búfræðikennari). 20.00 Fréttir. — Þingfréttir. — Lesin dagskrá næstu yiku. 20.30 Kvöldvaka: a) Valtýr Stef- ánsson: Úr gömlum blöðum. b) 20.50 Kvæði og stökur, sendar útvarpinu (Jón úr Vör o. fl. lesa). c) 21.05 Þórir Baldvinsson: Húsa- byggingar á stríðstímum. d) 21.25 Lúðrasveit Rvíkur leikur. Stjórnandi Karl O. Runólfsson): a) Blanken- burg: Mars. b) Haydn: An- dante úr G-dúr-symfóní- unni. c) Mozart: Menuett í Es-dúr. d) Karl O. Run.: 3 ísl. þjóðlög. e) Zimmer- mann: Ameríkskur mars. f) Teike: Mars. 21.55 Fréttir. Dagskrárlok. i Orðsending til meðlima Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Samkvæmt ákvörð- un aðalfundar eru ársgjöld félags- manna hin sömu og s.l. ár. Stjórn félagsins beinir þeirri eindregnu ósk til félagsmanna, að þeir komi í skrifstofu félagsins hið allra fyrsta og greiði ársgjald sitt. Skrif stofan er opin daglega frá kl. 10 til 12 f. h. og 3 til 7 e. h. Háskólafyrirlestur. Hallgrímur Helgason tónskáld flytur fyrirlestur um ísl. þjóðlög í kvöld kl. 8 í 1. kennslustofu há- skólans. Öllum heimill aðgangur. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Gullna hliðið í kvöld kl. 8 stundvíslega. Árshátíð Alþýðuflokksfélagsins átti að verða núna fyrir pásk- ana, én henni er frestað þar til eftir hátíðina. Verður mjög til hennar vandað. APÓTEKIN. (Frh. af 2. síðu.) febrúarmánuði og staðfestir hafa verið af heilbrigðisstjórn- inni. (Landlækni). Sverrir Magnússon, sem er formaður Lyffræðingafélags íslands skýrði Alþýðublaðinu þannig frá í gær: „Hér er um gamalt baráttu- mál okkar lyffræðinganna að ræða. Við vildum ekki skapa fólkið erfiðleika með því að berjast fyrir þessu máli, enda hygg ég, að svo sé ekki, þegar fólk fer að athuga þetta. Hins végar var okkur alltaf ljóst, að þetta myndi valda nokkurri andúð, til að byrja með, en ég er fulíviss um, að sú andúð hverfur mjög fljótt. Meðan eitt apótek var starfandi, var það alltaf opið. Þegar apótekin voru orðin tvö, skiptust þau á um næturvaktimar. Þegar þau voru orðin fjögur var, sú venja tekin upp, að skipta næturvöktunum milli tveggja, og hefir þannig verið í fjölda mörg ár. Svo voru öll apótekin opin á sunnudögum. Athugasemd við yfirlýsingu. IALÞÝÐUBÚADlNU þann 18. þ. m. er frá því sagt í sambandi við annað mál, að reikningar menningarsjóðs hafi ekki verið endurskoðaðir í mörg ár. Daginn eftir leiðrétti ég mis- sögn þessa, með yfirlýsingu í Alþýðublaðinu. Er þar tekið fram, að reikningar sjóðsins hafi frá ársbyrjun 1935 verið færðir hér í skrifstofunni og hafi þeir verið sendir jrfirskoð- unarmönnum ríkisreikningsins til endurskoðunar. í dag ritar svo Jóhann Briem listmálari í Alþýðublaðið og játar þar að umsögn blaðsins frá 18. þ. m. hafi verið eftir sér. Þá birtir hann yfirlýsingu frá skrifstofustjóra fjármála- ráðuneytisins, þar sem segir, að reikningar sjóðsins hafi ekki borizt endurskoðunardeild ráðuneytisins síðan árið 1936. Með þessu mun Jóhann Briem ætla að hnekkja fyrri yfirlýs- ingu minni og sanna um leið, að reikningarnir hafi ekki ver- ið endurskoðaðir. Þetta tekst þó ekki, því að vitanlega eru báðar yfirlýsingarnar réttar, og nú vil ég í fullri vinsemd segja honum á hverju misskiln ingur hans er byggður. Alþingi kýs sérstaka menn til að endurskoða ríkisreikn- inginn og ýmissa aðra reikn- inga opinberra stofnana, og í lögum nr. 54 frá 1928 um menningarsjóð, er það beinlín- is tekið fram, að reikningar allra deilda sjóðsins skuli end- urskoðaðir af þessum mönnum, enda mundi fjármálaráðuneytið að sjálfsögðu ekki hafa látið það viðgangast, um mörg ár, að því væru ekki sendir reikn- ingar þeir, sem því bæri að endurskoða. Að lokum segist Jóhann Briem „víta“ mig fyrir það, að hafa misnotað aðstöðu mína, í þessu máli, sem ríkisbókari, en ég fæ ekki séð að það skaði Jóhann Briem eða nokkurn annan, þótt ríkisbókhaldið taki að sér að færa reikninga menn- ingarsjóðs eða annarra stofn- ana, um lengri eða skemmri tíma. Ríkisbókhaldið, 24. marz 1942. Magnús Björnsson ríkisbókari. Dauðinn í flaggstönginni. Maðurinn, sem hangir í flagg- stönginni, var að gera við stangartoppinn, er hann læktist í flaggsnúrunni og féll. Hann hékk þar án þess að hægt væri að bjarga hon- um, en lézt eftir skamma stund. VEGABREFIN Frh. af 2. síðu. um líkindum innan fárra daga. Við bíðum aðeins eftir bréfi frá stjórnarráðinu um þetta atriði.“ Þannig skýrði fulltrúi bæjar- fógetans í Hafnarfirði Alþbl. frá kl. 6 síðd. í gær, en kl. tæpl. 8 var lesin upp 1 útvarpinu aug- lýsing um þetta frá bæjarfóget- anum í Hafnarfirði. Við lyffræðingarnir fengum nokkra aukagreiðslu fyrir þjónustuna, en enga fyrir sunnudaga vinnuna. Næturvaktirnar voru alveg óþolandi fyrir okkur, því að við urðum þá að leggja dag við nótt og vinna sleitulaust. En það, sem gerði okkur enn gramara í geði, var sú stað- reynd, að við fundum að þessi vinna okkar var næsta óþörf. Það voru að vísu í eina tíð settar reglur um það, hvaða af- greiðsla mætti fara fram að næturlagi. En þetta fór vitan- lega strax út í öfgar og við höfum verið tilneyddir til að standa í alls konar afgreiðslu á næturna, sem að okkar áliti er alveg óþörf. Ég fullyrði, eftir langa reynslu, að ef fólk kæmi aðeins með þá lyfseðla, sem þarf að afgreiða að nóttu til, þá myndi eiginlega ekkert að gera á næturnar. Hér í Rvík starfa 16 lyffræðingar. Flestir þeirra hafa numið að einhverju leyti í Danmörku og víðar á Norðurlöndum. Við þekkjum það þaðan, að svona starfsemi þekkist þar ekki. Hvers vegna ættum við íslendingar þá að þurfa þess? Ég vil loks taka það fram, að starfskraftar þeirra lyfjabúða, sem hafa opið á næturnar, hafa verið auknir það mikið, að vel er hægt að afgreiða alla nauð- synlega lyfseðla. Annars er dálítið einkenni- legt, hve fólk hefir rokið upp út af þessum breytingum, Ég heyri engan finna að því, þó að ekki sé völ nema á einum næt- urlækni." Konan mín og móðir okkar HELGA GIH)MÚNDSDÓTTIE .; i verður jarðsungin frá Þjóðkirkjnnni L Háfnarfirði laugardagina 28. þ. m..kL 2 e. h. Vj. ■ Húskveðja verður haldin að heimili hinnar látnu, Sogni, Ölfusi, föstudaginn 27. þ. m. kl. 1 e. h. Júlíus Jónsson og böm. Hérmeð tilkynnist að hjartkær sonur okkar MAGNÚS INGIBERGUR JÓNSSON ándaðist á Vífilstöðiun 24. þ. m. , Lilja Helgadóttir, Jón Kjartanssón, Rauðarárstíg 13 c Maðurinn minn GUNNAR EINARSSON, vélfræðingur, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni laugardaginn 28. marz og hefst athöfnin með húskveðju að Laufásvegi 5 kl. 1(4 e. h. , Þóra Borg Einarsson. Nanðsynlegt að Reyhja vlk fál Hólm keyptan. ---— Aukið landrými tíl ræktunar fyrir bæjar- búa og knýjandi vegna vatnsveitunnar. ....■» Frumvarp um petta flutt á alpingl TVEIR þingmenn Reyk- víkinga, þeir Sigurjón Á. Ólafsson og Magnús Jóns- son, flytja saman í efri deild frumvarp til laga um sölu þjóðjarðarinnar Hólms, hér innan við bæinn, og mun þetta frumvarp vekja mikla athygli meðal bæjarhúa. Ástæðan fyrir því, að þeir Sigurjón og Magnús flytja þetta frumvarp er, að því er þeir segja í greinargerð, sem fylgir frumvarpinu, að Reykjavíkur- bæ sé orðið nauðsynlegt að fá aukið landrými til ræktunar og annarra nota fyrir bæjarbúa, og Hólmur er í næsta nágrenni bæjarins og því vel til þess fall inn. Enn fremur sé það orðin knýjandi nauðsyn fyrir vatns- veitu bæjsirins að afgirða stórt landsvæði umhverfis Gvendar- brunna, og verða 48 ha. af landi jarðarinnar innan þeirrar girð- ingar, En girðinguna er óhjá- kvæmilegt að setja upp þegar á. næsta vóri, vegna aukinnar umferðar á þessum slóðum og þeirrar hættu, sem af því stafar fyrir vatnsból bæjajribúa. SjáKt er frumvarpið svo- hljóðandi RDdsstjórninni heimilast að selja bæjarsjóði Reykjavíkur þjóðjörðina Hólm í Seltjarnar- neshreppi í Gullbringusýslu. Námuréttindi í landi Hólms eru undanskilin. Verði ekki samkomulag milli ríkisstjómarinnar og bæjar- stjórnar Reykjavíkur um kaup- verð og greiðsluskilmála, skal mat til verðákvörðunar fara fram samkvæmt lögum nr. 61 14. nóv. 1917, en um greiðslu- skilmála eins og venja er til við sölu þjóð- og kirkjujarða, sbr. lög nr. 31 20. okt. 1905.“ Bæjarbúar munu allir hafa mikinn áhuga fyrir því, að þetta mál nái fram að ganga— og ætti að halda áfram á þessari braut, að Reykjavík kaupi upp jarðin í nágrenninu. lektors Helga Hálf- dðnarsonar. SJÓÐUR þessi var stofnaður með frjálsum samskotum við andlát Helga lectors Hálf- dánarsonar, og samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins ber að verja hluta vaxtanna til bóka- verðlauna handa guðfræðistúd- entum. Minningarsjóður þessi er í vörzlum Guðfræðideildar Háskóla íslands, og hefir um allmörg undanfarin ár jafnan verið veitt verðlaun úr honum. Við fráfall sonar Helga lectors dr. theol. Jóns Helgasonar, biskups, hefir þótt vel viðeig- andi að láta prenta minningar- spjöld fyrir sjóð þennan, þannig að þeir, sem kysi að heiðra minningu hins látna biskups með því að styrkja þennan sjóð, geta fengið slík minningar- spjöld í Bókaverzlun ísafoldar- prentsmiðju og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.. Mundi það áreiðanlega vera í anda hins látna biskups, sem áður var kennari óg forstöðu- maður Prestaskólans og síðar prófessor við, Guðfræðideild Háskólans, að þessi sjóður mætti eflast og þannig ná tíí- gangi sínum epn betur en áður. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.