Alþýðublaðið - 29.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.03.1942, Blaðsíða 4
4 AU>ÝÐUBLAÐK> Suunudagur 29. marz 1942« fU|>i|5ni>l<>5i5 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Bitstjóri: Stefán Pjetursson 4. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4992 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðnprentsmiðjan h. f. DfrtíðaÉðphlaip HkisstJðraarinnar. RÍKISSTJÓRNIN átti um tvær leiðir að velja í dýr- tíðarmálunum. Önnur leiðin var sú, að setja stranga löggjöf mja verðlag og stríðsgróða og fram- fylgja, henni með fullri alvöru. Þessi leið hefir verið farin í flestum öðrum löndum og gefizt vel. Hún var einnig notuð hér í framkvæmd húsaleigulaganna .og þó hún hafi komið hart nið- ur á húseigendum, treystir eng- inn sér til þess, að neita nauð- syn hennar. Hin leiðin var sú, sem meirihluti ríkisstjórnarinn- ar fór. Leið vettlingataka, hálf- velgju og undanlátssemi, sam- fara kúgunarráðstöfunum geg- launastéttunum, þegar allt var komið í óefni. Stríðsgróðinn er enn látinn streyma í vasa einstakra manna. Gjaldeyrir er keyptur af setu- liðunum og útflytjendur, óeðli- lega háu verði. Verðlagning á vörum og verð- lagseftirlit er aðeins nafnið eitt. Landbúnaðarvörur hafa verið stórhækkaðar, en eigi verð- bættar. Heimildir til að skattleggja stríðsgróðasölu togaranna eru látnar ónotaðar. Einstökum mönnum eru gefin tækifæri til þess að græða á al- menningi og á stríðinu alveg takmarkalaust. Sjálft ríkið tekur þátt í þessu kapphlaupi, með því að inn- heimta alla tolla eftir hinum hæstu töxtum og heimildum, sem til eru, rétt eins og enginn ófriður geisaði í heiminum og engin þörf væri á að spyrna á móti broddum dýrtíðarinnar. Ríkisstjórnin hefir þrjózkazt við og svikizt um að fram- kvæma vilja alþingis í dýrtíð- armálunum. Heimildir þær, er hún hafði í gömlum og nýjum lögum, áður en bráðabirgðalögin um gerðar- dóm vóru sett, voru nægar til þess að taka kúfinn af dýrtíð- inni, ef vilji hefði verið til þess. En sá viíji var ekki til. „Þáð hefir ekki náðst samkomulag íini þetta í ríkisstjórninni,“ seg- ir forsætisráðherra. En þetta er engin afsökun. Ríkisstjórn, sem ekki getur eða vill framkvæma vilja al- þingis, á engan rétt á að sitja við völd, og allra sízt á ófriðar- tímum, þegar heilbrigðra og þróttmikilla ráðstafana er mest þörf, í samræmi við almennings hag. Ðrottnunarvald einstakra mmms. yfir imikltwn Muta þjóð- FIdiimp Jónsson: Barátta, ekki gegn dýrtíðinni heldur gegn kaupgfaldinu. ...♦ --- Forsaga og framkvæmd gerðardómslaganna. ir. ... FRUMVARPI þessu var vísað til allsherjar- nefndar Nd. Alþingis hinn 11. þ. m. Var það tekið fyrir á fundi hennar hinn 17. s. m. Lagði ég þá til, að það yrði sent til umsagnar Aiþýðusambands íslands og Vinnuveitendafélags íslands, en su tillaga var felld með at- kvæðum þriggja nefndar- manna (B. J., G. G. og J. G. M.) gegn mínu. Einn nefnd- armaður (G. Þ.) var f jarver- andi. Var frumvarpið síðan borið undir atkvæði, þar eð enginn óskaði að ræða það, og samþykkt að mæla með, að það næði fram að ganga, með atkvæðum hinna sömu manna, gegn atkvæði undir- ritaðs. Þar með var lokið nefndarat- hugun í neðri deild alþingis á þessu lagafrmnvarpi til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum, er varða lífsafkomu allra vinnandi karla og kvenna í landinu. GerðarcSómslögin. Eftir lagafrv. þessu skipar ríkisstjórnin 5 menn í svonefnd- an gerðardóm, sem á að úr- sku'rða um allar breytingar á kaupi, kjörum, hlutaskiptum og þóknunum, sem greitt var eða gilti á árinu 1941. Grunnkaup má eigi hækka eftir megjnreglu frumvarpsins, þó eigi séu úti- lokaðar breytingar á því til sam- ræmingar og lagfæringar. Öll verkföll og verkbönn skulu bönnuð. Þá er í frv. gert ráð fyrir, að ríkisstjómin gefi út skrá um nauðsynjavörur, er eigi megi selja hærra verði en í árslok 1941, og skrá yfir vörur, er eigi megi leggja meira.á en gerðist á þeim tíma. Gerðardómurinn svonefndi skal þó ákveða breyt- ingar á verðlagi innlendra fram- leiðsluvara, sem á skránni eru, í samræmi við framleiðslukostn- að þeirra, enn fremur er honum heimilt að ákveða breytingar á verði annarra vara, er ríkis- stjómin ákveður um. Fa.rmgjöld má eigi hækka án samþykkis dómsins, og loks er honum heimilað að ákveða i verðlag á innlendum iðnaðar- vörum og taxta fyrir viðgerðir, smíði, saumaskap, prentun og því um líkt í samræmi við álagn- ingu á efnivöru og vinnulaun, og er þá ekkert eftir, sem hinir 5 vísu dómendur eigi mega á- kveða taxta fyrir, nema ef vera skyldi útprjón og hannyrðir. Með bráðabirgðalögum þeim, er frumvarpi þessu er ætlað að staðfesta, er 5 mönnum gefið úr- skurðarvald um það að banna alla kauphækkun launastétt- anna, en ríkisstjórnin ákveður, hvað vörur þær, er þessar stéttir þurfa að kaupa, skuli kosta. Þar sem vitað er, að hvorki í ríkis- stjórn né heldur í gerðardómin- um situr nokkur fulltrúi frá launastéttunum, en ríkisstjórn- in hins vegar styðst við verzlun- arvaldið, bæði heildsala, kaup- menn og Samband ísl. sam- vinnufélaga, er þegar af þgirri ástæðu hætta á því, að hlutur launastéttanna og neytandans verði fyrir borð borinn, og um hitt meira hugsað, að skerða eigi álagni-ngu á vörurnar. Þessi hef- ir einnig orðið framkvæmdin, það sem af er starfstíma þessar- ar stofnunar, svo sem síðar mun sýnt verða. Skal nú fyrst athugað, hvern- ig lagasetningu þessa hefir bor- ið að höndum, og síðan frum- varpið sjálft í einstökum atrið- um og framkvæmd bráðabirgða- laganna. Dýrtíðaplögin, sem ekki voru framkifæieid Með lögum nr. 98, hinn 9. júlí 1941 voru ríkisstjórninni gefn- ar ýmsar heimildir, sem alþingi ætlaðist til að notaðar yrðu til þess að halda niðri dýrtíðinni. Voru lög þessi sett að undan- genginni athugun sérstakrar þingnefndar úr þáverandi þrem stjómarflokkum, og var al- mennur áhugi ríkjandi meðal þingmanna fyrir því, að ríkis- stjórnin framkvæmdi lögin. Eigi bar hún þó gæfu til þess að gera það, heldur tók alveg öf- uga stefnu og virtist vera eins konar kapphlaup milli fjögurra arauðsins og þjóðarteknanna, samfara því að alþýðan er stór- lega afskipt, hlýtur á friðartím- um að vekja úlfúð, en á ófriðar- tímum að vekja sundrungu, er getur leitt til glötunar. Allar ráðstafanir og allt getu- leysi ríkisstjómarinnar í dýr- tíðarmálunum stefnir í þessa átt. Allir eru orðnir óánægðir með þetta ástand og ríkisstjórn- in situr vio völd af þeirri einni ástæðu, að alþingismenn koma sér eigi saman um aðra ríkis- stjórn. Alþingi er í rauninni eins og r.ú er komið málum óstarfhæft eins og rítósstjórnin. Úr þessu verður eigi bætt, nema ef vera skyldi með nýjum-þingkosning- um. í' þeim kosningum leggur rík- isstjórnin aðgerðaleysi sitt og úrræðaleysi undir dóm kjósenda samfara einræðisráðstöfunum sínum. Hún gengur til kosninga upp á gerðardómslögin og hækkun vísitölunnar um 83 stig. Alþýðuflokkurinn gengur hins vegar til kosninga með raunhæfar tillögur um fram- kvæmdir í dýrtíðarmálunum, gengishækkun, skattlagningu stríðsgróðans og réttlátari kjör- dæmaskipun en nú gildir. ráðherranna um það, hver þeirra gæti látið dýrtíðina aukast sem mest að sínum hluta. Eftirlit með útsöluverði á vör- um, svo og verðlagning á vörun- um, var rekið með sama sleifar- lagi og verið hafði. Landbúnaðarvörur voru stór- hækkaðar, en eigi verðbættar úr ríkissjóði, til þess að koma í veg fyrir vöxt dýrtíðarinnar, svo sem þó var heimild til. Tollar á nauðsynjum voru eigi lækkaðir eða afnumdir sam- kvæmt lagaheimild. Ekkert var gert til þess að halda niðri farmgjöldunum. Ríkisstjórnin lét þannig með öllu undir höfuð leggjast að framkvæma nokkuð það, er al- þingið hafði falið henni að gera í dýrtíðarmálunum, þó með þeirri einu undantekningu, að þáverandi félagsmálaráðherra framkvæmdi húsaleigulögin. Ankaþiagið f hanst. Vegna þessarsr vanræksltt ríkisstjórnarinnar í dýrtíðar- málunum óx dýrtíðin mjög hratt. Ríkisstjómin var eigi þeim vanda vaxin að« fram- kvæma það höfuðverkefni, sem alþingi hafði falið henni, og var því alþingi kvatt saman til fund- ar hinn 13. okt. s. 1. til þess að ráða fram úr dýrtíðarmálunum. Á þingi þessu lagði Framsókn- arflokkurinn fram, svo sem kunnugt er, frumvarp um að lögbanna hækkun kaupgjalds og lögbinda dýrtíðaruppbót og verð innlendra afurða. Þar eð grunnkaup hafði ekki hækkað frá stríðsbyrjun sem neinu nam, en dýrtíðin hins vegar farið hraðvaxandi, var augljóst, að grunnkaupshækkun var eigi or- sök dýrtíðarinnar og frv. þetta því barátta gegn kaupgjaldinu, en ekki dýrtíðinni. Alþýðuflokkurinn lagði Wns vegar fram frumvarp um aukn- ar ráðstafanir til þess að halda niðri dýrtíðinni. Var þar hert mjög á ákvæðum gildandi laga (Frh. á 6. síðu.) JÓNAS JÓNSSON er auðsjá- anlega nokkuð taugaóstyrk- ur vegna andúðar þeirrar, sem hann mætir hvarvetna fyrir framkomu sína gagnvart lista- mönnunum. Virðist hann óttast úrslit þeirrar vorsóknar, sem listamennirnir hafa hafið á hendur honum og þeirri rotnun, sem fylgir starfi hans sem for- manns menntamálaráðs. Alþýðublaðið hefir undan- farna daga gert þessi mál að umtalsefni nokkrum sinnum. Af þessu tilefni birtir J. J. fyr- irspurn til Alþýðublaðsins í Tímanum í gær. Er hún svo- hljóðandi: „Hannes á Horninu, sem mun vera stórmeistari blaðsins í lista- smekk, hefir látiS í ljós sérstaka aðdáun á málarahæfileikum þeirra þremenninganna, Jóhanns Briem, Jóns Þorleifssonar og Þorvalds Skúlasonar. Nú hefir heyrzt, að menntamálaráð muni halda áfram þeirri stefnu, að láta gera málverk af merkum þingforsetum, til virð- ingar þeim og vegsauka fyrir þing- ið. Þess vegna ætti Alþýðuþlaðið að svara þeirri spumingu, hvort það mundi helzt kjósa einhvern þessara þriggja - framangreindra málara til að gera Jón Baldvinsson ódauðlegan í sölum þinghússins. Blaðið gæti sennilega flýtt fyrir framkvæmd málsins, ef það svarar undandráttarlaust, hvort það taki einhvern þessara snillinga fram yfir aðra listamenn, að því er» snertir myndagerð af hinum merka forseta Alþýðusambandsins." Alþýða íslands mun álíta, að það hafi verið annað og meira, sem hafi gert Jón Baldvinsson ódauðlegan í sögu alþingis en það, þó að til væri af honum málverk eftir einhvern af gæð- ingum Jónasar Jónssonar. Og sæmra væri J. J. að ljá heldur einhverjum af hugsjónum Jóns Baldvinssonar lið í þingsölun- um en að hengja upp mynd af honum í þinghúsið á sama tíma, sem J. J. hefur með íhaldinu hatrammar ofsóknir gegn þeim stéttum, er Jón Baldvinsson varði æfi sinni til að hjálpa. Hins vegar þykir rétt að> svara þessari fyrirspurn með annarri: Er það skoðun Jónasar Jóns- sonar, að þeir Ásgeir Bjarnþórs- son og Freymóður Jóhannsson séu meiri listamenn en Jóhann- es Kjarval og Ásgrímur Jóns- son, vegna þess að hinir fyrr- nefndu hafa verið fengnir til að búa til myndir af forsetum al- þingis, en gengið á snið við hina síðarnefndu? Annars skal á það bent, að- það bregður nýrra við að Jónas Jónsson sé að leita ráða ann- arra í listabraski sínu. Hann. hefir til þessa farið sínu fram og því er komið sem komið er. í starfi J. J. hefir ekki gætt víð- sýnis og umburðarlyndis við listamenn landsins, eða nær- gætni og örvunar við hina skap- andi menn. J. J. hefir gerzt ein- ræðissinni í listum og hagar sér e’ins bg einvaldur gagnvart listamönnunum. Það er þetta, sem gerir loftið eitrað og skap- ar úlfúð og flokkadrætti um mál, sem eiga að vera fyrir ut- an allt slíkt. Þetta verður að laga. En það verður ekki hægt nema með því að endur- skipa menntamálaráð. En ef til vill er það einnig falið í bak- tjaldasamningum Framsóknar og Sjálfstæðismanna, að Jónas Jónsson skuli áfram fá að leika einræðisherra yfir listum og: listamönnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.