Alþýðublaðið - 29.03.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.03.1942, Blaðsíða 7
Siumudagur 29. marz 1942. >':v íBærinn í dag.j Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Íngólfs-Apó- teki. ÚTVARPIÐ: 10.00 . Morguntónleikar (plötur): Faust-symfónían eftir Liszt. 12.15—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í kapelln háskólans (síra Jón Thorarensen). 15.00—16.30 Miðdegistónleikar (plötur): ,,Messías“, órator- íum eftir Handel. 18.30 Barnatími (sr. Jakob Jóns- son). 19.25 Hljömplötur: „Dauðaeyjan“ eftir Rachmaninoff. 20.20 Leikrit: „Gösta Berlings Saga“ eftir Selmu Lagerlöf (Leikstjóri: frú Soffía Guð- laugsdóttir). 21.05 Hljómplötur: Lög leikin á celló. 21.15 Erindi: Hyggindi, sem í hag koma (Pétur Sigurðsson). 21.40 Hljómplötur: Úr kantötu nr. 140 éftir Bach. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Gimnar Cortes, Seljavegi 11, sími 5995. Næturlæknir er Jónas Kristj- ánsson, Grettisgötu 81, sími 5204. Næturvörður er í Laugavegs- Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Erindi: Leikfimi í skólum (Þorsteinn Einarsson í- þróttafulltrúi). 21.20 Útvarpshljómsveitin: íslenzk alþýðulög. — Einsöngur (Gunnar Pálsson): a) Árni Thorsteinsson: Kirkjuhvoll. b) Sigurður Þórðarson; Vögguvísa c) L. Lehmann: Ah, Moon of my Delight. d) A. Penn.: Mansöngur. e) Vedi: Celesta Aida (úr ó- perunni „Aida”). Hið íslenzka prentarafélag. Aðalfundur félagsins verður í dag kl. 2 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Áríðandi að félagar mæti. Leiðrétting. í leiðara blaðsins í gær urðu 2 villur. Fyxri setningin, sem villan varð í, átti að vera svona: Með því að selja við og við fylgi sitt við mannréttindamál hefir Fram- sóknarflokkurinn dregið úr gagn- rýni vinstri manna á fylgi hans við ýms óþurftarmál, svo sem gerðardómslögin og hlífð hans við Kveldúlf og þannig getað vilt mönnum sýn, um stefnu sína.“ ■— Síðari setningin' sem villa varð í, átti að vera svona: „Þetta getur Framsóknarflokkurinn aldrei af sér þvegið . .- fer n.k. þriðjudagskvöld í hrað- ferð til Akureyrar með viðkom- urn á Patréksfirði, ísafirði og Siglufirðf í báðurri leiðum. Tek- ið á móti vörum á Akureyri og Siglufj örð á mánudaginn og ísafjörð og Patreksfjörð meðan rúm leyfir fyrir hádegi á þriðju- daginn. Pantaðir farseðlar ósk- ast sóttir á mánudaginn, arinars seldir öðrum. ATH. Athygli skal vakin á því, að allir, sem ætla að fara með skipinu, verða að kaupa farseðla á skrif- stofunni. ALÞYÐUBLAÐSÐ Lenin og Litvinov Þessi mynd sýnir Litvinov, hinn nýja sendiherra Rússlands í Washington, halda ræðu, en fyrir aftan hann er stór ii mynd af Lenin. Sátnr ferstjvtð ásisl- íbp ¥lð isafjðrð. Msiðai^ slasaMst við árekstnrinn. VÉLBÁTURINN „Harpa“, frá ísafirði var að koma af sjó klukkan að ganga 7 í fyrra kvöld. Á sama tíma var vélbáturinn „Mummi“ að fara í róður. Ætlaði hann að taka skipstjóra við svokallaða Norð- urtangabryggju. Einn af háset- unum var við stýrið. Svo óheppilega vildi til, að „Mummi“ rendi á ,,Hörpú“ framan við bóginn, bakborðs- megin á fullri ferð og klauf byrðing „Hörpu“ frá kjöl og upp úr. Einn af mönnum á „Mumma“ fekk högg á höfuðið og lær- brotnaði að auki. Heitir hann Kristján Gíslason og er mið- aldra. Á hann heima á Sól- götu 7. Vélbátinn „Mumma“ sakaði ekki. „Harpa“ komst við illah leik upp í fjöru við Sundstræti, — skammt innan við Norðurtanga bryggju og sökk þar. Eru öll líkindi talin á því, að báturinn muni eyðileggjast þar að ; fullu. Byggingarsamvinnufélag Eeykjavíkur: Frambalds-aðalfDBðor verður í Káupþingssalnum mánudaginn 30. marz kl. 8.30 síðdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félágslögum. Stjómin. jL um verðlagsákvæð. i Samkvæmt heimild í logum nr. 118, 2.- júlí 1940 hefir verðlagsnefnd ákveðið að hámarksálagning á alls konar einangrunarveggplötur úr pappa eða’ trjákvoðu skuli vera 22%. Þetta birtist hér með þeirn, sem hlut eiga að máli. Viðskiptamálaráðuneytið, 28. inarz 1942. Hjaranlega þökkum við ölliun vinrnn, nær og fjær, fyrir auðsýnda hlutekningu við fráfail og járðarför dr. theol. JÓNS HELGASONAR biskups. Sérstaklega þökkum við virðingu þá, er bæjarstjórn Reykja- víkur sýndi minningu hans með því að annast útförina María Helgason, böm og téngdadætur. Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður okkar. ÁRNA ÞÓRÐARSONAk sem andaðist 21. marz fer fram frá dómkirkjunni mánudaginm 30. marz og hefst með hþsk&eð^u frá heimili hins látna, Fjölnis- vegi 20, ki. 3 e. h. . % . I . ' . Ánna Þórðardóttir, Sigríður og Einar GuðmUndsson, Guðný og Kristján Guðmundssön. K. S. F. R. S. I. R. Skátaskemmtun verður haldin í Iðnó mánudaginn 30. miarz kl. 8 e. h. Skemmtunin verður endurtekin miðvikudaginn 1 .apríl kl. 7 e. h. fyrir Ylfinga og Ljósálfa. Aðgöngumiðar verða ekki í Málaranum mánu- daginn 30. marz. -V-.-- -.—.-. ’ —. - ..-.-.. Hefðruðum bæjarbúum tilkynnist'að frá og með mánudeginum 30. þ. m. hækka flestir liðir verðskrár okkar lítilsháttar. N. B. Á miðvikudaginn fyrir skírdag verða rak- arastofurnar opnar til kl. 8 síðd. Lokað verður kl. 6 eftir hád. laugardaginn fyrir páska. Rakarameistarafélag Reykjavíkur. Fimleikamót fyrir skólanemendur verður haldið í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar dagana 30.—31. marz og 1. apríl 1942. Mótið hefst mánudagixm 30. marz kl. 16.30 og verður þá eingöngu fyrir boðsgesti. Áframhald&ndi sýningar fyrir almenhing verða sem hér segir: Mánud. 30. marz kl. 20.30 — þriðjud. 31. marz kl. 10, . kl. 15 og og kl. 20.30 — miðvikudaginn 1. apríl kl. 15 og kl. 20.30. — Alls sýna um 1000 nemendúr úr 13 skólum. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta að hverri sýningu tvær krónur fyrir fullorðna og eina kr. fyrir börn. — Aðeins fyrir íslendinga! STJÓRN ÍÞRÓTTAKENNARAFÉLAGS ÍSLANDS. i - ‘.................— —----f-----+--:----------------------------— flllfiilii til Haíofirðlnga Þar sem allir húseigendur hafa nú fengið tvo poka íulla af sandi, sem nota á til að slökkva í eldsprengj- um, munu eftirlitsmenn loftvarnanefndar fara í húsin Og gæta áð því, hvott sandúrinn og tilskilin tæki eru á réttum stað, og einnig munu þeir leiðbeina bæjar- búum í að nota sandinn á réttan hátt. li; Pokarnir skilist tómir aftur, þar sém ekki er þeirra þörf. Fólk er alvarlega áminnt um að fara eftir fyrirmælum loftvarnanefndar og leiðbeiningum eftir- litsmanna, svo að allir séu sem bezt viðbúnir, ef hættu ber að höndum. Loftvarnanefnd Hainarfjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.