Alþýðublaðið - 29.03.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.03.1942, Blaðsíða 8
Stuutttdagur 29. «a» 1S42. * ____________MWwmiAOB VÍSA efUr Söltm Helgason um sjáljan aig; Þiggur pris af firða flokk, frægðum lýstr siyngur, sól ber vfsa í sínum akrokk Sólon Islendingur. Sölvi virðíst engtt siður hafa verið hrifinn af sjálfum sér en akáldin, sem nú skrifa um hann iangar bækur og margar. m IÐALDRA kona Klttí prófessor nokkum í aamkvæmi: „Þér hljótið að mttna eftir mér, prófessor,“ sagði hún. -— JMunið þér virkilega ekki hvað ég heití? Þó þekktuð þér mig einu sinni það mikið, mð þér báðuð mig að verða konan yðar“ ,JJei, er það satt,“ sagði pró- fessorinn undrandi. „Og tókuð þér bónorðinu?“ * VÍ hærra sem ennið er, því gáfaðri er maðurinn en um leið latari. * . MENZIES, fyrv. forsætisr.- herra Ástrálíu tók á móti blaðamönnum, skömmu eftir að hann tók við þessu ábyrgð- armikla embætti. Einn blaðamannanna, sem var andstæðingur hans í stjórn málum, lagði þessa spumingu fyrir hann: „Ég geri ráð fyrir því, herra forsætisráðherra, „að áður en þér mynduðuð ráðuneytið haf- ið þér leitað álits þeirra, sem einkum hafa áhrif á yður og stjórna yður, er ekki svo?” „Auðvitað,“ svaraði forsætis- ráðherrann. „En heyrið þér, ungi maður. Við skulum ekki vera að blanda nafni konunnar minnar frekar inn í þetta mál.“ * SR. ÁRNI HELGASON í Görðum á Álftanesi var orðheppinn og hæðinn. Ein- hverju sinni komu þeir til hans Jón Þorleifsson og Steingrím- ur Thorsteinsson, þeir voru þá í skóla. Þeir komu að Görðum á sunnudag, en ekki fyrr en að messa var úti. Jón Þorleifsson fór þá að biðja prófast fyrirgefningar á því, að þeir komu sei?it. Þá svaraði sím Ámi: „Það er fyrirgefið, og það þótt þið hefðuð aldrei komið.“ Hún bélt ófram að horfa á hendur hans og hún sá, að hon- um gekk vei að greiða færið og hann varpaði önglinum fyrir borð og réttin henni færið. — Þakka yður fyrir, sagði hún dálítið mjóróma og hlé- dræg. Þegar hún leit á hann sá hún, að hann var brosandi og dálítið leyndardómsfullur á svipinn, eins og hann var stund- um, þegar hann bjó yfir ein- hverju sérstöku. Hún varð allt í einu kát og létt í lundu. Þau héldu áfram veiðunum, en yfir þeim sveimaði svartfugl og bak við næstu trén á árbakk- anum söng fugl yndislegri röddu. Þegar hún sat þama við hlið hans og bæði voru þögul, fannst henni, sém hún hefði aldrei fyrri vitað hvað friður væri. Einhverjir undarlegir töfrar höfðu gripið hana, sem voru henni gersamlega framandi, og hún skildi ekki, hvernig á þeim gæti staðið. Og þó vöktu þessir töfrar bergmál í sál hennar sjálfrar, og henni fannst hún kannast við þetta bergmál. Henni var það ljóst, að það var þessi friður, sem hún hafði þráð, þegar hún vildi óvæg komast burtu frá London og fór til Navronhúss. En þennan fuilkomna frið hafði hún ekki fundið í návist fuglanna, blóm- anna, hinnar grænu jarðar og hins blátæra himins. Hún hafði fundið hann í návist þessa framandi manns, sern sat hér í bátnum hjá henni og sífellt kom fram í huga hennar, þegar hún var ein. Þegar hún var að leika við börnin sín heima í garðinum við Navronhús, eða þegar hún var að tína blóm í blómakerin á borðunum, datt henni þessi maður, sem var í skipi sínu, sem lá á litlu víkinni, skyndilega í hug og það birti í hugskoti hennar og henni hlýnaði um hj artar ætumar. Slíka unun hafði hún aldrei orðið vör við áður. — Það er vegna þess, að við erum bæði á flótta frá veruleik- anum, hugsaðl hún. — Það er eitthvað sameiginlegt með okk- ur, sem tengir okkur saman. Og hún minntist þess, sem hann hafðí sagt fyrsta kvöldið, sem hann hafði heimsótt hana 1 Navronhús. Allt í einu sá hún, að hann var að draga inn færið sitt, og hún hallaði sér áfram i bátnum, til þess að sjá, hvað um væri að vera og hrópaði: — Beit á hjá yður? —Já, sagði hann. — Langar yður til að draga inn færið? — Nei, það- væri ekki sann- gjarnt. Þetta er yðar fiskur. Hann fór að hlæja, en fékk henni færið og hún dró sprikl- andi fiskinn upp að borðstokkn- um og kippti honum inn í bát- inn. — Hann er ekki eins stór og sá, sem ég missti. — Fiskarnir, sem við náum, eru aldrei eins stórir og þeir, sem við missum, sagði hann. — En það var ég, sem veiddi hann. Ég kom honum inn í bát- inn. Var ekki svo? — Jú, yður tókst það prýði- lega. Hún kraup niður í bátnum og reyndi að ná önglinum út úr fiskinum. — Ó, veslingurinn, hann er að deyja. Ég meiði hann. Hvað á ég að gera? Hún sneri sér að honum og var í miklum vanda stödd, en hann kom og kranp við hlið hennar og sleit öngulinn út úr kjaftin- um á fiskinum. Því næst kverk- aði hann fiskinn og hætti hann þá að sprikla. — Þér drápuð hann, sagði hún sorgbitin. — Já, sagði hann, — var það ekki það, sem þér vilduð að ég gerði? . Hún svaraði því engu, en varð þess nú vör, hve nálægt þau voru hvort öðru. Axlir þeirra snertust og hendur hans voru rétt hjá höndum hennar og hún sá, að hann brosti á leyndar- dómsfullan hátt. Hún leit und- an, hrædd um, að hann gæti lesið úr au.gum hennar hugsan- ir hennar og fyrirlíta hana, eins og Harry, Rockingham og aðrir karlmenn. Svo fór hún að laga hringana í eyrum sér og strjúka kjólinn sinn. Þegar hún var orðin róleg aftur, leit hún snöggvast á hann og sá, að hann hafði undið upp færið og var setztur undir árar. — Eruð þér svöng? spurði BBGAMUft 810 aa Flöðbylgjan (TYPHOON) Amerísk kvikmyad. Aðalhlutverkin leika: Ðttrothy Lameur og Itobert Presten. Börn innan 12 ára Éá ekki aðgang. * Sýnd 5. 7 og 9. hann. — Já, sagðí hún og það kenndi ofurlítils skjálfta í rödd hennar. — Þá skulum við kveikja eld- inn og matreiða handa okkur kvöldverðinn, sagði hann. Sólin var nú sigin til viðar og skuggarnir teygðu sig yfir ána. Það var útfiri og straumurinn pa NViA BI0 bb í undirfoeimum Kairoborgap (Dark Streets of Cctira.) Spennandi mynd, er sýnir iularfulia viðburði, er gerssst i umhverfi Kairóborgar. — Aðalhlutverkin leika: SIGRID GURIE, RALPH BYRÐ. Sýnd klukkan 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar að öllum sýn- ingum seldir frá kl. 11 t h. bar bátinn niður ána. Hún sett- ist í stafn bátsins, krosslagði fætuma og studdi hönd undir kinn. Hinn gullni bjarmi var horf- inn af vatnsfletinum og himin- inn var fölblár, en var að byrja að dökkna. Það var skógarilmur í lofti og blómaangan. Allt í einu hætti hann að róa í miðj- foringjana ýmsum ankanna- legum nöfnum, sem Sankó gat með engu móti lagt á minnið. Sankó hlustaði þögull á lýs- ingarnar og reyndi að koma auga á þessa tignu riddara og heiðnu kappa, sem húsbóndi hans rómaði svo mjög.En hann gat ekkert séð nema rjúkandi rykið, sem færðist nær. „Húsbóndi góður,“ sagði hann loks, „ég sé hvorki riddara né heiðingja, hvernig sem ég glápi. Heldurðu ekki, að þetta séu töfrabrögð einhvers galdra- manns, eins og í hin skiptin?“ „Hvað er þetta?“ æpti ridd- arinn. „Heyrirðu ekki hnegg gæðinganna, bumbudyninn og lúðrablásturinn ? ‘ ‘ „Nei, alls ekki,“ svaraði San- kó. „Ég heyri ekkert nema kindajarm.11 Nú voru hjarðirnar að mæt- ast á veginum fyrir neðan þá og heyrðist jarmurinn nú greini- lega. En Don Q. vildi ekki láta af þeirri hugmynd, sem hann hafði bitið sig í. „Hræðslan ruglar þig alveg, Sankó,“ sagði hann. „Þú heyrir ofheyrnir og sérð ofsjónir. En sértu hræddur við það að fylgja mér, skaltu verða hér eftir.“ Að svo mæltu brá hann lens- unni á loft, keyrði Rósinöntu sporum og þaut eins og eldi- brandur ofan hæðina. „Hægan, hægan, húsbóndi góður,“ hrópaði Sankó í ofboði. „Snúðu við! Þetta eru engar hersveitir, heldur fjárhópar. Þama er enginn riddari og eng- inn heiðingi. Ertu orðinn vit- laus, húsbóndi góður? Ó, að þetta skylui nú þurfa að koma fyrir! Snuðu við, herra, gerðu það!“ En Don Q. gegndi þessu ekki. Hann þeysti áfram æpandi her- óp og eggjaði þá, sem hann hélt sig vera að berjast með, til hjsaustlegrar framgöngu. „Áfram, hraustu riddarar,“ æpti hann. „Fylgið mér, allir, sem berjist undir gunnfána Pét- urs konungs hins berhenta! Horfið á, hve hraklega ég fer MYNDSSSfift Ae 5C0f?CHY VWCHE5 IN AMAíEMENtTHE 516 TRAN5P0RT PLANE 15 5WIFTLY 5LKKED earthwafp.... 'TMl5 15 jjysr Aeojrf TAíÆ IT EA5X6Uy/WC'RE WHERE FUSHT 6 !' OKAY...TOO HISH TO BE DI5APPEARED LA5T /CAUSHT IN A DOWNDiIAFT; pmr WEEK/ imcsé VI5l0ILITy PERFECCNOtí Wsm. æmmmk <5Torm...nothin6 can j§ Wstmk happen to ys/ ' WELL... I SOMETHm '~! ISJ' )-' WHATTHE D/CKENS..:. itlMHKr. Fhigmaður: Það var einmitt héma, sem hin flugvélin fórst! Öra: Hver skollinn! þegar stóra farþegaflugvélin Vertu rólegur, vlð höfum góða Flugmaður: En . .. Það er byrjar að falla rétt fyrir fram- hæð og skyggni er ágætt. eitthvað ó seyði! Örn horfir á steini lostinn, an hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.