Alþýðublaðið - 31.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.03.1942, Blaðsíða 2
ALÞtÐUBLAÐIÐ Hindraði Framsókn lausn sjálf stæðfsmálsins í fyrravor af hræðslu við kjðrdæmamálið? ■ ... ..4 .... Furðulegar upplýsingar Tímans: Hann segir að afgreiðslu sjálfstæðismálsins hafi verið frestað til að komast hjá deilum um kjördæmamálið! Corsætlsráðherann sagðlalltann að I fyrravor: Vorn paðbarablekk ingar til að tryggja Framsókn á« frambaldandi vðld i skjóli rang> láts kjðrdæmaskipulags? ------»■----- FLOKKSBLAÐ FORSÆTISRÁÐHERRA, Tíminn, birti í forystugrein sinni á sunnudaginn, undirritaðri af aðalritstjóra blaðsins, upplýsingar um afgreiðslu sjálfstæðis- málsins á alþingi í fyrravor, sem ekki getur hjá farið, að veki stórkostlega athygli og furðu um land allt. Tíminn segir, að „aðalástæðan“ fyrir þeirri ákvörðun þingsins, að „fresta afgreiðslu sjálfstæðismálsins til stríðs- ioka“, eins og hann komst að orði, hafi verið sú, að „það þótti of varhugavert, að efna til stjórnarskrárbreytingar á þessum viðsjárverðu tímum, því að henni hljóti að fylgja tvennar þingkosningar og harðar deilur um kjördæmamál- ið, er hlaut að koma á dagskrá, ef stjórnarskráin var opnuð“. Hér koma algerlega nýjar og áður óheyrðar upplýsing- ar: í stað þess, að forsætisráðherra færði í fyrravor bæði í Tímanum o'g á þingi þá ástæðu fyrir frestun á fullnaðar- afgreiðslu sjálfstæðismálsins, að hætta væri á og jafnvel fullvitað að við fengjum ekki viðurkenningu á sjálfstæði okkar hjá þeim tveimur stórþjóðiun, sem við áttum þá og eigum enn allt undir, upplýsir flokksblað hans nú, að fulln- aðarafgreiðslu sjálfstæðismálsins hafi verið frestað til þess að komast hjá tvennum þingkosningum og hörðum deilum um kjördæmamálið! Með öðrum orðum: Sjálft flokksblað forsætisráðherr- ans færir okkur í dag, þegar hér um bil ár er liðið frá samþykkt alþingis um að fresta' fullnaðarafgreiðslu sjálf- stæðismálsins þá þegar, að raunverulega ástæðan fyrir henni hafi ekki verið sú, sem forsætisráðherrann lét uppi bæði fyrir þinginu og þjóðinni, heldur allt önur: sem sé sú, að forráðamenn Framsóknarflokksins hafi viljað kom- ast hjá því, að kjördæmamálið yrði tekið upp, þannig að flokkur þeirra gæti að minnsta kosti til stríðsloka lafað í þeirri valdastöðu í landinu, sem hann hefir haft hingað til í krafti rangláts kjördæmaskipulags og kosningafyrir- komulags! Af þessum flokkslegu ástæðum hefir Framsókn- arflokkurinn, samkvæmt hiniun nýju upplýsingum Tímans, hindrað það undir fölsku yfirskini í fyrravor, að sjálfstæðis- málið væri tekið fyrir til fullnaðarafgreiðslu. Þingið og þjóðin var blekkt og sjálfstæðismálinu fórnað — fyrir flokkshagsmuni Framsóknar! Þriðjudagur 31. marz 19421. ■ ' :. v m—rr-—r—írrrí' KjoTdæmamálinn vísað tll 2. umrœðn og FYRSTU UMRÆÐU kjördæmamálsins lauk í neðri déild í gær með því að málinu var vísað til anharrar Um- ræðu með 13 atkvæðum gegn 8. Þessir 8 voru Framsóknar- 'JÁ - menn, sem með þessu sýndu hug sinn til þessa réttlætis- máls. Sámþykkt var með 19 samhljóða atkvæðum að vísa mál- inu til sérstakrar nefndar, og fór nú fram kosning í þá nefnd, og ákveðið var, að nefndin skyldi skipuð 9 mönnum. Lagðir voru frám 3 listar. Af A-lista voru kosnir: ^ * 'I ' Asgeir Asgeirsson, Einar Olgeirsson. Af B-lista (Framsóknarmanna): .. J Bergur Jónsson, Gísli Guðmxmdsson, f Jörundur Brynjólfsson, Sveinbjörn Högnason. Af C-lista (Sjálfstæðismanna): Garðár Þorsteinsson, Gísli Sveinsson, Sigurður Kristjánsson. Að sjálfsögðu ber nefndinni að starfa á þessu þingi og leggja álit sitt fyrir það. Danskt skip strandar skammt frá Hvalsnesi. Allir mennirnir bjorguðust. Það fer ekki hjá því að menn setji hljóða við slíkar upplýs- inggar. Og ekki mun það vekja hvað minnsta eftirtekt, að slíkar upplýsingar skuli koma fram -ejfnmitt í sömu ancMánni og þetta sama bláð Framsóknar- flokksíns leýfir sér að berá Al- þýðuflokknum það á brýn í sambandi við fram komið frum- varp hans um leiðréttingu á misrétti kjördæmaskipunarinn- ar og kosningarfyrirkomulags- ins, að hann sitji á svikráðúm við þjóðina í sjálfstæðismálinu •— ætli að knýja fram lausn íkjördæmamálsins eins út af fyr- ir sig með það fyrir augum, að ■bregðast síðán þeirri samþykkt, sem gerð var af alþingi í fyrra vor um fullkominn skilnað við Danmörku og stofnun lýðveldis á íslandi ekki síðar en í stríðs- lok! Því að hver hefir sýnt ó- heilindi í sjálfstæðismálinu, ef ekki iFramsóknarflokkurinn sjálfur með þeim pólitísku spekúlasjónum, sem hann hefir látið stjórnast af í sambandi við það mál, samkvæmt hinum nýju upplýsingum Tímans á sunnudaginn? Það stéð aldrei á Alpýðnflokkiaam. Alþýðuflokkurinn hefir aldrei gefið neitt tilefni til þess, að einlægni hans í sjálfstæðismál- inu væri dregin í efa. Löngu á uúdan öllum öðrum flokkum lýsti hann því yfir á alþingi, strax 1928, að hann myndi beita sér fyrir stofnun óháðs lýðveldis á íslandi undir eins og sambandslagasáttmálinn við Danmörku frá 1918 væri út- runninn. Hvorki Framsóknar- flokkurinn né Sjálfstæðisflokk- urinn fengust þá til að gefa svo ákveðna yfirlýsingu. Af þeirra hálfu var það látið vera opið mál, hvort konungsssmbandinu skyldi þá slitið eða ekki. Og eftir að alþingi hafði 1940 tekið æðstu stjórn landsins í sínar hendur, varð Alþýðuflokkurinn aftur fyrstur allra flokka til þess, að. lýsa yfir þeim vilja sín- um, að sambandinu við Dan- mörku yrði hið fyrsta einnig formlega slitið og óháð lýðVeldi sett á stofn. Hann gerði það á flokksþingi sínu í nóv. 1940. En Framsóknarflokkurinn gaf ekki út neina slíka -viljayfir- lýsingu fyrir en í marz 1941. Er það vel þess vert að bera þessar staðreyndir saman við f!!lei|pur Jónasar frá Hriflu í Tímanum síðastliðinn laugardag um það, að „allmargir menn í Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokknum11 hafi strax í fyrra viljað stofna lýðveldi hér á landi en að „frá Alþýðuflokknum hafi „enginn rödd komið í þá átt“. Ætti þó Jónas frá Hriflu að ( vita það bezt sjálfur, að í hans t eigin flokki var það fellt á miðj- um vetri í fyrra, að ganga á þann hátt til fullnustu frá stjórnarskipun landsins á þeirri stundu. Það stóð þá ekki á Al- þýðuflokknum, heldur á meiri- hluta Framsóknsrflokksins. Loks má geta þess, að forseti Alþýðuflokksins, lýsti því yfir eftir að stjórnarsamvinnan rofn- inn myndi eftir sem áður, þrátt fyrir stjórnarandstöðuna, telja sér skylt að vinna saman við stjórnarflokkana í sjálfstæðis- málum og utanríkismálum yfir- leitt. En Alþýðaflokknum brfgzlað um svik. Því að Alþýðuflokkurinn hef- ir alltaf verið þeirrar skoðunar, að sjálfstæðismálið mætti ekki verða neitt togstreitumál milli flokkanna; það ætti að vera yf- ir allar flokkadeilur hafið; í því yrðu þeir allir að fylgjast að. Hann hafði því enga ástæðu til þess, eftir hina sameiginlegu samþykkt flokkanna um sjálí- stæðismálið á alþingi í fyrravor, að táka það mál upp einnig nú í sambandi við kjördæmamál- ið. Þvért á móti hefir.það verið brot bæði á hans grundvallar- sjónarmiðum í því máli svo og á sjálfu samkomulági « flokk- anna um það. Og því síður hafði Aþýðuflokkurinn nokkra á- stæðu til þess að fara að skera Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, Höfn í Hornafirði í gærkveldi. IFYRRI NÓTT strandaði danskt skip skammt frá Hvalsnesi. Brezkir varðmenn á Seyðis- firði, sem muniu fyrstir hafa fengið að vita um strandið, sím- uðu til Slysavarnafélagsins og tilkynntu því um það. Klukkan 7 á laugardagsmorg- un, 28. marz, komu heim að sig út úr í sjálfstæðismálinu með því að koma með sérstakar flokkstillögur um afgreiðslu þess nú, þegar á þessari stundu, sem ekki var annað vitað fyrr en Tíminn kom með hinar nýju upplýsingar sínar á sunnudag- inn, en að þýðingarlaust væri að hreifa sjálfstæðismálinu í bili af þeim ástæðum, sem for- sætisráðherrann færði fyrir því, að fullnaðarafgreiðslu þess var frestað í fyrravor. Hinsvegar var engin ástæða sjáanleg til þess að fresta leng- ur afgreiðslu kjördæmamáls- ins. Það er allt annað mál en stjálfstæðismálið, og flokkarnir sem kunnugt. er, hvergi nærri sarnmála um það. Það hefir allt- af verið vitað, að myndi aldrei verða leyst með samkomulagi allra flokka, og það var því ekkert, sem mælti með því, að það þyrfti að bíða afgreiðslu þar til sjálfstæðismálið yrði tek- ið fyrir til endanlegrar lausnar. Þvert á móti virtist það í alla staði heppilegast og tryggileg- ast, að því yrði til lykta ráðið áður. Því að það er augljóst, að lausn sjálfstæðismálsins gæti Framhald á 7. síðu. Hvalnesi í Lóni 5 menn nokkuð sjóblautir, en ekki mikið hrakt- ir. Sögðust þeir vera Danir, sem strokið hefðu frá Danmörku, er landið var hernumið, og hefðu síðan fiskað fyrir Englendinga á ðO tonna mótorskipi, en hefðu nú strandað þarna skammt frá kl. 4 um morguninn í hríðar- veðri og náttmyrkri. Reyndist skipið að h-afa str-andað í svo- nefndum Hvaldalsárós, um hálftíma gang frá bænum. Er aðdjúpt og sandur, þar sem skip- ið strandaði og því von um að megi bjarga því, ef það tekur ekki út áður. Strandmennirnir dveljast enn á Hvalnesi. Knútur. Leikfélag Akareyrar 25_ára Hátiðasýnine |á „Nýjárs nóttinni“ Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. AKUREYRI í gærkveldi. EIKFÉLAG Akureyrar hef- ir undanfarið æft Nýjárs- nóttina eftir Indriða Einarsson. Hefjast sýningar upp úr pásk- um. Leikstjóri og leiðbeinandi er Jón Norðfjörð. Sérstaklega er vandað til leiksins hvað allan útbúnað snertir, tjöld og búningar hinir glæsilegustu. Sýning leiksins er helguð 25 ára afmæli Leikfélágs Akureyr- ar, sem er 19. apríl næst kom- andi. Fer þá frám Hátíðasýning, og verður riijög 5 vandað til hennar. ór- .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.