Alþýðublaðið - 31.03.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.03.1942, Blaðsíða 7
7 Þriðjudagur 31. marz 1942. Alk»ýðublað:ð Frh. af 2. síðu. beinlínis verið stefnt í voða með jr - 1 því að blahda því saman við svo stórkostlegt ágreiningsmál flokkanna, sem kjördæmaskip- unarmálið er. Eða myndi það greiða fyrir fylgi Framsóknar- flokksins við sjálfstæðismálið, ef hann ætti við kosningar um sama stjórnarskrárfrumvarpið að greiða atkvæði með þeirri breytingu á kjördæmaskipun- inni og kosningarfyrirkomulag- inu, sem hann hú ekki má heyra nefndar svo, að hann ætli ekki af göflunum að ganga? — Hins vegar mun enginn maður með heilbrigðri skynsemi geta séð, hvernig lausn kjördæmamálsins eins út af fyrir sig ætti að geta orðið til þess að tef ja lausn sjálf- stæðismálsins. Hún væri miklu tryggari eftir en áður. Loddaraleiknr med með kjðrdæmamálið. Ef Framsóknarfl. skyldi hins vegar ímynda sér það, að hann geti hrætt Alþýðuflokkinn til þess að falla frá kröfum sín- um um leiðréttingu kjördæma- skipunarinnar og kosningar- fyrirkomulagsins með hótunum, eins og hann hefir verið með í Tímanum undanfarna daga, um að taka .upp sjálfstæðismálið samtímis, þá skjátlast honum alveg. Slíkar hótanir verða að vísu ekki misskildar af neinum, allra sízt eftir þær upplýsingar, sem Tíminn hefir nú birt um vinnubrögð Framsóknarflokks- ins í sjálfstæðismálinu. Þær eru bersýnilega ekki settar fram af neinum áhuga Framsóknar- flokksins fyrir því að fé fljóta og endanlega afgreiðslu sjálf- stæðismálsins, heldur í þeirri fá- vísu von, að þær geti orðið til þess að stöðva kjördæmamálið og myndu sannast að segja fá- ir hafa trúað því, að Framsókn- arflokkurinn væri svo djúpt sokkinn í flokkspólitískri tog- streitu að leika slíkan lodd- araleik með sjálfstæðismálið. .. ' ;V- -‘í '■■■■ | En sem sagt: Framsóknar- ! flokknum skjátlast, ef hann held 1 ur, að hann geti hindrað fram- gang kjördæmamálsins með slík um vinnubrögðum. Alþýðuflokk urinn hefir alltaf verið og er alltaf reiðubúinn til þess, að taka sjálfstæðismálið upp til fullnaðarafgreiðslu í samvinnu við aðra flokka. Og ef Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis flokkurinn eru þeirrar skoðun- ar, að engin ástæða sé lengur til að fresta því — þá stendur ekki á Alýðuflokknum, Hann er reiðubúinn. Honum hefir aldrei dottið í hug að fresta afgreiðslu sjáfstæðismálsins af flokksleg- um ástæðum eða fórna því fyrir fokkshagsmuni, eins og Tíminn upplýsir, nú að Framsóknar- flokkurinn hafi gert í fyrravor í þeirri von, að geta þar með um leið hindrað endurskoðun kjör- dæmaskipunarinnar og kosn- ingafyrirkomulagsins og haldið í þá valdaðstöðu, sem ranglæti og misrétti þess hefir hingað til veitt honum. MERKILEG BOK ER NYKOMIN I BOKAVERZLANIR: Ekkjan Oddný Þorleifsdóttir andaðist að morgni sunnudagsins 29. þessa mánaðar á Elliheim- ilinu í Hafnarfirði. Fyrir hönd vandamanna. Hallgrímur Jónsson, Urðarstíg 1, Hafnarfirði. Frú Ásta Hallgrimsson andaðist þann 29. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandendanna. Tómas Hallgrímsson. Dóttir okkar og systir Helga Jónína lézt í gær. Guðlaug Jónsdóttir, Gísli Magnússon og systkini. Brávallagötu 8. Bókin er í þreanur aðalköflum, sem síðan er skipt í marga undirkafla. I. Fagnaðarerindið: 1. Prédikun Jesú. 2. Guðsríki. 3. Faðirinn himneski. 4. Hjálpræði guðs. II. Drottinn Kristur. 1. Jesús frá Nazaret. 2. Messíasarvitund Jesú. 3. Vér sjáum dýrð hans. 4. Dauði Jesú. 5. Upprisa Jesú. III. í gömul spor. 1. Til komi þitt ríki. 2. Hvers ber að geta? ' Hér er á ferðinni mikið verk, sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Bókin er byggð að nokkru leyti á ritgerð, sem höfundurinn samdi í samkeppnisprófi um dós entsembættið við Háskóla íslands haustið 1936. Upplag bókarinnar er mjög lítið og allt bundið í skinnband. Tilbnnnlng til Hafnfirðinga Þar sem allir húseigendur hafa nú fengið tvo poka fulla af sandi, sem nota á til að slökkva í eldsprengjum, munu eftirlitsmenn loftvarnanefndai' fara í húsin og gæta að því, hvort sandurinn og tilskilin tæki eru á réttum stað, og einnig munu þeir leiðbeina bæjarbúum í að nota sandinn á réttan hátt. Pokarnir skilist tómir aftur, þar sem ekki er þeirra . þörf. Fólk er alvarlega áminnt um að fara eftir fyrir- mælum loftvarnanefndar og leiðbeiningum eftirlits- manna, svo að allir séu sem bézt viðbúnir, ef hættu ber að höndum. Loftvamanefnd Hafnarf jarðar. SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar um vörusendingar sendist CnlUford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS,, LONDON STREET, FLEETWOOD. Brunatryggingar Lfftrygglngar V átry gglngarskrif stof a Sigfúsar Slghvatssonar Lækjargotu 2. Kristin trú og hðfundnr hennar Eftir Sigurð Einarsson dósent.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.