Alþýðublaðið - 02.04.1942, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 02.04.1942, Qupperneq 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmíudagur 2. apríl 1942». Nýr brezkur ræðiS' maður kominn i kt i. v • tll Islands. f „Firöir og fjöil' fslands mlnna mlg m|og á heimaland mitt Skotland9u sagOqMr.;Boss. FYRIR NOKKRU kom hingað til lands nýr brezkur konsúll, Mr. Ross að nafni, og mun hann taka við störfum Mr. Sheppards, sem er á förum. Alþýðublaðið átti í gær tal við Mr. Ross, og sagði hann: ,,Þegar ég sá ísland í fyrsta sinn fagran sunnudagsmorgun/í marz, s. 1. minntu firðirnir og f jöllin mig þegar í stað á heima- land mitt, Skotland. Síðan hefi ég komizt að raun um, að fleirá er líkt með íslandi og Skotlandi, t: d. málið, sem þjóðirnar tala. í Norður-Skptlandi úir og grúir af örnefnum, sem minna mjög á íslenzku. Þar er til Dingwall (Þingvellir) og margt fleira.“ Þótt Mr. Ross hafi aðeins verið hér á landi röskar tvær vikur, getur hann þegar talað töluvert á íslenzku. Sagði hann m. a. auðveldlega: „Ég og konan mín erum ánægð að vera send til íslands.“ — Hafið þér verið lengi í ut- anríkisþjónustu? spyr tíðinda- maðurinn. „Áður en ég kom hingað, var ég 11 ár í Chicago í Bandaríkj- unum. Þar þekkti ég íslending einn,, sem sagði mér ýmislegt um land og þjóð. Þar sá ég einn- ig kvikmyndir í eðlilegum litum frá íslandi, en síðar vonast ég til að kynnast fegurð og tign landsins af eigin reynd. — Hvernig fannst yður að koma til Englands eftir svo langa dvöl erlendis? „Mér virtist þjóðin vera mjög ákveðin að heyja þessa miklu barátfu, þar til sigur er unninn. Fólkið er aðdáanlega vongott og ber höfuðið hátt, þrátt fyrir geysilega erfiðleika, sem það hefir ox’ðið að sigrast á. Þáð ger- ir sér fulla grein fyrir þeim hættum, sem steðja að og mætir þeim með ró en staðfestu. Ég kom til London og varð all undrandi, er ég sá, hvílíkur baráttuhugur er í borgarbúum, jafnvel þeim, sem mestar þraut- ir hafa liðið. Það var meira en ég hafði getað ímyndað mér.“ — Hvað segið þér um Ame- ríkumenn og stríðið? „Þeir vinna nú af öllu mætti að sigri frelsis og réttlætis yfir harðstjórunum. Er þeim annt um að búa svo í haginn fyrir komandi kynslóð, að hún megi lifa hamingjusömu lífi og njóta frelsis. Iðnaður Ameríkumanna eykst hröðum skrefum, enda eru möguleikarnir geysilega mikl- ir.“ — Hafið þér á ferðum yðar orðið var við aukinn áhuga á ís- landi í seirrni tíð? „Já, kynning landsins út á við virðist aukast mjög, og eiga her- menn, sem verið hafa á íslandi, mikinn þátt í því. Þeir segja vin- um sínum og vandamönnum frá fegurð og tign landsins og öðru, sem þar ber fyrir augu þeirra." ípróttahns liskilais verðnr reist á næstnnni. ............ '♦--- t>að á að standa á honii Melavegar og Hringbrautar. Aðalsalurínn 12 sinasism 24 metrar. r [’ÞRÓTTAHÚS HÁSKÓLA ÍSLANDS verður byggt eins fljótt og nokkur kostur er á. Byggingarnefnd Háskólans hefir haft þetta mál með höndum undanfarið. Það stendur ekki á henni. Hún hefir rætt það við íþrótta- fulltrúa ríkisins, og prófessor Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins, er einmitt um þessar mundir að gera teikningar að íþróttahúsinu.“ y Þánnig mæltist rektor Há- slcólans, dr. Alexander Jóhann- essyni, í samtali við Alþýðu- bíaðið í gærkveldi. — Og hvar á íþróttahúsið að standa? v „Það er gert ráö fyrir því, að það muni staxida á horni Hring- brautar og Melayegar. í íþrótta- húsinu verður geysistór salur, 12 sinnum 24 metráf; áðlstærð. böð og annar tilheyrandi út- búnaður, svo og opin sundlaug, nokkuð stór. Gert er og ráð fyr- ir að íþróttahúsíð verði byggt þannig, að íþróttasalurinn komi með Hringbrautinni, en útbygg- ingarnar, þ. e. böðin og fleira, komi með Melaveginum. Inn á milli verða svo grasblettir. Að- aláherzlan mun verða lögð á það að byggja Sjálfan íþrótta- salinn og boðin, eri fresta þá heldur byggirigu sundlaugar- innar, 'þár 'til betra tækifæri gefst. „Kerlingin11 krýpur að fótum Maríu meyjar. 15 púsnndir hafa nú séð Gullna hliðið. 50. sýning á annan í páskum. L EIKFÉLAG REYKJA-' VÍKUR hefir nú sýnt „Gullna hliðið“ 49 sinnum, og fimmtugasta sýningin verður annan páskadag, Hefst sú sýning kl. 4. En um kvöldið hefir Leikfélagið boð fyrir leikara og starfs- fólk. Aldrei hefir neitt leikrit verið sýnt jafnoft hér í Reykjavík, óslitið, og eru þessar sýningar á „Gullna hliðinu“ því met. Sýningarnar hafa verið að jafnaði annanhvorn dag og hef- ir hvert sæti í leikhúsinu verið skipað hverju sinni. Hafa að- göngumiðar að sýningunum að jafnaði selzt upp á einni klukku- stund, enda fara sögur af því, hve erfiðlega hefir gengið að ná sér í aðgöngumiða að leik- húsinu undanfarið. Alls hafa séð leikinn hér í Reykjavík um 15 þúsundir manna. Formaður Leikfélagsins, Val- ur Gísíason, skýrði Alþýðublað- inu svo frá í gær, að peninga- legur gróði hefði, þrátt fyrir þessa gífurlegu aðsókn, alls ekki verið mikill, sökum gífurlegs kostnaðar við sýningarnar-. 80 manns vinna beinlínis að sýn- ingunum, og er þáð næsta eins- dæmi um starfsmannafjölda við sýningar Leikfélagsins. Þá sagði formaður Leikfélags- ins: „Þetta leikrit og þessar sýn- ingar hafa betur en nokkuð annað sýnt hina miklu þörf, sem er fyrir betra óg stærra leikhús, þjóðleikhúsið, og er það krafa allra, að því máli verði hrint í framkvæmd, eins fljótt og vel og nokkur kostur er.“ Hér er um mikið nauðsynja- mál að ræða fyrir Háskólannog færi vel á því, að allir, sem um það mál eiga- að fjalla, ynnU drengilega að því, að íþrótta- húsið kæmist upp hið fyrsta. (í frásögninni um hinri nýja Stúdentagarð, í blaðinu í gær, varð sú yilla, að Sigurður Guð-. mundsson arkitekt hefði samið, skipulag Háskólalóðanna. Það gerði Guðjón Saxttúelsson, eins og kunnugt er, í samráði við byggirigánefrid Háskólaris.) , ittBnða þing ilpýðn pfðusambands Vest- fjarða sett ð ísa- firði í dag. ATTUNDA þing Alþýðusam- bands Vestfjarða var sett í gær á ísafirði. Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands íslands mætir sem full- trúi þess á þinginu. í Alþýðusambandi Vestfjarða eru 15 verkalýðsfélög frá Flatey á Breiðafirði til Sléttuhrepps og eru í þeim öllum rúmlega 2 þúsund félagar. Fyrir þinginu liggja ýmis merk mál og þá fyrst og fremst samrýming kaupgjalds á sam- bandssvæðinu og aukin sam- vinna verkalýðsfélaganna á því. Liggur þar mikið starf fyrir höndum. 'Forseti Alþýðusambands Vestfjarða er Hannibal Valdi- marssoxx skólastjóri. Þingið mun standa í tvo dsga. Aðalfundnr Bygi- ingarfétags alPýðu r I BYGGINGARFÉLAG alþýðu í Hafnarfirði hélt aðal fund sinn miðvikud. 18. marz síðastliðinn, fyrir fundinum lágu venjuleg aðalfundarstörf. í stjórn voru kosnir þessir menn, Guðni Þórðarson vél- smiður, Páll Sveinsson kennari, Steingrímur Bjarnarson bygg- 'IrigaméiStari og Þóroddur Hreinsson byggingameistari. Félagsmálaráðherra . sklpaði Óskar Jónsson formann félags ins. , í félaginu eru nú um 60 manns og auk þess eru mjög margir, er bíða eftir að fá íbúð' ir hjá því. , Mjög sterkur áhugi ríkir fyr- ir starfsemi félagsins. Hari. Dagsbrúo mótmælir 15% skattmom. Verkalýðurinn inun aldrei sætta sig við slík þrælalog. Frá tránaðarráðs^ fnndi félagsins í fyrrakviild. TRÚNAÐARRÁÐ DAGS- BRÚNAR hélt fund £ fyrrakvöld og ræddi ýms að- kallandi félagsmál. Eftirfar- andi ályktanir voru sam- þykktar á fundinum: „Trúnaðarráð Dagsbrúnar mótmælir kröftuglega hinum fá- ránlegu og einstæðu tillögum: þings Búnaðarfélags íslands, ,er fjalla um vinnumiðlun og skerð- ingu á launum verkamanna í landvarnarvinnunni. Trúnaðarráðið telur það úti- lokað, að verkalýðssamtökin gætu sætt sig við slíkar ráð- stafanir og skorar á alþingi að sinna í engu nefndum tillögum. Jafnframt vill Trúnaðarráðið ítreka samþykkt vmf. Dags- br'ún um nauðsyn þess, að sam- vinna takist milli ríkisstjórnar- innar, verkalýðssamtakanna og stjórna setuliðanna um jákvæða og heilbrigða skipulagningu vinnuafls þjóðarinnar í þágu at- vinnuveganna og landvarn- anna.“ RÉTTINDI OG SKYLDUR UTANFÉLAGSMANNA „Að gefnu tilefni samþykkti trúnaðarráðið, að eftirfarandi reglum sé fylgt varðandi að- komuverkamenn, sem vinna á starfssvæði Dagsbrúnar: 1. Ófélagsbundnir aðkomu- menn njóti allra félagsrétt- inda að undanskyldum at- kvæðisrétti og kjörgengi. Skulu þeir skráðir sem auka- meðlimir eftir nánari regl- um, sem félagsstjórn setur.. Gegn þessu gréiði þeir árs- gjald Dagsbrúnar. 2. Félagsbundnir aðkomumenn njóti hinna gagnkvæmu rétt- inda, sem tíðkazt hafs. í milli verkalýðsfélaga inrian Al- þýðusambandsins. Hins veg~ ar .greiði þeir vinnuréttindi sín sama verði og hinir fyrr- ■ nefndu. Þá ber stjórn Dags- brúnar að endurgreiða a£ verði vinnuréttindakortsins það, sem némur ársgjaldi í heimafélagi viðkomandi manns, eftir réglurii, sem stjórn Alþýðusambandsins Áheit á HaHgrímskirkju. , 2 kr. frá S. J. setur.“ l.MAÍ „Trúnaðarráðið samþykkti tillögu þess efriis, að fela félags- stjórninni áð leita sánivinnu við stjórn Fulltrúáráðs Vérkalýðs- félaganna og örinur launþega- , samtök um sameiginleg hátíða- höld 1. maí.“ Hjónaband. Gefin verða sámári í hjónaband 4. þ. m. ungfrú Ingrid Schröder og dr. med. Óskar Þórðarson. Heim- ili. þeirra vérður á Kronprinsesse- gade 14,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.