Alþýðublaðið - 02.04.1942, Síða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1942, Síða 3
Fímmtudagur 2. apríl 1942. 3 auþýðublaðið Þorp í Alaska. Þessi mynd er af ameríkskum sjóliðum, sem eru að sigla að landi í sjávarþorpi í Alaska. Er það ekki líkt bæjunum okkar? Indverjar hafna tillögum Breta. Mikil áhlaup Japana á Bataanskapa. ---—...-.— Bsiidarík|@iie»Ei gera árásir á Japaal á Mliadanaaieyju. KLUKKAN átta í fyrrakvöid hófu Japanir harðar árásir á Bataanskaga og réðust á stöðvar Bandaríkjamanna. Jafnframt hóf stórskotalið þeirra skothríð. Réðist fótgönguliðið fram í þétt- um fylkingum, og var manntjóni enginn gaumur gefinn, enda Fallast ekki á, að Bret~ ar taafi taerstjórnina. ------ ♦ ------ Svar Kongressflokksins i dag. -------+------- ÞAÐ ER NÚ TAUID VÍST, að Kongressflokkurinn muni ekki samþykkja tillögur Breta í þeirri mynd, sem þær voru lagS- ar fram. Getur flokkurinn ekki fallizt á þann hluta tillagnanna, sem lýtur að landvörnum. Segir þar, að Bretar skuli fara með herstjórn Indlands til stríðsloka, en Indverjar vilja sjálfir hafa þar hönd í bagga. Vilja þeir, að stjórn landsins, sem auðvitað á að vera indversk, hafi svipuð völd og stríðssjórnin í Englandi, þ. e., að hún ákveði hverja stefnu skuli taka í stríðinu í heild, og taki^allar mikilvægar ákvarðanir. Semt í gærkveldi bárust fréttir af því, að tveir minnihluta- floklcar hefðu lýst yfir andstöðu sinni við frumvarp brezku stjórn- arinnar. Eru það Þjóðernissimiaflokkurinn og Hindúaflokkur, sem stendur mjög nærri Kongressflokknum. Forseti Kongressflokksins fer að líkindum í dag á fund Staf- fords Cripps, og mun hann þá flytja honum ákvörðun flokks síns. Þykir enginn vafi á því, að þar sé ekki um fullt samþykki á tillögunum að r,æða, eins og áður var getið. Miklar umræður fara nú fram # ___________ um þessi mál, og hefir Kongress- flokkurinn enn enga ákvörðun Tigrisdýrs- flugmennirnir. 1>RJÚ ÁR höfðu Japanir gert stöðugar árásir á borgir Kín- verja. Sprengjur þeirra jöfn- uðu heil hverfi við jörðu og þúsundir manna misstu heim- ili sín. Kínverjar vörðust þessum árásum, en af veikum mætti. Gulu flugmennirnir keisarans hlógu, þegar bræð- ur þeirra Kínverjarnir hófu skothríð á þá úr hinum gömlu og frumstæðu loftvarnabyss- um, sem þeir höfðu. Kínverj- ar sendu upp þær fáu orrustu- flugvélar, sem þeir áttu, en Japanirnir skutu þær niður eins og þær væru endur. ‘CHIANG KAI-SHEK hafði á- hyggjur af þessu. Því mátti ekki halda áfram. Hann fól ameríkskum vini sínum, Claire L. Chennault, sem var ráðunautur hans, að koma upp sveit orrustuflugmanna, búa þá beztu fáanlegum fiug- vélum og láta þá síðan réka Japanina á brott. CHENNAULT lagði land undir fót og hélt til heimálands síns, Bandaríkjanna. Þar safnaði hann að sér um 100 sjálfboða- liðum og keypti nýjustu teg- und Curtiss orrustuflugvéla, Tomahawk. Þjálfunin hófst og hin fræga Tígrisdýrs-flug- deild varð til. IJM MIÐJAN desember flugu 10 japanskar sprengjuflugvél- ar í áttina til Kúnming, sem er borg við Burmabrautina. Japanirnir áttu sér einskis ills von og bjuggust við að geta kastað sprengjum sínum hvar sem beir vildu. En 50 km. sunnan við borgina sáu þeir sér til hinnar mestu skelfing- ar Tomahawk-flugvélar koma fljúgandi. Það var engrar undankomu auðið. Fjórar skotnar niður, hinar komust ■undan. IÞETTA VAR í fyrsta en ekki síðasta skipti, sem Tígrisdýrs- flugmennirnir mættu Japön- um. Skömmu eftir að þeir komu til Rangoon í Burma, hófu Japanir árásir sínar á Bandamenn og voru því sjálf- boðaliðamir látnir vera þar kyrrir við varnir borgarinnar, því að innrás Japana var yfir- imfandi. S»EIR HÖFÐU MÆTT sprengju- flugvélum Japana, en orrustu- flugvélar þeirra, hvað gátu þær? Kviksögur sögðu, að þær væru hraðfleygari og bet- ur vopnaðar en nokkrar aðr- ar flugvélar, sem til eru. Tígr- isdýrs-flugmennirnir biðu ■með óþreyju eftir gömmun- um, sem höfðu rauða sól- merkið á vængjunum. SVO KOMU ÞEIR, hundruðum saman. En margir þeirra, mjög margir, sneru ekki við, þeir hröpuðu hver á eftir öðr- um logandi til jarðar með hundruð af byssukúlum am- eriksku sjálfboðaliðanna í flugvélum sínum. var mannaflinn nægilegur. Japönum tókst um stund að ná örfáum framvarðastöðvum á sitt váld, en um hádegi í gær var háð klukkustundár návígis- orrusta, sem lauk á þann hátt, að sókn Japana stöðvaðist ál- gerlega. Manntjón Bandaríkja- manna var mjög lítið. í gærkveldi var tilkynnt í Washington, að ameríkskar her- sveitir á eynni Mindanau hafi gert djarfar og árangursríkar á- rásir á stöðvar Japana. Ruddust þær inn í borg, sem er á váldi Japana og gerðu þar mikinn óskunda, eyðilögðu vélbyssu- hreiður og birgðastöðvar. Loftárásir hafa enn verið gerðar á Correggidor eyvirkið, en árangur varð enginn. Þrjár flugvélar voru skotnar niður. Fallhlifarhermenn við Staraja Rossa. STÖÐUGAR orustur á öllum Rússlandsvígstöðvunum halda áfram. Þjarmað er stöð- ugt meir að 16. hemum, sem er innikróaður við Staraja Russa. Hafa Þjóðverjar þar sett niður fallhlífahermenn að baki Rússa og áttu þeir að koma á ringul- reið í fylkingum rauðliða. Fall- hlífahermennimir voru allir drepnir eða teknir til fanga. Japasir hafa lifirráð i iofti í Bsrma. GEYSILEGAR orrustur eru á báðum vígstöðvum í Bur- ma. A Irrawadivígstöðvunum sækja Japanir í áttina til Prome, en hersveitir Banda- manna gátu hindrað að þeir umkringdu þær. Berjast þama sveitir úr fjórum brezkum her- deildum og tveim indverskum. Allmikið af Burmabúum berst með Japönum. Á Sittangvígstöðvunum berj- ast Kínverjar af sömu hugprýði og áður. Þeir hafa nú yfirgefið Tongoo, en berjast áfram norð- an við borgina. Það, sem verst er fyrir Banda- menn í Burma er, að Japanir hafa náð algerum yfirráðum í lofti. Hefir nær ekkert verið getið um flugher Bandamanna síðustu daga. Útbreiðlð Alpýðnblaðið. tekið. Gandhi tekur ekki þátt í þessum viðræðum. Er það í sam- ræmi við friðarstefnu hans og andstöðu við ófrið og allt sem honum fylgir. Sir Stafford Cripps heldur viðræðum sínum áfram. Talaði hann í gær m. a. við konu eina, sem er ein af leiðtogum ind- verskra kvenna. Þá talaði hann við Jinnah, leiðtoga Muslem- flokksins, í gærkveldi. Muslemflokkiurinn hefir enn enga yfirlýsingu gefið um til- lögurnar, pg mun verða tekin fullnaðarákvörðun á landsfundi flokksins á morgun. UMSÁTIN UM SEVASTOPOLf Sevastopol á Krímskaga hefir nú verið umsetin af Þjóðverj- um í 150 daga. Er engan bilbug á Rússum að sjá og hafa þeir öðru hverju gert útrásir frá borginni. -..m Atðk nm stjórnina í Frakklandi. MIKIL ÁTÖK eru i Frakk- landi, og hafa nazistar gert enn eina atlögu að Pétain. Segir í fregnum frá New York, að síðustu kröfur þeirra séu sem hér segir: 1) Laval verði utanríkismála- ráðherra í stjórn Pétains. 2) Pétain og Darlan haldi stöðum sínum. 3) Stjóm Pétains flytji aftur til Parísar. 4) Franskir stríðsfangar verði liátnir lausir. Ef Laval kemst í stjórnina, er það vxst, að hann mtm ráða lög- um og lofum, en ráði hann þar öllu, er það sama og að nazist- ar ráði þar hverju, sem þeir vilja.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.