Alþýðublaðið - 02.04.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.04.1942, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. apríl 1942. MJ>ÝÐUBLAÐIÐ j Föstudaginn langa: Messa kl. 2. Páskadag: Messa kl. 5, síra Garðar Þorsteinsson. Messað að Kálfatjörn á páskadag kl. 11. Messað að Bjárnastöðum á páskadag kl. 2. Heimilisblaffið Vikan, sem kom út í gær, flýtur m. a. þetta efni: Upprisan, forsíðumynd, Atvinnan, sem engin framtíð var í, eftir Homer Crog, Hundurinn og dollararnir þrír, eftir Mark Twain, Sjómaðurinn, sem kom aftur, smá- saga eftir Leslie Gordon Barnard o. m. fl. Kristilegt stúdentafélag gengst fyrir almennri samkomu í húsi K.F.U.M. og K. á páskadags- kvöld kl. 8y2. Stúdentar tala. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Finnur Jónsson listmálari heldur málverkasýningu í íþöku, gengið inn friá Amtmannsstíg. Sýn- ingin er opin daglega kl. 10 f. h. til 8% e. h. fram yfir páska. 40 ára er í dag Sigurkarl Stefánsson memitaskólakennari, Barónsstíg 24. Laugarnesprestakall. Messa á föstudaginn lánga kl. 2 e. h. síra Garðar Svavarsson. Skrifstofur málaflutningsmanna verða Iok- aðar laugardaginn fyrir páska. 75 ára verður á páskadag, 5. apríl, frú Sesselja Guðmundsdóttir, Vestur- vallagötu 4 Sesselja er kona Eiríks Eiríkssonar, fyrrverandi fiskimats- manns, er einnig verður 75 ára þann‘20. þ. m. Frjálslyndi söfnuffurinn: Messað í Fríkirkjunni í Reykja- vík á föstudaginn langa kl. 2 og á páskadag kl. 5, síra J. Au. Fríkirkj- an í Hafnarfirði: Messað á föstu- daginn langa kl. 8% síðdegis, á páskadag kl. 9% árdégis og æsku- lýðsguðsþjónusta á páskadag kl. 2 síra J. Au. Áheit á Strandarkirkju. 5 kr. frá H. Þ. 2 kr. frá S. J. 15 kr. Aðalfnndnr Prentarafélagsins. AÐALFUNDUR hins ís- lenzka prentarafélags var haldinn s.l. sunnudag og var hann rnjög vél sóttur. Aðalfundarstörfum varð ekki lokið og verður haldinn fram- haldsaðalf. innan skamms. Á aðalfundinum voru árs- reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir. Niðurstöðutölur þeirra sýna nú, að eignir félagsins nema kr. 317.758,44, en á fasteign- um, sem félagið á, húsinu við Hverfisgötu 21 hér í bæ og Miðdal í Laugardal, sem fé- lagið keypti á síðastliðnu ári, hvíla nokkrar skuldir. Þessu næst var lýst úrslitum stjómarkosningar. Kosið var nú í 3 sæti: formann, gjald- kera og 1. meðstjórnanda. Kosningu hlutu: Form.: Magnús H. Jónsson. Gjaldkeri: Sigmar Björnsson. 1. meðstj.: Baldur Eyþórsson. Fyrir voru í stjóminm: Ritari: Guðm. Halldórsson. 2. meðstj.: Stefán Ögmunds- son. Meyvant Ó. Hallgrímsson, sem verið hefir gjaldkeri fé- lagsins s.l. 4 ár, hafði beðist undan endurkosningu. Ennfremur var kosið í nokkrar nefndir og rætt um byggingu sumarbústaða í hinu nýja landi félagsins. Á framhaldsaðalfundi mun verða rætt um lagabreytingar og hækkanir iðgjalda til fé- lagsins. Engir skíðamenn úr Rvík' á landsmóti skíðamanna. ---—" " •» -r Esi allir helztu skíðágarpar Sigiufjarðar fara til Akureyrar. |Bærinn í dag.| Helgidagslæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími 2581. Næturlæknir er Halldór Stefúns- son, Ránargotu 12, sími 2234. Næturvörffur er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.15— 13 Hádegisútvarp. 14 Messa úr Hallgrímssókn (síra Sig- urbjöm Einarsson). 15,30—16 Mið- degisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Úr ,,Mattheuspassionen“ eftir Bach. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20 Fréttir. 20,30 .Erindi: Um daginn og veginn (síra Sveinn Víkingur). 20,50 Orgelleikur úr Dómkirkj- unni (Páll ísóifsson): a) Chaconne í f-moll eftir Pachelbel. b) Til- brigði um sálmalagið „Margt er manna bölið“, eftir Joh. Gottfried Walther. 21,15 Útvarpshljómsveit- in: a) Forleikur að óratóríinu „Paulus“ eftir Mendelssohn. b) Lög úr óperunni „Guðspjallamaðurinn“ eftir Kienzl. 21,35 Hljómplötur: Úr sálumessu eftir Brahms. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGURINN LANGI: Helgídagslæknir er María Hail- grímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturlæknir er Karl Jónasson, Laufásvegi 55, sími 3925. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 11 Messa í Dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). 14 Messa í Frí- kirkjunni (síra Jón Auðuns). 19,25 Hljómplötur: Kantata nr. 152 eftir Bach. 20 Fréttir. 20,20 Dagurinn í dag, ræða og upplestur (síra Jakob (Jónsson). 20,55 Hljómplötur: Sálu- messa eftir Verdi. 22,05 Dagskrár- lok. LAUGARDAGUR: Næturlæknir er Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.15- —13 Hádegisútvarp. 15,30 —16 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljóm- plötur: Létt kirkjukórlög. 20 Frétt- ir. 20,30 Upplestur: „Svarta höll- in“, ævintýri, þýtt af Guðmundi á Sandi (Aðalsteinn Sigmundsson les). 20,45 Tónleikar í Dómkirkj- unni: 1) Einleikur á orgel (Krist- inn Ingvarsson): a) Sigf. Einars- son: Preludium. b) Anjou: Idyll. c) Otto Malling: Páskamorgun. 2) Einsöngur (Þorst. H. Hannesson): a) Páll ísólfsson: Maríuvers. b) César Frank: Panis Angelicus. c) Handel: Ombra mai fu. d) Sulli- van: Hinn himneski samhljómur. e) Björgv. Guðmundsson: Ave María. 20,15 Hljómplötur: Létt, klassisk lög. 21,50 Fréttir. Dag- skrárlok. MESSUR: Fríkirkjan. Skírdagur kl. 2 síra Árni Sigurðsson, altarisganga, föstudaginn langa kl. 5 síra Árni Sigurðsson. Hallgrímsprestakall. í dag mess- að kl. 2 í Austurbæjarskólanum, síra Sigurbjörn Einarsson. Á föstu- daginn langa messað á sama stað kl. 2, síra Jakob Jónsson. Nesprestakall. í dag: Barnaguðs- þjónusta í Mýrarhúsaskóla kl. 11 f. h. Barnaguðsþjónusta í Skerja- firði kl. 2 é. h. Föstudaginn langa: Messað í' Mýrarhúsáskóla kl. 2% e. h. Messað í Skerjafirði kl. 5 e. h. Páskadagur: Messað í kapellu háskóiaris kl. 2 e. h. Messað í Mýr- arhúsaskóla kl. 5 e. h. Annar páskadagur: Barnaguðsþjónusta á Grímsstaðaholti kl. 11 f. h. Messað á sama stað kl. 2y2 e, h., síra Jón Thorarensen. Messur í dómkirkjunni: I dág kl. 11 síra Friðrik Hallgrímsson (altarisganga). Föstudaginn 'langa kl. 11 síra Bjarni Jónsson. Kl. 5 síra Friðrik.HáHgrímsson. Páskahiessur í Hafnarf jarðar - kirkju. i áag: Kl. 2 altarisganga, Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. SIGLUFERÐI í gærkveldi. ELZTU SKÍÐAGAEP- AR héðan fara á lands- mót skíðamanna, sem hefst á Akureyri á morgun. Frá Skíðafélaginu Sigífirðingi fara: Skíðakóngurinn, Jónas Ásgeirsson, og auk hans: Sigur- geir Þórarinsson, Erlendur Ste- fánsson, Mikael Þórarinsson, Sigurður Njálsson og Alfred Jónsson. Frá Skíðafélagi Siglu- fjarðar fara: Ásgrímur Stefáns- son, Ásgrímur Kristjánsson, Jó- hannes Þórðarson, Haraldur Pálsson, Ingólfur Guðmundsson, Steinn Símonarson og Guð- mundur Guðmimdsson. Á þessu landsmoti skíða- manna verður keppt um titilinn skíðakóngur íslands. Þá sæmd, að hljóta þennan titil, hafa áð- eins tveir menn fengið: Jón heitinn Stefánsson, sem fórst í fyrra með vélbátnum „Hirti Péturssyni“, og hlaut hann fyrstur titilinn, og Jóhas Ás- geirsson, sem verið hefir skíða- kóngur íslands síðan 1939. Báð- ir þessir menn voru Siglfirðing- ar. ' ■ ■;■ í tvö ár hefir engin keppni farið fram um þennán titil, í fyrra sökum snjóleysis. Siglfirzku skíðamennirnir hafa litla sem enga æfingu hlot- ið í vetur, vegna þess, að af ýms- um ástæðum hefir verið. erfitt að komast á skíði. Er því í þeirra hópi ekki búizt við góðum áf- angri. 1 ■ ’ Viss. Engir skíðamenn héðan úr Reykjavík munu taka þátt í þessu móti. Er það illa farið og lýsir ekki miklum áhuga fyrir framtíð þessarar íþróttar meðal reykvíkskrar skíðaæsku. LOFTÁRÁS Á GIBRALTAR ÓFTÁRÁS var í gær gerð á Gibraltar og flugu nokkr- ar flugvélar yfir borgina. Var sprengjum kastað, en þær gerðu engan skaða á mannvirkjum og enginn maður fórst. Hörð skot- hríð virkisins úr loftvarnábyss- um hrakti flugvélarnar á brott. Hættumerki voru gefin í 30 mínútur. Alúðar þakkir færi ég íslenzku verkstjórunum á fiugvellin- um hér í bænum og þeim verkamönniun þar, Sein heiðra minn- ingu mannsins míns sáluga BJARNÁ BJÖRNSSONAR leikara á hinn fegurstá háti, með því aS senda hinni ungu dóttur okkar höfðinglega minningargjöf. Torfhildur Dalhoff. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Gunnars Einarssonar, vélfræðings. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Þóra Borg Einarsson. lllkjrnnlng Samkvæmt samþykkt trúnaðarráðs „Dagsbrúnar“ og áður settum reglum félagsins, svo og samningum við vinnuveitendur, eru allir verkamenn, sem vinna á fé- lagssvæðinu, áminntir um að hafa félagsskírteini sín í lagi, svo að þeir geti notið állra samningsréttinda félagsins. Sérstaklega eru aðkomuverkamenn áminntír um að tryggja sér samnings- og vinnuréttindi á starfssvæði „Dagsbrúnaru, með því að greiða gjöld til félagsinsj samkvæmt samþykktum þess. , STJÓRNIN Páskaegg fjölbreytt úrval. Verð frá 0.55 til kr. 60,00 Bristol Bankastræti. Nýr CHEVBOLET vöraili styttri gerðin, óskast í skiptum fyrir lengri gerðina. Upplýsingar í síma & 5604 kl. 12—2 og 7—8. Unglioga vantar til að bera úr ALÞÝÐUBLAÐIÐ um mánaðarmótin. Lítið hverfi. — Gott kaup. JUpýdBafelaiðid SÍMI 4900. Kai^pi nf hrogsi. Veiti móttöku í Reykjavík og hjá ELÍASI ÞORSTEINSSYNI, Keflavík, BERNH, PETERSEN Sími: 1570.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.