Alþýðublaðið - 02.04.1942, Page 8

Alþýðublaðið - 02.04.1942, Page 8
8 ALÞfBUBLA£MÐ Fimmtudagur 2. apríl 1942. ÓÞEKKJ ANLEGIR ITLER skammaði einu sinni Göbbels, Göring og Schaet fyrir að borða í veit- ingahúsi, sem vwri ekki nógu fínt fyrir slíka höfðingja. Þá svaraði Göbbels þessu: „Enginn hefði þekkt okkur, foringi góður, því að Göring var ekki í einkennisþúningi, ég var með lconunni minni og Schact borgaði reikninginn.“ • VEIKIR FYRIR ITLER sendi Göbbels tíl Sankti Péturs til að biðja um gott veður í sumarleyfinu. Göbbels kom ekki aftur, svo að hann sendi Göring, en hann kom heldur ekld aftur. Þá fór foringinn sjálfur. Pétur tók málaleituninni vel, en six) spurði Hitler hvað orðið hefði um sendimennina. Pétur svar- aði: „Sá feiti er að tína stjörnur, en sá litli gengur með grasið í skónum eftir englunum!“ * VO bar til í héraðsskóla einum um daginn, að skólastjórinn var að labba um heimavistina síðla kvölds. Þá heyrði hann óvenjulegan gaura gang í herbergi einu, svo að hann drap á dyr. Hávaðinn hætti strax, en einhver kallaði innan við: „Hver er þar?“ „Það er ég, sagði skólastjór- inn. „Hvaða ég?“ „Ég, skólastjórinn. Hleypið mér strax inn.“ „O, hypjaðu þig burt. Þú platar nú ekki sveitamanninn. Karlskrattinn mundi hafa sagt: „Það er ég, persónulega sjálfur.“ * SKATTABYRÐIN VEIR borgarar hittust á götu í gær. „Nú eru þeir að sjóða saman nýtt skatta- frumvurp á okkur. Það held ég verði eitthvað félegtr „O, það stoðar ekkert annað en beygja sig undir hið öhjá- kvæmilega og borga skattana með auðmýkt og brosi.“ „Já, það vildi ég gjarnan líka, en ætli þeir vilji ekki heldur hafa, að maðurinn borgi þá með peningum, ódrættimir þeir arna!“ — Og skipið verður ef til vill eyðilagt, í stað þess að það gæti legið í öruggri höfn hin- um megin við sundið. — Máfurinn var ekki smíðað- ur til þess að liggja alltaf í höfn. Þau horfðust í augu yfir fölnaðar glæðurnar stundar- korn og það var kynlegur glampi í augum hans. Loks hallaði hann sér aftur á bak, teygði úr sér, geispaði og sagði: — Það var leiðinlegt, að þér skylduð ekki vera karl- maður. Þá hefðuð þér getað komið með mér. •— Hvers vegna hefði ég þurft að vera karlmaður til þess. — Vegna þess, að konur, sem geta ekki fengið sig til þess að kverka fisk, eru of fín- gerðar til þess að vera með sjó- ræningjum í ránsferðum. Hún virti hann fyrir sér og sagði svo: — Eruð þér sann- færður um það? — Auðvitað. — Viljið þér lofa mér að vera með eina ferð, til þess að sanna, að þér hafið á röngu að standa. — Þér mynduð verða sjóveik, sagði hann. —Nei. — Yður myndi verða kalt og þér mynduð verða hrædd. — Nei. — Þér mynduð biðja mig að skjóta yður á land við fyrsta tækifæri. — Nei. Hún horfði á hann sárgröm : og hann stóð skyndilega hlæj- andi á fætur, traðkaði niður öskuna, svo að hinztu glæðurn- ar dóu út. — Hversu miklu viljið þér veðja um það, hvort ég verði sjóveik eða hrædd. — Það er undir því komið, sagt hann — hvað við höf- um til þess að veðja. — Ég hefi eymahringana, sagði hún. — Þér skulið fá þá, þessa sem ég bar, þegar þér heimsóttuð mig fyrsta kvöldið. — Já, sagði hann. Þeir eru mikils virði. Ég hefði enga á- stæðu til þess að stunda sjó- rán, ef ég ætti þá. En hvers mynduð þér krefjast af mér, ef ég skyldi vinna veðmálið. — Bíðið, sagði hún — lofið mér að hugsa mig um. Hún stóð þögul stundarkorn og horfði út yfir rökkvaðan vatns- flötinn. Því næst leit hún kank víslega framan í hann og mælti: — Ég vil fá lokk úr skeggi Gíodolphins. — Þér skulið fá allt skeggið, sagði hann. — Ágætt, sagði hún, og snéri sér við og gekk niður að bátn- um. — Þá þurfum við ekki að ræða meira um það. Hvenær leggjum við af stað? — Þegar ég er búinn að semja áætlunina. — Og þér ætlið að hefja undirbúninginn strax í fyrra málið? — Já, það geri ég. — Ég skal reyna að verða yður ekki til trafala. Ég þarf líka að gera áætlun og undir- búa mig. Ég þarf að látast verða veik og neita börnunum um aðgang að herberginu. Aðeins William fær að koma til mín. Og á hverjum degi mun William bera matinn í herbergið til sjúklings, sem er þar ekki. — Þér eruð mjög hugkvæm. Hún steig upp í bátinn, en hann greip áramar og réri út á voginn. Það var kallað til þeirra frá skipinu og hann fevaraði á frönsku, en því næst rendi hann bátnum upp að ströndinni. Þau gengu þögul upp í gegn um skóginn, og þegar þau komu að húsagarðinum, heyrðu þau klukkuna slá hálf fjögur. Niðri í trjágöngunum beið William með vagninn, eins og áður hafði verið ákveðið, til þess að aka henni heim að hús- inu. — Ég býst við, að yður hafi þótt gaman í veizlunni hjá Godólphin lávarði, sagði ræn- ingjaforinginn brosandi. — Já, mjög gaman, svaraði hún. — Og fiskurinn var ekki mjög illa steiktur. — Fiskurinn var yndislegur. — Þér munið missa lystina, þegar þér komið á sjóinn. NÝJA Eíé Eagm sýning fyrr en annan pásfeadag. S©AMLA Bléms — Fjarri því. Ég mun ein- mitt verða mjög matlystug, — þegar ég kem á sjóinn. — Ég verð að sigla út með flóðinu, en það verður fyrir dögun. — Það er ágætur tími. —Ég verð ef til vill að senda skyndilega eftir yður og fyrir- varalaust. — Ég mim vera viðbúin hvenær sem er. Þau voru nú komin að trjá- göngunum og sáu hvar vagn- inn beið og William stóð þar hjá hestunum. — Þá verð ég að kveðja yður í þetta sinn, sagði hann og nam staðar í skugga trjánna. — En yður er alvara með að fara með mér í ránsferðina? — Já, sagði hún. Þau brostu hvort framan í annað. Svo snéri hann sér allt X. KAFLI Það var William, sem vakti hana. Hann hristi hana og hvíslaði: — Fyrirgefið frú mín, en húsbóndinn sendi skilaboð hingað og kvaðst myndu sigla innan klukkustundar. Dona settist þegar í stað upp í rúm- inu og var ekki lengur syfjuð. — Þakka yður fyrir, William, sagði hún. — Ég skal verða til- búin eftir tuttugu mínútur. — Hvað er klukkan núna? — Hún er fjórðapart gengin í fjögur. Hanii fór út úr herberginu, en Dona dró gluggatjöldin til hliðar og leit út. Engin rönd sást af degi enxi þá. Hún flýtti sér að klæða sig og hjarta hennar titraði af eftirvænt- ingu. Það voru liðnir fjórir dagar frá því hún hafði farið veiðiförina með ræningjafor- í einu við og fór gegnum skóg- « ingjanum, og hún hafði ekki inn. . séð hann síðan. Hún vissi af er búinn að fá nóg af slíku í bráðina." VI. KAFLI DON QUIXÓTE í DAL ÓTT- ANS Þeir þeir riðu frá þessum bardaga við rollurnar, barmaði Don Q. sér yfir því að hafa misst tennurnar. „Ég vildi heldur hafa misst einhvern útlim, auðvitað þó ekki hægri höndina, sem held- ur á sverðin«L,“ sagði hann. — „Tannlaus munnur er eins og kvöm án kvarnarsteina.“ Hann húkti í hnakknum og hélt um kjálkann og var held- ur aumingjalegur ásýndum. — Þegar Sankó sá húsbónda sinn svona á sig kominn, datt hon- um dálítið í hug. „Ég þekki lítið til riddara- mennsku,“ sagði hann, „en var það ekki svo, að sumir riddar- ar báru viðurnefni?“ „Jú, rétt er það, sagði Don Q. „Og sum þessi viðumefni festust svo vel við, að skírnar- nöfnin gleymdust. En hví dett- ur þér þetta í hug, Sankó minn?“ „Ó, mér flaug í hug, hvaða auknefni þér mundi hæfa bezt, Ég gæti trúað því, að í fram- tíðinni verðir þú kallaður öðru nafni: Riddarinn dapurlegi.“ Don Q. velti þessu fyrir sér um stund og kinkaði svo kolli úil samþykkis. „Þetta er dapurlegt nafn, en mun þó fara vel. Ég ætla að láta mála einhverja ósköp dap- urlega veru á skjöldinn, svo að allir viti, hver er þar á ferð. „Það er óþarfa fyrirhöín,“ sagði Sankó. „Þér er nóg a® sýna sjálfan þig.“ Donann brosti bara að þessu og tók það alls ekld sem háð, svo vænt þótti honum um nýja nafnið. Þeir riðu nú þann dag allam og komu hvergi við. Um kvöld- ið komu þeir í dal nokkurn og höfðu þá hvorki bragðað vott né þurrt. MTNDSS8GA öm: Það er ómögulegt, að — Ég skil þetta ekki, flug- nokkur sé lifandi úr farþega- vélin datt niður eins og steinn, — Við erum líka að hrapa! flugvélixmi, en ég ætla samt að eins og hún hefði verið dregin gæta að því. niður. Óm: — Ég veit þoð ekki!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.