Alþýðublaðið - 05.04.1942, Síða 4

Alþýðublaðið - 05.04.1942, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Svuuiudagur 5. apríl 1942. f Útgeíaadi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefón Pjetursson Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhusinu við Hverfisgötu Simar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. AiþýSuprentsmiSjau h. f. Hver hefir rof- ið friðinn? FLOKKSBLAÐ forsætisráð- herrans, Tíminn, lætur nú eins og friðnum innanlands hjá okkur sé í hinni mestu hættu stefnt við það, að Alþýðuflokk- urinn hefir krafi^rt kosninga til alþingis í vor og jafnframt lagt fram frumvarp til stjórnskip- unarlaga um nokkra leiðrétting á misrétti núverandi kjördæma- skipunar og kosningafyrir- komulags. Það væri út af fyrir sig ærið íhugunarefni, að til skuli vera blað og flokkur í landinu, sem telur það ófriðarefni, að kröfur skuli koma fram um það, að kosið sé til alþingis lögum sam- kvæmt í stað þess að haldið sé áfram að stjópna landinu af þingi og stjórn með sjálfteknu valdi. Og það er ekki síður um- hugsunarefni, að innanlands- ófriði skuli vera hótað af því, að tillögur eru gerðar á löglegan hátt um það, að kjördæmaskip- un og kosningafyrirkomulag landsins sé breytt á þann hátt, að kjósendur njóti framvegis jafnréttis til áhrifa á skipun þings og stjórnar. En út í það skal ekki lengra farið að þessu sinni. Hér skal Tíminn aðeins að gefnu tilefni minntur ó það, að flokki hans og forsætisráðherra hefði verið nær að sýna það í verki undanfama mánuði, að hann bæri friðinn innarúands fyrir brjósti, en að vera nú með vælur og skælur út af afleiðing- um síns eigin ábyrgðarleysis. Eða hvar var umhyggja Framsóknarflokksins og for- sætisráðherra hans fyrir friðin- um innanlands í haust, þegar hann fitjaði upp á tillögunum um það, að nota frestunina á kosningum til alþingis til að svifta launastéttir landsins lög- helguðum réttindum og banna þeim að neyta samningsréttar- ins og verkfallsréttarins til þess *ð bæta kjör sín — á sama tíma *g atvinnurekendur rökuðu aaman milljónagróða í skjóli jBtríðsins? Eða heldur Tíminn, að svo hróplegt ranglæti sé leiðin "iil þess að tryggja friðinn inn- anlands? Hvar var umhyggja- Fram- aóknarforsætisráðherrans fyrir Iríðinmn í landinu, þegar hann lýsti því yfir á alþingi í haust, hann teldi sig ábyrgðarlaus- *o gagnvart þinginu og með ófcundnar hendur gagnvart því í dýrtíðarmálxmum, enda þótt það væri rétt búið að lýsa því yfir við atkvæðagreiðslu, að það vildi ekki lögbinda kaup- gjaldið í landinu? Eða heldur Tíminn, að það sé leiðin tíl þess að tryggja innanlandsfriðinn, að forsætisráðherrann neiti að beygja sig fyrir meirihluta þingisns og geri stjórnarráð- stafanir af eigin geðþótta sem algerlega ábyrgðarlaus gagn- vart því? Hvar var umhyggja Fram- sóknarforsætisráðherrans fyrir friðnum í landinu, þegar hann fór í útvarpið um áramótin og stappaði stálinu í atvinnurek- endur til þess að þeir skyldu segja sundur öllum samkomu- lagsumleitunum við verkafólk sitt og framkalla á þann hátt verkföll í nokkrum þýðingar- mestu iðngreinum höfuðstaðar- ins? Eða heldur Tíminn ef til vill ,að það sé vissasta leiðin til að varðveita innanlandsfriðinn, að sjálfur forsætisráðherra landsins gangi þannig á undan öllum öðrum í því, að spilla friðsamlegum samningum í vinndeilum og egna til verk- falla? Og hvar var að endingu um- hyggja Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hans fyrir innanlandsfriðnum, þegar stjórnarsamvinnan var rofin og allar starfsreglur þjóðstjómar- innar brotnar til þess, að Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks- ráðherrarnir gætu trompað í gegn bráðabirgðalögum um lög- þvingaðan gerðardóm í kaup- deilum og raunverulega lög- bindingu alls kaupgjalds í land- inu — þvert ofán í yfirlýstan vilja þingmeirihlutans á auka- þinginu í haust? Eða telur Tím- (ínn máske, að slfet gerræði gagnvart Alþýðuflokknum, gagnvart launastéttum landsins, gagnvart þinginu og þar með gagnvart þjóðinni yfirleitt, sé heppilegasta leiðin til þess að tryggja inannlandsfriðinn? Nei, Tíminn ætti áreiðanlega að tala sem minnst um innan- landsfrið. Flokkur hans hefir ekki sýnt þá umhyggju fyrir honum upp á síðkastið, að hon- um farist að brigzla Alþýðu- flokknum, þó að hann vilji ekki sætta sig við gerræðið og órétt- inn og heimti bæði kosningar til alþingis og löngu tímabæra leiðréttingu á kjördæmaskipun- inni og kosningafyrirkomulag- inu. Friðurinn er mikils virði, en hann er ekki fyrir öllu. Ef frið- urinn er gerður að skálkaskjóli, eins og Fi-amsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa gert hann upp á síðkastið, get- ur ekki hjá því farið, að þeir sem rangindum og órétti eru beittir, reyni að bera hönd fyrir höfuð sér með öllum þeim lög- legum meðölum, sem gert er ráð fyrir í stjórnarskrá landsins. Þeir, sem eiga hendur sínar að verja gegn ofbeldi og ójöfnuði, og gera það á löglegan hátt, verða ekki með neinum rétti sakaðir um það ,að hafa rofið friðinn. AnglýsM i AlpýOublaðinn. mmsmrnmatma Dm brottflutniog bana ir baejunui UVDANFAKIÐ hefir verið rætt og ritað um nauðsyn þess að hafin yrði nú þegar undirbúningur að því, að hægt verði með sem stytztum fyrir- vara að flytja böm birrtu af þeim syæðum, sem heraaðar- aðiljar þeir er hér dveljast, telja að geti komið til átaka um. Flytja skal börn fram til sveita, þar sem gert er ráð fyrir að þau geti dvalizt örugg. Það er með þetta eins og önn- ur viðkvæm vandamúl, að bezt fer á því að þau séu sem gleggst hugsuð og allur undirbúningur þannig, að ei verði um deilt á eftir, að allt hsfi farið í handa- skolum, ef illa tekst til, vegna slælegs undirbúnings. Bezt hefði því farið á því, að engar aðvaranir hefðu verið gefnar, en þeir sem að þessum undir- búningi vinna, hefðu fengið svo mikið olnbogarúm, að þeir hefðu getað búið þannig í hag- inn, að ekki hefði þurft annað að segja en stutt og ákveðlð við aðstandendur barnanna: Öllum undirbúningi er lokið. Þér getið valið um dvöl á sveita- heimili, eða á dvalarheimili, sem eru reiðubúin að taka við bömum yðar. í stað þess fá foreldrar sem um spyrja, engin svör, en koma jafnnær frá þessum upplýsinga- stöðum og þeir fóru. Og hér virðist manni höfuð áherzlan lögð á það, hvað Pétur og Páll vill, en ekki hitt, sem telja verð- ur þó þungamiðjuna, að koma bömunum burt úr hættunni, sem ef til vill er talin vofa yfir. Mér virðist því allt í sama farinu. Allir skólar fram til sveita starfa enn þá. Geri mað- ur ráð fyrir, að skólahús verði notuð fyrir dvalarheimili, sýnd- ist ekki nema sanngjarnt, að þau yrðu gerð hrein áður en slík starfsemi hæfist. Þá væri ekki úr vegi að varpa fram þeirri spurningu, hvort miklu sé búið að viða að, svo sem af kolum og öðru slíku. Þá er og á annað að minnast. Er ráðið starfsfólk við slík heimili? Og en má spyrja* hafa bændur verið spurðir, hvað þeir gætu tekið af kaupstaðabömum, og með hvaða kjörum. Vera má að allt sé nú þetta fyrir hendi, og væri þá allt feng- ið, sem máli skipti. Um það vætri æskilegt að fá ákveðin svör, því ávalt skal hafa það er sannara reynist. En ég dreg það í efa, svör þeirra, sem spurðir voru, þegar skrásett var, gáfu að minnsta kosti ekki neitt, sem á var að byggja í þessum efnum. Þetta er mál, sem vel ber að vanda til, og þeir menn, sem að því vinna, inna af höndum merkilegt starf og óefað er þeim ekki þákkað sem skildi og' veld- ur þar eins og oftar skilnings- leysi, þegar um er að ræða mál, sem varða heildina, það er bezt að segja alveg hræsnislaust. Fólki, sem við sjávarsíöuna býr, skilst ekki nógú rel, að bömum þess er það höfuðnauð- , sýn til andlegs og líkamlegs | þroska, að komast burt af göt- 1 unni og frá ölla því, setn henní fylgir, og það á við öllum tím- um, þótt nú sé þess alveg sér- stök nauðsyn. En það er eðlilegt mál og ofur einfalt, að hver einasti aðstand- andi vill vita, hvert hann send- ir bam sitt. Hver og einn býr lengi að fyrstu ferðinni, sem að heiman er farin, og það er allt undir því komið, hvað vel tekst til um val dvalarstaða, að allir geti verið ánægðir. Óefað ráðstafa margir börn- um símnn sjálfir. Þeir verða harðast, úti, sem úr litlu hafa að spila, og þeim ber að hjálpa af fremsta megni. Dugir enginn smásálarskapur fórráða- manna bæja og ríkis, ef þeir herrar telja áð hætta sé á hem- aðaraðgerðum í þéttbýlinu. Allir geta vafalaust verið á eitt sáttir um það, að gott sveitaheimili sé ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir eldri börnin, frá 10—14 ára. Þar gefst barninu hollt og gott tæki- færi til að kynnast störfum sveitarfólksins, og fá að taka beinan þátt í þeim. En gæta verður þess, að viðurgerningur sé góður og þeim ekki ofþjakað, en það virðast margir óttast, og ekki sízt nú, þar eð starfslið sveitanna mun ekki of þétt skip- að. Virðist manni, að þetta á- stand eigi að nota til þess a5 skapa sumum bændum vixmu- kraft. Hefir að minnsta kostt ein rödd látið til sín heyra nokkurt hjal um slíkt, en sú. hin sama rödd taldi þó að greiða ætti bændum meðgjöf til við- bótar. Ég tel það fjarri öllum sanni,. að hér sé mælt að vilja bænd- anna ,hér er verið að nota á- standið ákveðnum stjórnmáia- flokki til framdráttar. Ég hygg að flestir vel hugsandi bændur telji það bjamargreiða við sig, þegar slíkt kemur fram. Hitt: er sjálfsagt, að sveitafólkið verð- ur að hafa fyrir sitt, engu síð- ur en aðrir. En um þetta vill fólkið fá skýr og ákveðin svör, og því á hver og einn heimtingu á. Um dvalarheimili gildir þaS sama. Á þeim verður að ríkja regla og stjórnsemi, góð una- hirða og hlýlegt viðmót. Það þarf að vanda vel til starfsliðs- ins, og það þarf að búa þannig: um hnútana, að allt geti farið- sómasamlega fram. Þegar slíkum undirbúningi er lokið, getur skrásetning farið- fram, og sýni þjóðin þá tóm- Frh. á 6. síðu. TÍMINN ber sig illa yfir kröfum Aþýðuflokksins bæði um kosningar til alþingis í vor og um breytingar á kjör- dæmaskipuninni og kosninga- fyrirkomulaginu. Sakar blaðið Alþýðuflokkinn um að vera með þessum kröfum, svo og með því, að hann skyldi fara úr stjóm, að spilla friðinum í and- inu. Tíminn segir í þessu sam- bandi meðal annars: „En Alþýðuflokkurinn hefir ekki látið sitja við það eitt, að fara úr ríkisstjóminni. Hann gerir nú ítrasta til að skapa los og ringul- reið í stjórnmálunum. Hann ber fram frumvarp um breytta kjör- dæmaskipun til að auka deilurn- ar. Hann heimtar nú kosningar, þótt hann teldi kosningafrestun nauðsynlega í fyrra, vegna innan- landsfriðárins. Hann hefir nú ekki nema eitt takmark: Innanlands- ófrið. Því er ekki að neita, að Al- þýðuflokknum hefir orðið furðuvel ágengt í þessari iðn sinni. Honum hefir m. a. tekizt að koma þeim kjósendahrolli í Sjálfstæðisflokk- inn, að hann hefir enn reynzt lítt fær til að taka á dýrtíðarmálun- um, þótt margt liðsmanna hans hafi heilbrigðan skilning á þeim málum. Vel má vera, að til séu nokkrir menn, sem lofa slíkt framferði á þessum tímum. Það eru alltaf til menn, sem hafa garnan af æsingum og skrípalátum.“ Tíminn virðist vera búinn að gleyma því, hvaða atburðir urðu því valdandi, að Alþýðu- flokkurixm fór úr stjórn. Það éru lflta alveg nýjar upplýsing- ar, að kosningum til alþingis hafi verið frestað „vegna inn- anlandsfriðarins1'. En að vísu gæti sú skýring verið ágæt fyr- ir flokka, sem helzt engar kosn- ingar vildu hafa framar. En uiiil það gæti maður óneitanlega farið að gruna Framsóknar- flokkinn, þegar aðalblað hans er farið að kallá kosningar til alþingis „æsingar og skrípa- læti“, eins og Tíminn gerir í hinum tilfærðu orðum. Það er efnilegur lýðræðisflokkur, eftir því að dæma, — Framsóknar- flokkurinn! ❖ Morgunblaðið tekur upp þykkjuna fyrir samfélag Fram- sóknarmanna og Sjálfstæðis- manna á Búnaðarþinginu út af þeim ummælum, sem Alþýðu- blaðið lét nýlega falla um frtxm- varp það, sem Búnaðarþingið samþykkti um opinbera vinnu- miðlun í setuliðsvinnunni og 15% skatt á öll laun, í þeirri vinnu. Morgunblaðið segir um gagnrýni Alþýðublaðsins á þessu furðulega frumvarpi, sem Búnaðarþingið ætlast til að al- þingi geri að lögum: „Það ræðst harkalega á Búnað- arþingið fyrir tillögur þær, sem það gerði í þessum málum, og til þess að æsa verkamenn ber blað- ið fram þau vísvitandi ósannindi, að Búnaðarþingið hafi lagt til, aö tekið yrði 15% af laimúm verka- manna, sem víima hjá setuliðinu. Ekki er fótiir, fyrir þessu. Hið eina,. sem Búnaöarþingið fór frtun á, vsr, að vinnuveitandinn (þ. é.. (Frli. á 6. s£6u.)'

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.